Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 1
GISTING MORGUNVERÐUR SÍMI 2 88 66 - 167. tölublað — Föstudagur 5. ágúst 1977 —61. árgangur Slöngur — SMIÐJUVEGI 66 Kópavogi — Sími 76-60Q Tálknfirð- ingar fá heitt vatn — næst vatnsmesta hola á landinu Kás-Reykjavik — Við vor- um búnir að bora tvær hol- ur í Laugardalnum, allt að 600 metra að dýpt, en höfð- um fengið lítið vatn. Þá var borað tvisvar á Sveins- eyrinni, og fengust úr ann- arri holunni þar 30 sekúndulítrar af 21 stigs heitu vatni en minna í hinni. — Nú fyrir stuttu var hafizt handa við boranir í Litla-Laugar- dalslandi, og var farið niður á 330 metra dýpi. Fengum við þar úr hölu 87 sekúndulitra af 53 stiga heitu vatni, en það er nægilegt til að hita upp 4000 manna bæ, sagði Ólafur Magnússon hreppstjóri á Tálknafirði, en Timinn ræddi við hann i gær um hinn óvænta árangur, sem fékkst við boranir eftir heitu vatni þar vestra. Starfsmenn við boranirnar hafa sagt honum, að þetta sé næst vatnsmesta borhola á landinu. — Auðvitað kom þetta okkur á óvart, en það verður glfurleg hagsbót fyrir sveitarfélagiö, að geta farið að bruðla með heita vatnið eins og þeir fyrir sunnan. Þetta kemur til með að valda byltingu i upphitun húsa hérna á staðnum, og vonandi kemst hita- veita á sem fyrst. Þetta tekur þó allt sinn tima. — Annars er allt gott að frétta héðan úr Tálknafirði. Nú er verið að standsetja báta. Gyllir landaði hér um daginn nærri 140 tonnum af fiski. Mikið er um byggingar- framkvæmdir á staðnum. M.a. er verið að byggja hér tvö hús með samtals 10 ibúðum, að viðbættum 6-7 aðilum sem eru að hugsa um að fara að byggja. Hérna vantar alltaf fólk, en 50- 60 aðkomumenn eru hér að stað- aldri. Mikið er spurt eftir húsnæði hér frá Reykjavlk, og nokkrar fjölskyldur hafa setzt hér að. Sjóliðarnir af irska skólaskipinu „Senötu” eru himinlifandi yfir góða veðrinu og sólinni, sem þeir fá á tslandi. Uppstiiling þeirra er ekki sem verst, en skyidu þeir hafa nokkra hugmynd um hvar þeir eru staddir I henni veröld? Hvað sem þvi liður, þá hefur þeim litizt stórvel á styttuna af Hannesi Hafstein og gamla tugthúsið. Sjá bis. 4. Timamynd: Róbért. Sveinseyri við Tálknafjörö, en þar hefur verið borað fyrir nokkru. Arangur varö ekki eins góöur og I Litla-Laugardalstandi. Sól fyrir sunnan — og kalsarigning fyrir norðan AÞ-Reykjavik Vel hefur viðr- að til heyskapar á Suðurlandi i gær og fyrradag. Að sögn Jónasar Jónssonar hjá Búnaðarfélagi islands hefur heyskapartið verið fremur risjótt á Norðurlandi og einnig á Austurlandi, en þar spratt fremur seint vegna þurrka. Að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings er gert ráð fyr- ir áframhaldandi norðlægri átt og kalsarigningu fyrir norðan, en þurru fyrir sunnan. Mikið rigndi á Norðurlandi i fyrrinótt. Sagði Páll, að rign- ingin hefði verið frá 5 og 10 mm, sem er óvenjulega mikið miðað viö árstima. Hitinn var ekki nema um 6 stig að meðal- tali I gær og 2 stig á Grims- stöðum á Fjöllum á hádegi. Sunnanlandsfórhitinn upp i 12 til 13 stig, en Páll gerði ráð fyrir a ð hitastigið færi i 5 st ig i nótt og ef til vill niður i frost- mark niður við jörð. Sums staðará Norðurlandigránaði i fjöll, tildæmis varkrapahrið i Kröflu. Alvarlegur útlits- galli, ekki eitrun HV-Reykjavik— Það hefur ekki verið sýntfram á, að um eitrun af neinu tagi sé að ræða, hins vegar er um útlitsgalla að ræða, og hann svo alvarlegan, að neytendur lita alls ekki við vörunni, sagði Geir Arnesen, deildarstjóri hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins, I viðtali við Timann i gær, þegar hann var inntur eftir þvi, hverjar skemmdir hlytust af þvi, þegar koparmengað salt er notað við saltfiskverkun, svo sem gerð- ist á Bakkafirði fyrir nokkru. NU mun ljóst, að koparmengað salt hefur komizt i meira af salt- fiski en i fyrstu var ætlað. Það var einnig notað i fisk, sem búið er að pakka og kominn er á markað. Af kolmunna á þjóðhátíð! gébé Reykjavik — Ekkert skip er á kolmunnaveiðum fyrir austan land þessa dagana og verður ekki fyrr en eftir þjóöhátiðina I Eyj- um, sem verður um helgina. Eins og skýrt var frá i Timan- um i gær voru aðeins tvö skip eftir á kolmunnaveiðum fyrir austan land, Bylgjan og Bjarnarey frá Vestmannaeyjum. Þessi tvö skip hafa verið við tilraunaveiðar með svokallað tveggja-skipa-troll. 1 gærdag komu bæði skipin inn til Neskaupstaðar. Bylgjan var vandlega bundin þar við bryggju og áhöfnin flutti sig yfir i Bjarn- arey og svo var sett á fulla ferð áleiðis til Eyja þvi ekki ætla á- hafnirnar aö missa af þessari fyrstu þjóðhátið, sem haldin er i Herjólfsdal eftir gos. Bræla hefur verið á kolmunna- miðunum, og höfðu skipin engan afla fengiö, eftir að trollið var lagaö á Seyðisfiröi fyrr I þessari viku. Það hafði reynzt heldur of þungt og var minnkað nokkuð. Ekki tókst að reyna trollið eftir þessa breytingu. Ný borunar- tækni við Kröflu AÞ-Reykjavik — A næstu dög- um kemur til landsins banda- riskur sérfræðingur I jarðbor- unum og á hann að fara austur til Kröflu til að kynna þar nýja aðferð i jarðborun. Þarna er um að ræða svonefnda þrepa- dælingu, sem hefur verið mik- ið notuð i oliuiönaðinum, en þetta er liklega i fyrsta skipti, sem hún er notuð i sambandi við jarðhitaholu. Þrepadæling hefur aldrei verið notuð hér á islandi, en er talin mun örugg- ari en eldri aðferðir. Veröi unntað koma henni við verður hægt að fóðra holurnar mun dýpra niður. Sú aðferð, sem notuð hefur verið hingað til, bfður aðeins upp á eitt þrep, og alltaf var hætta á að steypan færi út i jarðveginn. Sjá bls 4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.