Tíminn - 05.08.1977, Page 7

Tíminn - 05.08.1977, Page 7
Föstudagur 5. ágúst 1977 7 Gömul listaverk krefjast nákvæmrar lagfæringar Það er mikið verk að lagfæra gömul málverk, sem ef til vill eru illa farin eftir geymslu á lélegum stöðum. Sá, sem feng- inn er til þess að lagfæra gamalt meistaraverk hefur ekki leyfi til þess að láta sér mistakast. Lagfæringin verður að bæta myndina en ekki eyðileggja. Mörg ár tekur að læra réttu handbrögðin við þetta verk, og eftir þetta mikla nám geta menn gert svo vel við skemmda mynd,að ekki er hægt að sjá, að hún hafi á nokkurn hátt verið lagfærð frá þvi málarinn fór höndum um hana fyrir ef til vill nokkrum öldum. Sumir likja starfi viðgerðarmannsins við lækningar. Virðist það ekki vera að ástæðulausu, þegar við sjáum hér, að hann beitir sömu tækjum, m.a. spraut- unni. Þegar lagfæra þarf málverk er byrj- að á þvi að hreinsa af þvi óhreinindin. Það er gert með sérstökum vökva, sem settur er saman af efnafræðingi, og ætlað er að- eins þvi eina málverki, sem sérfræðingur- inn hefur undir höndum í það skiptið. Sið- an byrjar hin raunverulega lagfæring. Eftir að verkinu er lokið á ekki að sjást, að það hafi verið unnið. En það er hægt að lagfæra fleira en skemmd málverk. Á mynd, sem hér fylgir með, er maður að bæta gamalt teppi. Velja þarf þráðinn af mikilli kostgæfni, svo litur og gildleiki falli inn i upprunalega áferð teppisins. Öll störf sem þessi krefj- ast mikillar þolinmæði. Hægt miðar, og ef til vill virðist dagverk mannsins ekki mikið, kannski ekki nema nokkrir fer- sentimetrar, en hversu litið eða mikið hann hefur gert skiptir ekki máli, heldur það, hversu vel honum hefur tekizt. Tíma- spurningin Er ekki timabært að taka heyverkunarað- ferðir til gagngerðar endurskoðunar? Ingi Fálmason, iönvcrkama&ur á Keykjalundi: Jú, eins og veður- farið er hér á landi mætti fara að huga meira að súrheysverkun. Ljósbjörg Magnúsdóttir, húsmóö- ir: Ég er nú stundum að rövla um það, að langklárast væri að hirða allt hey i vothey, en ég hef kannske ekkert vit á heyskap. Mér finnst tvíverknaður að hiröa eins og gert er yfirleitt. Éirikur Guðmundsson, bóndi i Meltúni: Ég veit það ekki. Ég er ekki beinlinis með þvi að gefa rollunum vothey. Og svo er ég bjartsýnn á að viö fáum ekki endalaust rigningarsumur. Frimann Stefánsson, verkamaö- ur: Vafalaust. Votheysverkun hefur reynzt vel og svo má jafnvel nota jarðvarma til þess að þurrka. Haukur Sveinsson, starfar viö ýmislegt: Að sjálfsögöú, það er svo erfitt að stóla á veðurfarið hér sunnanlands. úrræði hef ég engin Ráðunautar okkar, þeir frómu og vísu menn, hljóta að vinna að þessu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.