Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 23
Föstudagur 5. ágúst 1977 23 flokksstarfið Magnús. Páll. Þórarinn Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík 7. ógúst Aðalfararstjóri ferðarinnar verður Þórar- inn Þórarinsson alþm. Leiðsögumenn verða: Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi alþingis- maður Jón Gislason, póstfulltrúi . Jón R. Iljálmarsson, fræðslustjóri Magnús Sveinsson, kennari Fáll Lýðsson, bóndi Þór Magnússon, þjóðminjavörður Stefán Jasonarson, bóndi. Þór. Stefán. Leiðarlýsing Ekið úr Reykjavik kl. 8.00 stundvislega, austur Hellisheiði, Ölfus, Flóa og Skeið. Siðan upp Eystri-Hrepp upp Þjórsárdal hjá Haga, Gaukshöfða og Bringum. Siðan inn Þjórsárdalinn, inn Sandártungur, framhjá Hjálparfossi og Skeljabrekku inn að Sögualdarbænum og hann skoðaður, undir leiðsögn Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar. Siðan verður farið inn að Búrfellsstöðinni undir Sámstaðamúlan- um, inn að Stöng og Gjánni. Einnig verður farið, verði veður gott, inn að Reykholti og stanzað við sundlaugina þar um stund. Heim verður ekið sömu leið og beygt út af þjóðveginum hjá Reykjum á Skeiðum og ekið út að Skálholti og þar mun Þór Magnússon lýsa staðnum og sögu hans. , Þaðan verður ekið upp hjá Torfastöðum upp Reykjaveg að Efri-Reykjum og farið þar yfir Brúará, og siðan út Laugardal, en þar er sérstaklega fagurt umhverfi og skemmtilegt að aka í góðu veðri. Siðan verður farið út Laugarvatnsvelli, og yfir Gjábakkahraun til Þingvalla. Um kvöldið verður ekið eins og leið liggur yfir Mos- feilsheiði til Reykjavikur. Áætlað að koma til Reykjavikur kl. 20.30. Áningarstaðir verða ákveðnir nánar á leiðinni, og fara þeir eftir þvi, hvernig veður verður og aðrar aðstæður. Á allri þessari leið, er margt að sjá og skoða, um- hverfi allt hið fegursta og margir sögu- frægir staðir. i bilunum verða kunnugir og reyndir leiðsögumenn, sem lýsa leiðinni. Miðar seldir á skrifstofu Framsóknar- flokksins, frá kl. 9.00 til 19.00. Rauðarárstig 18. Simi 24480. Leiðarþing í Austurlands- kjördæmi mur Hjálmarsson og Halldór Asgrímsson halda leiöar- Mióafirði föstudaginn 5. ágúst kl. 21.00. jgardag 6. ágúst halda þeir leiðarþing á Borgarfirði og >að kl. 21.00. Skemmtiferð í Breiða- fjarðareyjar 14. ógúst Skemmtiferð: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vestfjöröum efnir til skemmtiferðar með m/b Baldri um Breiðafjörð þann fjórtánca ágúst næstkomandi. Farið verður frá Brjánslæk kl. 11 f.h. og komið aftur um klukkan 18.00. Olafur Jóhannesson ráð- herra flytur ávarp i Flatey, en Eysteinn P. Gislason Skáleyjum verður fararstjóri. Rútubill fer frá ísafirði á sunnudagsmorgun og tekur farþega á leiðinni. Upplýsingar gefa Kristinn Snæland Flateyri, simi 7760. Eirik- ur Sigurðsson Isafirði, simi 3070, Sigurður Viggósson Patreks- firði i sima'1201i og Jón Kristinsson Hólmavik, sima 3112. Allir velkomnir. Rútuferðir verða frá isafirði bæði á laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun. Auglýsið í I Tímanum Muniö alþjóðlegt hjálparstarf Rauöa krossins. Girónúmer okkar er 90000 RAUÐI KROSS ÍSLANDS o Krafla tækjum Kröfluvirkjunar, sem ekki ganga fyrir gufu. Aöaltúr- binan á að fara af stað rétt eftir tuttugasta þessa mánaðar, en fram að þeim tima verða öll öryggistæki reynd og starfs- mönnum kennt á tækin. Gufa er hins vegar fremur litil á Kröflusvæðinu, en Einar Tjörvi sagðist vera vongóður um, aö það ástand rikti ekki öllu lengur. — Ég er vongóöur um aö hreinsa megi þær holur, sem eru á svæð- inu. Það hefur verið gert viöa er- lendis með góðum árangri. Til dæmis hefur það verið gert á Nýja-Sjálandi, i Mexikó og vlöar. Og hér á landi hefur það verið gert I Hveragerði, en þar eru holurnar að vfsu nokkuð grynnri. 1 Nýja-Sjálandi svo við tökum aft- ur dæmi, hafa þeir rekið rafafls- stöð i ein tuttugu ár og borað upp holurnar með reglulegu millibili, þegar kalkútfellingin er orðin of mikil. Ef til vill höfum við ekki réttu tækin til þess arna. Jötunn er allt of stór og um leið dýr, en það er hægt að breyta minni bor- um, sem við eigum og vinna verk- ið með þeim. 1 dag er verið að athuga hvort hægt sé að gera við holu númer sjö, en röriði henni er mjög mikið beygt. Verðiekkihægtaðgera við hana verður ef til vill að nota hana þar til yfir likur. Fari svo mun hola númer 10 verða athug- uð, en sú hola var á sinum tima bezta holan fyrir utan „Sjálfs- skaparviti.” En Einar var von- góður um að takast mætti aö koma þessum og öðrum holum i gagnið,enda mun ekki af veita, ef Kröfluvirkjun á að lýsa upp norö- lenzk heimili i náinni framtið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.