Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.04.2006, Blaðsíða 74
 3. apríl 2006 MÁNUDAGUR30 Þorskhnakkar-fiskbollur-laxaflök saltfiskur-nætursaltað-kinnfiskur Línuýsa úr Breiðafirði Ekta góður plokkfiskur Mikið af flottum fiskréttum Risahörpuskel og Rækja Lúðusneiðar-túnfiskur-humar-surimi Kartöfluréttir-forréttir-ís-rúgbrauð Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587-5070 Exit.is kynnir frábæra Hótel- og stjórnunarskóla í Sviss, mánudaginn 3. apríl. kl. 15.00 að SÓLON, 2. hæð. FÓTBOLTI Barcelona og Real Madr- id gerðu stórmeistarajafntefli á Nývangi á laugardagskvöldið þar sem liðin skoruðu sitt markið hvort. Ronaldinho kom Barcelona yfir úr vítaspyrnu eftir að Roberto Carlos hafði brotið á Mark van Bommel. Ronaldo jafnaði svo metin með frá- bæru marki í fyrri hálfleik en vendipunktur leiksins kom skömmu áður þegar Brasilíumaðurinn Carlos setti sig á háan hest. Hann mótmælti vítaspyrnu- dómnum harkalega en fékk ekkert upp úr krafsinu nema gult spjald. Hann var ekki hættur og skömmu síðar fékk hann sitt annað gula spjald, einnig fyrir að deila við dómarann og var því sendur snemma í sturtu. Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, telur að atvikið hafi eyðilagt vonir liðs síns um sigur. „Áður en Carlos var rekinn af velli var þetta opinn leikur en um leið og þeir urðu einum færri misstu þeir dampinn og einbeittu sér að vörninni. Við reyndum að drífa okkur of mikið eftir það þegar við vorum að leita að öðru markinu en enduðum á því að skapa færri færi en við gerum venjulega gegn fullskipuðu liði. Þrátt fyrir að vera ekki ýkja sáttir við jafnteflið eru þetta góð úrslit fyrir okkur. Á þessu stigi tímabilsins eigið þið enn eftir að sjá það besta frá Barcelona,“ sagði Rijkaard eftir leikinn en liðsmenn hans voru óheppnir að fara ekki með sigur af hólmi, því þeir glutruðu fjölda góðra marktækifæra. Með sigrinum er Barcelona ellefu stigum á undan Madrid á toppi La Liga þegar aðeins sjö umferðir eru eftir. - hþh Barcelona og Real Madrid skildu jöfn á laugardaginn: Barcelona lánlaust EKKERT GEFIÐ EFTIR Carles Puyol og Zinedine Zidane takast á í leiknum á Nou Camp á laugardagskvöldið. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES GLÍMA „Ég er varla búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Jón Birgir Valsson við Fréttablaðið í gær eftir glæstan sigur sinn í Íslandsglímunni um helgina. Íslandsglíman er elsta og sögu- frægasta íþróttamótið á Íslandi en hún hefur verið haldin frá árinu 1906 að undanskildum árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og var þetta því 100 ára afmæli Íslands- glímunnar. „Ég sigraði þetta frekar óvænt. Ég gegni hlutverki formanns Glímusambandsins og hafði í mörg horn að líta fyrir mótið. Þar sem mótið fór fram á Akureyri var þetta enn meira krefjandi og ég lagði hugann ekki við Íslands- glímuna sjálfa fyrr en rétt fyrir fyrstu keppni og eftir setningar- ræðu mína,“ sagði Jón Birgir sem lagði Pétur Eyþórsson, félaga sinn úr KR, í úrslitaglímunni. „Ég lagði í mótið með því að hafa gaman af þessu en skyndi- lega var ég kominn í þessa kjör- stöðu. Ég hef æft mjög mikið í vetur og það með Pétri, við þekkj- um því hvor annan mjög vel og ég vissi alveg hvað ég þurfti að gera í úrslitunum. Ég var alveg rólegur og beið bara færis áður en ég skellti honum með vinstrifótar klofbragði,“ sagði Jón Birgir. Þetta er í þrettánda sinn sem Jón tekur þátt í Íslandsglímunni og í annað sinn sem formaður. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Íslandsglímunnar sem formaður Glímusambandsins ber sigur úr býtum en besti árangur Jóns Birg- is í Íslandsglímunni fyrir mótið var þriðja sæti. „Þetta er eitthvað sem glímu- menn keppa eftir ef þeir ætla að ná árangri. Þeir leggja allir upp með að vinna Grettisbeltið en það tekst ekki öllum. Ég tók mér fimm ára hlé frá glímunni og hafði gefið algerlega upp vonina, því sætara er þetta fyrir vikið. Þetta er draumi líkast fyrir mig,“ sagði Jón Birgir að lokum. - hþh Jón Birgir Valsson, formaður GSÍ, sigraði óvænt í Íslandsglímunni um helgina: Draumur að taka Grettisbeltið JÓN BIRGIR VALSSON Með Grettisbeltið að vopni. FRÉTTABLAÐIÐ/LÁRUS KJARTANSSON FÓTBOLTI Stuart Pearce er undir mikilli pressu eftir enn eitt tapið á heimavelli en Middlesbrough náði sér í þrjú stig á City of Manchester Stadium í gær gegn heimamönn- um í Manchester City. Það var Lee Cattermole sem skoraði eina mark leiksins með góðum skalla í fyrri hálfleik eftir sendingu frá Stewart Downing, en þetta var fyrsta úrvalsdeildarmark hans. Leikurinn þótti alls ekki mikið fyrir augað en aðstæður til knatt- spyrniðkunar voru ekki til fyrir- myndar, völlurinn var mjög slæm- ur og veðrið ekki upp á sitt besta. Þrátt fyrir skárri síðari hálfleik voru heimamenn ekki nálægt því að jafna metin en leikmenn Boro voru nær því að bæta við. Það tókst ekki og eitt mark dugði þeim til sigurs. West Ham og Charlton skildu jöfn, 0-0 á Upton Park í Lundúnum þar sem Hermann Hreiðarsson spilaði annan leikinn í hjarta Charlton-varnarinnar. Teddy Sheringham varð fertugur í gær en þurfti að dúsa á bekknum til að byrja með. Hann fékk svo besta færi leiksins en Thomas Myhre varði stórkostlega frá Sheringham og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. - hþh Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu í gær: Pressan á Pearce eykst LEO CATTERMOLE Fagnar vel og innilega fyrsta marki sínu í ensku úrvalsdeildinni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES BADMINTON Helgi Jóhannesson varði Íslandsmeistaratitil sinn í einliðaleik karla með því að leggja Tryggva Nielsen í hörkuspenn- andi úrslitaeinvígi með tveimur lotum gegn einni. Helgi tapaði fyrstu lotunni með miklum mun en tvær næstu vann hann, báðar eftir bráðabana. Hann var í erf- iðri stöðu í báðum þeim lotum en náði á ótrúlegan hátt að vinna sig út úr því og tryggja sér sigur. „Þetta var magnað úrslitaein- vígi, hreint út sagt ótrúlegt. Ég veit eiginlega ekki sjálfur almennilega hvað gerðist. Ég tap- aði fyrstu lotunni illa og það var erfitt að ná að rífa stemninguna upp en það tókst. Ég fékk að tala við þjálfarann minn í 90 sekúnd- ur eftir fyrstu lotuna og hann benti mér á ákveðna punkta, meðal annars hvar Tryggvi náði að setja boltann í gólfið hjá mér. Ég einbeitti mér að þeim stöðum og þá opnuðust tækifærin fyrir mig. Hann gerði nokkur ódýr mis- tök og því fór þetta svona,“ sagði Helgi kampakátur við Fréttablað- ið eftir sigurinn. „Þetta var rosaleg spenna, ég var 14-10 og 16-14 undir í lotunum og það er ekki staða sem maður vill koma sér í. Ég hafði samt allt- af trú á sjálfum mér og það var frábær tilfinning þegar ég sá að sigurinn var í höfn, hoppaði og skoppaði um allan völlinn eins og vitleysingur. Það var ekki leiðin- legt að ná að verja titilinn og að gera það í svona spennandi úrslitaleik gerir þetta enn sætara,“ sagði hinn þrefaldi Íslandsmeistari. Helgi og Broddi Kristjánsson lögðu Njörð Ludvigs- son og Magnús Inga Helgason í úrslitum í tvíliðaleik, 15-12, 13-15 og 15-7 áður en Helgi og Drífa Harðardóttir lögðu systkinin Magnús og Tinnu Helgabörn í tvenndarleik, 15-12 og 15-11. Ragna Ingólfsdóttir sigraði fjórða árið í röð í einliðaleik kvenna en hún lagði Söru Jóns- dóttur örugglega í úrslitum, 11-1 og 11-2. Ragna og Katrín Atla- dóttur unnu Tinnu Helgadóttur og Helgu Jóhannesdóttur í úrslit- um tvíliðaleiks kvenna, 15-4 og 15-12. - hþh - egm Þetta var magnað einvígi Helgi Jóhannesson vann Tryggva Níelsen í úrslitaleiknum í einliðaleik karla á Íslandsmótinu í badminton í gær og varð þrefaldur meistari. Helgi sigraði í tví- liðaleik með Brodda Kristjánssyni og í tvenndarleik með Drífu Harðardóttur. HELGI JÓHANNESSON Gerði sér lítið fyrir og vann þrefalt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.