Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 35
lands. Fréttamaður útvarpsins mætir niður á Ægisgarð þegar skipið er að leggjast að bryggju, en þar er þá samankominn múgur manna sem lætur ófriðlega og upphefur mótmæli gegn þessum takmarkalausa yfirgangi Banda- ríkjamanna. Til átaka kemur á milli mótmælenda og starfsmanna Ríkisskipa sem eru að reyna binda landfestar herskipsins, en að sjálfsögðu fer allt vel að lokum. 1987 Afrugluð gleraugu Á þessum tíma var Stöð 2 nýtekin til starfa og DV greinir frá því að á markaðinn séu komin sérstök gleraugu sem eru þeim kostum gædd, að með þeim sé skamm- laust hægt að fylgjast með truflaðri dagskránni og komi þau þannig í stað afruglara. Verðlagið á þessari miklu tækninýjung er að sjálfsögðu hlægilegt í tilefni dagsins og eru fullorðinsstærðir á 750 kr. en barnastærðir hins vegar á 600 kr. Gabbið var býsna vel heppnað og voru dæmi þess að menn kæmu alla leið úr Sand- gerði til að verða sér úti um „afruglaragleraugu“… 1989 Búfjártalning gæludýra Ríkisútvarpið fregnar af allsherj- ar búfjártalningu víða um land. Löggæslumenn í hverju umdæmi áttu að sameina talningu á búfén- aði og gæludýrum eins og hross- um, alifuglum, gullfiskum og hundum. Brýnt er fyrir hundaeig- endum á landsbyggðinni að halda dýrum sínum við útidyr á bilinu 14.30-16.00 svo að hægt sé að telja þau. Hundaeigendur á höfuðborg- arsvæðinu áttu hins vegar að mæta með sínar skepnur til taln- ingar á sama tíma á baklóð Heilsu- verndarstöðvarinnar. 1992 Gnægtaborð Evrópska efnahagssvæðsins Á tímum undirritunar EES-samn- inga er Ríkisútvarpið með vel- heppnaða frétt um að Evrópu- bandalagið hyggist kynna landbúnaðarstefnu sína á nýstár- legan hátt. Í þessu skyni áttu þennan daginn, að koma til lands- ins tólf gámar af niðurgreiddum landbúnaðarvörum frá bandalag- inu. Til þess að auka á áreiðan- leikann voru Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra fengnir til þess að skýra frá fyrirkomulag- inu. Allir gámarnir skyldu skipt- ast bróðurlega á milli landshluta og yrði þeim landað skipulega með strandferðaskipum á sjö hafnir umhverfis landið. Sala á innihaldinu átti að hefjast stund- víslega klukkan tvö eftir hádegi. Vöruvalið var ekkert slor. Þarna mátti t.d. finna léttvín í fernum frá Portúgal og Ítalíu, danskt og þýskt svínakjöt, breskan Stilton- ost, belgíska kjúklinga, írskt jóg- úrt, spænskar nautatungur, Franskar aliendur, gæsalifur, froskalæri og lóubringur svo eitt- hvað sé nefnt. ■ „Drífið ykkur...! Þetta er að gerast núna...!“ BIFREIÐAR OG BENSÍN Á SPOTTPRÍS Árið 1980 tóku allir prentmiðlar landsins sig saman um að hrekkja lesendur sína. Þá var sagt frá því að 300 lítt útlitsgallaðar og flunkunýjar Mitsubishi-bifreiðar yrðu boðnar á hlægilegu verði, eingöngu þennan daginn og á greiðsluskilmálum sem þá þóttu fáheyrðir. Pétur Sveinbjarn- ar, talsmaður Heklu h/f, hélt mikinn blaðamannafund af þessu tilefni og kom þar fram að bílarnir yrðu til sýnis fyrir utan verksmiðjur Lýsis og Mjöls við Hvaleyrarholtsveg í Hafnarfirði. Þarna var framkvæmt örugglega best heppnaða aprílgabb hér á landi frá upphafi. Þúsundir manna lögðu leið sína í fjörðinn þann daginn og voru dæmi þess að menn keyrðu alla leið ofan úr Borgarnesi til þess eins að sjá skilti, með ör í aðkeyrslunni, sem á stóð: „Bílasýning“ og þegar að var komið blasti við risastór borði utan á húsinu sem á stóð: „1 apríl!“… Árið 1995 var Fréttastofa Stöðvar 2 með viðamikla frétt varðandi sölu olíufélags Esso til bandaríska fyrir- tækisins Irving Oil og í tilefni af því verði boðið upp á bensín á spottprís. Til þess að gera aðstæður sem raun- verulegastar voru hannaðir sérstakir límmiðar og borðar með merki fyrirtækisins. Tveir leikarar voru síðan látnir túlka forstjóra Skeljungs og Olíufélagsins af stakri snilld. Hér var á ferðinni skothelt aprílgabb sem skap- aði svo mikla örtröð á bensínstöðvum Esso að kalla þurfti til aukamannskap til hjálpar. Bobbyarnir og hitt fræga fólkið Í gamla daga þótti Ísland aldeilis ekki ákjósanlegur áfangastaður hjá ríkum, frægum og fallegum útlend- ingum, en af einhverjum ástæðum breyttist það lögmál oft þann 1. apríl. Leikarinn Leonardo DiCaprio, svigkappinn Ingemar Stenmark og diskódrottningin Donna Summer, auk frægra bítilmenna, eiga öll sam- eiginlegt að hafa heimsótt okkur þann daginn. Í Vísi árið 1970 er t.d. birt viðtal við John Lennon (Jón Gunnarsson, leikari) þar sem hann er staddur á Hótel Sögu við undirbúning á uppsetningu söngleiksins „Hr. Hvít skyrta og bindi“ eftir Gunnar Þórð- arson. Blaðamaður spyr Lennon m.a. að því hvort eitthvað sé hæft í þeirri kjaftasögu að Paul McCartney sé dáinn og hann svarar að bragði: „Ja, það skyldi þó aldrei vera, ég hef verið að furða mig á því hvað hann hefur verið daufur í dálkinn upp á síðkastið.“ Í Ríkisútvarpinu árið 1984 er frétt þess efnis að til landsins séu mættar Dallasstjörnunar Patrick Duffy (Bobby Ewing) og Victoria Principal (Pamela Ewing). Tilgang- urinn með heimsókn skötuhjúanna er sagður vera að leika í sjónvarps- auglýsingum þar sem ullarlegghlífar og peysur frá Álafossi eru kynntar Bandaríkjamönnum. Til þess að gera fréttina enn sennilegri er haft samband við fréttaritara útvarpsins í Bandaríkjunum, Stefán Jón Hafstein sem fylgir stjörnunum út í flugvél vestanhafs og þar hefur hann eftir Victoriu Principal, sem segir á þessari bjöguðu íslensku: „Ék helska hull“. Stórmerkilegt er til þess að vita að tvívegis á áttunda áratugn- um sagði Vísir frá því að Bobby Fischer hefði komið fyrirvaralaust til landsins þann 1. apríl. Árið 1977 skýrði blaðið frá því að hann mundi, þann daginn, ganga að eiga vestur- íslenska stúlku í Árbæjarkirkju. Í fyrra skiptið, árið 1975, var síðan fregnað í Vísi að Fischer ætlaði sér að segja sig úr FIDE og stofna eigið skáksamband, en hið ótrúlega í fréttinni var sú forspáa staðreynd að stórmeistarinn hygðist sækja um ríkisborgararétt og setjast hér að. Best heppnuðu göbbin LAUGARDAGUR 1. apríl 2006 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.