Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Blaðsíða 14
14
Mánudagsblaðið
Mánudagur 21. desember 1970
Bækur á jólamarkaðinum
London svarar
ekki
Fyrir þá, sem gaman hafa af
hetjudáðum, sögðum af hetjunum
sjálfum er upplagt að næla sér í
„London svarar ekki" eftir Sverre
Midtskau, sem komin er út hjá
Grágás og fjallar um andspyrnu-
hreyfinguna í Noregi í síðasta
stríði. Midtskau var fyrsti starfs-
maður norsku upplýsingarþjónust-
unnar í London á stríðsárunum og
hafði m.a. þann starfa að koma
upp loftskeytastöðvum í Noregi.
Hann komst leynilega til Noregs
og var handtekinn, slapp og náði
að flýja úr fangavistinni á ótrúleg-
an hátt.
Þetta er vissulega mjög spenn-
andi bók, sem menn leggja gjarna
ekki frá sér fyrr en að Iestri lokn-
um. Gretar Oddsson þýddi.
Skúraskin
Netta Muskett.
Hjónabönd, erjur þeirra, æfintýri
og þrár annarshvors eða beggja aðil-
anna til alls annars, en til er ætl-
azt upprunalega, hefur jafnan þótt
ágætt og forvitnilegt lesefni. Skúra-
skin, eftir Netta Muskett, í þýð-
ingu Ragnars Jóhannessonar, fjallar
um hjónabandið, gildrur þess og
hættur af mikilli skarpskyggni.
Þrátt fyrir loforð þeirra Clöru og
Rickys um að enda hjónabandið ef
illa gengi, þá kom annað upp á
teninginn þegar Clara fór til Lon-
don að vinna hjá eklinum. Tilraun-
ir Rickys til að fá hana aftur heim
virtust ekki hafa mikil áhrif á hana.
Eitt hvað varð að gerast — og
gerðist. Það er Grágás í Keflavík,
sem gefur bókina út, frágangur og
prentun er mjög til sóma, en bókin
er 212 bls.
Auöveldiö yöur
matartilbúninginn
LÁTIÐ OKKUR UM ERFIÐIÐ
JÓLASTEIKINA
fáið þér hjá okkur
TILBÚNA í OFNINN
Úrvalið er meira
en yður grunar
Vanti yður eitthvað sérstakt,
þá spyrjið verzlunarstjó rann
AÐ ÞJÓNA YÐUR ER MARKMIÐ OKKAR
irnar
Auglýsing
UM NÚMERABREYTINGU HJÁ
PÓSTI OG SÍMA
Fimmtudaginn 17. desember n.k. breytist
símanúmer hjá Pósti og síma verður 26000
í stað 11000.
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 26000.
Póstur og sími.
U C;.OY>N'v**OV>*
%" ovóv>^—
\ \ Vavxyvaoav
Skemmtilegar
handa allri
fjölskyldunni
ATH. Söluskaitur ©r inniíalinn
x vorðinu.