Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 26. júii 1977. vel komið til stúdenta- óeirða í maí 1978” — segir Alice Saunier-Seite, konan, sem sér um málefni allra há skóla í Frakklandi Alice Saunier — Seite er ánægð. i.fyrsta sinn allt frá 1966 hefur litið boriö til tiðinda i frönskum háskólum i vetur. Þeir hafa starfað eðlilega og nemendurnir hafa mátt iesa sig sveitta. Það eina, scm komið hefur upp á að ráði er eiturlyfja- mái i háskólanum i Vincennes i útjaðri Parisar. Stendur jafnvel til að skólanum verði lokað og hinn fjölbreytti nemendahópur sendur til sins heima. Margir munu sakna þess að Vincennes hugmyndin fer i súginn, en skól- inn var ekki hefðbundinn og þar áttu inni margar nýjar kennslu- greinar og kennsluaðferðir. Alice Saunier — Seite segir i viðtali við Paris-Match nýlega að ekki sé við sig að sakast, hvernig farið hafi i þessum frjálslynda háskóla. Ekki hafi hún smyglað þangað eiturlyfj- um eins og kommúnistar, and- stæðingar hennar vilji vera láta. Próflausir og mállausir Alice Saunier-Seite hefur ein- falda skýringu á þvi, hvernig komið sé fyrir háskólanum i Vincennes. „Inn i þann skóla komast menn próflausir og mál- lausir á franska tungu. Tima- sókn er að sjálfsögðu engin. Það er ekki spurt um skilriki af neinu tagi. bvi ekki að setja upp eiturlyfjamarkað þar? Það hlýtur að liggja i augum uppi að ákjósanlegri staður er ekki til. Ég tala nú ekki um siðan landa- mæri rikja Efnahagsbandalags- ins fengu annan og breyttan skilning. Mér þykir það leitt, en frá Amsterdam til Vincennes er bein braut. Annars er þetta eiturlyfjamál ekki mitt mál, heldur heyrir það undir dóms- málaráðuneytið og heilbrigðis- málaráðuneytið. Frú Saunier-Seite var að þvi spurð, hvort henni fyndist stjórnmálaleg vakning háskóla- nema vera til ama. Sagðist hún alls ekki leggja vandamálið þannig niður fyrir sér, en aðeins lita á staðreyndir. „Það sem gerzt hefur i skólamálum á árunum 1965-1972 er, að með nýjum skólalögum hefur nemendum i háskólum mjög fjölgað. Reynt hefur verið að koma öllum fyrir á kostnað námsgæða og almennilegrar kennslu. Kennararnir eru ekki alltaf upp á marga fiska. Og hvað á maður að gera, þegar kunnáttan er litil og visindin á lágu stigi? Tala um stjórnmál. Það er nærtækast. Ég er alveg viss um það, að um leið og allir kennarar verða vel og visinda- lega menntaðir, hætta menn að predika pólitik i kennslustund- um. Margir háskólarektorar hafa skilið vandamálið. Þeir ráða aðeins menn með hæstu gráður og fækka námseining- um. Ég tek háskólann i Toulouse' sem dæmi. Þar gátu menn valið um 800 einingar, nú snýst valið aðeins um 530. 44 Rektorar snúast á vinstri vænginn Alice Saunier-Seite viður- kenndi i viðtalinu við Par- is-Match að áhrifa kommúnista i háskólanum gætti æ meir”. Sjáið þið t.d. Vincennes. Áköf- ustu stuðningsmenn þess skóla eru kommúnistar, enda þótt rektorinn sjálfur tilheyri ekki þeim flokki og miklu fleiri nemendur séu sósialistar eða öfgasinnar til vinstri. Jafnvel háskólarektorarnir eru að snú- ast á vinstri vænginn og ber ég þá saman þing þeirra i fyrra og svo nú i ár. í fyrra voru um 30% háskólamanna hliðhollir vinstri mönnum, i ár voru þeir 60%. Hvernig útskýrir Alice Saunier-Seite þessa þróun? „Hvernig útskýrið þið borgar- og bæjarstjórnarkosningarnar i ár, nú eða sveitarstjórnar- kosningarnar i fyrra? Hreyfing frönsku þjóðarinnar til vinstri erstaðreynd. Auk þess er kjarn- inn i kommúnistaflokknum traustur og vel skipulagður. Það er ekkert auðveldara en að koma upp slikum kjörnum inn- an háskólanna, þar sem menn lifa i heimi heimspekilegra vangaveltna og fullvissa sjálfa sig um að þeir dýrki frelsið framar öllu. Sé hugtakið frelsi umburðarlynt, ætti það að þola innan sinna vébanda einhver höft. En slikt þýðir, aö frelsið á að hefta allt, sem orðið gæti þvi að fjörtjóni. Engin gild próf Alice Saunier-Seite var að þvi spurð, hvað hún hefði gert, ef komið hefði til verkfalla i frönskum háskólum i vetur. „Ég gerði lýðum ljóst að yrðu einhverjar tafir á störfum há- skólanna, yrði ekkert um gild próf. Aðeins einu sinni varð ég að láta kalla á lögregluna, en það var að beiðni rektorsins i Tour, sem lokaður hafði verið inni i skrifstofu sinni hátt i sólarhring”. Er það satt að mikill hluti franskra háskóla sé að verða gjaldþrota? „Þó nokkrir. Tiu af 73. Það eru alltaf hinir sömu, sem eiga i erfiðleikum og ég hef gert mitt bezta til þess að málin breytist til batnaðar. Er það rétt, að engin spá sé til um það, hversu marga lækna, lögfræðinga eða verkfræðinga þurfi að mennta fyrir þjóðfélag- iðá næstu 10-15 árum? „Já, eng- ar spár er hægt að gera um slikt fram i timann i þjóðfélagi, sem þróast með leifturhraða. Spá til fjögurra ára er hámark”. Visindastofnanir Hver eru meginmarkmið Alice Saunier-Seite i starfi? „1 Alice Saunier-Seite: „Þaöer ifyrsta sinn I meira en tiu ár, að lif- ið í frönskum háskólum gengur eins og bezt veröur á kosiö”. þau 15 ár, sem ég hef haft af- skipti af málefnum háskólanna, hefur það alltaf verið mér kappsmál, að þjóðfélagið og menntunin héldust i hendur, enda séu háskólarnir visinda- stofnanir. Einnig finnst mér eðlilegt að allir, hvar i þjóðfélagsstiganum sem þeir standa, eigi greiðan aðgang að háskólanámi”. Hefur henni nokkuð orðið á- gengt? „Ég hugsa, að eitt hafi mér a.m.k. tekizt vel. I vetur urðu engin verkföll i háskólun- um. Slikt er ef til vill ekki ein- göngu mér að þakka. Ég veit, að vinstri menn vilja einnig frið á þessum vettvangi, enda komu verkföll liðins árs þeim sjálfum i koll. En mig grunar nú að þeir hefðu óskað smáóláta, þótt ekki væri nema til þess aðsannaað háskólar i tið núverandi stjórn- ar væru aðeins til vændræða. Hvað heldur Alice Saun- ier-Seite að vinstri menn gerðu nú i hennar stað? „Hugtakið vinstri menn spannar stóran hóp. Ef við tökum kommúnista fyrst, þá myndi yfirstjórn flokksins fara með öll völd i há- skólunum og lögregla flokksins sæi um að halda nýjum hreyfingum i skefjum. Við þurf- um ekki annað en lita til háskóla i Sovétrikjunum og Póllandi varðandi þetta atriði. Hvað sósialista varðar, myndu þeir ef til vill beygja sig undir vilja kommúnista. Eða þeir héldu sig við sameiginlega stefnuskrá sina og kommúnistaflokksins, en þar er m.a. kveðið á um að afnema undirbúningsdeildir til inngöngu i æðri skóla”. „Mai 1978” Nýlega hrósaði Giscard d'Estaing Frakklandsforseti happi yfir þvi að stúdentaóeirð- irnar frá þvi i mai 1968 hefðu ekki endurtekið sig. Alice Saun- ier-Seite var að lokum spurð að þvi hvað henni fyndist um þessa umsögn forsetans”. Ég tel ekki ómögulegt að stúdentaóeirðirn- ar i mai 1968 endurtaki sig næsta ár, verði vinstri stjórn við völd i Frakklandi. Vinstri menn hafa lofað háskólanemum um of og verða aldrei færir um að efna nema litið brot. Þegar mönnum verður slikt ljóst, springur blaðran • þýtt og endursagt FI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.