Fréttablaðið - 01.04.2006, Page 38

Fréttablaðið - 01.04.2006, Page 38
 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR38 Sem forseti þarf ég stundum að taka óvinsælar ákvarðan-ir. Ég veit að fólki mun líka illa við mig vegna þess,“ segir Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, á heimasíðu sinni. „En takmark mitt er að hvetja alla til þess að láta sér þykja annt um landið sem við búum í og bera virðingu fyrir stjórnvöldum þess, sem hafa aldrei yfirgefið þjóðina í sorg.“ Lúkasjenkó hefur verið kallað- ur „síðasti einræðisherrann í Evr- ópu“. Hann komst til valda árið 1994 og hófst þá strax handa við að gera þær breytingar á stjórn- arskrá landsins, að völd forsetans hafa aukist til muna. Að nafninu til er Hvíta-Rúss- land lýðveldi en stjórnarfarið þykir einna helst minna á sovét- skipulagið. Fjölmiðlar eru flestir í ríkiseigu og leyfa þeir sjónar- miðum forsetans óspart að njóta sín, en andstæðingar hans eiga fáa möguleika á að koma skoðun- um sínum á framfæri. Efnahagslífið er allt undir járnhæl stjórnvalda, einkafyrir- tæki þurfa að lúta ströngum regl- um og geta hvenær sem er átt von á inngripi hins opinbera. Þetta erfiða rekstrarumhverfi gerir það að verkum að fá erlend fyrir- tæki treysta sér til þess að fjárfesta í landinu. Saga erlendra yfirráða Íbúar í Hvíta-Rússlandi eru rúmlega tíu millj- ónir. Um áttatíu pró- sent þeirra eru Hvít-Rússar, en rúmlega tíu prósent eru Rússar. Hvít-Rússar tala sitt eigið tungu- mál, hvítrússnesku, sem er býsna skyld rússnesku og reyndar úkra- ínsku einnig en þó frábrugðin þeim báðum í fjölmörgum atrið- um. Uppruni þjóðarinnar er nokk- uð óljós, en sögu hennar má þó rekja allt aftur til Garðaríkis sem norrænir menn stofnuðu í austur- vegi á níundu öld. Auk Hvíta- Rússlands rekja bæði Rússland og Úkraína uppruna sinn til Garðaríkis. Hvít-Rússar nánast alla tíð lotið yfirráðum annarra. Það var ekki fyrr en 1918 sem vottur að sjálfstæðu ríki varð til undir nafninu Hvíta-Rússland, en strax í ársbyrjun 1919 réðst Rauði her- inn inn í landið og það var svo inn- limað í Sovétríkin um leið og þau voru formlega stofnuð árið 1922. Það var svo í júlí árið 1990 sem Hvíta-Rússland lýsti yfir sjálf- stæði en hlaut það ekki formlega fyrr 25. ágúst 1991 þegar Sovét- ríkin voru hrunin. Undir stjórn Lúkasjenkós heldur Hvíta-Rúss- land hins vegar þjóðhátíð hinn 3. júlí ár hvert, en það er til að minn- ast þess þegar höfuðborgin Minsk var frelsuð árið 1944 undan her- námi þýskra nasista. Góð staða á byrjunarreit Þegar Hvíta-Rússland varð sjálf- stætt árið 1991 voru lífskjör þar með því besta sem þekktist í fyrr- verandi Sovétlýðveldunum. Næstu árin varð hnignun í efna- hagslífinu en fljótlega eftir að Lúkasjenkó komst til valda árið 1994 náði hagvöxtur sér á strik og hefur oftast verið á bilinu fimm til tíu prósent á ári. Alþjóðabank- inn telur að hagvöxtur árið 2004 hafi numið ellefu prósentum. Þennan efnahagsbata geta Hvít-Rússar að verulegu leyti þakkað velvild Rússa, sem hafa selt þeim orku nánast á gjafverði og einnig veitt þeim lítt heftan aðgang að mörkuðum sínum með útflutningsframleiðslu sem erfitt gæti reynst að selja annars stað- ar. Ekki er þó víst að Hvít-Rússar njóti þessarar velvildar mikið lengur því nú hafa Rússar sent þeim þau skilaboð að brátt verði þeir að greiða fyrir gasið frá Rússlandi sambærilegt verð og tíðkast í Evrópu. Upphaf endalokanna? Þótt Lúkasjenkó hafi tryggt sér þriðja kjörtímabilið í forseta- kosningunum 19. mars síðastlið- inn, er engan veginn víst að hann eigi náðuga daga í vændum. Stjórnvöld á Vesturlöndum hafa nánast einróma gagnrýnt fram- kvæmd kosninganna harðlega. bæði Evrópusambandið og Banda- ríkin hafa ákveðið að refsa Lúka- sjenkó með því að leggja á hann ferðabann og frysta innistæður hans í bönkum. Þetta eru sams konar refsiaðgerðir og beitt hefur verið gegn Robert Mugabe í Simb- abve og alræðisstjórn hersins í Mjanmar. Innanlands hefur stjórnarand- stöðunni sömuleiðis vaxið ásmeg- in, þrátt fyrir úrslit kosninganna og harkalegar aðgerðir lögregl- unnar gegn mótmælendum í kjöl- far kosninganna. Meira en 500 mótmælendur sitja nú í fangels- um landsins en utan fangelsis- veggjanna og ekki síður utan landsteinanna heldur stjórnar- andstaðan áfram baráttu sinni. Alexander Milinkevitsj, sem bauð sig fram í forsetakosningun- um á móti Lúkasjenkó og hefur verið einn virkasti stjórnarand- stæðingurinn í kjölfar kosning- anna, hefur sagt að með kosning- unum og fjöldamótmælum í tengslum við þær hafi loks komið brestir í varnarvirki Lúkasjenkós. Hugsanlega þurfi stjórnarand- staðan að hafa hægt um sig um sinn, en hún muni halda áfram að breiða út boðskap sinn og aðeins sé tímaspursmál hvenær almenn- ingur láti til sín taka á ný. gudsteinn@frettabladid.is Lúkasjenko á erfiða daga í vændum Á LEIÐ Í FANGELSI Hundruð manna hafa verið flutt í fangelsi fyrir að efna til mótmælaaðgerða í Hvíta-Rússlandi í kjölfar kosninganna þann 19. mars síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á TALI VIÐ ÞJÓÐINA Lúkasjenko er duglegur að ávarpa þjóð sína. Þarna er hann að skýra frá því að hann sjálfur hafi unnið yfirburðasigur í forsetakosningunum. ALEXANDER MILINKEVITSJ Milinkevitsj hefur verið einn virkasti leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hættu að hlaupa apríl …

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.