Fréttablaðið - 18.04.2006, Side 29

Fréttablaðið - 18.04.2006, Side 29
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. www.nicorette.is Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er aðnota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. 20% afsláttur af Nicorette Freshmint Bragðsemendist lengur *Tilboðið gildir til 30. apríl 5 100 300 www.apollo.is Beint leigflug til stærsta sólarstaðar við Svartahafið. Búlgaría - stærsti sólarstaðurinn okkar. Berðu saman verð og gæði. Fyrsta smáskífulagið af annarri plötu hljómsveitarinnar Keane er komið út. Lagið nefnist Is It Any Wonder en platan ber heitið Under the Iron Sea og er væntanleg í búðir 12. júní. Árið 2004 kom út frumburður Keane, Hopes and Fears, sem naut mikilla vinsælda. Sama ár kom sveitin fram á Iceland Airwaves- tónlistarhátíðinni við góðar undir- tektir. Upptökustjórn á nýju plötunni er í höndum Adam Green, en plat- an mun vera dekkri en fólk á að venjast frá bandinu. Ný smáskífa KEANE Hljómsveitin Keane er að gefa út sína aðra plötu. FRÉTTIR AF FÓLKI Stórstjarnan Tom Cruise þvertek-ur fyrir það að hann hafi beitt áhrifum sínum til þess að stöðva endursýningu á umdeildum South Park-þætti þar sem gert var stólpagrín að Vísindakirkjunni. Cruise er einn þekktasti meðlimur Vísindakirkjunnar og fékk sjálfur hressilega á baukinn í þættin- um. Leikarinn sagði í viðtali á ABC-sjónvarpsstöðinni að þessar ásakanir væru svo vitlausar að hann nennti varla að elta ólar við þær og hann hafi verið allt of upptekinn við gerð Mission Impossible III til þess að geta verið að velta sér upp úr þessu. „Ég vissi ekki einu sinni af þessu. Ég er að vinna, að gera bíómyndina mina. Og svo á ég fjölskyldu. Ég er upptekinn og eyði dögum mínum ekki í að hafa áhyggjur af því hvað fólk segir um mig.“ Leikaraparið kynþokka-fulla, Angelina Jolie og Brad Pitt, ætlar að eignast barn sitt í Namibíu ef eitthvað er að marka þarlendan embættismann. Samuel Sheefeni Nuuyoma, fylkisstjóri í Namibíu, segist hafa snætt morgunmat með parinu á föstudaginn langa og þá hafi þau tjáð honum að Jolie vilji fæða barnið í landinu þar sem hún sé gjörsamlega heilluð af Namibíu. Þá munu hjónaleysin vera að íhuga að gefa barninu namibískt nafn. Jolie og Pitt hafa eytt drjúg- um tíma í Namibíu undanfarið og dvelja í húsi sem er umkringt lífvörðum en þar þáði Nuuyoma morgunverðinn góða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.