Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 01.04.2006, Qupperneq 40
 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR40 Stórtíðindi munu eiga sér stað í sögu Glæstra vona (The Bold and the Beautiful) á Íslandi mánudag- inn 3. apríl. Þá verða þættirnir spólaðir áfram um tvö og hálft ár. Með öðrum orðum verður hlaupið yfir atburðarás tveggja og hálfs ára í þeim tilgangi að færa þætt- ina nær okkar tímum. Glæstar vonir hafa verið á dag- skrá undanfarin ellefu ár, en þætt- irnar sem sýndir eru hérlendis eru um fimm árum á eftir fram- leiðslu. Eftir tímaflakkið umrædda verða þeir því svo gott sem spán- nýir og fyrir vikið snöggtum fer- skari og meira í takt við ríkjandi tíðaranda; bæði hvað snertir efn- istök og tískustrauma, sem hafa einmitt ætíð leikið stórt hlutverk í þáttunum og lífi Forrester-fjöl- skyldunnar. Þrátt fyrir gloppuna þurfa unn- endur þáttanna engu að kvíða því kjölfestan er óbreytt og allir við sama heygarðshornið. Aðalsögu- hetjurnar eru sem fyrr Forrester- fjölskyldan, en þrátt fyrir stór- kostlegt ríkidæmi glímir hún við margs konar erfiðleika í einkalíf- inu og hver og einn virðist eiga sinn skrautlega og illskeytta djöful að draga. Á árunum sem hlaupið verður yfir drífur ýmis- legt á daga söguhetjanna og nægir að nefna að Brooke hefur eignast barn og þau Ridge hafa áfram átt í stormasömu sambandi; gengu meðal annars í það heilaga tvisvar auk þess sem Brooke gekk í skammlíft og vonlítið hjónaband með Nick Marone. Þá kvaddi Taylor Hayes þennan heim af völdum veikinda. En þegar við tökum upp þráðinn hafa enn ein stórtíðindin átt sér stað. Brooke og Ridge hafa náð saman enn á ný og virðast ást- fangnari en nokkru sinni fyrr. En þýðir það að ástin muni vara? Hvað ætti að vera öðruvísi nú? Hvers vegna ætti sambandið að vara leng- ur en í fyrri skiptin? Eins og þeir sem ekki missa af þætti vita geng- ur margt á og sögupersónur koma og fara. Sjaldan eða aldrei hefur söguþráðurinn verið safaríkari og nú og eitt er víst að sögupersón- urnar hafa aldrei verið skrautlegri eða leikararnir glæstari. Meðal þeirra sem nú fara með lykilhlut- verk eru Lorenzo Lamas, hjarta- knúsari af guðs náð sem margir muna eflaust eftir úr Falcon Crest, og Lesley-Anne Down sem er margreynd sápuleikkona úr þátt- um á borð við Dallas og Dynasty. Þá hafa fleiri leikarar úr gamla góða Dallas gert vart vart við sig í Glæstum vonum. Nægir þar að nefna Lindu Gray, sem lék Sue Ellen og síðast en ekki síst Patrick Duffy, sem er betur þekktur sem Bobby Ewing, en innan tíðar mun Duffy taka að sér stórt hlutverk í Bold and the Beautiful. Sannkall- að tilhlökkunarefni fyrir alla unn- endur góðra sápuópera. Glæstar vonir verða sem fyrr sýndar tvisvar á dag, alla virka daga og samantekt vikunnar er svo endursýnd á laugardögum. Spólað áfram um tvö og hálft ár Sápuóperan Bold and the Beautiful, sem sýnd hefur verið alla virka daga á Stöð 2, á sér gletti- lega stóran hóp dyggra áhorfenda. Þessi margverð- launaða sápuópera hóf göngu sína í Bandaríkjun- um árið 1987 og hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 allar götur síðan 1995. STORMASAMT SAMBAND Ridge og Brooke hafa verið sundur og saman í gegnum tíðina og meðal annars gengið í það heilaga í tvígang. BJÖRN BALDURSSON Björn er fyrrverandi þýðandi sápuóperunnar Bold and the Beautiful. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GLÆSTAR VONIR Forrester-fjölskyldan er sem fyrr kjölfesta þáttanna. Þrátt fyrir mikið ríkidæmi er líf hennar langt í frá auðvelt og allir hafa sinn djöful að draga. Björn Baldursson er fyrrverandi þýðandi sápuóperunnar Bold and the Beautiful. Eftir að hafa þýtt fimm þætti í hverri viku í nokkur ár ákvað hann að snúa sér að því að þýða annað efni fyrir Stöð 2. „Þetta var allt of mikið fyrir einn mann að vera með fimm þætti í viku og síðan er þetta ekki akkúrat efnið sem höfðar til karlmanna,“ segir Björn, sem fylgdist eins og gefur að skilja vel með framvindu mála í sápu- óperunni á sínum tíma. „Ég átti enga uppáhaldspersónu en það væri helst hún Sally kerlingin. Hún er hörð viðskiptakona og dálítið undirförul eins og þær eru margar persónurnar í þess- um þáttum,“ segir hann. Aðspurður segist hann vera mjög fylgjandi því að færa þátt- inn fram um nokkur ár. „Mér finnst það hið besta mál. Það er eiginlega ómögulegt að vera svona langt á eftir.“ Patrick Duffy, sem lék Bobby í Dallas á sínum tíma, er ein af nýju persónunum í Bold and the Beautiful og segist Björn spennt- ur að sjá hvernig hann kemur út. „Ég gæti vel hugsað mér að horfa á nokkra þætti með honum. Ég þýddi líka Dallas í nokkur ár og fannst þeir þættir nú meira spennandi.“ Á meðal fleiri þátta á Stöð 2 sem Björn fylgist með eru Nip/ Tuck og sakamálaþátturinn 48 Hours en sápuóperuna Nágranna horfir hann aftur á móti aldrei á. - fb Sally er undirförulÍ dag, 1. apríl, er 35 ára afmæli Hertz á Íslandi. Í tilefni þess hlaupum við á okkur með tilboði sem hljómar einsog aprílgabb og leigjum allar tegundir bíla á … taktu frekar bíl! 50 50 600 • www.hertz.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 20 33 03 /2 00 6 yfir daginn* *Á meðan birgðir af bílum endast. Tilboðið gildir um allt land, í Reykjavík, Keflavík, á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Höfn. Venjulegt gjald samkvæmt verðskrá tekur við ef fólk tekur bílinn lengur en einn dag. 35kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.