Fréttablaðið - 18.04.2006, Page 20

Fréttablaðið - 18.04.2006, Page 20
 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Jóhannesson fyrrverandi aðalgjaldkeri, Hæðargarði 29, verður jarðsunginn miðvikudaginn 19. apríl í Fossvogskirkju kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Þóra Þorleifsdóttir Halldóra M. Helgadóttir Þorbergur Atlason Hörður Ó. Helgason Sigrún Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hreggviður Hermannsson læknir, Nónvörðu 14, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 19. apríl kl. 14.00. Lilja Jóhannsdóttir Margrét Hreggviðsdóttir Bjarni Guðjónsson Hermann Hreggviðsson Ágústa Hildur Gizurardóttir Elín Kristín Hreggviðsdóttir Júlíus Sigurðsson Guðmundur Páll Hreggviðsson Sólveig Silfá Karlsdóttir Björn Blöndal Gísli Blöndal Sólveig Leifsdóttir James William Sandridge Jóhann Dalberg Kristín Ruth Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að rit- höfundurinn Indriði G. Þorsteinsson fæddist. Óhætt er að fullyrða að Indriði G. hafi sett mark sitt á ýmis svið þjóð- lífsins á meðan hann lifði. Hann ruddi sér rúms á ritvellinum þegar smásaga hans, Blástör, hlaut verðlaun í smá- sagnakeppni Samvinnunnar árið 1951. Upp frá því sá hann fyrir sér með skrifum bæði á eigin verkum en einnig sem blaðamaður, pistlahöfundur og rit- stjóri. „Indriði var fyrst og fremst sagna- skáld. Hann skrifaði einnig ævisögur og ýmislegt annað en skáldsögurnar eru það merkilegasta sem eftir hann liggur,“ segir Gunnar Stefánsson bókmennta- fræðingur. Gunnar er manna fróðastur um Indriða G. og hefur rannsakað verk hans. Hann er meðal annars höfundur ritgerðar um hann í Skagfirðingabók, riti Sögufélags Skagfirðinga, sem birtist árið 2005. „Hann er tímamótahöfundur á árunum eftir stríð og í rauninni er hans merkasta framlag að hafa lýst lífi fólks af eigin kynslóð á þessum umrótatímum. Í bókinni 79 af stöðinni sýnir Indriði meðal annars mjög vel tilfinningar kyn- slóðarinnar sem flutti úr dreifbýli til borgarinnar. Land og synir er svo lýsing á sveitasamfélagi kreppuáranna og jarð- veginum sem fólkið kom úr.“ Ásamt því að vera virkur rithöfundur hafði Indriði mikinn áhuga á kvikmynda- gerð. Kvikmynd byggð á bók hans 79 af stöðinni var tekin upp árið 1962 og varð hún gríðarlega vinsæl hér á landi. Seint á áttunda áratug síðustu aldar var Indriði einn stofnenda Ísfilm en fyrsta verkefni fyrirtækisins var að kvikmynda, Land og syni árið 1980. „Indriði skrifar mjög myndrænan stíl og þess vegna hefur örugglega verið mjög auðvelt að kvik- mynda bækurnar hans,“ segir Gunnar. „Frásögnin er svo sjónræn að lesandinn gerir sér mjög vel í hugarlund hvað Indriði er að segja.” Færni í lýsingum atburða kom Indriða líka vel á farsælum blaðamannsferli hans. Fyrsta starf hans var á Tímanum þar sem hann byrjaði árið 1952 en hann varð síðar blaðamaður á Alþýðublaðinu áður en hann fór á ný yfir á Tímann til að taka við ritstjórn blaðsins. Indriði kallaði oft á hörð viðbrögð samfélagsins vegna dálksins Svarthöfða sem olli oft miklu umtali. Svarthöfði kom fyrst til sögunnar á ritstjórnarárum Indriða á Tímanum en færðist yfir á Vísi og síðar DV. „Indriði hafði nú enga opin- bera yfirlýsingu um að hann væri höf- undur Svarthöfða en allir þóttust nú vita að svo væri. Hann þótti mjög beittur á köflum og ádeilukenndur og fólki líkaði það mjög misvel. Svarthöfði var þó alltaf lesinn og vakti athygli og Indriði náði að minnsta kosti tilgangi sínum þannig.“ Skrif Indriða í prentmiðla landsins héldust allt til síðasta dags.Hann skrif- aði pistla um sjónvarpsdagskrána sem birtust reglulega í Morgunblaðinu og skilaði síðasta pistlinum einungis tveimur dögum áður en hann lést, þann 3. september 2001 á sjúkrahúsinu á Selfossi. INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON: ÁTTATÍU ÁRA FÆÐINGARAFMÆLI Tímamótarithöfundur með sterkar skoðanir INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON, RITHÖFUNDUR Þótt Indriði G. hafi fyrst og fremst verið rithöfundur kom hann víða við í lifanda lífi. Hann á að baki farsælan feril sem blaðamaður og ritstjóri ásamt því að hafa tekið virkan þátt í vori íslenskrar kvikmyndagerðar. FRÉTTABLAÐIÐ/MYND ÚR SAFNI ALBERT EINSTEIN (1879-1955), LÉST ÞENNAN DAG „Manneskja sem gerir aldrei mistök hefur aldrei reynt neitt nýtt.“ Þótt hann væri talinn einn gáfaðasti maður í heimi viðurkenndi Albert Einstein að hafa gert mistök. MERKISATBURÐIR 1506 Júlíus páfi annar leggur hornstein að Péturskirkj- unni í Róm. 1903 Mikill eldsvoði eyðilegg- ur húsið Glasgow milli Fischersunds og Vesturgötu í Reykjavík. Húsið var það stærsta sem reist hafði verið á Íslandi. 1944 Hermann Jónasson er kjör- inn formaður Framsókn- arfloksins og tekur við af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. 1983 63 látast í Beirút þegar sendiráð Bandaríkjanna er gjöreyðilagt með sjálfs- morðssprengjuárás. 1997 Helga Kress er kjörin forseti þáverandi heimspekideildar og er fyrst kvenna til að fara með forsæti deildar í Háskóla Íslands. Á þessum degi árið 1980 fékk Afríkuríkið Simbabve sjálfstæði frá Bretlandi. Landið hét áður Ródesía og hafði verið nefnt eftir Bretanum Cecil Rhodes sem hafði forgöngu um að landið yrði bresk nýlenda á árunum 1888 og 1889. Heimamenn reyndu strax á árunum 1896-1897 að losa sig við bresku nýlendustjórnina. Þá reyndu Ndebele og Shona ættflokkarnir að beita hervaldi til að hrekja Bretann brott og er stríðið kallað frelsisstríðið hið fyrra. Frumstæð vopn heima- manna höfðu þó ekkert að segja móti fallbyssum breska hersins sem náði að kæfa uppreisnina niður. Árið 1975 hófst svo seinna frelsisstríð Ródesíu þegar uppreisnarmenn með kommúnískan bak- grunn hófu að berjast gegn yfir- stjórninni. Þeir voru vopnaðir byssum og beittu einnig vopn- um jafnréttisbaráttu blökku- manna. Yfirstjórn Breta sá svo að sér árið 1978 og sættist á mikilvægi þess að semja um aukinn rétt blökkumanna meðal annars með því að veita þeim hlutdeild í þinginu. Árið 1979 var kosið til þings og unnu blökkumenn yfirburðasigur sem leiddi til þess að nafni landsins var breytt í Simbabve. Bretar voru þó ekki reiðubúnir að viðurkenna sjálfstæði landsins fyrr en eftir samningaviðræð- ur. Í febrúar voru aðrar þingkosningar haldnar og ríkisstjórn mynduð sem varð til þess að sjálfstæði Simbabve var viðurkennt á alþjóðlegum vettvangi. ÞETTA GERÐIST: 18. APRÍL 1980 Sjálfstæði Simbabve viðurkennt Frá Simbabve AFMÆLI Ragnar Guðbjörns- son, ræstitæknir og blaðberi, er fimmtugur. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkju- prestur er 48 ára. Jóhanna V. Þór- hallsdóttir söng- kona er 49 ára. Magnea Magnús- dóttir frá Kleifum rithöfundur er 76 ára. Ólafur Halldórs- son handritafræð- ingur er 86 ára. JARÐARFARIR 13.00 Aðalgeir Olgeirsson (frá Húsavík), Háholti 1, Hafnar- firði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.00 Gunnar Einarsson fyrrver- andi stöðvarstjóri Pósts og síma, Hörgshlíð 8, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. ANDLÁT Auður Jónsdóttir lést á heimili sínu 31. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Aðalbjörg Pálsdóttir, Hrafnistu, áður Sólheimum 23, lést miðviku- daginn 12. apríl. Árni Kristinn Finnbogason skip- stjóri frá Vestmannaeyjum, lést í Noregi sunnudaginn 9. apríl. Bergljót Sigurjónsdóttir, áður til heimils á Aflagranda 40, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 31. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Björg Ólína Júlíana Eggertsdóttir, Meistaravöllum 29, lést miðviku- daginn 12. apríl á Landspítala Landakoti. Elín Dagmar Guðjónsdóttir, Hjallaseli 55, áður Æsufelli 2, lést miðvikudaginn 12. apríl. Gísli K. Sigurðsson bifreiðastjóri, Mjósundi 15, Hafnarfirði, varð bráð- kvaddur miðvikudaginn 12. apríl. Gunnar Pétur Gestsson bóndi, Kotströnd, Ölfusi, er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Gunnhildur Ásta Steingrímsdótt- ir, Háaleitisbraut 59, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. apríl á Landspítal- anum við Hringbraut. Herdís K. Karlsdóttir fyrrver- andi leikskólastóri, Frostafold 14, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. apríl á hjúkrunarheimilinu Eir. Hulda Salóme Guðmundsdóttir frá Úlfsá lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði miðvikudaginn 12. apríl. Ingi Adolphsson lést á Grensás- deild LSH miðvikudaginn 12. apríl. Jón Árni Egilsson rafvirkjameistari, Hátúni 29, Reykjavík, lést á Land- spítalanum laugardaginn 1. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Jónína Guðmundsdóttir, Hjallahlíð 31, Mosfellsbæ, áður til heimilis á Miklubraut 72, Reykjavík, lést fimmtudaginn 13. apríl á hjúkrun- arheimilinu Vífilsstöðum. Jónína Jónsdóttir, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður til heimilis í Vestur- bergi 78, lést mánudaginn 10. apríl. Jónína Guðbjörg Kristinsdóttir, Lyngholti 7, Ísafirði, lést föstudaginn 14. apríl. Þorsteinn Jón Þorsteinsson vélstjóri, Nesbala 62, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. apríl. Þóranna Hansen, Öldugötu 6, Dalvík, er sjötug í dag. 13.30 Anna J. Jónsdóttir, Sóltúni 2, Reykjavík, áður Skipagötu 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 15.00 Hulda R. Jensen verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu. 15.00 Sigrún Sumarrós Jónsdóttir, Sunnuvegi 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.