Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Side 11

Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Side 11
Mánudagur 21. desember 1970 Mánudagsblaðið 11 Bækur á jólamarkaðinum Þriðja bindi ritverksins VÉR ÍS- LANDS BÖRN eftir Jón Helgason er komin á markað. Útgefandi er IÐUNN, en prentsmiðjan Oddi h.f. prentaði. Meginþáttur bókarinnar, alls 120 blaðsíður, hefst norður á Melrakka sléttu á fyrstu árum nítjándu aldar, er kona með fimm ung börn missir mann sinn í sjóinn. Þessari konu og börnum hennar og niðjum er síðan fylgt eftir, unz frásögninni lýkur með brúðkaupi í Eyjafirði og greftrun í Kaupmannahöfn undir aldarlokin. Þá hefur sagan borizt víða um land — austur um Langa- nes, Fljótsdalshérað og Austfirði, vestur um Þingeyjarsýslur, Eyja- fjörð, Húnavatnssýslur og allt tii ísafjarðar, suður í Árnessýslu og Reykjavík. Segir hér af mörgu fólki, sumu alþekktu í sögu ýmissa héraða og Iandsins alls, og er lýst bæði svo beiskum örlögum og ljúfum atvik- um, að fullboðlegur efniviðir væri í stórbrotnar skáldsögur, ef þeim tökum væri beitt. Munu margir geta orðið nokkurs vísari um sögu- Ieg atvik í lífi forfeðra sinna og frændmenna, ástardrauma þeirra og andstreymi, skyggnzt um leið inn í daglegan hugarheim þeirra. Meðal eftirminnilegs fólks er mótgangs- presturinn, sem varð hetja við dauða sinn, húsfreyjan stórráða, er endaði ævi sína vestur í Svartárdal, gamli prentarinn í Melhúsum, prestsdæatrnar á Sauðanesi, frí- hyggjumaðurinn úr Mývatnssveit, fógetaskrifarinn í Reykjavík og hinir góðu kvenkostir á Héraði. í baksýn er svo Magnús Eiríksson. einn föðurlausu systkinanna fimm, og er meginuppistaða þáttarins sótt í bréf hans, er varðveitzt hafa hundruðum saman, þótt víða sé fanga leitað annars staðar til þess að gera myndina sem fyllsta. Aðrir þættir í bókinni eru af Suðurnesjum og Djúpavogi, úr Breiðafirði, Húnaþingi og Eyjafirði — einnig næsta sögulegir sumir hverjir, þótt þeim sé þrengra svið markað en þeim, sem fyrst var nefndur. ★ IÐUNN hefur sent á markað tvær skáldsögur eftir tvo brezka metsöluhöfunda. Önnur er LEIK- FÖNG DAUÐANS eftir Alistair MacLean, sem alkunnur er hér á landi enda er þetta ellefta bókin, sem út kemur á íslenzku eftir hann. Þessi nýja saga fjallar um baráttu alþjóðalögreglunnar, Interpol, við harðsnúinn, alþjóðlegan hring eit- urlyfjasmyglara. — Allmargar sögur MacLeans hafa verið kvik- myndaðar. Hér á landi hefur ein kvikmynd, Byssurnar í Navarone, verið sýnd tvívegis við mikla að- sókn. Og alveg á næstunni sýnir Gamla Bíó kvikmyndina Arnarborg in, sem gerð er eftir samnefndri sögu MacLeans. — Andrés Krist- jánsson hefur þýtt Leikföng dauð- ans. Hin sagan er KÓNGSRÍKI CAMPBELLS eftir Hammond Inn- es í þýðingu Magnúsar Torfa Ólafs- sonar. Þetta er ein af þekktusm sög um þessa víðlesna höfundar og ger ist í fjallahéruðum Kanada. Þar eiga sér stað hörð og óvægileg átök um stað þann, sem sagan dregur nafn af, og ætlað var, að olía myndi finnast þar í jörðu. Áður eru komn ar út á íslenzku þrjár sögur eftir Hammond Innes: Ofsi Atlanzhafs- ins, Silfurskipið svarar ekki og Ógnir fjallsins. LandgræBslusjóður Jólatré Sala jólatrjáa Landgræðslusjóðs er hafin — Aðal útsöluslaðir: Laugavegi 7 og Fossvogsbletti 1 AÐRIR ÚTSDLUSTAÐIR: Bankastræti 2. Laugavegur 63 Laugavegur 54. Óðinsgata 21 Blómabúðin Runni, Hrísateig 1. Blóm og grænmeti, Langholtsvegi 126. Gróðrarstöðin Valsgarður, v/Suðurlandsbraut Vesturgata 6 Sjóbúðin, Grandagarði. Hornið Birkimelur / Hringbraut. Fremristekkur S, Breiðholti. Árbæjarkjör, Árbæ. Sláturfélag Suðurlands, Háaleitisbraut 68. Silli og Valdi, v/Álfheima. Verzlun Halla Þórarins, Hraunbæ 102. KÓPAVOGUR: Blómaskálinn v/Kársnesbraut. Rein, Hlíðarvegi 23. VERÐ Á JÓLATRJÁM: 0.70 — 1.00 ........ 1.01 — 1.25 ......... 1.26 — 1.50 ........ 1.51 — 1.75 ______ 1.76 — 2.00 ....... 2.01 — 2.50 _______ kr. 170.00 — 205.00 — 255.00 — 300.00 —• 365.00 — 485.00 BIRGÐASTÖÐ, FOSSVOGSBLETTI 1. — Sími 40-300 og 40-313. FURU-OG GRENIGREINAR SELDAR Á DLLUM ÚTSDLUSTDÐUM. Aðeins fyrsta fíokks vara ☆ ☆ ☆ Við framleiðslu á Adrett-vörum er tvennt í hávegum haft: Vöruvöndun Verði stillt í hóf FYRIR ALLA Hiárkrem N aglalakkaeyðir Svitalyktareyðir Hárlagningavökvi Shampó í glösujm Hárlakk unga fólksins Shampó í túpum „JUGEND 77“ Adrett er alltaf til í verzlun yðar V iðskiptamenn: Berið saman — sannfærizt Heildsölubirgðir: FARMASIA HF. Sími 25385. I. Konráðsson & Hafstein — Sími 11325 : □ Ódýr og mjög góð plasteinangrun í plötustærðunum allt að 2x3 metrar, þykktir allt að 50 cm. Vönduð framleiðsla Reyplast h.f. Ármúla 44. Sími 30978. Auglýsing um kosningu til fulltrúaþings F.Í.B. 8. gr. laga félagsins: „Félagsmenn í hverju hinna 6 umdæma, sem talin eru í 3. gr. skulu kjósa fulltrúa til fulltrúaþings F.I.B., sem hér segir: Umdæmi — I Vesturland II Norðurland III Austurland IV Suðurland V Reykjanes VI Reykjavík og 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa 6 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa 20 aðalfulltrúa og 10 varafulltrúa Alls 42 fulltrúar og 30 varafulltrúar. Kosningar til fulltrúaþings skulu haldnar annað hvert ár. Kjörtímabil fulltrúa er 4 ár og miðast við fulltrúaþing. Skal helmingur fulltrúa kjörinn á 2ja ára fresti. Uppástungur um jafnmarga fulltrúa og varafulltrúa og kjósa skal, skulu hafa borizt félagsstjórnlnni í ábyrgðarbréfi fyrir 15. janúar það ár, sem kjósa skal. Komi ekki fram uppástungur um fleiri en kjósa skal, verður ekki af kosningu. Með uppástungunum um þingfulltrúa skulu fylgja meðmæli eigí færri en 30 fullgildra félagsmanna. Berist ekki uppástungur, skoðast fyrri fulltrúar endurkjörnir, nema þeir hafi skriflega beðizt undan endurkjöri." Samkvæmt þessu skulu uppástungur um helming þeirrar full- trúatölu sem í 9. grein getur hafa borizt aðalskrifstofu F.I.B., Eiríksgötu 5, Reykjavík í ábyrgðarbréfi fyrir 15. janúar 1971. Reykjavík, 12. desember 1970. F. h. stjórnar F.I.B. Magnús H. Valdimarsson.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.