Tíminn - 05.08.1977, Side 15

Tíminn - 05.08.1977, Side 15
Föstudagur 5. ágúst 1977 15 Mar.Valdimar Lárusson les sögulok (15). 15.00 Miðdegistónleikar. Kammersveitin i Prag leik- ur „Medea” . forleik eftir Luigi Cherubini: Jiri Ptacnik stjórnar. Pierre Pierlot og Antiqua Musica Kammersveitin leika Kon- sert nr. 12 i C-dúr op. 7 fyrir óbó og strengi eftir Tommaso Albinoni: Jac- ques Roussel stjórnar. Annie Jodry og Fontain- bleau-kammersveitin leika Fiðlukonsert nr. 4 i F-dúr op. 7 eftir Jean-Marie Le- clair: Jean-Jacques Werner stjórnar. Enska Kammer- sveitin leikur Sinfóniu i B- dúr nr. 2 eftir Carl Philipp Emanuel Bach: Reymond Leppard stjórnar. 15.45' Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 „Fjöll og firnindi” eftir Arna óla. Tómas Einarsson les um feröalög Stefáns Filippussonar (9). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Byrgjum brunnin. Margrét Sæmundsdóttir fóstra flytur erindi: Börnin og umferðin. 20.00 Sinfónískir tónleikar. Werner Haas og Óperu- hljómsveitin i Monte Carlo leika Konsert-Fantasiu op. 56 fyrir pianó og hljómsveit eftir Piotr Tsjaikofski: Eli- ahu Inbal stjórnar. 20.30 Noregsspjall. Ingólfur Margeirsson ræðir við Kára Halldór leikara. 21.00 Kdrar úr operum eftir Wéber, Verdi, Leoncavallo o.fl. Kór Rikisóperunnar i Munchen o.fl. syngja. 21.30 Ótvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Andersen-Nexö. Þýðandinn Einar Bragi les (16). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthe. Þórarinn Guðnason les (24). 22.40 Afangar. Tónlistarþátt- ur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 5. ágúst 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augiýsingar og dagskrá 20.30 Norðurlandameistara- mótið I skák. Umsjón Ing- var Asmundsson. 20.45 Fljótasta skepna jarðar. Dýralifsmynd um bletta- tigurinn i Afriku, fótfráasta dýr jarðar. Þýðandi og þul- ur Óskar Ingimarsson. 21.10 Skattarnir enn einu sinni Bergur Guönason lög- fræðingur stýrir umræðum um skattamál I tilefni af út- komu skattskrárinnar 1977. Þátttakendur: Björn Þór- hallsson, formaður lands- sambands Islenskra versl- unarmanna, Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Skúli Pálsson hrl. 22.00 Draugabærinn (Yellow Sky) Bandariskur vestri frá árinu 1948. Aöalhlutverk GregoryPeck, Anne Baxter og Richard Widmark. Bófa- flokkur rænir banka og kemstundan við illan leik til afskekkts bæjar, sem kom- inn er i eyði, og þar er ekki annað fólk en gamall maður og barnabarn hans, ung kona. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.35 Dagskrárlok framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan LÍKI OFAUKIÐ 0 eftir Louis Merlyn — Ekki Milan. Hann mundi aldrei gefa þér tækifæri til þess. Hann hættir ekki f yrr en hann vill það sjálf ur. Hún hlustaði, meðan hann skýrði það fyrir henni. Undarlegur tími og undarlegur staður, hugsaði hún. En það var þægilegt að heyra rödd hans. Símaklefinn var þröngur, enhún tók ekki eftir því. Hún skynjaði aðeins blíðlega röddina, sem sagði henni frá Milan. — Hann vann við lögregluna fyrir tíu árum, útskýrði Silone. — Hann var hnefaleikamaður og hætti þvi til að gerast lögga. Hann var góður í starfinu og þess vegna leið ekki á löngu, þar til hann fór að snuðra upp á eigin spýtur. Hann var líka heiðarlegur og þess vegna gekk honum ekki sérlega vel, eftir að hann afklæddist bún- ingnum. Hann þagnaði stundarkorn. — Hann er ennþá heiðar- legur, sagði hann mjög blíðlega. — Þú getur ekki mútað Milan, Fran. Reyndu það aldrei. — Hvers vegna ertu að segja mér þetta? spurði hún. — Til að þú gerir þér grein fyrir hvernig þú átt að koma fram gagnvart honum, svaraði Nat Silone. — Það verður kannski einhvern tíma nauðsynlegt. — Haltu áfram. Hún uppgötvaði að hún hélt dauða- haldi í símann. Hann sagði: — Milan kynntist stúlku, sem hét Belle. Hún var óáreiðanleg, en það var eitthvað í fari hennar, sem hafði alveg réttu áhrif in á Milan. Hann varð vitlaus í henni, rétteins og öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur — allt með hörkunni. Það einkennilega er, hélt Silone áf ram,— að hún starfaði fyrir spilavíti. Hún var tálbeita i útjaðri bæjarins. Milan vissi það ekki og þegar honum var sagt það, neitaði hann að trúa því. Belle komst að því hverjar tilf inningar hans til hennar voru og krækti í hann klónum. Gamla sagan, hugsaði Fran. Hvers vegna voru karl- menn slík fffl, þegar kvenfólk var annars vegar? Eða öfugt. Hún hafði séð það frá báðum hliðum. Silone sagði: — Um tima sá hann ekkert annað en Belle. Hún fékk laun hans og eyddi þeim í föt. Svo lét hún til skarar skríða. — Nat, greiphún fram í. — Milan er ekki þannig. — Jú, hann var það, svaraði Silone. — Hann vakn- aðiupp og varð æf ur.Hann var jaf n skarpur þá, en hinum megin. Staðurinn, sem Belle starfaði fyrir, borgaði og Milan fékk skipun um að halda sig í hæfilegri f jarlægð. Hann hlýddi ekki. Hann f letti ofan af svindlinu og missti stöðuna. Ekki strax, en þeir eyðilögðu allt fyrir honum, svo það kom í sama stað niður. Hann missti hana líka. Hún lenti í fangelsi ásamt manninum, sem hún vann f yr- ir, bróður sínum. Það var Max Kane. Þau eru bæði laus núna. Belle fór austur, en Max kom aftur. — Nú skil ég þetta betur, sagði Fran. Hún hugsaði um, hvernig Kane nyti þeirrar tilhugsunar að Fran Riley stingi Milan með hnífi. — Milan drakk sig f ullan, hélt Silone áf ram. — Eins og hver annar hefði gert. Hann komst þó yf ir þetta og hætti að drekka. Ég hjálpaði honum til þess. En svona tvisvar á ári þrúga minningarnar hann og hann gengur ber- serksgang. Hann er enn ekki búinn að gleyma henni. — Ég trúi því ekki, sagði Fran. — Milan er ánægðasti maður, sem ég hef nokkurn tíma kynnzt. Silone hló lágt. — Milan er ánægður með sjálfan sig, barnið mitt. — Á yf irborðinu. Innst inni er hann hræddur við sjálfan sig. Hann efast um hæf iléika sína. Mundir þú ekki gera það lika, ef þú hefðir séð eitthvað, sem þú viss- ir að væri þess virði að berjast f yrir því, snúa sér við og bita þig? Hvers vegna sagði hann það svona? Hún kreisti símtól- ið milli handanna, þar til hnúarnir hvítnuðu. — Ég vona, að ég verði aldrei fyrir þeirri reynslu, sagði hún. — Allt í lagi, sagði Silone f Ijótmæltur, — Þannig er Mil an. Ef þér finnst enn, að þú þarfnist hjálpar hans, þá gjörðu svo vel. — Ég þarfnast hans, sagði hún. — Ef einhver skyldi muna, að ég fór til Emile.... Silone greip snöggt fram í fyrir henni. — Náðu þá í hann. Hann er hjá Polly Baird. Fran heyrði smellinn í símanum. Hún lagði á. Hann veit, að hann getur ekki mútað Milan, hugsaði hún. En hvers vegna tekur hann þá áhættuna á að Milan kom- ist að sannleikanum um hann? 20. kafli Húsvörðurinn barði að dyrum á svefnherbergi Polly Baird, klæddur baðslopp og með úfið hárið. Andartaki seinna svaraði hún og sagði: — Það er ungf rú Riley, hún segir, að það sé mjög mikilvægt. Polly sagði: —Segðu henni að fara — nei bíddu! Við hlið hennar svaf Milan. Hann lá á maganum með andlitið grafið í koddann, svo aðeins annað eyrað og augnabrúnin var sjáanlegt. Hún leit niður á hann og brosti íbyggin. — Biddu hana að koma hingað inn, skipaði hún. Hún hraðaði sér yf ir að snyrtiborðinu og renndi greiðu gegn um stuttklippt, dökkt háið. Hún púðraði sig svolítið og málaði varirnar og loks klæddist hún hálfgagnsæjum slopp, sem fór vel við bleiku náttfötin. Þegar barið var að dyrum, var hún tilbúin Fran kom hikandi inn. Dyrnar lokuðust að baki henni og hún leitá Polly Baird. Polly sagði: — Viltu ekki fá þér sæti, ungfrú Riley? Það var sófi nálægt rúminu og Fran settist á brún hans. Hún sá Milan og hægt myndaðist bros á vörum henni. Hún leit svolítið glettnislega á Polly Baird. — Þetta var ekki nauðsynlegt, sagði hún — Ég hef nefnilega engan áhuga á honum. Polly yppti öxlum. — Ég gerði ráð fyrir, að það væri hann sem þú vildir tala við, en ekki ég. Þú hefðir heldur ekki komið hingað, ef það væri ekki áríðandi — f yrir Mil- an. Fran svaraði hissa: — Ég ... nei. Þakka þér fyrir. Það er mikilvægt. — Hann þarf á kaffi að halda, sagði Polly. Hún gekk fram og lokaði á eftir sér. Fran gekk yficað rúminu og dró sængina af, Milan. Hann var í náttfötum og hana langaði mest til að hlæja. Á þeim var fangamarkið L.N. og ermar og skálmar voru allt of stutt. Fran greip um axlir hans og togaði i. Hann valt yf ir á hliðina og staðnæmdist á brúninni. Hún tog- aði aftur og steig aftur fyrir sig. Milan datt fram úr og féll með dynk á gólf ið. Hann lá kyrr andartak og reyndi siðan með erfiðismunum að standa upp. Hún fór að leita að baðherberginu og fann það, fallegt herbergi með fjólubláum flísum. Hún fyllti könnu af vatni og fór inn aftur. Milan var enn að reyna að setjast upp, jafnframt því sem hann reyndi að vakna. Hún skvetti vatni framan í hann. Hann blótaði rámri röddu, opnaði augunog sá hver það var. Hann hætti að blóta og glápti á hana. Hún sagði: —Stattu upp, Milan. Ég þarf að þurrka upp vatnið. Hann var fölleitur og leit út fyrir að þurfa að kasta upp, þegar hann settist. — Nat sagði, að það væri ekki hægt að gera þig allsgáð- an, tilkynnti hún honum. „Hafö’ekki áhyggjur af blaðinu. Hann er að koma með annað.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.