Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 26. júli 1977. 15 Siglingar Jökulfellfór í gær frá Halifax til Reykjavikur. Disarfell kemur i dag til Sauðárkróks. Helgafell fór frá Svendborg 21/7 áleiðis til Reyðarfjarðar. Mælifell fór frá Gdansk 23/7 áleiðis til Reykjavikur. Skaftafellfór 19. þ.m. frá Þor- lákshöfn til Gloucester. Hvassafell er væntanlegt til Hamborgar i kvöld. Stapafell er við Færeyjar. Litlafell fór i gær frá Reykjavik til Norður- landshafna. hljóðvarp Þriðiudagur 26. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Vilborg Dagbjarts- dóttir byrjar lestur þýð- ingar sinnar á sögunni „Náttpabba” eftir Mariu Gripe (1). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntonleikar kl. 11.00: Vitya Vronsky og Victor Babin leika Fantasluop. 103 i f-moll fyrir tvö pianó eftir Franz Schubert, Beaux Arts trióið leikur Trió op. 65 I f- moll fyrir pianó, fiðlu og selló eftir Antonin Dvorák. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Sól- veig og Halldór” eftir Cesar Mar.Valdimar Lárusson les (7). 15.00 Miödegistónleikar. a. Filharmóniuhljómsveit Lundúna leikur „Töfraeyj- una” — sinfóniska prelúdiu eftir William Alwyn, höf- undur stjórnar. b. La Suisse Romande hljomsveitin leik- ur Sinfóniu nr. 2 I D-dúr op. 43 eftir Sibelius, Ernest An- sermet stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Sagan: „tJllabella” eftir Mariku Stiernstedt. Þýð- andinn, Steinunn Bjarman, les (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Um inngangsfræöi sam- timasógu.Jón Þ. Þór sagn- fræöingur flytur fyrra er- indi sitt. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 tþróttir. Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 21.15 Einleikur i útvarpssal: Monika Abendroth leikur á hörpu verk eftir Kirchhoff, Nadermann, Rossini og Ibert. 21.40 „Allt er ljós og lif”.Guð- rún Guölaugsdóttir talar aftur við Agústu Kristófers- dóttur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöldsag- an: „Sagan af Sam Mis- chele” eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (17). 22.40 Harmónikulög Benny van Buren og félagar leika. 23.00 Um alkóhólisma. Jónas Jónasson ræðir við Frank Herzlin yfirlækni Freeport- sjúkrahússins á Long Island i New York. (Viðtalið er á ensku og flutt óþýtt) .024.00 Fréttir. Dag- skrárlok. r framhaldssagar í framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan J LÍK] ! OFAUKIÐ ^ eftir Louis Merlyn hvers vegna hún hafði neitað að veita honum upplýsing- ar, eftir að hann hafði f undið kvittunina og vasabókina í veski hennar. En svona var fólk, einkum þó konur. AAilan hugsaði um eitt. — Sagðir þú ekki að Neilson hefði haldið því fram að hafa greitt Silone skuld sína? — Þannig skildi ég það. — Hvenær? — Hiller virtist undrandi. — Einhverntíma á seinustu vikunum. Geturðu ekki fengið að vita það hjá Silone? — Ég gæti reynt, svaraði AAilan. — Hvað með smá- myndirnar hans Neilsons? — Já, hvað með þær? AAilan iðaði óþolinmóður. — Þú seldir honum þær, ekki satt? — Sumar, leiðrétti Hiller. — Hann fól mér það, eftir að hann var búinn að eignast talsvert safn. — Var þetta dýrt tómstundagaman? spurði AAilan. — Hann hætti við það, benti Hiller á, — þegar hann fór að tapa peningunum sínum í f járhættuspili. — Hafði hann fjárfest í þeim? — Saf nið var einhvern tíma metið á upp undir hundrað þúsund dollara. — Hver mat það? — Ég, svaraði Hiller hlæjandi. — Ásamt öðrum sér- fræðingi, sem tryggingafélagið skipaði í það. — Hundrað þúsund, tautaði AAilan. — Tryggingin var aðeins upp á fimmtíu þúsund. Hvað þýðir það? Hiller hló aftur. — AAér finnst þú þegar vita allmikið um það. Verðá listaverkum hlaupa upp og niður, AAilan. Larry gat ekki fengið trygginguna yf ir það lágmark sem sala myndanna gæti gef ið í aðra hönd á f rjálsum mark- aði. Hann gaf barþjóninum merki og pantaði viský og sóda. — Hvers vegna allur þessi áhugi, AAilan? Heldurðu að annar saibari hafi ef til vill myrt hann? — Ja, varst það til dæmis þú? flytti AAilan sér að spyrja. Hiller hristi höfðuð. — Ég sel allt, svo ég er ekki neinn safnari. En áður en hann náði að segja meira, kom Polly Baird aftur. Hún stóð sér á milli þeirra og sneri viljandi baki að AAilan. — Roy, sagði hún. — Geturðu gert mér greiða? Hiller leit spyrjandi yfir á AAilan. Hann lyfti brúnum kæruleysislega. Hiller sagði: — Ég veit ekki, hvað er það? AAilan sagði í eyra henni: — Hafðirðu ekki heppnina með þér? Hún hristi höfuðið eins og fluga hefði setzt á eyrað á henni AAilan sá að hún var allt of æst til að gera sér grein fyrir, hvernig hún kom f ram. Hún var að reyna að draga Hiller til hliðar, burt frá AAilan. — Ég skal færa mig, svo þið getið hvíslazt á, sagði hann. AAilan gekk yfir þangað sem Pug Whiting stóð. Hann leit við og sýndist ekki betur en Polly og Hiller væru að rífast. Hiller hristi stöðugt höfuðið í neitunarskyni. AAil- an kinkaði.kolli til Whitings. — Ertu ennþá jafn klár, Whiting? Whiting glotti, svo skein í tennurnar. — Ég get beðið, sagði hann. Han horfði á rúllettuhjóMð, sem snerist. — Núll, sagði hann. — Það lendir oft á núlli hjá Kane. Hef- urðu nokkuð handa mér. AAilan? — Já , svaraði AAilan. — Spurningu. Hann tók sígarett- urnar upp úr vasanum, kveikti í og dró djúpt að sér reyk- inn. — AAig langar að vita eitthvað um þessar smámyndir Neilsons? — Annar virðingarvottur, sagði Whiting. — Þú færð áreiðanlega borgað fyrir það. — Ég geri líka ráð fyrir því. Whiting færði vindilinn upp í sig. — Ég skrifaði grein um þær f yrir nokkrum ár- um. Sérf ræðingur í listum á einni nóttu. Ég er bara búinn að gleyma mestu af því. Það eru erf iðleikarnir í starfi mínu, að maður gleymir of miklu. — Stundum borgar það sig, sagði AAilan. — Látum okk- ur svo heyra eitthvað um það. Whiting sagði meðf ram vindlinum: — Þær voru mikiis virði. Ég veit að Neilson fékk f lestar þeirra gegnum Hill- er, en hann hóf söfnunina, þegar einhver ættingi hans hrökk upp af og arf leiddi hann að þremur. Að svo miklu levti sem mér hefur skilist, var hver mynd qeysiverð- mæt fyrir sig, bæði f rá sjónarmiði listarinnar og aldurs- ins. En auðvitað voru þær mun meiri virði sem heild. — Var þetta ein heild? — Þetta var ekki allt, sem listamennirnir gerðu, ef þú átt við það, svaraði Whiting. — Ég á við, hvort þetta hafi verið einhvers konar röð mynda. — Ég veit það ekki, svaraði Whiting. — Um það verð- urðu að spyrja Hiller. Hann tók vindilinn út úr sér. Hvers vegna þessi skyndilegi áhugi, AAilan? — Ég er bara að reyna að skapa mér mynd af Neilson, sagði hann i léttum tón. Hann gekk nokkur skref til hægri og f leygði sígarettunni í sandkrukkuna. Þegar hann kom aftur, spurði hann: — Ég geri ráð fyrir að dánarbúið vilji selja þær núna. Whiting deplaði augunum. — Það væri sniðugt, ef það væri hægt, en þeim var því miður stolið fyrir sex mánuð- um eða svo. AAilan tókst að láta í Ijós undrun. — Það var ekki farið hátt með það opinberlega, út- skýrði Whiting. — En maður skyldi ætla að þú hefðir frétt það, þrátt fyrir það. — ÉG var fjarverandi, minnti AAilan hann á. — Auk þess er list ekki mín sterka hlið. — Nú, svo þeim var stol- ið og hafa ekki sézt síðan? — Það held ég ekki, svaraði Whiting. — Trygginga- félagið greiddi andvirði þeirra nýlega. Hann bætti við um leið og hann ranghvolfdi í sér augunum. — Fimmtíu þúsund spirur. Whiting gerir of mikið úr þessu, hugsaði AAilan. Hann var að reyna að sýnast. — Hver fær peningana? Whiting gretti sig háðslega. — Þú veizt ekki neitt um neitt, er það? Þetta kostar þig glas. j AAilan beindi honum að borði úti í horni á salnum. — Kona hans ætti að fá peningana, útskýrði Whiting. — En hún fær þá ekki. Þetta virtist skemmta honum mjög.-Það eru nefnilega engir peningar. Þjónninn kom með glösin og AAilan rétti honum seðil. Whiting tók koníakið sitt og dreypti á því. — Þetta eru allt saman sögusagnir, AAilan. Bara kjaftasögur. AAér skilst að Neilson haf i gert það sama við tryggingarféð og hann hef ur gert við alla aðra peninga. AAilan leit í augu hans. Whiting hló dátt. — Ég f rétti að AAilan vildi skilnað, en Polly ekki veita hann. Hann vildi kvænast Fran. — Hann hafði enga möguleika, sagði AAilan. — Ég heyrði, að einu sinni hefði hann ekki þráð neitt heitar en að fá skilnað. En hann gat það ekki. Hann arf leiddi Fran aðöllum eigum sínum, undir hvaða kring- umstæðum sem vera skyldi. — Það gerir Polly Baird ekkert, sagði AAilan. „Þegar ég loksins fatta þetta meö stóra visinn og litla vis- inn, þá færö þú þér klukku með tölustöfum...” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.