Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 8
 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR NISSAN MICRA ÖLLU MICRA VERÐUR ÞAÐ EKKI! Verð frá 1.490.000 kr. 6 diska geislaspilari, lyklalaus, sjálfvirkar rúðuþurrkur. MICRA er betra! Nissan Micra *Mánaðarleg greiðsla 16.816 kr. Miðað við 20% útborgun og bílaálán frá VÍS í 84 mánuði.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 6 9 6 *Mánaðarleg greiðsla 17.990 kr. miðað við 20% útborgun og bílasaming í 84 mánuði KAUPMANNAHÖFN Konungshöllin í Kaupmannahöfn er svo illa farin af raka og sveppum að fjármála- ráðherra landins hefur farið fram á aukafjárveitingu til viðhalds á byggingunum. Er ástandið sér- staklega slæmt í híbýlum Friðriks prins og fjölskyldu bak við höll Kristjáns áttunda. Fyrir fjórum árum var rúmum hundrað og tíu milljónum danskra króna úthlutað til viðhalds á höllinni til ársins 2010. En nú er þörf fyrir að minnsta kosti 60 milljónir í við- bót. - ks Konungsfjölskyldan óskar eftir fé til viðhalds: Raki herjar á höll Danadrottningar AMALÍUBORG Ástandið er sérstaklega slæmt í híbýlum Friðriks prins. ORKUMÁL Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til erindis Reykjavíkur- borgar, þar sem hún óskar eftir því að eftirlitið banni Landsvirkj- un að leggja Laxárvirkjun inn í sameiginlegt smásölufyrirtæki Landsvirkjunar, RARIK og Orku- búsins. Erindið sé í skoðun. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir erfitt að ímynda sér að Samkeppniseftirlit- ið komi í veg fyrir að smásölufyr- irtækið verði stofnað: „En við munum auðvitað svara því erindi sem beinist til okkar þegar það berst.“ Friðrik bendir á að nýja fyrir- tækið hagi starfsemi sinni með nákvæmlega sama hætti og Orku- veita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja geri; það kaupi vissan hluta frá Landsvirkjun en fram- leiðir jafnan orku sjálft. Hann segir að á næstu mánuð- um megi búast við því að klögu- mál keppinautanna á raforkumark- aði gangi til Samkeppniseftirlitisins á víxl: „Ekkert er óeðlilegt við að haft sé samband við Samkeppnis- eftirlitið til að kanna hver staða fyrirtækja er á þessum nýfrjálsa markaði.“ Landsvirkjun komi til með að gera athugasemd um það hvernig keppinautarnir hagi sínum málum: „En ég tel að það eigi ekki heima í fjölmiðlum á þessari stundu.“ Reykjavíkurborg á 45 prósent í Landsvirkjun en málstaður henn- ar er þvert á meirihlutann innan stjórnarinnar, sem er skipaður fulltrúum ríkisins og Akureyrar- bæjar, en ríkið á helminginn í Landsvirkjun og Akureyrarbær fimm prósent. Borgin krefst aðgerða eftirlitsins þar sem hún telur að Landsvirkjun leggi til virkjun sem borgin segir á undir- verði í sameiginlega smásölufyr- irtækið. Smásölufyrirtækið var stofnað 10. mars og kallast Orkusalan. RARIK og Orkubú Vestfjarða eiga hvort um sig 36 prósent í fyrir- tækinu, en Landsvirkjun 28 pró- sent. Ólöf Nordal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þess. Ekkert fyrirtækjanna þriggja hefur lagt eignir inn í fyrirtækið. Stefnt er að því síðar. - gag@frettabladid.is PÁLL GUNNAR PÁLSSON FRIÐRIK SOPHUSSON Klögumálin ganga á víxl Samkeppniseftirlitið hefur ekki brugðist við bannkröfu borgarinnar á eignatilfærslu Lands- virkjunar. Orkufyrirtækin kvarta á víxl. ÚR BORGARSTJÓRN Borgin mótmælir að Landsvirkjun leggi Laxárvirkjun, sem hún segir á undirverði, í sameiginlegt sölufyrirtæki Landsvirkjunar, RARIKS og Orkubúsins og fari í samkeppni við Orkuveituna. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Annríki hjá nafnaskrám Búist er við miklu annríki hjá dönskum yfirvöld- um á næstunni, eftir að ný nafnalög tóku gildi þar í landi í dag. Mega Danir nú breyta eftirnöfnum sínum, og þegar hafa fjölmargir Danir sem hingað til hafa heitið sígildu nöfnunum Hansen, Jensen eða Nielsen, sótt um nafna- breytingu. DANMÖRK Hvatt til stillingar Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, hvatti landa sína til að sýna stillingu eftir að leiðtogi herskárra samtaka féll í árás Ísraelshers á Gasa- ströndinni í gær. Innanríkisráðherrann rannsakar nú tildrög árásarinnar, en samtökin telja palestínskar öryggissveitir hafa skipulagt hana með Ísraelsher. PALESTÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.