Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. september 1977
3
Þriðja þing L.I.S.
KEJ-Reykjavik — í morgun kl.
9 hófst i Bifröst i Borgarfirði 3.
þing Landssambands isl. sam-
vinnustarfsmanna. Þingiö sitja
80 fulltrúar frá 35 aðildarfélög-
um viös vegar aö af landinu.
Meðal þeirra sem ávarpa munu
þingiö eru Eysteinn Jónsson,
Ólafur Sverrisson kaupfélags-
stjóri i Borgarnesi og Haukur
' Ingibergsson skóiastjóri Sam-
vinnuskólans aö Bifröst.
Aö sögn Reynis Ingibjartsson-
ar veröa mörg mál tekin til um-
ræðu á þinginu. 1 dag veröur
lögö fram skýrsla stjórnar og
þinginu siöan skipt I starfshópa
sem gera munu drög aö
ályktunumsemsiöanverða lögö
fyrir sameiginlegt þing á
morgun. Meöal þeirra mála
sem fjallaö veröur um eru at-
vinnulýöræöi, staöa samvinnu-
starfsmanna innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, lifeyrissjóös-
mál, orlofsmál og m.fl.
Þá sagöi Reynir aö fyrsta
þing landssambandsins hafi
veriö haldiö á Bifröst áriö 1973.
Aö þessu sinni sækja þingið
rúml. 80 fulltriiar frá 35 aöildar-
félögum sem i eru nær 4000
manns. Þessi aðildarfélög eru
starfsmannafélög, kaupfélög og
hin nýju framleiöslusamvinnu-
félög, t.d. Samvirki og Rafall.
I núverandi stjóm sambands-
ins eru 11 manns, þar af fimm
sem skipa framkvæmdastjórn,
Sigurður Þórhallsson formaður,
Pálmi Gislason varaformaöur,
Pétur Óli Pétursson ritari, Pét-
ur Kristjónsson gjaldkeri og
Ann Mari Hansen meöstjórn-
andi. Aörir í aöalstjóm eru
Anna Kristmundsdóttir,
Reykjavik, Þórir Þorvaröarson
Borgarnesi, Reynir Ingason,
Isafiröi, Páll Leósson, Akur-
eyri, Jóhann Sigurðsson, Akur-
eyri, og Jón Kristjánsson,
Egilsstööum.
Þingiö mun standa I allan dag
og lýkur um miöjan dag á
morgun.
Ný verzlun
í Fljótunum
GV-Reykjavik.Nú i sum-
ar hófust bygginga-
framkvæmdir við nýtt
verzlunarhús á Ketilási i
Fljótum. Kaupfélagið á
Sauðárkróki sér um
framkvæmdirnar og er
það að sögn Helga
Traustasonar að ósk
Fljótamanna sjálfra.
Torfæru-
aksturs-
keppni
KEJ-Reykjavik. — Björg-
unarsveitin Stakkur stendur
fyrir torfæruaksturskeppni á
morgun sunnudag, kl. 14.00, i
námunda viö Hagafell viö
Grindavik. Þegar Tfminn
haföi samband viö Ragnar
Ragnarsson hjá Björgunar-
sveitinni Stakki, höföu þegar
einir 13 keppendur látiö skrá
sig, og sagöi hann aö þeir
mundu loka skránni viö 15
keppendur og setja aöra á biö-
lista ef einhverjir yröu.
Þá sagöi Ragnar aö þeir
hefðu haldiö torfæruaksturs-
keppnina árlega f átta ár nii
og væri þetta aöalfjáröflunar-
leið sveitarinnar og ágóöa
variö til endurnýjunar á
tækjabúnaöi. í Stakk eru 100
félagar skráðir, þar af einir 40
virkir og hægt að kalla þá út
með litlum fyrirvara ef eitt-
hvað er. Einnig er starfandi
hjá þeim kvennadeild og sér
hún t.d. um veitingasölu á
keppnisstaðnum.
Ragnar sagði aö lokum aö
aksturskeppnin nyti sifellt
vaxandi vinsælda og komu i
fyrra 3000 áhorfendur til aö
fylgjast meö.
Bæjarfélögin í Reykjanesumdæmi:
Undirritaðir samningar við
bæjarstarfsmenn í Kópavogi
KEJ-Reykjavik — 1 gærkvöld
voru undirritaöir samningar milli
bæjarstarfsmanna Kópavogs og
bæjarfélagsins. Er hér um aö
ræöa aðalkjarasamning nema
hvaö enn er eftir aö ákveöa
launastigann. Var ákveöiö aö
fresta i bili endaniegum samning-
um um hann, enda venjan aö rikiö
gangi á undan I sllkum samning-
um, og bæjarstarfsmenn geta þvi
fariöi verkfall á boöuðum tima á
meöan svo stendur og þrátt fyrir
aö samið hefur veriö um öll önnur
atriöi sem tilheyra aöalkjara-
samningi. Þetta m.a. kom fram i
samtali sem Timinn átti viö Jón
Guölaug Magnússon bæjarritara i
Kópavogi I gær.
Ekki vildi Jón kveöa svo rammt
aö oröi aö beöið yröi eftir
samningum rikis og rikisstarfs-
manna hvaö varöar launastigann
og sagöi hann aö viöræöur héldu
áfram. Þásagöi Jón aö þetta væri
i fyrsta skipti sem bæjarfélög i
Reykjanesumdæmi sameinuðust,
að Hafnarfiröi þó frátöldum, og
skipuöu nefnd til aö semja viö
bæjarstarfsmenn allra félag-
anna. Þvl liggur beint við að
starfsmönnum emnarra bæjarfé-
laga I Reykjanesumdæmi veröur
Nýtt loðnuverð
KEJ Reykjavik — Verölagsnefnd
sjávarútvegsins hefur nú ákveöið
nýtt lágmarksverö á loðnu
veiddri til bræöslu á timabilinu 1.
sept. til 31. des. 1977. Hiö nýja
verð er 9 kr.hver kg og miðast viö
14% fituinnihald og 15% fitufritt
þurrefni. Breytist veröiö um 57
aura til hækkunar eöa iækkunar
fyrirhvert 1% sem fituinnihaldið
breytist til eöa frá viömiöun .
Veröiö var ákveöiö af oddamanni
og fulltrúum seijenda f yfirnefnd
gegn atkvæöum kaupenda.
Þetta nýja loðnuverö er upp-
segjanlegt frá og meö 1. okt. og
siðan með viku fyrirvara. Það
miöast við loönuna komna ilönd-
unartæki verksmiðju, og eins og
hingaö til ákvarðar Rannsókna-
stofnun fiskiðnaöarins fituinni-
hald og fitufritt þurrefnismagn
hvers loðnufarms eftir sýnum.
V eiðimálas tof nunin:
Lax í fisk
lausar ár
KEJ-Reykjavik — Viö erum aö
hefja tilraunir meö aö sieppa lax-
seiðum i fisklausar ár viösvegar
um landiö, sagöi Arni tsaksson
fiskifræöingur hjá Veiöimáia-
stofnuninni f samtali viö Tfmann i
gær. Þessar tilraunir munu
væntanlega taka ein 4 ár, og
hingaö til höfum viö veriö aö
vinna undirbúningsvinnu ýmis-
lega en byrjum hugsanlega aö
sleppa seiöum á næsta vori.
Arni sagöi aö þeir heföu þegar
nokkrar ár i huga en eftir væri að
ræða viö landeigendur. Hér væri
um skipulagöartilraunir aö ræöa,
þeir mundu merkja seiöin og
sleppa þeim og kanna siöan
hversu vel þau skiluðu sér I ámar
aftur. Slikt heföu einstaklingar aö
visu reynt meö misjafnlega góö-
um árangri, óskipulega og ekki
alltaf fariö rétt aö.
Markmiö rannsóknanna sagði
Ami aö væri margþætt. Ot um
allt land eru laxlausar og jafnvel
fisklausar ár og sjálfsagt aö at-
huga hvort ekki mætti hafa not af
þeim á þennan hátt, þá jafnvel
með fiskibúskapi huga. Þá munu
af tilraunum þessum fást marg-
vislegar upplýsingar sem alltaf
geta komið sér vel.
boöiö upp á sömu samninga. Sið-
asti samningafundur stóö alla
fyrrinóttog voru samningarnir til
aö morgni en ekki undirritaöir
fyrren i gærkvöld. Ekki vildi Jón
tjá sig um innihald samninganna
þar sem þeir voru ekki undir-
ritaöir þegar Tíminn ræddi viö
hann, en gat þess þó, að m.a-. fæl-
ist i þeim viöbótarsumarfri sem
samsvararði fjórum laugardög-
um.
Eins og fyrr segir verða verk-
föll ekki afboöuð á meöan ósamiö
er um krónutöluhækkun i hverju
launaþrepi. Aö sögn Jóns hefur
hins vegar veriö samiö um nær
200 atriöi önnur.
— Framkvæmdirnar hófust nú
siðsumars, og eru þvi skammt á
veg komnar. Húsiö veröur um 280
fm og i þvi verður aðallega
verzlun fyrir byggöina.Þarna
verðureinnig aöstaöa fyrir feröa-
þjónustu og þjónusta á vegum
Olfufélagsins. Eins verður þarna
aðstaða fyrir Póst og síma. Þaö
er ekki útséö um hvenær húsið
verður fullgert, þaö fer allt eftir
hvernig tekst aö afla fjár.
Astæðuna fyrir þvi aö þessar
byggingarframkvæmdir hófust
sagöi Helgi þá að þjóðvegurinn,
sem áöur lá i gegnum Haganes-
vik, hefði veriö færöur fyrir
tveimur árum suöur fyrir Hóps-
vatn. Við það minnkuöu viðskipt-
in i verzluninni í Haganesvik.
Verzlunarstaöurinn i Haganesvik
varð óraunhæfur og arðlaus.
Fljótamenn sáu sér ekki fært aö
halda verzluninni gangandi og
báðu þvi okkur um aöstoð og viö
tókum viö verzluninni 1. febrúar.
En þeir eiga enn allar eignir i
Haganesvik. Fljótamenn óskuöu
eftir aö viö tækjum viö rekstrin-
um án þess aö um sameiningu
félaganna væri aö ræöa. Þaö er
veriö aö kanna möguleika á
sameiningu félaganna, en þaö
veröur ekki gert nema vissum
lögum verði breytt á Alþingi.
íslendingar og Pólverjar:
Samið um vísinda-
og tæknisamvinnu
Á föstudaginn var undirritaöur
samningur milli tslands og Pól-
lands um visinda- og tæknisam-
vinnu á sviöi sjávarútvegs.
Samninginn undirritaöi fyrir ts-
lands hönd Einar Agústsson
utanrikisráöherra og fyrir Pól-
lands hönd E. Wisniewski vara-
ráöherra fyrir viöskipta- og
siglingamál, formaöur pólsku
samninganefndarinn ar.
Gerterráö fyriraö samnings-
aöilar hafi samvinnu og samráð
og skiptist á upplýsingum um
visindarannsóknir er snerta lif-
andi auöævi hafsins og einnig
um veiðiaöferðir og tækniatriði
er varða veiöarfæri, byggingu
fiskiskipa og geymslu, flutning
og vinnslu sjávarafuröa.
Stofnuö veröur samstarfs-
nefnd sem mun fjalla um fram-
kvæmd samningsins og gera
áætlanir um samvinnu.
Tekiö er fram I samningnum
að hann skuli ekki hafa áhrif á
skoðanir aöila i málum sem til
meðferðar eru á Hafréttarráö-
stefnu Sameinuöu þjóöanna.
Samningurinn tekur strax
gildi, en hvorum aöila um sig er
heimiltað segja honum upp meö
6 mánaöa fyrirvara.
Viðræöur við Pólverja hófust i
gær en i islenzku samninga-
nefndinni voru Pétur Thor-
steinsson sendiherra, formaöur,
Jón Arnalds ráöuneytisstjóri
sjávarútvegsráðuneytisins,
Már Elisson fiskimálastjóri,
Jón Jónsson forstjóri Hafrann-
sóknastofnunarinnar, dr. Björn
Dagbjartsson forstjóri Rann-
sóknastofnunar fiskiönaðarins
og Guömundur Eiriksson aö-
stoðarþjóöréttarfræöingur
utanrikisráöuneytisins. 1 pólsku
samninganefndinni voru auk
formannsins E. Wisniewski
vararáöherra, A. Szymanowski
sendifulltrúi Póllands á Islandi,
P. Anders frá viðskipta- og
siglingamálaráðuneytinu, A.
Ropelewski frá sjávarútvegs-
stofnuninni i Gdynia og J. Sprus
frá fiskimálaráðinu.i Szczecin.
Reykj ahlíðar hverf ið
ekki síður í hættu
— segir Ingvar Gíslason
Kás-Reykjavik. — Ég frétti af
þessu um þaö leyti sem gosiö
hófst, og var þar fyrir austan
fram á nótt. Viö flugum saman,
ég og Eínar Tjörvi, verkfræöing-
ur hjá Kröflunefnd, I Htilli flugvél
frá Akureyri austur til gosstööv-
anna og sveimuöum þar yfir. Þá
var klukkan nákvæmlega sjö.
Síöan lentum viö á flugvellinum
viö Reynihlið og héldum áfram
upp á gossvæöið og skoöuöum þaö
á milli kiukkan nfu og tiu. Þetta
sagöi Ingvar Gislason alþingis-
maöur og Kröflunefndarmaöur
en hann flaug i fyrrakvöid austur
á gosstöðvarnar viö Leirhnjúk og
fylgdist meö framvindu gossins
fyrstu klukkustundirnar.
— Það má segja, aö ég slyppi
rétt meö naumindum yfir Ndma-
skarö áður en þaö lokaöist. I þvi
voru mjög áberandi vega-
skemmdir og raunar hættulegar.
Vegarkanturinn hafði sigið á
löngum kafla en einnig höfðu
myndazt sprungur sem lágu
þvertyfirveginn, liklega á tveim-
ur eða þremur stööum.
— Þaö vekur alltaf vissan kviöa
þegar fréttist af atburöum sem
þessum, og þess vegna
brugöum viö skjótt viö. En þaö
sem gladdi mig náttúrlega mest,
strax þegar ég sá gosstöövarnar,
var þaö aö ekki virtust vera nein-
ar mannabyggöir né mannvirki i
hættu. Þaö virtist vera alveg
ljóst.
Hraunstraumurinn rann þann-
ig, aö hann gat ekki snert nein
mannvirki, hvorki viö Kröflu né
annars staöar.
Þaö sem mér þótti hvaö ugg-
vænlegast er hvaö hættan var
mikil viö Kisiliöjuna. Ég held að
nú gerum við okkur meiri grein
fyrir þvi aö hættan er ekki síður
þar og i Reykjahliöarþorpi en
þarna uppi i Kröflubúðum. Þar
hafa engar skemmdir orðið fyrr
né siöar, nema þá kannski i
holunum. Aö visu skal ég játa þaö
aöþað er fullmikið sagt, auövitaö
hafa allar þessar hræringar frá
upphafi haft áhrif á holurnar. En
um skemmdir á mannvirkjum er
mér ekki kunnugt.
Ingvar Gislason