Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 14
 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR14 fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Þótt löndin þrjú, sem gengu í NATO fyrir réttum tveimur árum, búi að nafninu til yfir flugherjum eru þeir svo óburðugir að þeim er um megn að sinna loftvörnum með trúverðugum hætti, einkum með tilliti til nálægðarinnar við Rúss- land. Því varð það úr að banda- lagsþjóðirnar urðu við beiðni þeirra um að sjá þeim fyrir virku lofthelgiseftirliti (eða air policing eins og það heitir á NATO-máli) með því að orrustuþotur úr loft- herjum annarra NATO-ríkja skipt- ust á um að sinna því. Samkvæmt skilgreiningu orðasafns NATO felst lofthelgiseftirlit í því að orrustuþotum sé beitt til að halda uppi stöðugu eftirliti á friðar- tímum með tiltekinni lofthelgi, til að tryggja að hún sé virt. Þegar þetta var samþykkt í Atlantshafsráðinu var hugsunin ekki sízt sú, að sýna með áþreifan- legum hætti að lofthelgi allra bandalagsríkjanna væri ein heild og að þau stæðu saman um að verja hana. Þótt tekið væri fram að þessum aðgerðum væri ekki beint gegn neinum þarf engum blöðum um það að fletta að til- gangurinn var ekki sízt sá að minna Rússa á að Eystrasaltslönd- in - sem voru hluti af Sovét- ríkjunum - væru orðin NATO-ríki og það bæri að virða þau sem slík. Þótt þau hefðu óburðuga flugheri. Útgerðarríkin bera kostnaðinn að mestu Í fyrstu var fyrirkomulagið þannig, að viðkomandi flugsveit dvaldi í þrjá mánuði á vettvangi í Eystrasaltsríkjunum. Bækistöðv- arnar hafa frá upphafi verið á Siauliai-herflugvellinum, sem er miðja vegu milli Vilnius, höfuð- borgar Litháens, og Riga, höfuð- borgar Lettlands. Þess má geta að Siauliai var ein af höfuðbæki- stöðvum sovézka flughersins á sínum tíma. Samkvæmt bráða- birgðafyrirkomulaginu sem lagt var upp með bar „útgerðarríki“ þotnanna sem önnuðust verkefnið hverju sinni kostnaðinn af því að mestu leyti, svipað og gildir um friðargæzlusveitir sem NATO-ríki sendir til þátttöku í friðargæzlu- verkefni á vegum bandalagsins. Gestgjafarnir í Eystrasalts- löndunum sjá um allt annað sem til þarf, reka ratsjárstöðvar og flugstjórnarmiðstöð og veita alla aðstöðu. Belgar riðu á vaðið vorið 2004 og sendu fjórar F-16 þotur úr flug- her sínum til Siauliai. Það kostaði belgíska skattgreiðendur um 600.000 evrur, andvirði um 50 milljóna króna, til viðbótar við það sem venjubundið æfingaflug á heimavelli hefði kostað yfir sama tímabil. Danir tóku næstir við, þá Bretar, því næst Norðmenn, síðan Hollendingar, þá Þjóðverjar og loks Bandaríkjamenn síðustu þrjá mánuði síðasta árs. Sætti það nokkrum tíðindum að bandarískar þotur kæmu inn í verkefnið, þar sem það þótti framan af æskilegra að það væru þotur úr herjum hinna smærri bandalagsþjóða NATO sem sinntu því. Ástæðan var sú að Rússar voru taldir taka því sem minni ögrun en ef þoturnar voru úr Bandaríkjaher. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var verkefnið í höndum flug- sveitar úr pólska flughernum, sem notaði fjórar MiG-29 Fulcrum- þotur í eftirlitsfluginu. Það eru þotur sem upprunalega voru smíð- aðar í Sovétríkjunum en hafa verið uppfærðar til notkunar í NATO- her. Pólverjar gengu í NATO árið 1999, fimm árum á undan Eystra- saltsríkjunum. Við vaktaskiptin nú um helgina breytist lengd „vaktarinnar“ úr þremur mánuðum í fjóra. Þennan tíma munu fjórar F-16 þotur tyrk- neska flughersins standa vaktina. Í flugsveitinni eru 80 hermenn. Í ágúst tekur spænsk flugsveit við og í desember aftur belgísk. Ætla að efla eigin varnargetu Búið er að semja um framhald loft- helgiseftirlitsins á vegum NATO út árið 2007. Óljóst er að svo stöddu hvað verður eftir það, en miklar umræður standa nú yfir í Eystra- saltsríkjunum um að þau þurfi að efla flugheri sína til að verða fær um að annast eftirlit með lofthelg- inni upp á eigin spýtur. Tilefnið er ekki sízt óánægja með atvik sem átti sér stað í sept- ember síðastliðnum, þegar rúss- nesk SU-27-orrustuþota rauf loft- helgi Litháens. en hún var á leið frá Pétursborg til hins landlukta Kaliníngrad-héraðs við Eystra- saltið, sem tilheyrir Rússlandi. Þetta gerðist þegar þýsk flugsveit sinnti lofthelgiseftirlitinu en engin þýsku þotnanna fór á loft fyrr en eftir að rússneska þotan hafði hrap- að inni í miðju Litháen. Voru þessi seinu viðbrögð rakin til þess að boð- leiðir væru of langar. Varnar- málanefndir þjóðþinga landanna þriggja samþykktu í síðustu viku sameiginlega áskorun til ríkis- stjórnanna að grípa til markvissra ráðstafana til að byggja eigin varnar getu. Rússneska RIA Novosti-fréttastofan hafði hins vegar eftir Juris Dalbins, formanni varnarmálanefndar lettneska þings- ins, að ríkin þrjú myndu um fyrir- sjáanlega framtíð ekki vera fær um að finna þá fjármuni sem þyrfti til að efla eigin loftvarnir upp að því marki sem gerði liðsinni NATO við lofthelgiseftirlitið óþarft. MINNISMERKI UM SOVÉTTÍÐ Sukhoi-7 þota á Siauliai-herflugvellinum minnir á sovézka fortíð staðarins. LJÓSMYND/DANIEL BRACKX BELGÍSK F-16-ÞOTA Í SIAULIAI Þota úr belgísku flugsveitinni sem fyrst sinnti lofthelgis- eftirlitinu í flugtaki frá Siauliai. NORDICPHOTOS/AFP Tyrkir teknir við lofthelgiseftirliti Um síðustu helgi fór fram almanna- varnaræfingin Bergrisinn. Þá voru æfð viðbrögð við Kötlugosi og tóku um 1500 manns þátt í æfingunni. Síðustu daga hafa verið haldnir rýnifundi til að fara yfir það hvernig til tókst og hvað þarf að bæta. Sigurður Hjálmarsson er formaður Rauða kross-deildarinnar í Vík þar sem æfingin fór að miklu leyti fram. Komu einhverjir agn- úar upp á æfingunni? Það gerir það alltaf á svona æfingu, til þess eru þessar æfingar. Það er til dæmis ekkert GSM-samband við bæi í Sólheimaborg en þar hafa menn aðeins um 15 mínútur til að forða sér. Þetta sýnir okkur það hversu mikið öryggis- atriði það er að koma GSM-sambandi á sem víðast um sveitir. Ef Katla færi að gjósa hvað myndir þú óttast helst? Við erum það vel undirbúnir að við ættum að koma öllu fólki af hættu- svæðum en ef ferðamenn eru þar sem enginn veit af þeim gæti það orðið áhyggjuefni. Reyndar myndi þyrla skim- ast um en þetta er helsta áhyggjuefnið. Svo er það öskufallið, því ef það blæs af norðri gæti illa farið fyrir skepnum í nálægum sveitum. Við vitum hvar flóðin fara en öskufallið ræðst af vindátt svo það er aldrei að vita hvernig það fer. SPURT OG SVARAÐ? VIÐBRÖGÐ VIÐ KÖTLUGOSI GSM-samband lífsnauðsynlegt SIGURÐUR HJÁLMARSSON Heimsminjaskrá UNESCO hafnaði í vikunni umsókn Íslands um að koma Surtsey á skrána þar sem ýmislegt vantaði í umsókn- ina sem þurfti með. Þingvellir verða því áfram um sinn eina íslenska framlagið á þeim lista sem heimsminjaskráin er en í framtíðinni stendur til að koma Skaftafelli þangað líka. Hvað er Heimsminjaskrá UNESCO? Á hana komast allar þær náttúruperlur og mannvirki sem þykja einstök í sinni röð í heiminum hvað fegurð snertir. Menningar- legt gildi og saga hafa einnig mikið að segja en margar strangar reglur þarf að uppfylla til að staður komist á listann. Nú eru alls 730 staðir í heiminum öllum sem skráðir eru sem ómetanlegt framlag til mannkyns. Hverjar eru kröfurnar? Þær eru margar. Á listann komast staðir sem standa fyrir það besta sem manns- hugurinn hefur látið sér detta í hug og framkvæmt. Staðurinn sé sögulegur eða tákn um framfarir. Hann sé einstakt náttúru legt fyrirbrigði eða svæði þar sem lífríki plantna og dýra sé einstakt. Hvernig fer með Surtsey? Lengi hefur verið rætt um að leggja inn umsókn fyrir Skaftafell en tilnefningar- skýrslu fyrir það svæði tekur langan tíma að vinna og vildu menn vinna hana vel. Það er ástæða þess að Surtsey var tilnefnd með litlum fyrirvara þar sem talið var jákvætt að láta ekki langan tíma líða milli tilnefninga. Tíminn reyndist þó of knappur þar sem tveir mánuðir dugðu ekki til að ljúka umsókninni með þeim hætti sem stofnun Heimsminjaskrárinnar sættir sig við. Væntanlega verður bætt úr því og sótt um aftur á næsta ári. FBL GREINING: HEIMSMINJASKRÁ UNESCO Verndar arfleifð mannkyns Nú um mánaðamótin tók flugsveit úr tyrkneska flug- hernum við því hlutverki að sinna lofthelgiseftirliti í Eystrasaltslöndunum, á vegum Atlantshafsbandalagsins. Við hátíðlega athöfn á Siauliai-herflugvellinum norðarlega í Litháen tók tyrkneski hershöfðinginn Nejdat Bilgin við keflinu af Stanislaw Koziej, aðstoðarvarnarmálaráðherra Póllands, að viðstöddum litháíska varnarmálaráðherranum Gediminas Kirkilas og yfirmönnum flugherja Litháens, Lettlands og Eistlands. > Fjöldi flugvéla á Íslandi SVONA ERUM VIÐ 2002 2003 2004 Heimild: Hagstofa Íslands 360 369 393 Hótar börnum vist í logum vítis SKÓLASTJÓRINN BOÐAR KRÍSUFUND Séra Flóki veldur enn usla í Borgarfirði 2x15#fremr 2.4.2006 20:43 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.