Fréttablaðið - 18.04.2006, Side 30
30 18. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
"NÁMSKEIÐ BJÖRNS JÓNSSONAR
SKÓGRÆKT ÁHUGAMANNSINS
Undanfarin ár hafa fjölsótt námskeið
verið haldin með Birni Jónssyni, fyrrv.
skólastjóra, en hátt í 2000 manns hafa
sótt þessi námskeið. Björn mun halda
áfram með slík námskeið nú í vor og
verða þau haldin í húsi Skógræktarfélags
Íslands, Skúlatúni 6, 3. hæð.
Námskeiðið tekur tvö kvöld og kostar
5.500 kr. á mann og felur í sér ítarleg
námskeiðsgögn og kaffi.Haldin verða
námskeið A. 25. og 27. apríl og
B. 2. og 4. maí.
Skráning á skog@skog.is og í síma
551 8150. www.skog.is
R
V
62
05
Arngrímur Þorgrímsson
Sölustjóri hjá RV
Lotus enMotion
snertifrír skammtari
3.982 kr.
Á tilb
oði í
aprí
l 200
6
Skam
mtar
ar og
tilhe
yrand
i
áfylli
ngar
frá L
otus
Profe
ssion
al
Lotus miðaþurrku
skápur Marathon RVS
4.778 kr.
Lotus miðaþurrku
skápur Marathon
1.591 kr.
Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari
og statíf í hvítu fyrir Lotus WC pappír.
Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari
og statíf úr ryðfríu stáli fyrir Lotus WC pappír.
Lotus Professional
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
Hollensku deildarkeppninni lauk nú um
helgina en PSV Eindhoven varð meistari
þar í landi. Grétar Rafn Steinsson og
félagar hans í AZ Alkmaar höfnuðu í
öðru sætinu og er Grétar ánægður með
þann árangur. „Ég er bara mjög sáttur
við að ná að enda í öðru sætinu og það
er ljóst að ákveðinn stöðugleiki er farinn
að myndast hjá félaginu. Við höfum
góða leikmenn og það er mjög vel
staðið að hlutunum hérna, við höfum
góða þjálfara og það kemur okkur
sjálfum kannski ekki á óvart hve vel
hefur gengið,“ sagði Grétar sem segir að
rífandi uppgangur sé hjá félaginu. „Við
fáum nýjan leikvang og æfingasvæði
fyrir næsta tímabil, það er mikið að
gerast hjá okkur.“
Tímabilinu er þó ekki lokið hjá félag-
inu því framundan er erfitt umspil. „Það
er ekki nóg að spila einhverja 34 leiki til
að geta tryggt sér sæti í meistaradeild-
inni, við leikum tvo leiki gegn Groningen
sem hafnaði í fimmta sætinu og var
tuttugu stigum á eftir okkur. Ef við
leggjum það lið munum við mæta
Feyenoord eða Ajax um lausa
meistaradeildarsætið. Það er því
langur vegurinn ennþá,“ sagði
Grétar en honum finnst þetta
fyrirkomulag frekar skrýtið.
„Þetta er kannski góður
bónus fyrir þau lið sem eru
um miðja deild að geta
enn átt möguleika á Evr-
ópusæti en leiðinlegt fyrir
þau lið sem hafa verið að
berjast um efstu sætin. Allt
í einu skiptir það engu máli að hafa náð
öðru eða fimmta sætinu, Leikirnir gegn
Groningen verða erfiðir, við gerðum
jafntefli í báðum leikjunum í deildinni.
Hugurinn í okkur er mikill að komast í
meistaradeildina en allt þarf að ganga
upp ef það á að takast,“
Áður en næsta leiktímabil hefst
mun annar íslenskur leikmaður
bætast í leikmannahóp AZ Alkmaar
en Jóhannes Karl Guðjónsson kemur
til félagsins í sumar. „Ég er
mjög ánægður með að Jói
Kalli sé að koma enda er
hann mjög góður leikmað-
ur. Leikmannahópurinn í
heild hlakkar einnig mjög
mikið til að fá hann,“ sagði
Grétar Rafn.
GRÉTAR RAFN STEINSSON HJÁ AZ ALKMAAR: DEILDARKEPPNINNI Í HOLLANDI ER LOKIÐ
Enn langur vegur í meistaradeildina
> Ísland ekki á EM
Íslenska piltalandsliðið u-20 ára tók
um páskana þátt í undankeppni fyrir
Evrópumót þess aldursflokks en EM
verður haldið í sumar í Austurríki.
Íslensku strákunum tókst ekki að tryggja
sér sæti á mótinu en leikir liðsins fóru
fram í Tékklandi. Þeir byrjuðu á því að
vinna Tyrkland með átta marka mun en
töpuðu síðan hinum tveimur leikjum
sínum, gegn Tékkum með
fjórum mörkum og gegn
Þýskalandi með
sjö mörkum. Ernir
Arnarson úr Aftur-
eldingu var marka-
hæstur íslensku strákanna
á mótinu með fimmtán
mörk, hann skoraði
sjö í lokaleiknum gegn
Þýskalandi en Björgvin
Hólmgeirsson og Elvar
Friðriksson komu þar á
eftir með fimm.
FÓTBOLTI Fyrri leikur stórliðanna
AC Milan og Barcelona í undanúr-
slitum meistaradeildar Evrópu fer
fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er
beðið með mikilli eftirvæntingu.
Meiðsli eru í sóknarlínum beggja
liða. Henrik Larsson fór meiddur
af velli í leik Barcelona gegn Vill-
areal í spænska boltanum á föstu-
dag og getur ekki leikið í kvöld. Þá
er argentínska undrabarnið Lionel
Messi einnig meiddur og missir af
báðum viðureignunum. Ronaldinho
er hins vegar klár í slaginn eftir
að hafa verið hvíldur í tveimur
síðustu leikjum og verður frammi
með Samuel Eto´o.
Hjá AC Milan er ólíklegt að Fil-
ippo Inzaghi geti leikið en hann
hefur átt við veikindi að stríða.
Leikurinn verður því líklega próf-
raun fyrir Alberto Gilardino sem
mun verða við hlið Andriy Shev-
chenko í sókninni. Gilardino hefur
enn ekki náð að skora í Evrópuleik
fyrir Milan síðan hann var keypt-
ur síðasta sumar á átján milljónir
punda frá Parma.
„Ég hef frekar ungt lið sem er
hungrað í að vinna þessa keppni
og komast á spjöld sögunnar.
Milan er hins vegar reynslumikið
lið, vel skipulagt og með frábæra
vörn. Það verður fróðlegt að sjá
hvernig okkur gengur gegn þeim,“
segir Frank Rijkaard, knatt-
spyrnustjóri Barcelona.
Um helgina náði AC Milan að
minnka forskot Juventus í ítölsku
deildinni niður í fjögur stig en
Silvio Berlusconi, eigandi AC
Milan, segir að sínir menn séu
með hugann algjörlega við leikinn
gegn Barcelona. „Ég held að þetta
verði stórskemmtilegt einvígi,
ekki bara fyrir stuðningsmenn
Milan heldur knattspyrnuáhuga-
menn um allan heim,“ sagði
Berlusconi.
- egm
AC Milan mætir Barcelona á San Siro í kvöld:
Hungrið í hámarki
RONALDINHO Þennan mann verður AC
Milan að ná að stöðva svo liðið komist í
úrslitaleikinn. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
HANDBOLTI Valsstúlkur virtust
mæta ágætlega stemmdar til leiks
í Rúmeníu á sunnudag og höfðu í
fullu tré við heimamenn á upp-
hafsmínútum leiksins. En fljót-
lega skildi leiðir og áttu rúmensku
stúlkurnar afar auðvelt með að
finna leið framhjá slakri 3-3 vörn
Vals. Þegar gengið var til búnings-
klefa í hálfleik var staðan 21-8 og
úrslitin fyrir löngu ráðin.
„Við spiluðum mjög illa í vörn-
inni í fyrri hálfleik en breyttum í
6-0 vörn í þeim síðari og þá gekk
þetta mun betur,“ sagði Ágúst
Jóhannsson, þjálfari Vals, við
Fréttablaðið. Leikmenn hans stóðu
sig mun betur í síðari hálfleik,
vörnin þéttist til muna og sóknar-
leikurinn fór sömuleiðis að ganga
betur. Svo fór að Valur vann síðari
hálfleikinn með einu marki en
lokatölur urðu 37-25, Tomas
Constanta í vil.
„Það er ekki spurning að við
getum spilað betur en þarna
vorum við einfaldlega að mæta
gríðarlega sterku handboltaliði
sem er vel mannað í öllum stöð-
um,“ sagði Ágúst og bætti því við
að líklega væri það óskhyggja að
ætlast til þess að Valsstúlkur gætu
unnið upp þennan mun í síðari
leiknum sem fram fer í Laugar-
dalshöllinni um næstu helgi.
„Fyrst og fremst ætlum við að
reyna að vinna þann leik og sjáum
hvert það fleytir okkur.“
Ágústa Edda Björnsdóttir átti
skínandi leik fyrir Val og skoraði
átta mörk og þá átti Alla Georgis-
dóttir mjög góðan leik í síðari hálf-
leik. Markvörður Constanta átti
stórleik í markinu og varði hátt
á þriðja tug skota, en gegn henni
misnotuðu Valsstúkur sjö af níu
vítum sínum í leiknum. Þá er liðið
með gríðarlega sterka skyttu sem
íslensku stelpurnar réðu ekkert
við, en hún skoraði alls 15 mörk í
leiknum. - vig
Skelfilegur fyrri hálfleikur
Möguleikar Valsstúlkna á að komast í úrslit Áskorendakeppni Evrópu eru nán-
ast úr sögunni eftir 12 marka tap fyrir Tomas Constanta frá Rúmeníu í fyrri
leik liðanna á sunnudaginn. Þjálfari Vals segir liðið gríðarlega sterkt.
Í STRANGRI GÆSLU Alla Gokorian fékk oftast 2-3 varnarmenn á sig þegar hún gerði sig
líklega til að stökkva upp í leiknum gegn Constanta á sunnudag. Þessi mynd lýsir vel þeim
móttökum sem hún fékk frá leikmönnum rúmenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/KURSUMPRESS
Samstarf
við Stoke?
Verið er að vinna í því að Víkingur fái
lánsmenn frá Stoke City fyrir átökin í
Landsbankadeildinni í sumar en þetta
segir vefsíðan vikingur.net. Víkingur fékk
tvo leikmenn frá Stoke lánaða sumarið
2004, Palmer og Keogh, en þess má