Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 5. ágúst 1977 Kristinn Snæland: Borgarfj arðarbrú og lýðræði t útvarpi er ágætur þáttur, sem nefnist Um daginn og veg- inn. Nýveriö ræddi Helgi Hall- grímsson við landsmenn i þess- um þætti og fjallaði um marg- visleg mál. Þar sem Helgi hafði aðminu áliti rangar hugmyndir um tvö veigamikil mál, langar mig að draga fram þau sjónar- mið, sem ég tel vera rétt. Borgarfjarðarbrúin Helgi taldi Borgarfjarðar- brúna óþarfa, byggða á röngum tima og auk þess of dýra. Þessi sjónarmið munu vera sjónar- mið margra og i flestum tilfell- um þeirra, sem ekki hafa kynnt sér málið nógu vel. Þvi skal leggja áherzlu á, að i fyrsta lagi stóð valið um tvö eða tvenns konar óhjákvæmileg verkefni. Annars vegar endur- bygging allra brúa frá Seleyri undir Hafnarfjalli að Borgar- nesvegamótum (á þeirri leið eru 5 meiriháttar brýr). Auk þess þurfti að endurbyggja allan þann vegarkafla. Hins vegar bygging Borgarfjarðar- brúar. Meö þvi að velja Borgar- fjarðarbrú var stigið beint skref i byggingu varanlegs vegar frá Reykjavik til Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands og Norðausturlands. Borgar- fjarðarbrúin styttir verulega vegalengd til alls þessa svæðis. Sá vegur, sem t.d. ve.bur framtiðarvegur til Vestfjarða (þ.e.a.s. vegurinn um Heydal) er nú mun lengri en leiðin um Bröttubrekku. Með Borgar- fjarðarbrúnni mun Vestfjarða- vegur liggja vestur Mýrar um Heydal, og þannig erða ámóta langur og nú um Bröttubrekku, en mun léttari og betri. Það eru lika léttvæg rök hjá Helga, að lélegur vegur og erfitt land til vegagerðar um Mýrar eigi að hamla gegn byggingu Borgarfjarðarbrúar. Með byggingu hennar kemur að sjálfsögðu að þvi, að sá vegur verður endurnýjaður og með til- liti til snjóalaga mun hann væntanlega lagöur á svipuöum slóðum og nú er (Þó erfitt sé á köflum), enda liggur hann þá um byggð miðja. Sií hugmynd, sem liggur i loft- inu hjá Helga, aö vegurinn kæmimeð fjöllum ofan við Mýr- arnar er fráleit, vegna snjóþyngsla og vegna þess, að þá væri hann á mörkum byggð- ar, i stað þess að liggja um byggö þvera eins og nú er. Þvi er þetta greinarkorn rit- að, að alltof margir gera sig seka um að fella dóma um Borgarfjarðarbrú, byggða á of litilli þekkingu eins og Helgi Hallgrimsson gerði i fyrrnefnd- um þætti, þó með ólikindum sé. Lýðræðið Þá ræddi Helgi lýðræðið og taldi það i hættuá íslandi vegna mismunandi vægis atkvæða á Stór-Reykjavikur-svæðinu og 1 öörum kjördæmum landsins. Helgi komst að sömu vitlausu niðurstöðunni og ungir fram- sóknarmann og ungir sjálf- stæðismenn, að vinna veröi bráðan bug að þvi að lagfæra þennan mun Reykjavikursvæð- inu i vil. Það er rétt, að vægi atkvæöa er mjög mismunandi eftir kjör- dæmum og vega atkvæði Reyk- vikinga hvað minnst enda hvergi fleiri atkvæði á hvern al- þingismann en þar. Það er hins vegar mikil einföldun stað- reynda, að telja það aukið lýð- ræði, að öll atkvæði vegi jafnt. Það er lýðræði, að allir geti haft áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda og framkvæmdir. Það er lýðræði, að þær ákvarð- anir og framkvæmdir, séu i samræmi við hagsmuni þjóðar- innar. Nú vill svo tilað við búum við þingbundið lýðræði, en hug- myndir Helga, SUF og SUS virðastvera þær, að koma hér á múgbundnu lýðræöi eða að öll atkvæði vegi jafnt um alla ákvarðanatöku. , Við framkvæmum lýðræöi okkar i mörgum þrepum eða með margskonar valdi. Það er nauðsynlegt að gera sér nokkra grein fyrir þeirri skiptingu, sem þar er um að ræða. 1 fyrsta lagi er vald kjós- andans eða atkvæðið, þá vald þingmannsins og atkvæði hans, þá vald ráðherra og atkvæði hans. Jafnframt þessu er svo vald sérfræðinga, nefnda, ráða og embættismanna. Sú „lýðræðis- lega” ákvöröun, sem oft er ávöxtur allsþessa valds getur allt eins orðiö, eins og nú er ástatt, ákvörðuii Reykjavikur- valdsinsoger það raunar oftast. Reykjavikurvaldið er sem sé sérf ræöingarnir, embættis- mennirnir, hluti nefnda og ráða og hluti þingmanna og ráð- herra. Hið gifurlega Reykjavik- urvald er það, sem réttlætir það fyllilega að atkvæði vegi með mismiklum þunga eftir kjör- dæmum. Þá má benda á að „Reykja- vikuratkvæði” getur grasserað dag eftír dag i þingsölum, i ráðuneytum, og i rikisstofnun- um til þess að knýja á um „lýð- ræðislegan” vilja sinn. Allt það, sem tint hefur verið hér lauslega til ætti að vera nóg undirstaöa umhugsunar um vægi atkvæða. Hvert vægið skal vera, vil ég ekki dæma um, en tel þó, að með tilliti til vaxandi Reykjavikur- valds ætti fremur að stefna að léttvægari atkvæðum i Reykja- vik. * „Þið eigið stórkostlega vísindamenn á sviði jarðvísinda og haffræði” — segir aðalframkvæmdastjóri UNESCO r 'F.I. Reykjavik — Þið eigið stór- kostlega visindamenn á sviði jarðvisinda og haffræði, og mun ég gera mitt til þess að sam- vinna við þá megi enn aukast. Hugmynd sérfræðinga ykkar uin stofnun jarðvarmadeildar á tslandi i tengslum við háskóla Sameinuðu þjóðanna styð ég einnig cindregið, enda þótt UNESCO hafi þvi miður ekki sið asta orðið i þvi máli. Ég átti mjög gagnlegur viðræður við Vilhjálm Hjálmarsson, mennta- málaráðhera og Birgi Thorla- cius, ráðuneytisstjóra. Mesta ævintýrið var þó ef til vill, að hafa fyrirhitt unga þjóð sem stendur á gömlum merg, — þjóð, sem ber virðingu íyrir menningararfleið sinni og gerir allt til þess aö vernda hana. A þessa leið fórust aðalfram- kvæmdastjóra UNESCO Kr. Amadou-Mathar M’Bow orð I samtali viö Tímann s.l. mið- vikudagskvöld, en eins og áður hefur verið skýrt frá hér i blað- inu, kom aðalframkvæmda- stjórinn hingað til lands I tilefni af alþjóðaþingi esperantista I - Reykjavik og notaði hann tæki- færið til þess að ræöa við islenzka ráðamenn og visinda- menn. Dr. M’Bow gat þess serstak- lega, að UNESCO hefði veitt styrki til þess að stuðla að út- breiðslu islenzkra fornbók- mennta iheiminumog islenzkra bókmennta almennt. Nú stæði til dæmis til að gefa íslands- klukku Laxness út á frönsku. Hann sagði, að stuðningur við bókaútgáfu væri einmitt i verka hring UNESCO, sem leitaðist við að auka skilning á þekkingu þjóða I milli. Það væri örugg- asta leiðin til þess að friður héldist I heiminum. Þeir, sem tóku þátt i við- ræðum við Dr. Amadou-Mathar M’Bow, auk embættismanna rikisstjórnarinnar, voru Guð- laugur Þorvaldsson, háskóla- rektor, Jakob Björnsson, orku- málastjóri, Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Arnasafns, dr. Unnsteinn Stefánsson, prófessor i haffræði við H.I. og próf. Sig- urður Þórarinsson, jarðfræð- ingur. h rá blaðamannafundi a Hótel Sögu með Dr. Amadou-Mathar M’Bow. Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri i menntamálaráöu neytinu er fyrir miðri mynd. (Timamynd: Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.