Tíminn - 16.07.1977, Side 17
Laugardagur 16. júli 1977
17
ZICO
Brasi-
lía til
Argen-
tínu
Brasiliumenn tryggöu sér far-
seðilinn til Argentínu, þegar
þeir unnu stórsigur (8:0) yfir
Bóliviu i aukakeppni HM i
Suður-Ameriku, þegar
þjóðirnar mættust I Kolombiu
á fimmtudagskvöldið. 50 þús.
áhorfendur sáu Brassana
leika sér að Boliviu-mönnum,
eins og köttur að mús — og
enginn lék betur en nýi PELÉ
þeirra Brasiliumanna, ZICO,
sem skoraði fjögur mörk i
leiknum.
Zico, sem er nú talinn einn
fremsti knattspyrnumaður
heims, var óstöðvandi — og
átti hann þátt I flestum hinum
mörkum Brassanna, sem þeir
Gil, Roberto, Marcelo og Ger-
ezzo skoruðu. Perú leikur
gegn Boliviu á morgun i
keppninni og sigurvegarinn i
þeim leik fer einnig til Argen-
tinu, þar sem lokakeppni HM
fer fram 1978, en sú þjóð sem
tapar, leikur aukaleik gegn
Ungverjalandi um sæti i HM I
Argentinu.
ATLI...sést hér skora fyrra mark Valsmanna I gærkvöldi.
(Timamynd.G.E.)
Valur ruddi erfiðum
keppinautum úr ve
— unnu sætan sigur (2:0 ) yfir Eyjamönnum í gærkvöldi
— Við náðum þvi sem við ætluö-
um okkur, sagði Ingi Björn Al-
bertsson, fyrirliði Valsliðsins, i
gærkvöldi, eftir að Valsmenn
höfðu unnið sætan sigur (2:0) yfir
Eyjamönnum I 1. deildarkeppn-
inni. — Við gerðum okkur
grein fyrir þvi, að það var annaö
hvort að duga eða drepast — við
máttum ekkert gefa eftir, sem
okkur tókst ágætiega, og upp-
skárum sigur, sagði Ingi Björn.
Leikurinn i gærkvöldi bauð upp
á allt, sem knattspyrna getur
boðið upp á — spennu, marktæki-
færi og fjöruga knattspyrnu. Ingi
Björn átti fyrsta tækifærið I leikn-
um — en honum brást bogalistin,
skallaði i stöng af stuttu færi.
Þetta kom þó ekki að sök, þvl að
stuttu siðar (21. min.) skoraöi Atli
Eðvaldsson fyrra mark Vals-
manna, eftir að Bergsveinn Al-
fonsson hafði sent knöttinn fyrir
mark Eyjamanna, þar sem Atli
var staddur á réttum stað og
renndi knettinum örugglega I net-
ið.
Valsmenn gerðu út um leikinn i
byrjun fyrri hálfleiksins, þegar
Guðmundur Þorbjörnsson skor-
aði stórglæsilegt mark, með
þrumuskoti. Eftir markið lögðust
Valsmenn I vörn, ákveðnir að
halda forskotinu, sem þeim og
tókst, þrátt fyrir mikla pressu
Eyjamanna, sem náðu ekki að
leika á sterka varnarmenn Vals.
MAÐUR LEIKSINS: Tómas
Pálsson, sem sýndi enn einu
sinni, að hann á heima i landslið-
inu.
Elías sviptur
meistaratitlÍTmnn
— í spjótkasti, fyrir að keppa í vinnufötunum
Elias Sveinsson, hinn fjöl-
hæfi frjáisiþróttamaður
úrKR, var öruggur sigur-
vegari i spjótkasti á
Reykjavíkurmeistara-
Dave Sextoná
Old Trafford
mótinu i frjálsum
iþróttum, þar sem hann
keppti i vinnufötunum,
hefur verið sviptur
meistaratitlinum og þarf
þvi að skila verðlauna-
peningi sínum.
Framkvæmdaaðilar mótsins
ákváðu þetta, þar sem þeir töldu
að Elias hefði óvirt bæði mótið og
mótherja sina i spjótkastinu, með
þvi að keppa i vinnufötunum.
Stefán Halldórsson úr !R varö þvi
Reykjavikurmeistari.
ELÍAS SVEINSSON
— þar sem hann tekur við
stjórninni
hjá Manchester United
DAVE SEXTON, fram-
kvæmdastjóri
Lundúnaliðsins Queens
Park Rangers, hefur
verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri
Manchester LJnited.
— Ég hlakka til að hefja störf á
Old Trafford og vona aö okkur
takist að tryggja okkur Eng -
landsmeistaratitilinn, sagði
Sextonistuttuviðtali, eftiraöþaö
varð ljóst, að hann myndi taka við
stjórninni á Old Trafford.
Sexton er enginn viðvaningur —
hann hefur náð mjög góöum
árangri hjá Lundúnaliðinu
Orient, Chelsea og Q.P.R. sem
framkvæmdastjóri — þá hefur
hann veriðþjálfarihjá Arsenal og
Fulham. Sexton hefur mjög góða
hæfileika og þarf ekki aö efa, að
hann muni fylla þaö skarö, sem
Tommy Docherty skilur eftir sig
á Old Trafford.
SEXTON....er ánægður að vera
kominn tii Manchester United.
Fer Dalglish
frá Celtic?
Skozki landsliðs ma ður in n
Kenny Dalglish, hjá Celtic, er
mjög óánægður hjá Ceitic — og
hefur hann lent i árekstrum við
forráðamenn félagsins að
undanförnu. Dalglish, sem hef-
ur farið fram á kauphækkun að
undanförnu, án þess að kröfum
hans hafi verið svarað, fór ekki
með Celtic-liðinu I keppnisferð-
ina til Astraliu, sem nú stendur
yfir.
Þessi ákvörðun hans á örugg-
lega eftir að draga dilk á eftir
sér, þvi að forráðamenn Celtic
eru ekki yfir sig hrifnir af fram-
komu hans, eins og skiljanlegt
er. Það má þvi búast við tiðind-
um hjá Celtic á næstunni — og
er liklegt að Dalglish verði sett-
ur á sölulista.