Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 78
 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Útvarpsmaðurinn Hallbjörn Hjartarson, eigandi Kántríbæjar á Skagaströnd, segist halda mikið upp á bandaríska sveitasöngvarann Dwight Yoakam. „Mér finnst tónlistin hjá honum vera dálítið lífleg og skemmtileg. Strákurinn syngur vel og beitir rödd sinni vel í lögunum. Mér finnst framkoma hans og söngur skemmtilegur og að mínu mati er hann fremri öllum öðrum í Bandaríkjunum. Garth Brooks hefur verið talinn sá besti en að mínu mati er Dwight miklu, miklu fremri,“ segir Hallbjörn. Hann segist eiga erfitt með að nefna uppáhalds- lagið sitt með Dwight en það sem fyrst kemur í hugann sé Pocket of a Clown. „Þau eru mörg miklu betri en til að geta nefnt eitthvað þá er þetta það fyrsta sem mér dettur í hug,“ segir hann. Í gamla daga átti Hallbjörn tvo uppáhalds- kántrísöngvara; þau Johnny Cash og Dolly Parton. „Ég elska Dolly Parton en í seinni tíð hef ég verið að spila hann Johnny minn miklu minna en ég gerði áður,“ segir hann. „Maður er búinn að spila hann daginn út og daginn inn síðan maður man eftir sér en ég bregð honum alltaf á þegar ég er beðinn um það.“ Hallbjörn segist aftur á móti spila Dolly Parton frekar reglulega. „Hún er mitt uppáhald. Það eru líka svo falleg á henni brjóstin. Þau eru hennar aðaltromp fyrir utan sönginn,“ segir hann og bætir við: „Maður tekur að minnsta kosti eftir þeim, það er ekki hægt annað. Þau gefa hverjum kvenmanni sinn svip. SÉRFRÆÐINGURINN HALLBJÖRN HJARTARSON OG BESTI SVEITASÖNGVARINN Dwight Yoakam miklu fremri en Garth HALLBJÖRN HJARTARSON Kántríkóngurinn af Skagaströnd heldur mikið upp á Dwight Yoakam. MYND/EINAR ÖRN JÓNSSON Hin sjaldséða hljómsveit Leaves birtist á Gauknum í kvöld og spil- ar fyrir rokkþyrsta aðdáendur sína. Drengirnir hafa legið í dvala síðan um jólin en fannst kominn tími til að láta sjá sig á ný meðal borgarbúa. Fækkun hefur orðið í sveitinni síðan hún tróð upp síðast en Arnar Ólafsson gítarleikari er hættur. „Þetta var allt í góðu, hann var búin að gera tvær plötur með okkur og fannst komið gott,“ segir Hallur Már Hallsson en viður- kennir að aukinn kraftur einkenni nú sveitina. „Brotthvarfið var því hvorki slæmt fyrir okkur né hann,“ bætir hann við. Hljómsveitin hefur verið önnum kafin við upptökur á nýrri breið- skífu í Höfðatúni þar sem Hljóð- setning var eitt sinn til húsa. „Við eigum það ásamt umboðsmanni okkar og þetta er töluverð breyting frá því sem áður var,“ útskýrir Hallur. „Þá þurftum við að klára allar upptökur á mánuði og fá kannski upptökustjóra erlendis frá. Núna getum við legið meira yfir efninu okkar,“ bætir hann við en tónleikagestir mega eiga von á því að heyra nýtt efni frá hljóm- sveitinni í bland við gamalt. Ekkert launungarmál er að sveitin hefur alltaf sett markið hátt og afrekaði það meðal annars að komast á plötusamning hjá Island Records og dótturfyrirtæki Dreamworks. Hún spilaði á tíu tón- leikum með skosku rokksveitinni Supergrass og Hallur telur að markmiðið hafi ekkert breyst. „Við höfum alltaf verið mjög metnaðar- gjarnir og viljum spila erlendis,“ segir hann en stefnt er að útgáfu nýjustu breiðskífunnar í bæði Japan og Bandaríkjunum. - fgg Leaves birtast á ný í Reykjavík ROKKSVEITIN LEAVES Mannabreytingar hafa átt sér stað hjá hljómsveitinni en meðlimir segjast fyrir vikið vera orðnir mun kraftmeiri. FRÉTTABLAÐIÐ / SIGURJÓN LÁRÉTT 2 fuglsnef 6 skammstöfun 8 kletta- sprunga 9 fley 11 borðaði 12 ólögl. innfluttningur 14 snjóhrúga 16 utan 17 traust 18 fálm 20 smáorð 21 fimur. LÓÐRÉTT 1 goggs 3 einnig 4 gutla 5 varkárni 7 nagdýr 10 ar 13 hola 15 fiskur 16 upphrópun 19 hef leifi. LAUSN Stéphane Aubergy, víninnflytj- andi og framkvæmdastjóri Vín- ekran Bourgogne ehf., er afar ósáttur við hátt áfengisgjald á Íslandi sem hann telur valda því að fjöldi neytenda fer á mis við eðalvín. Mótmæli eru Frökkum í blóð borin og Stéphane hefur nú brugðist við áfengisgjaldinu með því að selja rauðvín á kostnaðar- verði og því fást rauðvínstegund- irnar Art de Vivre og Pujol nú á 1000 krónur í verslunum ÁTVR. „Ég er aðallega að gera þetta svo fólk láti eftir sér að bragða á þessum vínum,“ segir Stéphane, „og svo ekki síður til að vekja athygli á því að sumir innflytjend- ur stýra vöruúrvalinu í vínbúðun- um þótt reglur ÁTVR geri ráð fyrir að vilji neytenda ráði ferð- inni.“ Stéphane segir vínúrvalið hjá ÁTVR hafa batnað mikið með árunum og þar hafi margt gott verið gert hvað reglugerðir og úrval varðar. Hann bendir þó á að það sé þó ekki endilega vilji neyt- enda eða raunverulegar vinsældir tiltekinna vína sem ráði því hvaða vín fara úr reynslusölu í kjarna- sölu. „Stærri innflytjendur geta stýrt þessu með því að kaupa sjálfir sínar vörur í miklum mæli og verða þannig ofan á þegar vín eru valin í kjarnasölu. Það eru því ekki endilega alltaf bestu vínin sem eru í boði,“ segir Stéphane og telur að enn megi gera betur í þessum málum. Þótt Stéphane vilji aðgang fólks að eðalvínum sem greiðast- an telur hann íslenska vínmenn- ingu ekki hafa náð þeim þroska að tímabært sé að selja áfengi í mat- vöruverslunum. „Þá yrðu minni innflytjendur örugglega undir. Við komumst þó í það minnsta að hjá ÁTVR og ég er hræddur um að úrvalið yrði takmarkað í matvöru- verslunum. Það væri nær að hafa almennilegar sérverslanir með vín þar sem fólk getur smakkað og fengið ráðleggingar hjá sér- fræðingum. Í stórverslunum í Frakklandi eru vínfræðingar en það yrði tæpast hægt að leita ráða hjá unglingum í matvöruverslun- um á Íslandi. Annars eiga vínin helst að fá að tala og selja sig sjálf.“ Stéphane segist standa í vín- innflutningi sínum af hugsjón. „Við Frakkar erum auðvitað fædd- ir með í það minnsta einn putta í vínglasi og þegar ég flutti hingað fannst mér margt vanta, þó aðal- lega léttvín frá minni framleið- endum. Vínúrvalið er ekki nógu gott. Ég byrjaði því að flytja inn vín í litlu magni, aðallega fyrir sjálfan mig og veitingahús. Mér finnst ég bera ábyrgð á ánægju fólks og þá ekki bara þeirra sem drekka vínin heldur líka bændanna sem vilja að margra ára vinna þeirra fari alla leið og komist til neytenda.“ Stéphane leggur ekki síður mikið upp úr því að fólk temji sér eðlilega umgengni við vín og legg- ur áherslu á að víns eiga að neyta með mat. „Vín á að drekka með mat og það sem gerir vínmenn- inguna svo sterka í gamla heimin- um er að víngerðin tengist matar- gerð í hverju héraði fyrir sig svo náið. „Þess vegna er svo mikil- vægt að áherslan sé á fjölbreytn- ina en þegar sumir innflytjendur kaupa af sjálfum sér til þess að tryggja sér hillupláss í vínbúðum þá eru þeir um leið að draga úr fjölbreytninni. Mér finnst svona viðskiptasiðferði ekki eðlilegt,“ segir Stéphane sem vonast til að verðlækkunin beini sjónum kaup- enda að afurðum minni vínfram- leiðenda.“ thorarinn@frettabladid.is STÉPHANE AUBERGY: VÍNINNFLYTJANDI MEÐ HUGSJÓNIR Mótmæli með verðlækkun STÉPHANE AUBERGY Segir marga víninnflytjendur of upptekna af því að fá sem mestan pening fyrir ódýr vín og skaði þannig ímynd vín- framleiðslulanda. „Vín er landbúnaðarvara en ekki iðnaðarvara, léttvín byggir á náinni tengingu manns, jarðar, plöntu og veðurfars.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA LÁRÉTT: 2 gogg, 6 eh, 8 gjá, 9 far, 11 át, 12 smygl, 14 skafl, 16 út, 17 trú, 18 fum, 20 að, 21 frár. LÓÐRÉTT: 1 nefs, 3 og, 4 gjálfra, 5 gát, 7 hamstur, 10 ryk, 13 gat, 15 lúða, 16 úff, 19 má. HRÓSIÐ ... fær Halldór Ásgeirsson sem gerði sér lítið fyrir á föstudaginn og byrjaði kvöldið með því að spila með hljómsveit sinni Furstaskyttunni á Músíktilraun- um en rauk svo beint niður í Háskólabíó þar sem hann keppti með liði MH í Morfís mælsku- keppninni þar sem hann var valinn Ræðumaður Íslands. �������� ��� �� �� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ ��� ��� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������������ �� �������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.