Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.08.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. ágúst 1977 n Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Sföumúla 15 sími 86300. Verð i lausasölu kl. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Draugagangur á Mbl. Þótt enn sé ekki mjög áliðið sumars, eru vissir draugar samt komnir á kreik og gera sig einkum heimakomna hjá ritstjórum Mbl. Þessir draugar gengu ljósum logum hjá ihaldssömum blöðum viða um heim fyrir 50-60 árum, en hafa litið látið á sér bæra siðustu áratugina. Þá var það ein helzta iðja þeirra að ófrægja samvinnuhreyfing- una. Samvinnufélögum var likt við auðhringi ein- stakra fjáraflamanna, sem mikil einokunarhætta stafaði af. Meðal annars voru ihaldsblöð á Norðurlöndum þá full af þessum söguburði, og var Morgunblaðið þá aðalmálgagn hans hér á landi. Nú er Mbl. eiginlega eina blaðið á Norður- löndum, þar sem öðru hverju ber á þessum draugagangi. Reynslan hefur sýnt i verki, að samvinnuhreyfingin erulýðræðisl. samtökfjölda manna og á þvi ekki neitt skylt við auðhringi, sem einn eða fáir menn eiga. Samvinnuhreyfingin hefur náð sterkri fótfestu á Norðurlöndum og komið i veg fyrir einokunaraðstöðu auðhringa á mörgum sviðum. Hún hefur tryggt aukna sam- keppni milli einkaverzlunar og félagsverzlunar og skapað neytendum þannig batnandi kjör. Þessi samkeppni hefur haft holl áhrif á einka- verzlunina og viða orðið til þess, að hún hefur brugðizt vel við og reynzt félagsverzluninni jafnoki. Þannig hafa þessi tvö verzlunarform sameiginlega stutt að heilbrigðri frjálsri verzlun. Hér á landi hefur samvinnuhreyfingin náð góðri útbreiðslu, þótt fjárhagslega sé hún vart eins sterk og systrahreyfingarnar á Norðurlönd- um. Hún hefur komið i veg fyrir einokunarað- stöðu einkafyrirtækja á mörgum sviðum, t.d. i tryggingum, oliuverzlun, siglingum og sölu sjávarafurða. Þannig hefur hún stutt að nauðsyn- legri samkeppni, sem landsmenn hafa notið góðs af. Hún hefur hins vegar hvergi fengið einokunar- aðstöðu og ekki heldur sótzt eftir þvi. Draugarnir i Morgunblaðinu reyna helzt að færa það til réttlætingar einokunarskrifum sin- um, að i vissum fámennum byggðarlögum er nú aðeins rekin samvinnuverzlun. Þetta stafar ein- faldlega af þvi, að það er litill gróðavegur að reka verzlun á slikum stöðum. Kaupmenn hafa þvi hætt og snúið sér að öðru arðvænlegra. Sam- vinnuverzlunin hefur orðið að halda áfram, enda hafa ibúarnir orðið að tryggja sér sjálfir verzlun á þann hátt, þegar einkaframtakið brást, Viða hafa þessar samvinnuverzlanir gengið illa, sök- um miklu örðugri og kostnaðarsamari verzlunar- skilyrða i dreifbýli en þéttbýli. Sumar hafa gefizt upp, en aðrar hanga á bláþræði. Hér er þvi ekki um að ræða, að samvinnuhreyfingin sé að skapa sér einokunaraðstöðu, heldur er hún að berjast við að halda uppi erfiðri þjónustu i þágu ibúanna i þessum byggðalögum, • þegar einkaframtakið hefur brugðizt. Óviða hefur samvinnuhreyfingin sýnt betur, að hlutverk hennar er að þjóna al- mannahagsmunum, en ekki einkahagsmunum. Ritstjórar Mbl. eru svo miklir nútimamenn, að þeir ættu ekki að láta afturgöngur frá löngu lið- inni tið hafa jafnmikil áhrif á leiðaraskrif blaðs- ins og raun ber oft vitni. Forustumenn samvinnu- hreyfingar og einkaverzlunar eru sammála um gildi frjálsrar verzlunar. Á þeim grundvelli eiga þeir að keppa. En það er vissulvga ekki i anda þeirrar stefnu, þegar draugarnir * Mbl. krefjast þess að starfsemi samvinnuverzlunar á höfðu- borgarsvæðinu verði torvelduð. Þ.Þ. Vladimir Lomeiko, APN: Tveir forsetar fara í sumarfrí Peir fá vonandi næði til að íhuga málin Carter og Bréznjev Grein sú, sem hér fer á eftir, mun allgott sýnis- horn af málfiutningi rúss- neskra fjölmiðla um þess- ar mundir. Carter er mjög gagnrýndur, en Brésnjef hafinn til skýjanna. Vafa- laust fær þessi áróöur betri hljómgrunn innan Sovétrikjanna en utan þeirra. Ekki er sizt athyglisvert, hve mikiö lof er borið á Bréfnjes, en þaö minnir um ýmislegt á Stalintimann. BRÉZNJEV og Carter fara nú brátt i sumarfri i fyrsta sinn i forsetatið sinni. Frium sinum munu þeir verja á þann hátt, sem hugur hvors þeirra stendur helzt til. Sem forsetar fylgja þeir hefðbundnum regl- um i störfum sinum, en ég hugsa, að þegar þeir eru orðn- ir einir með sjálfum sér, þá fari þeir að hlusta á sina innri rödd, vega og meta margra ára reynslu af opinberum störfum og framkvæma hleypidómalaust mat á sjálfum sér. Carter hóf kosningabaráttu sina sem krossferð og fór ekk- ert i launkofa með það. Þvert á móti auglýsti hann þaö til allra sem heyra vildu, að hann hygðist endurvinna hinn sið- ferðilega glataða forystusess Bandarikjanna meðal vest- rænna þjóða. Amerika, sem hafði þá nýlokið við að þvo blóðið frá Vietnamstyrjöldinni af einkennisbúningnum sinum og hreinsa af sér siöustu óþrifablettina af Watergate- málinu, hlustaöi hugfangin á þessa framtiðardrauma um endurheimt glataðs mann- orðs, sem forsetaefnið var óþreytandi við að draga fram i dagsljósið, og jafnvel að krydda með ofurlitlu af „sam- vizku”. Hinn nýi leiðtogi vann i kosningabaráttunni og flutti inn i vandlega loftræst herbergi Hvita hússins. Hann kom utan af landsbyggðinni. Þar eö hann hafði verið viös fjarri baktjaldamakkinu i Washington var hann litt þekktur af umheiminum og jafnvel af Amerikumönnum sjálfum. Hann vissi að þjóðin vænti breytingar, og breyt- ingu hafði hann lofað i kosn- ingabaráttunni. Hann hóf for- setaferil sinn undir kjörorð- inu: „Lengi lifi heiðarleiki i stjórnmálum”. Margir voru þeir, bæöi utan lands og innan, sem létu heillast af þessu nýja slagorði forsetans, þangaö til á daginn kom að forsetinn hugðist aðeins að framkvæma þessa „stjórnmálasiðvæð- ingu’.’ erlendis, en sýndi hins vegar enga innri þörf fyrir að hressa upp á pólitiskt siðferði heima fyrir. 1 dag er þvi enginn skortur á gagnrýni á gerðir Carters, hann er ásakaður um margar syndir, en hæst ber þó ábyrgð hans á versnandi sambúð rikja viðs vegar um heiminn. Carter, sem hafði lofaö að bæta fyrir misfellur fyrirrenn- ara sinna, virti mistök þeirra og dapurlega lifsreynslu að vettugi, þegar hann var kom- inn i forsetastól. Hann virtist einnig hafa gleymt kjarnorku- jafnvæginu i heiminum, þvi aö hann henti hanzkanum óundirbúið framan i Moskvu, með þeim afleiðingum, að Saltviðræðurnar strönduöu, og þó að Moskva hafi haldið dyr- unum opnum fyrir áframhaldi þeirra, þá virðist Washington önnum kafin við aö reyna að loka þeim endanlega. Þessar ályktanir hlýtur heimurinn að draga af tilraunum Carters með krussskeyti og neindar- sprengjur. Pólitiskir fréttaskýrendur á Vesturlöndum segja að þessi ógætni Carters hafi komið Moskvu i klipu. Þetta mál er þó langtum viðtækara en það, i félagi við aðildarriki Atlants- hafsbandalagsins er Carter að undirbúa nýja stjórnmála- stefnu, sem getur vissulega haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Hvergi hefur þetta komið eins greinilega fram og i sambandi við mannréttindi. Með staðhæfingum sinum um að þau séu prófsteinn á bætta sambúð þjóða, hefur Carter raunar tekið á sig það hlut- verk að endurmeta gildi Helsinkisáttmálans. Ef hann telur það, að fjarvera hans þar, og það að hann skrifaði ekki sjálfur undir sáttmálann, firri hann allri ábyrgð á hon- um, þá er Carter sannarlega á öndverðum meiði við aðra, sem þar skrifuðu undir. ABYRGIR aðilar á Vestur- löndum hafa þegar gert Cart- er ljóst, að þeir taki ekki þátt i „siðvæðingarævintýri” hans, né heldur vigbún- aðaráformum hans. Slikt hefði aðeins þær afleiöingar, að brjóta niður og gera að engu sigra þá, sem unnizt hafa i að bæta sambúö austurs og vesturs. Eftir viðbrögðum Carters að dæma, þá hefur þetta vakiö hann til umhugsunar, án þess þó aö séð veröi að hann hafi breytt um stefnu. Charleston- ræöan sýnir að hann er farinn að athuga þann möguleika að snúa við blaðinu og bæta ráð sitt i pólitiskum efnum. En hvað sem þvi liður, þá fær Carter trúlega nót til ihug- unar, ef hann vill ekki breikka enn frekar bilið milli sin og bandamanna sinna, og ef hann vill komast að samkomulagi við Moskvu. Þessir sumarfrÞ dagar eru einmitt rétti timinn til aö slappa af eftir hitastig skjótráðinna ákvarðana, og er þá gott að bera sér i minni ráðleggingar kiæöskerans: „Mældu sjö sinnum fyrir flik- inni, en sniddu hana aðeins einu sinni.” I Moskvu eru einnig áhyggj- ur út af versnandi horfum i alþjóðamálum þessa siðustu mánuði, en öfugt viö Carter, hugsa ég að Bréznjev hafi ekki ástæðu til að iðrast gerða sinna. Pólitiskt raunsæi og viöleitni til aö efla góða sambúö þjóða á milli hafa einkennt störf hans á þessum sumarmánuðum, sem hafa einkennzt af erfiðleikum i alþjóðamálum. Orð áhrifamikilla stjórn- málamanna vekja jafnan mikla athygli, en það sem eftir stendur, þegar öllu orðgjálfri lýkur, eru verkin, af þeim verða allir dæmdir aö siðustu. Hver sem athugar framkomu Sovétrikjanna i utanrikismál- um af sanngirni kemst fljót- lega að raun um vissar stað- reyndir: Þar eru engar mót- sagnir og engin til sú þjóð, að Sovétrikin óski ekki eftir góðri sambúð viö hana. Það er ekki til það knýjandi, alþjóðlegt vandamál, sem Sovétrikin eru ekki reiðubúin til að leggja fram sinn skerf til að leysa. 1 Sovétrikjunum er engin hættumiðstöð. Þar fyrirfinnst engin sú tegund vopna, og allra sizt múgmorðsvopna, sem Sovétrikin eru ekki reiðu- búin til að takmarka fram- leiðslu á, og fyrirbjóða notkun þeirra á gagnkvæmum samningsgrundvelli við önnur riki. Takmark þeirra er að eyðileggja öll vopnabúr i heiminum. ÞEIR sem fylgzt hafa með erlendum fréttum undanfariö, hafa eflaust fylgzt meðumræð- um Bréznjevs viö leiðtoga sósialskra landa á Krim nú undanfarið. Ég er ekki i nokkrum vafa um að afvopn- unarmálin munu vera þar ofarlega á dagskrá. Mörg dæmi, bæði i austri og vestri, eru um sjálfsstjórn Bréznjevs, og virðulega og skynsamlega framkomu hans i umræöum um vandamál samtiðarinnar. Hann er heldur enginn viðvan- ingur i að fjalla um hin flókn- ustu vandamál heimsins á þessum kjarnorkutimum. Vegna sanngirni sinnar, lip- urðar og virðingar fyrir sjálf- stæði annarra þjóða, er hann oft nefndur „upphafsmaður slökunarstefnunnar”. Hin mikla eftirtekt sem ræð- ur hans vekja i heiminum er gleggst dæmi um hve mikillar virðingar hann nýtur. Heimsókn hans til Parisar er enn eitt skrefið i áttina til að styrkja vináttubönd við Frakkland og efla slökunar- stefnuna i Evrópu, og fyrir- huguð heimsókn til Vestur- Þýzkalands mun verða upphaf að nárari vestur-þýzkri og sovézkri samvinnu. Ég álit að áhrif Bréznjevs á alþjóðamál verði seint of- metin. Það er ekki að ástæði- lausu, að margir fréttaskýr- endur litu á tilraun Carters til að koma i kring fundi með Bréznjevs, sem vott þess, aö honum hefði allt i einu orðiö ljóst, að nú hefði Washington gengið of langt, og vildi nú gera tilraun til að ná sam- komulagi við Moskvu. Hið ró- lega og virðulega svar frá Moskvu var, að engin ástæða væri til að flýta sér að koma i kring óundirbúnum fundi. Alit Bréznjevs, bæði utanlands og innan hefur aukizt með árun- um, Kjör hans til forseta þjóðarinnar var um heim allan túlkaö sem enn einn votturinn um traust þjóðarinnar á honum. Enn eitt dæmi um traust þjóðarinnar á forseta sinum, er hversu mikils og almenns stuönings stjórnmálastefna hans, bæði i innan- og utanrikismálum, nýtur. Sú stefna er viðtæk, og ég vil lýsa henni með orðum Bréznjevs sjálfs — „hún er skapandi”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.