Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. júli 1977. 3 Óhagstæður vöruskiptajöfnuður: |- MIKIÐ FLUTT INN AF SKIPUM, FLUGVÉLUM OG BIFREIÐUM KEJ-Reykjavik — Vöruskipta- jöfnuður tslendinga var á fyrstu sex mánuðum þessa árs óhag- stæður um tæplega 6 og hálfan milljarð islenzkra kr„ en var á sama tfma í fyrra óhagstæður um ca. fjóra miltjarða. Hafa verður i huga að meðalgengi er- lends gjaldeyris er nær 10% hærra á þessu ári en á fyrri hluta árs i fyrra og viðskipta- jöfnuður þessa árs ætti þvi að vera u.þ.b. 10% lægri svo réttur samanburður við fyrra ár fáist. Útflutningur á árinu er fyrir um 48 milljarða en um 33 á sama tima i fyrra. Innflutning- ur hefur hins vegar aukizt mun meir eða úr rúmum 36 milljörð- um fyrri hluta árs i fyrra i rúma 54 milljarða á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Orsakir þessa eru aðallega mikill innflutning- ur á skipum, flugvélum og bil- Sé dæmið skoðað örlitið nánar kemur i ljós að vöruskipta- jöfnuðurinn væri hagstæður fyrrihluta þessa árs ef ekki kæmi til óhagstæður vöru- skiptajöfnuður nú i júni upp á nær 8 milljarða (var i júni i fyrra hagstæður um 15.2 millj- ónir). Orsakir þessa óhagstæða vöruskipajöfnuðar i sl. mánuði eru m.a. innflutt skip fyrir um 4 milljarða og flugvélar (einkum landhelgisgæzlunnar) fyrir 1 milljarð. I skipaliðnum má nefna 7 skuttogara og eitt vöru- flutningaskip, auk fiskiskipa, dýpkunarpramma og tollgæzlu- báts. Börkur með 700 tonn gébé Reykjavik — Kolmunna- veiðin gengur vel hjá Berki NK, en á sunnudag kom skipið með 700 tonn til Neskaupstaðar. Vlkingur, sem einnig stundar þessar veiðar, er nú á miðunum og mun vera kominn með dágóðan afla. Eins og skýrt hefur verið frá hér f Timanum, er búizt við að Guð- mundur Jónsson GK muni halda á kolmunnaveiðar fljótlega og jafn- vel lika Sigurður RE. Loðnan dreifð og gébé Reykjavik — Það hafa alls sautján bátar, sem við vitum með vissu um, hafið loðnuveiðarnar. Sigurður RE fór í gær frá Akur- eyri, en ég er ekki viss um hvort hann ætlaði á kolmunna eða loðnu, sagði Andrés Finnbogason, hjá Loðnunefnd i gær. Bátarnir eru að veiðum norðvestur af Straumnesi, og I gær var gott veiðiveður komið á þeim slóðum, eftir brælu i nokkra daga. Veiðin hefur verið mjög litil, loðnan stendur djúpt er mjög dreifð og stygg. Harpan tilkynnti þó i gær um 250-300 tonna veiði. Rannsóknaskipið Arni Friðriks- son leitar að loðnu út af Vestf jörð- um en hafði ekki fundið svo neinu næmi þegar siðast fréttist. KRAFLA: Götuð fóður- rör fjar- KEJ-Reykjavik — Við Kröflu er nú verið að athuga hvort ein- hverjar hindranir eru i holunum áður en götuðu fóðurrörin verða fjarlægð. Búið er að kæla holurn- ar niður og með þessu ætlum við að kanna hvort fóðurrörin hafi einhver áhrif á gufuþrýsing hol- anna, sagði Jakob Björnsson orkumálastjóri f samtali við Tim- ann f gær. Einnig er ætlunin að dýpka eina holuna sem boruð var í fyrra, en aldrei sett fóðurrör i. Við höfum ekki i hyggju að fóðra hana, en sjá hverju fram vindur þegar hol- an er fóðrunarlaus. Fóðrunin var að sjálfsögðu upphaflega sett til að styrkja holurnar, en nú hafa- sem sagt komið upp hugmyndir um að hún dempi þær á einhvern hátt og það erum við að kanna, sagði orkumálastjóri. Blöndu virkj un: Rannsóknarboranir á vegum Orkustofnunar — Virðast eiga næga peninga, segir Páll Pétursson Páll Pétursson KEJ-Reykjavik — Þeir hafa sjálfsagt næga peninga til þess- , ,Fyr irvarinn hefði þurft að vera lengri” — segir framkvæmdarstjóri Þormóðs ramma um þorskveiðibannið ATH-Reykjavik. — Dagný kom liingað um helgina með 140 tonn eftir rúmlega viku útivist og Stálvikin kemur i fyrramálið með rúmlega eitt hundrað tonn, en hún er búin að vera úti i viku- tima, sagði Sæmundur Arelius- son framkvæmdastjóri Þor- móðs ramma á Siglufirði i samtali við Timann. — Skipin hafa haldið sig á Strandagrunn- inu og fengið ágætan þorsk. Smáfiskur hefur varla sézt i afla togaranna ög sagði Sæ- mundur, að i sfðasta farmi Sigluvfkur hefði 57% verið yfir 70 sm að stærð og þvi flokkazt i stórt. Aðeins eitt prósent fór i smátt, en afgangurinn i milli- fisk. Hjá Þormóði r amma vinn- ur nú um 200 manns og er fyrir- tækið stærsti atvinnuveitandinn á staðnum. Vinna hefur verið með ágætum nú undanfarið, og sagði Sæmundur að unnið væri frá sjö til sjö sex daga vikunnar. Stöðugt vantar fólk til vinnu hjá Þormóði ramma, en mikið af starfsfólkinu er i sumarfrfum eins og stendur. — Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þorskveiðibannið leggist heldur illa i menn, sagði Sæmundur. Þessi ákvörðun kom alltof skyndilega. Ég er hrædd- ur um að kaupmönnum i Reykjavik þætti hart ef þeir þyrftu að loka verzlunum sinum siðustu vikuna fyrir jól. Ef fyrirvarinn hefði verið lengri, þá hefðum við getað gert ýmsar ráðstafanir sem ekki er mögu- legt að koma i framkvæmd i dag. Við ætlum að senda Stálvfk á grálúðuveiðar, en Sigluvikin fer i slipp. Hvað verður gert við Dagnýju veit ég ekki, enda er hún ekki eign Þormóðs ramma. Aðeins þarf að botnhreinsa Sigluvíkina, en það verk tekur 3 til 4daga. Hvað þá tekur við er ekki fullráðið. Sæmundur sagði að forráða- menn Þormóðs ramma hefðu ihugað að senda skip á kol- munnaveiðar, en enn ekki tekið neina ákvörðun i þvi efni. Gúanóveiðar skemma lestarnar og mun það hafa dregið úr áhuga Siglfirðinga að senda sin skip á þannig veiðar. Um þorskveiðibannið er fjall- að á forsiðu Timans i dag og er lesendum bent á þá frétt. ara hluta og út af fyrir sig höfum við ekkert á móti rannsóknum á meðan þeir hafa ekkert annað viö peningana að gera, sagði Páll Pétursson alþingismaður Norðurlandskjördæmis vestra I samtali við Timann um rann- sóknir á vegum Orkustofnunar varðandi virkjunarframkvæmdir við Blöndu. SagðiPáll að enn væri fitlað við hugmyndir um Blöndu- virkjun, þannig að einir 56 ferkilómetrar af grónu landi færu undir vatn og farveg árinnar yrði breytt. — Það eru skiptar skoðanir um þetta hérna, bætti Páll við, en engin samstaða og margir mjög andvigir þvi að svona verði staðið að virkjun, þó að menn hafi ekk- ert á móti virkjun Blöndu i sjálfu sér. Þeim f jölgar einnig andvigis- mönnunum þegar rætt er um ál- ver eða önnur erlend stórfyrir- tæki i þessu sambandi, en þetta á að vera 135-150 megawatta virkj- un og rætt hefur verið um raf- orkufrekan aðila til aö standa undir þessu. Við erum ekkert ginnkeyptir fyrir erlendum stór- fjárfestingaraðilum hér i sveitum og teljum reynsluna af þeim slæma, sagði Páll. Hann bættiþvi við að nú væri verið að bora á svæðinu, en Alþingi hefði ekki samþykkt neina fjárveitingu til þessara rannsókna og orkusjóður virtist þvi eiga næga peninga. Timinn hafði i gær samband við Jakob Björnsson orkumálastjóra og innti hann eftir hverjar rann- sóknir væru við Blöndu. Sagði Jakob að verið væri að rannsaka berglög undir fyrirhuguðu stiflu- svæöi og þéttleika jarðlaga með tilliti til hvað gera þyrfti til að stifla þetta svæði fyrir uppistöðu- lón. Einnig sagði hann að áætlað væri að byggja stöðvarhús 300 m undir yfirboröi jarðar og verið væri að kanna bergið þar með það i huga. Sagði Jakob að þessar boranir væru aðeins einn liöur i rannsóknum sem þarna hafa far- iðfram, en óneitanlega þær dýr- ustu. Hann sagði þetta að sjálf- sögðu gert með fullu samþykki iðnaðarmálaráðuneytis og ráð- herra. Rannsóknir eru i engu til- liti skuldbindandi sagði Jakob, en nauðsynlegar til þess að hægt sé að taka ákvarðanir. Rannsókn- irnar sagði hann fjármagnaðar af iðnaðarráðuneyti og lánsfjár- áætlun. Þessa Timamynd tók Róbert um helgina af tjaldstæöinu I Laugar- dal. 96% eru útlendingar Kás—Reykjavik — Þetta hefur gengið mjög vel i sumar, og orðið aukning á siðan i fyrra, en siðustu fimm árin eða siðan tekin var upp gæzla á svæðinu, hefur aðsóknin fariö stig vaxandi frá ári til árs. A þessa leiö mælti Kristján Sigfús- son, sem hefur eftirlit meö tjald- svæöinu i Laugardal, er blaöiö haföi samband viö hann. —Það er nú i júli og ágúst, sem háannatiminn er. Nú um helgina voru hér 150-160 tjöld, en til tjaldstæðinu í Laugardal jafnaðar eru hér 60 tjöld daglega. Það sem af er júli mánuði hafa verið hér 1800 tjöld en til saman- burðar voru hér 480 tjöld i öllum júni' mánuði. Ætli tjöldin komist ekki upp i 5000-6000 i sumar. Flestir þeirra sem sækja hing- að eru útlendingar,liklega nálægt 96%. En einnig kemur fólk utan af landi og einstaka fjölskyldur eru hér árvissar. Það er aðallega fólk af þremur þjóðernum sem sækir hingað: Þjóðverjar, Frakkar og Hollendingar, en liklega verða Norðurlandaþjóðirnar fjölmenn- ari i ár en oftast áður. Meiri hluti ferðamannana kem- ur með Smyrli og hefur aöeins viðstöðu i2-3 daga. Þetta q-u dug- legir ferðamenn sem setjast hvergi að, heldur feröast látlaust. Ég er m jög bjartsýnn um fram- tið staðarins, enda er hann vel i sveit settur og er nálægð sund- laugarinnar stórt atriði, en einnig er stutt f verzlanir. Það er nauð- synlegt aðhafa svona stað i borg- inni, sem stenzt kröfur á alþjóða- mælikvarða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.