Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 61
43MÁNUDAGUR 3. apríl 2006 SMÁAUGLÝSINGAR ferming F í t o n / S Í A Stækkun Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi Mat á umhverfisáhrifum – úrskurður Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á, með skilyrðum, stækkun Hell- isheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 2. maí 2006. Skipulagsstofnun Sigur lífsins - Á slóðum Skaftárelda Dagskrá á Kirkjubæjarklaustri í dymbilviku og um páska 2006 13. apríl, skírdagur 21.00 Kvöldmessa í Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar Prestur sr. Elínborg Gísladóttir 14. apríl, föstudagurinn langi . 10.00 Á slóðum Skaftárelda, í Minningarkapellu sr Jóns Steingrímssonar Inngangur: Jón Helgason Erindi Jón Steingrímsson og þróun sjálfsmyndar á Íslandi : Hjalti Hugason prófessor Upplestur úr sögum Jóns Trausta; Holt og Skál og Sigur lífsins og úr Passíusálmum: Gunnar Þór Jónsson og Jóna S. Sigurbjartsdóttir Tónlist: Brian R. Haroldsson organisti Hádegishlé 13.00 Söguganga frá Hunkubökkum að rústum îeldmessukirkjunnarî í gamla kirkjugarðinum á Kirkjubæjar- klaustri. Farið verður með rútu frá Hótel Kirkjubæjarklaustri á útsýnisstað við Holt á Síðu og skyggnst um yfir Skaftáreldahraunið. Ekið til baka að Hunkubökkum og gengið þaðan í stuttum áföngum austur brúnir að Systrastapa og þaðan í gamla kirkjugarðinn við Minningarkapelluna, þar sem gangan endar. Fararstjóri: Jón Helgason 15. apríl, laugardagur. 13.00 Rútuferð frá Hótel Kirkjubæjarklaustri um Skaftártungu og Álftaver. Litið verður yfir sögusvið Skaftárelda og komið við á kirkjustöðum. Fararstjóri Jón Helgason 20.30 Tónleikar kirkjukórs Prestsbakkakirkju í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli Undirleikari: Brian R. Haroldsson organisti. 16. apríl, páskadagur 09.00 Sigur lífsins: Morgunganga frá Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar að Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem gangan endar. Fararstjóri: Elín Anna Valdimarsdóttir 11.00 Hátíðamessa í Prestsbakkakirkju. Prestur sr. Elínborg Gísladóttir Þeir sem hafa hug á þátttöku í rútuferðum á föstudegi og laugardegi eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í ferðirnar sem fyrst og í síðasta lagi fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 12. apríl. Þátttaka í gönguferðum er öllum opin. Gönguferðir taka mið af veðri og aðstæðum og er fólki bent á að vera vel búið. Rútuferð á föstudaginn langa, 14. apríl, að Holti og Hunkubökkum, kostar kr. 500 pr. mann. Rútuferð á laugardeginum, 15. apríl um Álftaver og Skaftártungu kostar kr. 2000 pr. mann, hressing innifalin. Frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 487 4645, 892 9650 eða á netfanginu kbstofa@simnet.is og olafiaj@centrum.is. Dagskráin er á vegum Kirkjubæjarstofu, í samvinnu við Guðfræðideild Háskólans og sóknarnefnd Prestsbakkasóknar. Þróunarsamvinnustofnun Íslands starfar á grundvelli laga nr. 43 frá 1981. Í lögum um stofnunina segir í 2. gr.: ÑStofnunin skal vinna að samstarfi Íslands við þróunarlöndin. Mark- mið þess samstarfs skal vera að styðja viðleitni stjórnvalda í löndum þessum til að bæta efna- hag þeirra og á þann veg eiga þátt í að tryggja félagslegar framfarir og stjórnmálalegt sjálfstæði þeirra á grundvelli sáttmála Sameinuðu þjóð- anna.“ Aðalsamstarfslönd ÞSSÍ núna eru fjögur Afríkuríki: Namibía, Malawi, Mozambique og Úganda ásamt Sri Lanka í Asíu og Nicaragua í Mið-Ameríku. Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsir til umsóknar styrki til meistara- og doktorsnáms á starfssviði stofnunarinnar. Að þessu sinni verða veittir tveir styrkir til doktorsnáms og tveir til meistaranáms. Hlutverk rannsóknarstyrkja Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands (ÞSSÍ) er að styrkja íslenska nemendur í meistara- og doktorsnámi við há- skóla til rannsóknarverkefna er snerta starfssvið stofnunarinnar. Rannsóknarverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu og einkum tengjast þróunarsamvinnu á eftirtöld- um sviðum: • Sjávarútvegi • Jarðhita • Fullorðinsfræðslu • Heilbrigðismálasviði • Uppbyggingu náms á háskólasviði • Stefnu og straumum í þróunaraðstoð Sérstakan forgang hafa verkefnaumsóknir, sem tengjast samstarfslöndum ÞSSÍ og/eða nýst geta stofnuninni í starfsemi hennar. Í umsókn skal að gera grein fyrir tilgangi og markmiði rannsókna, framkvæmdalýsingu ásamt tíma- og kostnaðaráætlun, leiðbeinanda og við hvaða háskóla rannsókn verður unnin. Styrkirnir skiptast í tvennt: annars vegar rann- sóknarstyrki og hins vegar ferðakostnað. Reikn- að er með að viðkomandi þurfi að kynna sér að- stæður í því landi sem rannsóknin miðar að. Rannsóknarstyrkirnir nema að hámarki kr.540.000 fyrir meistaraverkefni og kr. 1.080.000 fyrir doktorsverkefni. Styrkir vegna ferðakostnaðar geta numið allt að kr.250.000 og greiðast gegn framvísun staðfestra ferða- reikninga. Umsókn skal senda inn til Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, sem hefur umsjón með styrkj- unum, á sérstöku eyðublaði, sem finna má á heimasíðunni http://www.rthj.hi.is Umsóknarfrestur er til 6. maí 2006. Nánari upplýsingar fást hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans, s. 525 4900, netfang: rthj@hi.is og hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Þverholti 13, sími 545 8980. Vefslóð Þróunarsamvinnustofnunar Íslands er: http://www.iceida.is/index.html Þróunarsamvinnustofnun Íslands auglýsir: STYRKI TIL MEISTARA- OG DOKTORSNÁMS 56-61 smáar 2.4.2006 15:41 Page 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.