Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 10. september 1977 15 RYÐVARNAREFNIÐ UMDEILDA Vegna fréttatilkynningar frá Neytendasamtökunum sem birzthefuri dagblööum nýveriö, varðandi ranga og villandi aug- lýsingu á efninu Subet De Rust, óskum viö eftir birtingu á eftir- farandi: Ryö, ryö, ryö og aftur ryð. Hversu marga eigulega hluti hefur ekki þessi óvinur lagt aö velli. Það sem það er einn liöur i starfi okkar að reyna aö halda þessum óvini i skefjum, höfum við ávallt haft augun opin fyrir tiltækum efnum. Af tilviljun komumst við i samband við ameriskt fyrirtæki, Subet Industries, sem haföi sérhæft sig við framleiðslu á ryðverj- andi efnum. Eftirað við höfðum reynt efnið Subet De Rust á eig- in verkstæði alllengi og fengið fullvissu fyrir þvi, að þarna var á ferðinni mjög athyglisvert efni, sem verulega dró úr ryð- myndun, töldum við rétt að koma þvi á markað hér. Höfð- um við þvi samband við aug- lýsingastofu, sem gerði um- rædda auglýsingu, sem að öllu leyti er byggð á upplýsingum úr kynningarblaði framleiðanda, en slikt mun mjög algengt. Ágæti auglýsingarinnar sýndi sig þegar, þvi þótt hún hafi ekki birzt nema i örfá skipti hefur verið þó nokkur sala i Subet De Rust og engar kvartanir hafa okkur borizt um vörusvik. Hins vegar hefur það komið fyrir að menn hafa látið i ljós ánægju með efnið og jafnvel kaliað það undraefni. Af skiljanlegum ástæðum er ekki hægt að gefa tæmandi upplýsingar i stuttri auglýsingu, sem fyrstog fremst er ætlaö að vekja athygli manna en aldrei hefur staðið á þvi að við gæfum þærupplýsingar sem við töldum réttastar ef til okkar var leitað varðandi Subet De Rust, en þeir eru margir, sem það hafa gert. Eftir að við höfum nú notað Subet De Rust i um það bil þr jú ár, erum við sannfærðari en nokkrusinni fyrrum ágæti efns- isins. Subet De Rust er selt viða um heim og efalaust auglýst viðar á svipaðan háttog hér hef- ur verið gert samanber kynningarblað Subet Industries um efnið sem hér fylgir með. Vafalaust eru fleiri áþekk efni til og jafnvel betri en okkur er ekki kunnugt um það ef tii vill vegna þess að þau hafa ekki verið nægilega auglýst. Við óskum Neytendasam- tökunum alls hins bezta og von- um að starf þeirra verði til gagns fyrir neytendur i framtiö- inni, en ekki skiljum við hvernig slikt getur orðið ef fréttatil- kynningin sú arna er dæmigerð fyrir starf þeirra. Bilasprautun hf. Skeifunni 11, Reykjavik. Auglýsið í Tímanum Sinfóníuhljómsveitin heimsækir Sauöárkrók: Mjög mikil ánægj a Sinfóniuhljómsveit Islands hélt nú á fimmtudagskvöldið tónleika i félagsheimilinu Bifröst á Sauð- árkróki. Er það fyrsta sinn sem hljómsveitin heimsækir Sauð- kræklinga og skemmtir þeim meö list sinni. Stjórnandi var Páll P. Pálsson, einleikari Guðný Guö- mundsdóttir, en einsöngvarar þau Sieglinde Kahmann og Krist- inn Hallson. Húsfyllir var og hljómsveit, einleikara og söngvurum ákaf- lega vel tekið. Nokkur verkanna sem flutt voru varð að endurtaka vegna óska áheyrenda. Að loknum hljómleikunum var lista- fólkinu þakkað með langvinnu lófataki. Er mikil ánægja á Sauðárkróki með þessa heimsókn sinfóniu- hljómsveitarinnar og hafa þegar komiðfram óskir meðal fólks um að fá hið fyrsta tækifæri til að hlýða á leik hennar og söng svo ágætra listamanna. Handbók um leikræna tjáningu Komin er út ný bók hjá Rikisút- gáfunámsbóka um leikræna tján- ingu. Bókin heitir ,,Að leika og látast”, en höfundar eru Barbro Malm og Ann-Mari Undén. Erla Kristjánsdóttir og Ingvar Sigur- geirsson þýddu. Teikningar gerði Alf Lannerback. Að leika og látast er handbók um leikræna tjáningu. I bókinni er á annað hundrað mynda sem eiga að hvetja nemendur til margs konar þroskandi leikja, leikþátta og brúðuleiks. Leikjun- um er meöal annars ætlað að veita nemendum þjálfun i aö tjá sig ileik, og einnig að vekja um- hugsun, samvinnu og sköpunar- gleði. Bókin hentar vel sem hjálpartæki i samfélagsfræði- og móðurmálsnámi i' 1.-6. bekk erunnskóla Afsalstaréf Þórarinn Klemenzson selur Völ- undi Sigurbjörnss. hl. í Keldu- landi 5. Hrefna Pálsd. selur Brynhildi Valgeirsd. og Agúst S. Agústs. hl. i Bergþórugötu 14A. Agúst S. Agústsson selur Hrefnu Pálsdóttur fasteignina Efstasund 38. Kristinn Oddsson selur Hafsteini Ragnarss. hl. i Garðsenda 5. Bjarnfriður Guðjónsd. selur Leonhard Haraldss. hl. i Miðtúni 86. Byggingafel. Húni s.f. selur Erni Ómari Olfarssyni fasteignina Dalsel 1. Agúst Atli Guðmundss. selur Páli Gestssyni hl. I Selvogsgrunni 8. Einar Bjarnason selur Friðrik Sófussyni hl. i Safamýri 46. Sigurður Rafnsson selur ólafiu R. Sigurðsson hl. i Rauðalæk 65. Albert Guðmundsson selur Hel- enu Albertsd . hl. i Furugerði 19. Aðalheiður Skaftad. og Þorgrim- ur Einarss. selja Guðmundi Kristinss. hl. i Skeggjagötu 17. Leifur Agnarsson selur Sverri Sigurðssyni hl. i Lynghaga 4. Alexander Þórsson selur Hannesi Einarss. og Ragnheiði Gislad. hl. i Njörvasundi 4. Geirlaugur Arnason selur Arsæli Jónssyni hl. i Hraunbæ 28. Atli Eiriksson s.f. selur Helga Bergþórssyni hl. i Dalseli 34. Vigdis Bragad. og Ingimar Sumarliðason selja Ólafi Hólm hl. i Hverfisgötu 102B. Erlingur Sigurðsson selur Kristinu Norðmann hl. i Eskihlið 14. Mannvirki h.f. selur Lilju Gunnarsd. hl. i Kaplaskjólsv. 55. Ragnar Ragnarsson selur önnu Eirikss. hl. i Æsufelli 4. Breiöholt h.f. selur önnu Eirikss. bllskúr nr. IX að Æsufelli 4. Óskar Agústsson selur Gúöbirni Axelss. hl. i Hólmsgötu 8. Albert Stefánss. og Ása Ottósd. selja Guðrúnu Hansd. hl. i Kleppsvegi 12. Björn Þórhallsson selur Betsý Kr. Eliasd. hl. i Háaleitisbraut 39. öryrkjabandalag Islands selur Erlu Traustad. hl. i Háaleitis- braut 39 Borgarsjóöur Rvikur selur Agústi Guðlaugss. hl. i Hringbraut 43. Sverrir Sigurösson selur Aðal- steini Loftssyni fasteignina Ægis- siðu 46. örn Arnason selur Daniel Þórarinss. og Ingibjörgu Norð- dahl hl. i Jörvabakka 24. Jóna Björg Siguröard. selur Einari Stigssyni hl. i Seljabraut 40. Benedikt Ólafsson selur Erlingi Sigurðss. hl. I Sörlaskjóli 8. Ingvar Einarsson selur Sigur- björgu Guðmundsd. hl. i Frakka- stig 24B. brother prjónavélin skrefí framar Það er ekki nýjung á BROTHER prjónavélum að þœr prjóni allt mynstur sjólfvirkt eftir tölvukorti sem gengur í hring. BROTHER KH 820 prjonavélina, sem gerir þetta, höfum við boðið hér í 3 ár og kostaði aðeins f(R. 64.100.00 Hins vegar er nú komin á markaðinn ný BROTHER PRJÓNAVÉL, BROTHER 830. Þessi nýja vél hefur þetta fram yfir prjónavéiar sem hér eru boðnar: 1. VÉLIN GETUR LENGT MYNSTUR UM HELMING. 2. MEÐ VÉLINNI MA FA LITASKIPTI, ÞANNIG AÐ VÉLIN SKIPTIR UM LIT SJALFVIRKT. 3. VÉLIN SKILAR FtNGERÐU GATAPRJÓNI. 4. STÆRÐ SNIÐREIKNARAFILMU ER 63x104 cm. BROTHER KH 830 skiptir á 4 litum auðveldlega. BROTHER KH 830 prjónar allt mynstur sjálfvirkt eftir hringtölvukorti. BROTHER KH 830 prjónar auðvitað bæði slétt og brugðið. BROTHER KH 830 hefur sleða fyrir sjálfvirkt gataprjón. BROTHER KH 830 vefur auðveldlega. BROTHER KH 830 prjónar litarútprjón, siétt og brugðið. Með BROTHER KH 830 getið þér fengið sniðreikn- ara. Þá þurfið þér aðeins að teikna stykkið inn á filmuna með þar tii gerðum tækjum. Reiknarinn segir síðan til um hvenær á að fella af eða auka i. t Brother mynsturbókinni eru 800 mynstur. Auk þess getið þér prjónað á vélina hvaða mynstur sem yður dettur í hug. BROTHER KH 830 er langfullkomnasta heimilis- prjónavéiin á markaðinum OG RUSÍNAN t PYLSUENDANUM: Verð vélarinnar er aðeins kr. 76.000.00 (kennsla innifalin) (með litaskiptl kr. 84.000.00). Sýningarvél á staðnum. Tekið á móti pöntunum úr fyrstu afgreiðslu til 1. október nk. BORGARFELL HF. Skólavörðustíg 23. Sími 11372.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.