Fréttablaðið - 18.04.2006, Qupperneq 4
4 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
�����������
������������������������������������������������������������������
����
�����
�����
�
Bandaríkjadalur 75,27 75,63
Sterlingspund 132,03 132,67
Evra 91,37 91,89
Dönsk króna 12,244 12,316
Norsk króna 11,671 11,739
Sænsk króna 9,804 9,862
Japanskt jen 0,6369 0,6407
SDR 108,64 109,28
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 11.4.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
Gengisvísitala krónunnar
127,8039
EFNAHAGSMÁL Verðbólga á Íslandi
hefur verið 5,5 prósent síðustu 12
mánuði samkvæmt mælingum
Hagstofu Íslands. Verðbólgumark-
mið Seðlabanka Íslands er að
halda verðbólgu við 2,5 prósent á
hverju tólf mánaða tímabili og efri
þolmörk verðbólgu á hverjum
tíma eru fjögur prósent. Verð-
bólga síðasta árs er því þremur
prósentum yfir verðbólgumark-
miði auk þess sem hún hefur verið
yfir efri þolmörkum bankans í
átta mánuði í röð.
Alþýðusamband Íslands telur
að þessi háa verðbólga skýrist af
miklum hækkunum á eldsneyti,
nýjum bílum og húsnæði. Einnig
er hluta skýringarinnar að finna í
hækkuðum vöxtum á íbúðarlán-
um.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, segir að ekkert
bendi til annars en að verðbólga
komi til með að halda
áfram að hækka á næst-
unni og að kaupmáttur
almennings muni minnka.
„Það er komið að endalok-
um góðu áranna í íslensku
efnahagslífi. Hækkanir
hingað til hafa verið drifn-
ar áfram af olíuverðs-
hækkunum og fasteigna-
verði en nú koma inn í
þetta áhrif af margumtalaðri
þenslu. Það er æskilegt að ein-
staklingar dragi úr neyslu og ríkið
úr útgjöldum.“ Tryggvi telur jafn-
framt að það hafi verið mistök hjá
ríkisstjórninni að hækka hámarks-
lán Íbúðalánasjóðs miðað
við horfurnar í efnahags-
málum.
Tryggvi minnir á orð
sín að vegna uppbygging-
ar í stóriðju þá verði að
slá af við aðrar stórfram-
kvæmdir. Til dæmis væri
hyggilegt að fresta bygg-
ingu tónlistarhúss og
hátæknisjúkrahúss sem
samtals kosta 60 til 70 milljarða
króna. Aðrar stórframkvæmdir
ríkisins, sem hafist verður handa
við á næstunni eru Héðinsfjarð-
argöng sem kosta sex til sjö millj-
arða króna og Sundabraut sem
ríkið mun leggja átta milljarða
til.
Stjórnarandstaðan hefur gagn-
rýnt stjórn efnahagsmála harð-
lega. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar,
segir að ekki sé aðeins um verð-
bólguskot að ræða heldur að nú sé
að hefjast verðbólguskeið. Þess
vegna þurfi að aflýsa stóriðju-
framkvæmdum og ráðgerðum
skattalækkunum. Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, er þessu ósammála og segir
að stefnu ríkisstjórnarinnar verði
ekki breytt. svavar@frettabladid.is
Talið hyggilegt að ríkið
fresti stórframkvæmdum
Verðbólga á Íslandi hefur verið 5,5 prósent í heilt ár og mun hækka á næstunni að mati forstöðumanns
Hagfræðistofnunar. Stjórnarandstaðan talar um nýtt verðbólguskeið en stjórnvöld um verðbólguskot.
TRYGGVI ÞÓR
HERBERTSSON
NOKKRAR FRAMKVÆMDIR RÍKISINS 2006-2012*
Kostnaður Framkvæmdatími Annað
Hátæknisjúkrahús 18 milljarðar 2007-2012 Áætlaður heildarkostnaður
30-40 milljarðar
Héðinsfjarðargöng 7 milljarðar 2006-2009
Sundabraut 8 milljarðar 2007-2010 (1. áfangi)
Tónlistarhús 12,5 milljarðar 2006-2009 (Ríkið 54 prósent)
*Allar upphæðir eru áætlaðar.
SVEITASTJÓRNARMÁL Tillaga kjör-
nefndar Vestmannaeyjalistans að
nýjum framboðslista var sam-
þykkt í síðustu viku.
Lúðvík Bergvinsson er í efsta
sæti og situr því áfram sem odd-
viti listans en að öðru leyti er mikil
endurnýjun á listanum. Í næstu
sætum eru Hjörtur Kristjánsson
og Kristín Jóhannsdóttir. Páll
Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV,
situr í fjórða sæti sem er álitið
baráttusætið fyrir sveitarstjórn-
arkosningarnar sem fara fram 27.
maí næstkomandi. Vestmanna-
eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkur-
inn hafa síðan í nóvember 2004
verið í meirihluta. - sdg
Bæjarmál í Vestmannaeyjum:
Framboð
V-lista kynnt
SVEITARSTJÓRNARMÁL Framsóknar-
menn eru ósáttir við vinnubrögð
Lúðvíks Bergvinssonar, oddvita
V-listans í Vestmannaeyjum, en á
sunnudag slitnaði upp úr viðræð-
um V-lista og Framsóknarflokks
um sameiginlegt framboð eftir að
Lúðvík kom með einhliða tillögu
um lista að sögn Sigurðar Vil-
helmssonar, formanns framsókn-
arfélagsins í bænum.
Innihélt listinn meðal annars
nöfn fólks sem hafði aldrei komið
nálægt starfi V-listans og virtist
Sigurði sem þetta hafi komið flatt
upp á aðra meðlimi kjörnefndar
sem voru allir frá V-listanum, en
þeir hafi þó samþykkt listann eftir
að Lúðvík stillti nefndinni upp við
vegg. „Ég greiddi ekki atkvæði á
móti listanum því ég leit svo á að
aðkomu Framsóknarflokksins að
listanum væri lokið,“ sagði Sig-
urður.
„Við fórum með skýrar for-
sendur inn í starfið og okkar
krafa var eitt af efstu fjórum sæt-
unum,“ segir Sigurður sem segist
hafa átt gott samstarf við fólk
innan V-listans og hafði hann von-
ast eftir að það fólk hefði meiri
vigt gagnvart Lúðvík. En ljóst sé
af þessu að hann stjórni listan-
um.
Spurður um hvað taki við hjá
framsóknarmönnum segir Sigurð-
ur að boðað verði til félagsfundar
á næstunni og staðan metin. - sdg
VESTMANNAEYJAR Framsóknarflokkur og
Vestmannaeyjalisti sátu saman í meirihluta
bæjarstjórnar í tvö ár á kjörtímabilinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Deilur varðandi framboð V-lista í Vestmannaeyjum:
Framsóknarflokki bolað út
SUNDABRAUT Á myndinni er sýnd lega hábrúar en líklegt er að önnur leið verði valin.
TÓNLISTARHÚS VIÐ HÖFNINA Áætlaður kostnaður við byggingu nýs tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn er um 12,5 milljarðar króna.
„Verðbólga er mikið áhyggjuefni
fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Reykja-
víkurborg hefur ekki skorast undan
ábyrgð í efnahagsstjórninni og við
höfum á þessu kjörtímabili bæði
flýtt framkvæmdum, til að hafa
rými nú þegar þenslan er, og hægt
á þessi ár sem fyrirséð var að
þenslan yrði.
Ég held að nærtækast sé að
hægja á uppbyggingu í stóriðju því
þeim áformum fylgja mjög fjárfrek-
ar og mannaflsfrekar framkvæmdir
í virkjunum. Aðalatriðið er að hafa
heildarmyndina undir og arðsem-
ina af hverju um sig.“ - shá
Dagur B. Eggertsson:
Verðbólga mik-
ið áhyggjuefni
„Nokkuð ljóst er að framkvæmdir
við Sundabraut verða ekki á dag-
skrá fyrr en í fyrsta lagi síðla árs
2008 eða 2009. Þetta er ekki síst
vegna seinagangs R-listans með
undirbúning vegna þessarar mikil-
vægu samgönguæðar. Þeim er því í
raun sjálfhætt fram að þeim tíma.
Þegar er búið að undirrita samn-
inga vegna byggingar tónlistarhúss-
ins og frestun á þeim framkvæmd-
um myndi valda borgarsjóði mörg
hundruð milljóna króna skaða. Það
liggur fyrir að byrjunarframkvæmdir
hefjast á næstu vikum.“ - shá
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson:
Framkvæmdum
sjálfhætt í bili