Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 69
MÁNUDAGUR 3. apríl 2006 25 Keira Knightly var svaka flott þegar hún mætti í 21 árs afmælis- veisluna sína á dögunum en þemað var þriðji áratugurinn eins og sést á henni. Hún keypti kjólinn í versl- uninni Tin Tin Collectable sem engin önnur en Kate Moss er þekkt fyrir að versla í. Verslunin sér- hæfir sig í fallegum kjólum og flíkum frá fyrri áratugum en búðin er alls ekki þekkt fyrir að vera ódýr. Í stíl við kjólinn var Keira með fallegan hvítan feld á öxlunum, algjör stjarna. Algjör stjarna KEIRA KNIGHTLEY Var glæsileg í afmæl- isveislu sinni á dögunum en þemað var þriðji áratugurinn. Plötusnúðarnir Deep Dish, sem eru tveir talsins, spila á klúbba- kvöldi á Nasa þann 12. apríl og verða væntanlega í miklu stuði. Plötusnúðarnir eru frá Wash- ington DC og Íran og kalla sig Ali og Sharam. Þeir hafa unnið til margra Grammy-verðlauna, meðal annars fyrir besta danslag- ið og bestu dansplötuna. Þeir hafa endurhljóðblandað lög eftir Madonnu, Rolling Stones, Depe- che Mode, Janet Jackso, Justin Timberlake og fleiri. Miðasala á klúbbakvöldið er hafin og fer hún fram í Þrumunni á Laugavegi. Deep Dish í miklu stuði DEEP DISH Plötusnúðarnir frá Bandaríkjun- um og Íran ætla að þeyta skífur á Nasa. Politica, félag stjórnmálafræði- nema, býður til Rocky eða Rokk- HÍ-tónleikaveislu föstudaginn 7. apríl á Gauki á Stöng þar sem fjöl- margir listamenn troða upp. Fram koma Helgi Valur, Pétur Ben, Weapons, Wulfgang, Ég, Jan Mayen, Úlpa, Jakobínarína, Jeff Who? og Dr. Spock. Idol-stjörnu- leit verður sýnd á efri hæðinni og eftir það mun DJ Steinunn þeyta skífur fram á nótt. Miðasala fer fram á kaffistof- um stúdenta í Háskóla Íslands. Miðaverð er 1000 krónur í forsölu og 1200 krónur um kvöldið á Gauknum. Rocky-veisla JAKOBÍNARÍNA Hljómsveitin Jakobínarína treður upp á Gauki á Stöng á föstudaginn. Taktu forskot á vorið og baðaðu þig upp úr Aroma Sun frá Lancome. Sturtusápan ilmar af blómum en í henni eru örvandi olíur, E-vítamín sem ver húðina gegn ótímabærri öldrun og glycerol sem er einn virkasti rakagjafinn. Það er því varla hægt að hugsa sér neitt betra þegar sturtusápa er annars vegar. Aroma Sun sturtusápan fæst í öllum betri snyrtivöru- verslunum. Ferskleikinn í hnotskurn STYTTIST Í RAY DAVIES Breski rokkhundur- inn og gamli Kinksarinn Ray Davies kemur til landsins í vikunni en hann mun troða upp á tónleikum í Háskólabíói á föstudag- inn langa. Enn eru 400 miðar óseldir á tónleikana þannig að það er ekki of seint að tryggja sér sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.