Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. ágúst 1977 3 Heimilis- Tíminn i sumarleyfi Eins og lesendur Tímans munu hafa komizt aö raun um fylgdi Heimilis Timinn ekki með blaöinu i gær. Hann mun ekki koma út i ágúst- mánuöi vegna sumarleyfa. Hreinn Friðfinnsson sýnir í Suðurgötu 7 A morgun kl. 2 opnar Hreinn Friöfinnsson myndlistarsýn- ingu i Galleri Suðurgötu 7. Hreinn hefur dvalizt i Hoiiandi um árabil og var m.a. i hópi þeirra, sem sýndu verk sin viö opnun Pompidou-hússins í Paris. Sýning Hreins stendur til 17.ágúst oger opin frá kl. 4 til 10 virka daga, en frá kl. 2 til 10 um helgar. Fjölmennt í Vaglaskógi AÞ-Reykjavik — Ég man ekki eftir þvi að jafnmikið af fólki hafi verið i skóginum um verzlunar- mannahelgina, þegar ekki hefur verið útiskemmtun af einhverju tagi, sagði Isleifur Sumarliðason skógarvörður i Vaglaskógi, er Timinn ræddi við hann i gær. — Það var einkum fjölskyldufólk, sem dvaldist i skóginum og ég gæti trúað þegar mest var, hafi verið250til 300 tjöld i Vaglaskógi. Við höfðum löggæzlu á svæðinu, en að sögn lögreglumannana var umgegni til fyrirmyndar og litið bar á ölvun. f . .. ■ 111 -.* Skýrslan um atvinnumál í Reykjavik: KÆRKOMIÐ FRAMLAG segir Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi MóL-Reykjavik. — Þetta er I marga staði hin athyglisverð- asta skýrsla og kærkomið fram- lag til þessara mála, þvi borgaryfirvöld Reykjavikur hafa litið sinnt atvinnumálum á siðustu árum, sagði Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, er Tim- inn spurði hann um skýrsluna um atvinnumál sem lögð var fram i borgarráði s.l. þriðjudag og kynnt blaðamönnum i fyrra- dag. — Þaö er vitanlega rétt, sem kemur fram i skýrslunni, að opinberar lánastofnanir hafa ekki lánað nægilega mikið til höfuðborgarsvæðisins, sem aft- ur hefur leitt til þess, aö t.d. út- gerðamenn á þessu svæði eru ekki samkeppnisfærir við þá, sem úti á landi búa og á þetta sérstaklega við eftir að draga fór úr fiskigengd. Bátar hafa þá flutt sig til staða, sem liggja betur við landfræðilega, eins og til Grindavikur og Keflavikur. Eins og sagt var frá i Timan- um i gær, þá hefur vinnuhópur á vegum Reykjavikurborgar unn- ið að skýrslu um atvinnumál að undanförnu, og var efni hennar kynnt blaðamönnum i fyrradag á fundi, sem Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, og Eggert Jónsson, borgarhag- fræðingur, héldu. Vinnuhópinn skipuðu fimm háttsettir em- bættismenn borgarinnar. Skýrslunni er skipt niður i fimm meginkafla og auk þess fylgja henni linurit og töflur. 1 fyrsta kafla hennar er rakiö al- mennt ástand atvinnu- og efna- hagsmála. Þar segja höfundar skýrslunnar, aö byggðastefnu rikisvaldsins megi kenna um þá óhagstæðu þróun, sem hefur orðið á þróun fólksflutninga til Reykjavikur eða eins og segir i skýrslunni: Fólksfjöldi stendur i stað i borginni cg fólki á bezta skeiði fækkar á sama tima og rosknu fólki fjölgar. Þessi staöhæfing er hins veg- ar umdeilanleg. Ef flett er upp i töflunni um mannfjöldaþróun- ina i Reykjavik siöan 1965, þá kemur i ljós, að frá þvi ári og til 1975 hefur orðið gifurleg fjölgun á aldurshópnum 15 til 34 ára bæði raunveruleg og hlutfalls- leg. Aldurshópnum 20 til 34 ára hefur hlutfallslega fjölgað um tæp 30%, en Reykjavikur- meðaltaliö er 8.2% og lands- meðaltalið 13.0%. Eins og al- kunna er, þá er þaö þetta unga fólk, sem mest stendur i byggingaframkvæmdum og heldur þannig þeirri iöngrein að miklu uppi. 1 þessum aldurs- flokk hefur fjölgað um 4500 meðan „rosknu” fólki, þ.e. þeim, sem eru komnir á eftir- launaaldur, hefur fjölgað um 2600. Hins vegar ber að taka fram, að fólki á aldrinum 35 til 44 ára hefur fækkað um 1327 á þessum tiu árum, en þaö er sennilega þetta fólk, sem er á „bezta skeiði” og trúlega borg- ar það hærri skatta en yngri aldursflokkarnir. 1 skýrslunni er lögð áherzla á þá uggvænlegu þróun, aö fleira og fleira fólk i Reykjavik stund- ar nú þjónustustörf, en færri starfa i framleiöslugreinunum. Þessi þróun er vitanlega óheillavænleg, þ.e.a.s. ef hún er raunveruleg. Þess verður nefni- lega aö gæta, að Reykjavik er þjónustumiöstöö landsins og ekki nema eðlilegt að þar sé hlutfalliö i þjónustugreinunum mun hærra en á öörum stöðum landsins. Aukin rikisumsvif kalla á meiri mannafla, en þess verður að gæta að það eru Ibúar alls landsins, sem standa straum af þeim kostnaði, sem fylgir þjónustuaukningunni, þannig að hlutfallslega þarf Kristján Benediktsson máttur framleiöslugreinanna ekki að aukast jafn mikið og ef þetta væri aukning á innan- bæjarþjónustu. Þá kemur einnig fram i skýrslunni, að brúttótekjur á ibúa i Reykjavlk eru minni en á ibúa annars staðar á landinu. Skýringin á þessari þróun er — eins og komið hefur fram hér að ofan — að fólki hefur fækkað i aldurshópnum 35-44 ára, sem ætti aö hafa tekjur fyrir ofan meðaltal en fjölgaö i eldri aldurshópunum, sem trúlega hafa minni tekjur en meðaltals- maðurinn. Eins og sagt var frá i Timan- um i gær, er tilgangurinn með þessari skýrslu sá að vekja upp umræöur um þessi mál, bæöi meöal ibúanna og borgarráðs- manna, eins og borgarstjóri orðaöi það. Telja má nokkuð öruggt að borgarstjóranum verði aö ósk sinni, þvi skýrslan er hin athyglisverðasta lesning. Einar Tjörvi verkfræðingur: ,,Er vongóður um að takast megi að endurlífga holurnar á Kröflu- Stöðvarhúsið og skiljustöðin i Kröflu. (Timamynd: AÞ) Sigurboginn i Kröflu, en um hann streymir gufa til stöðvarhússins. svæðinu” AÞ-Reykjavik. —Ef tilvill vorum við aldrei með nógu góðar að- ferðir við borunina i Kröflu en héðan I frá verður reynt að fóöra dýpra, en nokkru sinni hefur ver- ið gert, sagði Einar Tjörvi verk- fræðingur við Kröflu er Timinn ræddi við hann í gær.— Og verður það gert með aðstoð þeirra sem bezt þekkja til á þessu sviði. Fenginn hefur veriö starfsmaður bandarisks oliufyrirtækis, sem hefur hvað mesta þekkingu á þessu sviði. Eins og fram kemur á forsiðu, þá er þarna um að ræða nýja að- ferð i að steypa fóðringar, en hún er nefnd þrepadælingar.Aðferðin ervel þekkt i olíuiðnaönum, en að sögn Einars mun þetta vera i fyrsta skipti, sem hún yrði notuð i sambandi við jarðhitaholu. — 1 stuttu máli er þarna um að ræða einskonar ventil, sem skrúfaður er á fóðringuna. Veröur þá hægt að deila rörinu sem steypan á að koma utan um i tvö eða fleiri þrep. Dælt er steypu niður um borstangirnar og upp með berginu þar til fullri hæð hef- ur verið náð. Þegar ekki er hægt að dæla hærra er hafizt handa of- ar, en það er nokkuð sem ekki er hægt með eldri aðferðum. Aður var þetta þannig, að aðeins var um eitt þrep aö ræða, og ef tekinn varof stóráfangi, var alltaf hætta á þvi að bergiö gæfi sig og að steypan hyrfi út i jarðveginn, en það er einmitt þaösem er verið að reyna að koma i veg fyrir núna. Fyrir skömmu var ræst 450 KW gufutúrbina viö Kröflu en hún knýr þéttivatnsdælu aðaltúr- binúnnar. Hlutverk þessarar túr- binu er að knýja dæluna á meðan gangsetning kerfisins á sér stað. Gangsetningin gekk vel og sömu sögu er að segja um prófanir á Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.