Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 5. ágúst 1977 Flateyri Flateyri: Sjónvarp sést illa — mikil óánægja meðal Flateyinga Kás-Reykjavik — Tíöin hefur verið hálf leiöinleg og litiö um þurrka, en mest allt gras er nú sprottið úr sér. Siðustu daga hefur þó veriö sæmilegur kafli og menn vinna af kappi við hey- skapinn ákveönir að ná sem mestu inn, sagöi Kristinn Snæ- land fréttaritari Timans á Flat- eyri, i samtali við blaöiö i gær. — Allir bátarnir eru komnir út aftur eftir þorskveiöibannið, þar á meöal togarinn okkar Gyllir. Afli hefur veriö nokkuð tregurhjá handfæra-og linubát- unum, en verið er aö breyta yfir á flotlinu, eöa Lófót-linuna eins og hún er stundum kölluð. — A vegum hreppsins eru hafnar framkvæmdir viö grunn nýs iþróttahúss og sundlaugar. Þá eru á döfinni framkvæmdir við höfnina, en dæla á upp úr henni við 60m langt stálþil, sem veriö hefur ónotað vegna grynn- inga. Veriö er aö ljúka byggingu áleiguibúða á vegum hreppsins. — Sérstaka athygli vil ég vekja á hve illa sjónvarpiö næst hér, en það hefur lika verið mjög lélegt i vetur. Menn segja, aö þaö sé helzt Stykkis.hól ms - sendinum aö kenna. i'iann vilji stundum detta út, og vara- sendirinn er engan veginn nógu góöur. Ætluöum við aö sending- ar bötnuöu að sjónvarpsfriinu loknu, vegna þess að menn frá simanum nota venjulega fri sjónvarpsmanna til að yfirfara og bæta tækjakost sendanna. En það varð ööru nær, að skil- yrðin bötnuðu að loknu sumar- frii. Fyrsta kvöldið sást bók- staflega ekki neitt, og næstu tvö þar á eftir hafa sendingar veriö mjög slæmar. Get ég fullyrt, að fólk hérna er mjög óhresst Ut af þessu, og mikið um þetta talað. — Rétt er aðgeta þess, aðvið höfum fregnað, að móttökuskil- yrði á Isafirði hafi batnað mik- ið, en þvi miður er þvi ekki svo farið hér á Flateyri. Breiðadalsheiðin hefur verið nokkuð til umræðu undanfarið, vegna nokkurra gárunga, sem máluðu steina á veginum yfir heiðina, til að Vegagerðin sæi þá, en mennirnir voru orðnir langþreyttir á að biða eftir að framkvæmdir hæfust. Að öllu gamni slepptu þá er staðreyndin sú, að það hefur verið á áætlun hjá Vegagerðinni að bera ofan i veginn yfir heið- ina núna i haust, svo ekki er hægt að grinast öllu meira við þá út af þessu. — Umtalsverðar raforku- framkvæmdir eru hérna i ná- grenninu á vegum RARIK, en þeir eru að leggja linu frá M jólká. I sambandi við þær fram- kvæmdir hefur varðskip verið hér síðustu daga, ásamt þyrlu, sem flytur loftleiðis i mó.t undir linustaurana. — Þá vil ég vekja athygli á einu máli, sem hefur gefið til- efni til nokkurrar umræðu hérna á Vestfjörðum. Það er sú endaleysa að ekkert útimót var haldið hér i Vestfirðingafjórð- ungi nú um verzlunarmanna- helgina. Uppi hafa verið raddir um það, að Náttúruverndar- nefnd Vestfjarða eða Náttúru- verndarráð hafi bannað móts- hald i Vatnsdalnum, en hann er nær eini staðurinn þar sem hægt er að hafa útimót hér á Vest- fjörðum. Afleiðingin varð sú, að Vest- firðingar þurftu að flýja sinn fjórðung tilaðkomast á mót. Ég getnefnt sem dæmi, að einungis ferðakostnaðurinn hjá ungling- um, sem héðan fóru til Rauð- hettu, nam 8500 kr. á mann. Menn hérna vestra eru hissa út af þessu, enda er svona helgivel til þess fallin að halda útimót. — Það er leitt, ef það hefur strand- að á Náttúruverndarráði, sagði Kristinn að lokum. Kristinn Snæland hefur ný- lega látið af störfum sveitar- stjóra en við hefur tekið Krist- inn J. Jóhannesson. Búðardalur: Seinni áfangi frysti- hússins í byggingu Kás-Reykjavik— Heyskapur hef- ur gengið erfiðlega og heldur stirt. Þó er gras vel sprottið. Það hafa ekki fengizt nema 4 þurrkdagar siðan sláttur hófst, og er það góðum tækjakosti að þakka ef endar nást saman. Ef gömlu aðferðirnar sem tiðkuðust hér áður , væru notaðar yrði mál- ið miklu erfiðara viðfangs, sagði Steindór Þorsteinsson fréttaritari Timans i Búðardal. — Hérna hafa allir nóg að gera. Húsbyggingar eru i fullum gangi, og margir iðnaðarmenn hér, með meira en nóg á sinni könnu. Kaupfélagið er nú að byggja seinni áfanga frystihússins, en það er frystigeymsla, sem getur tekið allt að 700 tonn af kjöti. Þá er mjólkurstöðin að byggja osta- gerð, sem tekin verður i notkun innan skamms. Eltingaleikur um tún og engi MÓL-Reykjavlk — Mikiö um- ferðaröngþveiti skapaðist i gæri Kópavoginum vegna lok- unar Hafnarfjarðarvegarins, en allri umferð varð að beina að bráöabirgðaveg vegagerð- arinnar. Þá bar það helzt til tiðinda aö utanbæjarmaður einn hugðist stytta sér leið yfir tún og engi. Lögreglumenn sem þarna voru við eftirlitsstörf, gátu illa sætt sig við þessa bil- ferð utan vegar og tóku þeir þvi á rás eftir manninum, á tveim jafnfljótum. Ekki tók eltingarleikurinn langan tima, þvi bifreiðin hafnaði úti I skurði og tókst þá að koma höndum á ökumanninn. Að sögn lögreglunnar I Kópavogi mun Bakkus hafa átt einhvern þátt i þessari ökuferð. Kvikmyndaver og hús í Breiðholti MÓL-Reykjavik — Við höfum i hyggju að reisa kvikmyndaver og jafnvel siðar meir kvikmyndahús á þessari lóð, sagði Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur og stjórnarmaður i Edda-film sem hefur verið úthlutað lóö i hinni svonefndu Mjódd skammt neðan við Breiðholt 1, er Timinn spurði hann hvað félagið hefði i hyggju að gera við svæðið. S.l. þriðjudag var úthlutað lóð- um I Mjóddinni. Fékk Edda-film land fyrir sina byggingu milli lóða dómsmálaráðuneytisins og Morgunblaðsins. — Þetta verður mikil bygging, þegar hún kemst upp, sagði Indr- iði, — enda þurfa slikar bygging- ar alltaf mikið rúm. Það hefur þó enn ekki verið tekin ákvörðun um, hvenær byggingafram- kvæmdir hefjast. Hins vegar er mikill hugur i stjórnarmönnum Eddu-film og er i bigerð að semja kvikmyndahandrit úr samtiman- um, en ekki hefur endanleg á- kvörðun verið tekin um hvaða efni verður fyrir valinu, sagði Indriði. Morgunblaðið í Breiðholt? MóL-Reykjavik. — Við fengum ekki að vita um úthlutunina til okkar fyrr en f gær, sagði Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið, er Timinn spurði hann um hinar væntanlegu byggingaframkvæmdir blaðsins uppi i Breiðholti. — Allt er þvi enn á byrjunarstigi, sagði Haraldur. A fundi borgarráðs s.l. þriðju- dag var 26 aðilum úthlutað bygg- ingarleyfum i 15 húsum i hinni svonefndu Mjódd i Breiðholts- hverfi. Meðal þeirra fyrirtækja sem þar fengu úthlutað lóð er Ar- vakur hf., útgáfufyrirtæki Morgunblaðsins, en i dag er starf- semi blaðsins á mörgum stöðum i borginni. Aðspurður sagði Haraldur, að stefnt væri að þvi að hafa alla starfsemi blaðsins uppi i Breið- holti i komandi framtið. Það er þvi sennilegt, að Reykvikingar eigi eftir að sjá nýja Morgun- blaðshöll risa þar. veiðihornið Um 1200 laxar komn- ir úr Miðfjarðará. — Laxveiðin gengur mjög vel og hefur verið tiltölulega jöfnog góð I sumar, nema nú siðustu þrjár vikur. Þá hefur hún verið afbragðsgóð. Þess- ar þrjár vikur hafa aðeins erlendir laxveiðimenn verið við veiðar og veiða þeir að- eins á flugu. Þeir hafa, á þessum tima, fengið hvorki meira né minna en hátt i fimm hundruð laxa. Þannig fórust Jóni Gunn- arssyni i veiðihúsinu við Miðfjarðará orð i gær, þegar Veiðihornið ræddi við hann. Jón kvaðst ekki hafa ná- kvæma heildartölu um veið- ina i sumar, en taldi að hún væri um tólf hundruð laxar. Þess má geta, að samkvæmt bókum Veiðihornsins frá þvi á siðasta sumri höfðu veiðzt 900-1000 laxar i ánni 9. ágúst, og er þvi veiðin nú um tvö hundruð löxum meiri en á sama tima i fyrra. t Mið- fjarðará er veitt á niu steng- ur svo sem kunnugt er. Ain er „smekkfull” af laxi og veiðiskapur mun liflegri en i fyrra, sagði Jón Gunn- arsson. Mjög gott vatn hefur verið i henni i allt sumar, mjög jafnt, en ekki of litið eins og verið hefur og háð veiði undanfarin sumur. Sá stærsti, sem veiðzt hef- ur i sumar, var um tuttugu pund, en að sögn Jóns veiðist mikið af 14-15 punda laxi, og er sú stærð einna algengust. Ekki mun hafa borið mikið á smálaxi i sumar. Veiði i Miðfjarðará lýkur 31. ágúst n.k. Jöfn og góð veiði i Selá — Veiðinhefur verið mjög jSn og góð hér i allt sumar. Ég hef ekki handbæra ná- kvæma tölu en gæti trúað að heildartala laxa sé farin að nálgast sjötta hundraðið, sagði Þorsteinn Þorgeirsson, Nýpum i Vopnafirði, þegar hann var inntur eftir veiðinni i Selá i gær. öll veiðiskilyrði hafa verið hin beztu við ána isumar, og þar hefur ekki verið mikið sólskin. Eins og allir vita vilja laxveiðimenn helzt fá hægviðriog rigningu af og til og ekki má vera of bjart, sem er yfirleitt alveg þveröf- ugt við það, sem aðrir lands- menn vilja! I gær kvað Þorsteinn vera norðan kalsa við ána og rign- ingu, svo þá hefðu veiðimenn átt að vera ánægðir. Dræm veiði í Norð- urá Veiðihorniðhafði samband við starfsstúlku i veiðihúsinu við Norðurá i gær. Kvað hún veiðina að undanförnu hafa verið mjög dræma, en engar handbærar tölur hafði hún. Ekki er vitað hver ástæðan er, en áin mun vera fremur vatnslitil þessa dagana. A laugardaginn kemur tekur Stangaveiðifélag Reykjavikur aftur við ánni, en i júlimánuði eru það einkaaðilar, sem leigja Norðurá, eins og undanfarin sumur. — gébé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.