Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 73
MÁNUDAGUR 3. apríl 2006 29 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 31 1 2 3 4 5 6 Mánudagur ■ ■ LEIKIR  20.00 Skallagrímur og Keflavík mætast í úrslitakeppninni í körfu- bolta karla í Borgarnesi.  20.00 KR og Njarðvík mætast í úrslitakeppninni í körfubolta karla í vesturbænum. ■ ■ SJÓNVARP  19.50 Íslandsmótið í körfubolta karla á Sýn. Bein útsending frá leik Skallagríms og Keflavíkur. Einnig verður fylgst með leik KR og Njarðvíkur frá DHL-höllinni.  19.55 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Blackburn og Wigan.  21.50 Ítölsku mörkin á Sýn.  22.15 Ensku mörkin á Sýn.  22.50 Spænsku mörkin á Sýn. Heiðar Davíð Bragason, Íslands-meistari í höggleik karla, endaði í 25.-27. sæti í einstaklingskeppninni á Sherry Cup-áhugamótinu í golfi á Spáni en hann lék á 294 höggum (+6). Nigel Edwards frá Wales sigraði á mótinu á 282 höggum (-6). Alls voru 72 keppendur í karlakeppninni en Magnús Lárusson úr Kili endaði í 62.-63. sæti á 312 höggum (+22), Stefán Már Stefánsson úr GR endaði í 68. sæti á 318 höggum (+28) og nýliðinn í lands- liðinu Pétur Freyr Pétursson varð í 71. sæti á 319 höggum (+31). Karlalandslið- ið endaði í 16. sæti af 19 þjóðum sem tóku þátt. Íslandsmeistaramótið í kata fór fram í íþróttahúsi Grafarvogs um helgina. Íslandsmeistarar félaga í kata er Breiða- blik, Karatefélag Akraness (KAK) varð í öðru sæti og Þórshamar í því þriðja með. Þá voru krýndir nýir Íslandsmeist- arar í einstaklingsflokkum þau Helgi Jóhannesson, Breiðablik og Eydís Líndal Finnbogadóttir KAK. Þetta er í fyrsta sinn sem Breiðablik er Íslandsmeistari félaga í kata. Valur vann KA, 8-1, í deildarbikarnum um helgina. Danski framherjinn Jakob Spangsberg skoraði þrennu fyrir Val en Guð- mundur Benediktsson, Pálmi Rafn Pálmason, Sigurbjörn Hreiðarsson, Andri Valur Ívarsson og Hálfdán Gíslason eitt mark hver. Hreinn Hringsson minnkaði muninn fyrir KA. Á fundi formanna og framkvæmda-stjóra félaga í Landsbankadeild karla, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudag, var kjörin ný stjórn SED – Samtaka félaga í efstu deild. Jónas Þórhallsson úr Grindavík var endurkjör- inn formaður og með honum í stjórn samtakanna verða Jónas Kristinsson úr KR og Jón Rúnar Halldórsson úr FH. Íslendingar voru í eldlínunni að venju í handboltanum í Þýskalandi um helgina. Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk fyrir Wilhelmshaven, sem tapaði fyrir Hamborg 33-30 en Heiðmar Felixson skoraði sjö mörk fyrir Hannover Burgdorf, sem vann Ahlen 25-24 á útivelli í 2. deild nyrðri. Íslandsmeisturum ÍBV var vel tekið á höfninni í Vestmannaeyjum þegar liðið sneri heim frá Reykjavík þar sem það hampaði titlinum. Með sigri á HK tryggði ÍBV sér titilinn en við komuna til Eyja var flugeldum skotið upp og heljarinnar veisla fór fram í höfninni þar sem ÍBV- lagið var áberandi í fagnaðarlátunum. ÚR SPORTINU FORMÚLA-1 Það gekk allt á aftur- fótunum hjá Ferrari-liðinu í kapp- akstrinum í Ástralíu um helgina. Vandræðin byrjuðu strax í tíma- tökunni þegar Felipe Massa sneri bíl sínum og klessti á öryggisvegg en betur fór en á horfðist. Michael Schumacher náði aðeins ellefta sæti í tímatökunni og átti því ærið verkefni framundan til að tryggja sér stig. Það gekk ekki eftir og báðir ökuþórarnir klesstu bíla sína og fullkomnuðu þannig mar- traðarhelgi þar sem allt gekk á afturfótunum. „Ég tók mikla áhættu þegar ég ætlaði að fara fram úr Jenson Button en bíllinn hans var í ein- hverju ólagi. Ég var rétt fyrir aftan hann en bíllinn varð þá skyndilega undirstýrður. Ég lenti út af brautinni í hraðri beygju og skall á vegginn þar sem dekkin fóru undan með miklum látum,“ sagði Schumacher um atvikið þegar hann snarsneri bíl sínum í brautinni. Massa telur að Christian Klein, sem ekur fyrir Red-Bull, hafi orðið þess valdandi að Brasilíu- maðurinn féll úr keppni. „Ég var með Klein á vinstri hönd og Scott Speed á þeirri hægri. Klein ók á mig, ég snerist í hring, og lenti svo á Rosberg og hentist á vegginn. Ég gat ekkert gert við þessu og var bara eins og farþegi í látun- um,“ sagði Massa. Það var Spánverjinn Fernando Alonso sem hampaði sigri en hann sýndi stóíska ró í tilþrifamikilli keppni og kom 1,8 sekúndum á undan Kimi Raikkonen á McLaren í mark. Ralf Schumacher á Toyota varð þriðji en Alonso er með 28 stig af 30 mögulegum í fyrstu þremur mótum ársins og hefur því hafið titilvörn sína eins og best verður á kosið. „Þetta var klikkuð keppni og ég skil sum augnablikin ekki til fullnustu. Ég var með tuttugu sekúndna forskot en það forskot hvarf eins og dögg fyrir sólu eftir að öryggisbílarnir flykktust að eftir tíu hringi. En bíllinn var fullkominn og sigurinn var aldrei í hættu. Það voru engin vandræði og 28 stig í fyrstu þrem- ur keppnunum er draumi líkast, vonandi heldur sigurgangan frá síðasta ári áfram,“ sagði kampa- kátur Alonso eftir keppnina. - hþh Fernando Alonso sigraði í Formúlu-1 kappakstrinum í Ástralíu um helgina: Martaðarhelgi fyrir Ferrari ÓHAPP Felipe Massa á Ferrari ekur aftan á Niko Rosberg á McLaren. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Robbie Fowler, sóknar- maður Liverpool, skoraði gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Með markinu komst Fowler ofar en Kenny Dalglish á listanum yfir markahæstu menn Liverpool. Fowler hefur skorað 173 mörk fyrir Liverpool en Ian Rush er markahæsti leikmaðurinn en hann skoraði 346 mörk á glæstum feri sínum hjá liðinu. „Það er frábært fyrir mig að vera orðinn sá fimmti markahæsti í sögu Liverpool en Kenny Dalglish er alvöru Liverpool-goðsögn. Að komast nálægt honum á listanum er mikið afrek og það að komast ofar en hann gerir mig mjög glað- an,“ sagði Fowler sem kom aftur til Liverpool í janúar. - hþh Markahrókar Liverpool: Fowler kominn yfir Dalglish ROBBIE FOWLER Er í hópi goðsagnanna hjá Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.