Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 9
I Þriðjudagur 26. jiill 1977. 9 Myndir og texti: Haraldur Blöndal Fjölbýlishús i smiðum. Atján Ibúðir, þar af 3 leigulbúðir á vegum sveitarfélagsins, en ætlunin er að reisa 3 slikar á ári, næstu 5 árin. ur, nema einn og einn. Nokkrir bændur seldu eitthvað af heyjum en það var óverulegt, og þá helzt hestamönnum á þéttbýlis- svæðinu.” Vinnuaf Isskortur háir bændum mjög „Bændur i ölfusi eru i fremur erfiðri aðstöðu. Við erum með þrjá þéttbýliskjarna umhverfis okkur: Þorlákshöfn með mjög blómlegt atvinnulif, Hverageröi og Selfoss. Það er þvi mjög erfitt fyrir okkur að fá fólk til að vinna á búunum, jafnvel þótt við bjóö- um það kaup sem tiðkast við al- menna vinnu. Friin við hin al- mennu störf eru miklu meiri á þéttbýlissvæðunum en bændur geta leyft sér að bjóða. Bændur I Árnessýslu standa því mjög höll- um fæti. Þá er mjög erfitt að fá iðnaðarmenn til að lagfæra bygg- ingar og halda við mannvirkjum. 1 Þorlákshöfn eru iðnaðarmenn til dæmis mjög störfum hlaðnir og gera þaö aðeins vegna kunnings- skapar aö skreppa I sveitina og lagfæra það sem aflaga fer. Bændur eru yfirleitt einyrkjar og verða þvi að kaupa vinnuaflið ef þeir eiga að sinna bústörfum eins og þarf.” Framtíö búskapar — sam- eining jarða „Það verður ekki sagt að þessi sveit eigi mikla framtið, nema þá nokkrar jarðir. Byggöin færist mjög ort út, bæði úr Þorlákshöfn og svo Hveragerði, sem jaðrar viö aö komið sé út i ölfus. Það þrengir þvi stöðugt að þeim sem eru við búskap,” sagði Engilbert, þegar taliö barst að þessum mál- um. Þá sagði Engilbert ennfrem- ur: „Þaö er ekki mikiö um að bú séu sameinuð. 1 framtiðinni held ég þó að þessi einyrkjabúskapur leggist að mestu niður meö þeirri kynslóð, sem nú er að kemba hærurnar. Ég held aö einhvers konar félagsbúskapur sé það sem koma skal. Við sjáum til dæmis að menn sem eru i föstum störf- um i þéttbýliskjörnunum fá mánaðar sumarfri. Ég var i morgun að tala við bilstjóra, sem vinnur hjá ónefndu fyrirtæki hér og hann sagðist fá mánaðar fri. Þessi maður ætlar að nota hluta af sinu frii til aö hjálpa kunningjunum. Slikur vinnu- kraftur hefur hjálpað bændum ákaflega mikið þá daga semmest er hjá þeim að gera og þessir fáu þerrisdagar koma. En það er kapituli út af fyrir sig.” Bændafundir um afurða- greiöslur. Ekki er hægt að tala svo við bónda, að ekki sé vikiö að fyrir- komulagi á afuröagreiðslu til bænda. Um það mál fórust Engil- bert svo orð: „Þetta hefur lengi verið höfuðverkur bændastéttar- innar. A siðastliðrium vetri voru um þetta mál geysiharðir fundir sem sýndu, að bændur geta staðiö saman. Það er ljóst, að fyrir- komulag á afurðagreiðslum frá afurðasölufélögunum og lána- fyrirgreiðsla þess opinbera er með öllu ófullnægjandi. Bændur veröa að leggja á sig meiri vinnu á lengri tima til að afla sömu tekna og aðrar stéttir eins og málin standa i dag. i ölfushreppi hefur það sýnt sig, að bændur eru með allt að helmingi minni nettó- tekjur en t.d. þeir sem starfa við fiskiðnaöinn i Þorlákshöfn. Eftir þessa fundi er ljóst, að þaö er ský- laus og ' miskunnarlaus krafa bændastéttarinnar að bændur fái allt að 90% afurðaverðs greitt fljótlega eftir innlegg. Ég er þess fullviss, aö bændur munu fylgja þessu fast eftir og það svo, að þingmönnum og væntanlegum frambjóöendum þýðir ekki aö sýna sig hér næsta vor nema þeir lofi að koma þessum málum i eðlilegt horf. Við stöndum nú fremur illa með greiöslu fyrir af- urðir. Það má rekja til kostnaðar- auka vegna rigninga og ótiðar i fyrrasumar. Bændur áttu yfirleitt i erfiðleikum með að greiða áburðinn i vor. Þó höfum við hér mjög góða fyrirgreiðslu. Landsbankinn á Selfossi og útibúið i Hveragerði hafa reynzt okkur mjög vel. Það er reynt að greiða fyrir bændum eins og framast er unnt, þó að bankastjórarnir hafi Reykja- vikurihaldið ginandi yfir sér og sé skipað að herða sultarólina og bændur skuli hálfsveltir. En ég vil nota þetta tækifæri og þakka þeim forystumönnum sem að bændafundunum stóðu, bæði hér i sýslunni og úti á landi. Ég sótti fundi bæði á Hvoli og i Ár- nesi. Ég tók til máls á fundinum hér i Árnesi en ekki á Hvoli, enda vildi ég leyfa þeim Rangæingum að spretta úr spori. Magnús hestamaöur frá Lágafelli haföi þar forystu og fluttu menn þar bæði mikið mál og gott. Málum er þannig komið aö ef bændur fara ekki að ná svipuðum tekjum og aðrar stéttir, þá er fjarstæða að berjast I þessum atvinnuvegi. Þarna kemur vinnuálag og lftil fri auðvitað inn i dæmiö.” Yljar Þorlákshafnarbúum meö heita vatninu Það kom fram i viðræöum við sveitastjóra, að heitt vatn hefur nú fengizt frá Bakka. Engilbert var að þvi spurður hvort hann væri ekki ánægður meö að geta yljað Þorlákshafnarbúum i hý- býlum sinum næstu árin. Þá hló hreppstjóri en sagði svo: „Jú, vissulega er ég ánægður með að borun skyldi takast svona vel. Við buðum á sinum tima að þarna yröi borað gegn smávægilegri .þóknun sem var 1 sekúndulítri miöaö við hundrað gráðu heitt vatn til eigin nota. Mælingum á holunni er ekki lokið en ljóst er að varmi er nægur hitinn um 127 gráöur og vatnsmagnið 27 sekúndulitrar. Þetta heita vatn mun gjörbreyta ástandinu hér á Þorlákshöfn og þeim bæjum sem leiðslunni tengjast en þaö eru um tiu bæir, sem eiga þess kost. Þegar búið er að virkja 50 sekúndulitra vatnsmagn er talaö um að landeigandi fái eittog hálft prósent i þóknun. Astæða þessa fyrirkomulags er sú, að i Hvera- geröi er óþrjótandi vatn að fá og aöeins 8 kflómetra leið þaðan og að Bakka. Hins vegar er ljóst, aö nóg vatn væri aö fáþarna svo og á Hjalla. Jaröhitadeild Orkustofn- unar var búin að rannsaka svæöiö og bændur i Torfunni.Grimslæk og Hrauni ákváðu að hafa þennan hátt á, enda kostar svona hola hátt i 25 milljónir. Bæirnir eru lika dreifðir og leiðslur dýrar. Aður var búið að bora á Litlalandi en sú hola misheppnaðist. Þetta var mjög dýr hola, en orkumála- ráöherra reyndist okkur þar vel og ber að þakka það.” fólks- og vörubíla fró 1-20 tonna MJÖG HAGSTÆTT VERD Bilavörubúðin Fjöðrin h.f Skeifan 2, simi 82944. ILÆKNUM SJ-Reykjavik Nú er lækurinn i Nauthólsvik orðinn tandur- hreinn og löglegur, og var þessi mynd tekin þar fyrir nokkrum dögum eftir að orðiö var baðfært þar á ný. Þessum vinsæla stað hafa verið valdar ófagrar kveðjur að undan- förnu svo sem Dóná og Moldá. Einnig var hann kallaður Volga. En nú er sem sagt búið að „taka hann i gegn” og von- andi gengur nú allt slétt og fellt og er óskandi að baðgestir njóti útiveru og heits vatns án þess að spilling og sukk og svall tengist þar við I umtali eða raun. Myndina tók ljós- myndari Timans GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.