Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.07.1977, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 26. júli 1977. 11 lu' Útgefandi Framsúknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu viö Lindar- götu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Slðumúla 15 sími 86300. Verö I lausasölu kl. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. ERLENT YFIRLIT Carter réttir fram höndina til sátta En hver verða viðbrögð Brésnjefs? Verðhækkunarkröfur opinberra aðila Rikisstjórnin hefur sett sér það markmið að sporna eftir beztu getu gegn þvi, að hinir nýju kjarasamningar leiði til meiriháttar verðbólgu. Af þeim ástæðum beitti hún sér gegn upphafleg- um ráðagerðum Guðmundar Hjartarsonar og annarra bankastjóra Seðlabankans og kom þvi til vegar, að vaxtahækkunin varð mun minni en þeir höfðu ætlað. Þá stöðvaði hún fyrirætlanir iðn- meistara um að fá óeðlilegar sérkröfuhækkanir teknar inn i verðlagið. Nýlega hefur stjórnin svo skipað sérstaka nefnd til að fjalla um verð- hækkunarkröfur opinberra aðila, sem hafa oft átt óeðlilega mikinn þátt i verðbólgu siðustu ára- tuga. í raun og veru virðist það illa samrýmast þing- bundnu stjórnskipulagi, að Alþingi fjalli nær ekk- ert um þær greiðslur sem opinber fyrirtæki, eins og Landsvirkjun, Póstur og simi o.s.frv., krefjast fyrir þjónustu sina. Greiðslur þessar skipta þegn- ana ekki minna máli en útsvar og tekjuskattur, sem ekki þykir annað hlýða en að Alþingi ákveði. í skjóli þessa aðhaldsleysis af hálfu Alþingis, hef- ur embættismannavaldinu tekizt að koma iðulega fram óeðlilega miklum hækkunum á greiðslum fyrir þjónustu sina. Mörg dæmi mætti nefna þvi til sönnunar, en sleppt verður að nefna þau að sinni. Það var þvi rétt ráðið af rikisstjórninni að skipa sérstaka nefnd, þar sem verðlagsstjóri og tveir alþingismenn eiga sæti, til þess að f jalla um verðhækkunarkröfur opinberra aðila og leitazt við að halda þeim sem mest i skefjum. Þetta er áreiðanlega rétt byrjun, en spurningin er, hvort ekki eigi að ganga enn lengra i framtiðinni og gera Alþingi mögulegt að fjalla meira um þessi mál, t.d. i sambandi við afgreiðslu fjárlaga. Þótt Alþingi kjósi stjórnir sumra þessara fyrirtækja, væri ekkert óeðlilegt, þótt það léti fara fram sér- staka athugun á verðkröfum þeirra hverju sinni. Hér er vissulega um mál að ræða, sem þarfnast gaumgæfilegrar athugunar. En af framangreind- um ástæðum ber að fagna umræddri nefndar- skipun og vænta þess, að nefndin standi fast gegn verðkröfum, sem ekki eru studdar fyllstu rökum og að rikisstjórnin styðji trúlega alla viðleitni nefndarinnar til að halda verðbólgunni i skef jum. Nýtt bræðralag Bersýnilega hefur nú skapazt bræðralag milli Visis og Þjóðviljans, sem er fólgið i þvi að hræða almenning sem mest með þvi að nýju kjara- samningarnir muni leiða til óðaverðbólgu. Til- gangurinn er að skapa eins konar kaupæði. Visir er hér að þjóna hagsmunum heildsala, en Þjóð- viljinn heldur að þetta geti gert rikisstjórninni er- fitt fyrir. Það á svo sinn þátt i þessu bræðralagi, að Þjóðviljinn dáir mjög italska Kommúnista- flokkinn og lýsir yfir nánum skyldleika hans og Alþýðubandalagsins. Það er nú helzta markmið italska kommúnistaflokksins að komast i sem nánasta samvinnu við ihaldsöflin. Ritstjórar Þjóðviljans eru góðir námsmenn, en þjóðin ætti að varast áróður þessa nýja bandalags. SIÐASTLIÐINN fimmtudag flutti Carter forseti ræöu á fylkisþinginu I South Carolina, þar sem hann geröi sambúö Bandarikjanna og Sovétrikj- anna aö aöalefni. Ræöa þessi var bersýnilega haldin til aö svara gagnrýni, sem Carter hefur oröiö fyrir bæöi heima fyrir og erlcndis, sökum þess, aö hann er talinn hafa vakiö tortryggni hjá valdhöfum Sovétrikjanna meö þvi aö setja mannréttindastefnuna eins mikiö á oddinn og hann hefurgert. Þetta getihaft þær afleiöingar, aö kalda strlöiö hefjist aftur milli risaveid- anna og ekkert veröi úr samningum um aö draga úr vígbúnaöi. Meöal þeirra, sem hafa látiö þennan ugg I ljós, eru ýmsir ráöamenn I Vestur- Evrópu, eins og Helmut Schmidt kanslari og Giscard forseti. Heima fyrir eru þaö ýmsir fylgismenn Fords og Kissinger, sem taka undir þessa gagnrýni, en fara sér þó enn hægt, þvi aö mannrétt- ingabarátta Carters hefur fengiö góöan hljómgrunn I Bandarikjunum. Þetta gætiþó breytzt, ef menn óttuöust, aö hún gæti leitt til versnandi sambúöar risaveldanna og yki þannig vigbúnaöarkapphlaup- iö. t RÆÐU sinni komst Carter . svo aö oröi, aö bandarlsk utanrlkisstefna heföi aö mestu mótazt siðustu áratugina af átökum og árekstrum milli rikja, sem heföi verið annars vegar undir forustu Banda- rikjanna og hins vegar undir forustu Sovétrikjanna. Stefn- an I varnarmálum heföi m.a. byggzt á vigbúnaöarkapp- hlaupinu viö Sovétrikin. Þessi samkeppni væri enn uggvæn- leg og henni fylgdi alltaf viss striöshætta. En rangt væri samt aö lita á hana sem eina aöalverkefniö. Heimurinn heföi breytzt og væri aö breyt- ast og bæöi Bandarlkin og Sovétrikin yröu aö hafa hliö- sjón af þvi. Þannig gætu kjarnorkuvopn breiözt út og komiö til kjarnorkustyrjaldar, þótt bæöi Bandarikin og Sovétrikin stæöu utan viö og ættu engan þátt I henni. Þaö væri sameiginiegt vandamál beggja risaveldanna aö reyna aö koma I veg fyrir slika öfug- þróun. Orkukreppan væri ann- aö nýtt viðfangsefni, þar sem hagsmunir Bandaríkjanna og Sovétrikjauna færi aö veru- legu leyti saman. Þá væri þörfin fyrir alþjóölegt sam- starf stööugt vaxandi, t.d. vegna málefna þriöja heitns- ins, og Bandarikin og Sovét- rildn heföu þar á mörgum sviðum sameiginlegra hags- muna aö gæta. Þannig mætti lengi telja. Carter sagöi, aö það væri meira en varhugavert, aö ætla aö byggja áætlanir um framtiðarsambúð Bandarikj- anna og Sovétrikjanna á breytilegum viöhorfum hverju sinni. Saga þessarar sambúö- ar sýndi, aö þar heföi skiptzt á skin og skúrir, stundum heföi allt virzt horfa vel, en stund- um illa, en þegar horft væri yfir lengri tima, heföi þó þok- azt i rétta átt. Bandarlkin og Sovétrlkin fylgdu ólikum stjórnmálastefnum og sam- keppnin milli þeirra myndi haldast. Mikil tortryggni rikti I garö hvor annars og enn væri ekki um gagnkvæmt traust aö ræöa. Samningar milli þeirra yröu þvi aö byggjast á þvi, aö báöir aöilar heföu hag af Carter forseti þeim. Carter nefndi siðan mörgdæmium, þar sem hags- munirnir færu saman, og þar sem væri veriö aö vinna aö þvi aö ná samkomulagi. A sumum sviöum heföiþað þegar tekizt. Aö þessu yröi aö vinna áfram. Þaö væri hagur beggja. Hann minntist sérstaklega á átök þau, sem Rússar heföu látíö I Ijós I sambandi viö fyrirhug- aöa framleiöslu Bandartkja- manna á svonefndum flug- skeytum (cruise missiles), en Bandarlkin óttuöust lika nýjar vopnategundir Rússa, en um þetta væri hægt aö semja. CARTER lagöi mikla áherzlu á I framhaldi af þessu, aö Bandarikin og Sovétrikin heföu sameiginlegan ávinning af samkomulagi á mörgum sviðum og þvl ættu þau aö stefna aö þvl aö ná samning- um um þau efni. Hann heföi þegar gert ýmsar tillögur um þau efni, en þær heföu veriö settar fram sem umræöu- grundvöllur en ekki sem úr- slitakostir. Um þetta yröi aö ræöa og stefna aö samkomu- lagi, þótt þaö tæki sinn tima. Þá vék Carter sérstaklega að mannréttindabaráttu sinni. Henni væri ekki stefnt gegn Rússum eöa einhverri einni þjóö, heldur væri henni ætlaö aö ná til allra, lika Banda- rikjamanna.Trú hans væri sú, aö þvi meira sem mannrétt- indi væru virt og viöurkennd i reynd, þvl auöveldara yröi aö koma á bættri sambúö milli þjóöa. Hann geröi sér engar gyllivonir um, aö mannrétt- indastefnu hans yröi komiö fram á stuttum tima, en hann tryöi þvi, aöhún myndi ná um siöirfram aö ganga, ef merkiö yröi ekki látiö niöur falla. Aö lokum lagöi Carter mikla áherzlu á mikilvægi þess, aö sambúö þjóöanna vaknaöi og friöurinn yröi tryggari. Hann kvaö þaö vera sameiginlega ósk bæöi Bandarikjamanna og Rússa,. Þaö væri skylda allra aö vinna aö þvl, aöþessar ósk- ir gætu rætzt, en þyngsta skylda hvildi þó á heröum hans og Brésnjefs, sem nú réöu mestu um þessi mál. Ræöu sinni lauk hann meö þvi, aö vitna I þau ummæli Brés- njefs, aö hann tryöi þvl, aö mannkynið gæti fagnaö 21. öldinni vegna þess aö friður- inn væri þá orðinn tryggari. Hann sagöist sömu vonar og trúar og Brésnjef aö þessu leyti. Meö ræöu þessari hefur Carter tvimælalaust stigiö spor til bættrar sambúðar Bandarikjanna og Sovétrikj- anna, án þess aö draga þó úr eölilegri mannréttindabar- áttu. Fróölegt veröur aö fylgj- ast meö viðbrögöum Brés- njefs. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.