Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. september 1977 13 börn, Svava Hjartardóttir, Birgir Eyjólfur Þorsteins- son og Agúst Eiríksson, sem veriö hafa viö smiöar og leiki I sumar á leikvellinum Undralandi í Kópavogi spjalla viö stjórnandann, Guörúnu Birnu Hannesdótt- ur og velja efni til flutnings. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku Svavar Gests sér um þáttinn (Fréttir kl. 16.00 veöur- fregnir kl. 16.15). 17.00 Létt tónlist: Harmonikkulög o.fl. 17.30 Frakklandsferö i fyrra- haust Gísli Vagnsson bóndi á Mýrum I Dýrafiröi segir frá. Oskar Ingimarsson les fjóröa og siöasta hluta. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Allt i grænum sjd Stoliö, stælt og skrumskælt af Hrafni Pálssyni og Jörundi Guömundssyni. 19.55 Kórsöngur Þýskir karla- kórar syngja alþýöulög. 20.25 Aö hitta i fyrsta skoti. Sigmar B. Hauksson talar viö Egil Gunnarsson hrein- dýraeftirlitsmann á Egils- stööum i Fljótsdal. 20.40 Svört tónlist — sjöundi þáttur Umsjónarmaöur: Gérard Chinotti. Kynnir: Asmundur Jónsson. 21.25 „Veggurinn”, smásaga eftir Jean-Paul Sartre Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi. Hjördis Hákonar- dóttirles fyrri hluta sögunn- ar. (Siöari hluti á dagskrá kvöldiö eftir). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 10. september 1977 17.00 tþróttir. Umsjónarmaö- ur Bjami Felixson. 19.00 Enska knattspyrnan Hié 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Dave Allen lætur móöan mása (L) Gamanþættir i'rska háöfuglsins Dave Allens hafa veriö sýndir viöa um lönd og vakiö mikla athygli. Sjónvarpiö hefur fengiö nokkra þessara þátta til sýningar, og veröa þrlr hinir fyrstu á dagskrá á laugardagskvöldum i sept- ember. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. 21.15. Olnbogabörn skógarins. Nú eru aöeins 5-10 þúsund orangútanapar i regnskóg- um Borneó og Sumatra, annars staöar eru þeir ekki til villtír, og mikil hætta er talin á, aö þeirdeyi út innan skamms. Þessi breska mynd er um orangútan-apa I „endurhæfingarstöö”, sem tveir svissneskir dýrafræö- ingar reka á Súmatra. Apa- veiöar eru ólöglegar þar, en þessir apar hafa ýmist veriö tamdir sem heimilisdýr eöa ætlaöir til sölu úr landi og veröa aö nýju aö læra aö standa á eigin fótum. Þýö- andi og þulur Guöbjörn Björgólfsson. 22.05 Bragöarefurinn (The Card) Bresk gamanmynd frá árinu 1951, byggö á sögu eftír Arnold Bennett. Aöal- hlutverk Alec Guinnes, Glynis Johns, Valerie Hobson og Petula Clark.. Myndin lýsir, hvernig fá- tækur piltur kemst til æöstu metoröa i heimaborg sinni meö klækjum, hugmynda- fhjgi og heppni. Þýöandi Kristmann Eiösson. 23.40 Dagskráriok. David Grahaxn Phillips: SUSANNA LENOX Ján Helgason Það var dýrlegt að geta vakið svona viðkvæma ást, en hann kærði sig ekki um, að aðrir yrðu þess áskynja, hvers kyns var. „Ég ætla að fylgja þér áleiðis", sagði hann, og svo lögðu þau af stað. „Þessi — þessi koss", stamaði hann. „Ég finn hann enn á vörum mér". Hún stokkroðnaði af einskærri hamingju. Fegurð hennar hafði hrifið hjarta hans. „Það geri ég líka", sagði hún. Þau gengu nú spölkorn, án þess að mæla orð frá vör- um. „ Hvenær getum við hitzt næst?" spurði hann svo. „ I kvöld?" „Já, komdu. En— Rut er heima. Ég held, að Addi Sin- clair komi". „Ó, búðarlokan sú!" Hún leit undrandi á hann. „Hann er af bragðs strákur", sagði hún, „einhver snotrasti strákurinn í bænum". „Auðvitað", svaraði Sam og vó orðið í munni sér. „Ég bið þig afsökunar. í austurríkjunum hafa menn aðra skoðun á þeim hlutum". „Aðra skoðun á hverju?" „Það gildir einu". Sam, sem ól i leynum hugans þann draum að kvænast einhverri víðfrægri hefðarmeyju í austurríkjunum og vekja athygli meðal fyrirfólksins í New York, var ekki á því að láta hana toga út úr sér skýringar, sem hún myndi hvorki botna í né fallast á, og aðeins gátu vakið óþægi- legar grunsemdir. „Ég vona, að Rut og Sinclair bregði sér eitthvað út, svo að við fáum að vera í næði", bætti hann við. „Þú ætlar þá að koma?" „ Undir eins eftir hádegi.... kvöldverð, á ég við". Súsanna réð sér ekki fyrir fögnuði. Hvílíkt kvöld átti hún ekki i vændum! „Þú getur komið með mér alla leið niður í búð". Henni fannst, að það væri svo margt, sem þeim hafði ekki unn- izt tími til að segja hvort öðru. „Nei, ég get ekki farið lengra. Vertu sæl — hittumst í kvöld". Hann var orðinn kafrjóður, og honum vafðist hálft í hvoru tunga um tonn. Hvorugt þeirra kom upp orði f yrir geðshræringu, er þau tókust í hendur. Hann hnaut klunnalega, er hann sneri við og ætlaði að hraða sér á brott, og sá enn greinilegar en áður, í hvaða vanda hann hafði stofnað sér, er hann sá hóp slæpingja sitja á stór- um vörukassa á gangstéttinni og hlæja dátt. Súsanna sá ekki slæpingjana, allt rann í móðu fyrir augum hennar. Hún gekk reikul í spori eftir ójafnri gangstéttinni, blóðið þaut f ram í kinnar hennar og suðaði fyrir eyrunum. Hún var því fegin, að hann var farinn. Henni var það svo mikil gleði að vera hjá honum, að það olli henni sárs- auka. Nú gat hún dregið andann frjáls og látið sig dreyma — dreyma — dreyma. Hún gerði hverja skyss- una af annarri, er hún var setzt við skrif borðið h já f óstra sínum, og hann byrjaði að stríða henni. „Þú hlýtur að vera ástfangin", sagði hann. Honum var fyrstdillað, er hann sá, að hún roðnaði. „Viltu ekki segja mér alla söguna?" Hún hristi höfuðið og laut yfir verzlunarbækurnar til þess að dylja svipbrigði sín. „Ekki það? — Kannski seinna?" Hún kinkaði kolli. Svo leit hún til hans, feimnislega en þó glettin. „Sumir segja, að f yrsta ástin sé einlægust. Það má vel vera, að það sé eitthvað hæf t í því. En ég held nú, að ástin sé alltaf blessuð guðs gjöf. En að elska í fyrsta skipti — er það ekki dásamlegt?" Hann andvarpaði. „Ó, hvað það hlyti að vera gaman að vera ungur!" Og hann strauk hendinni gegnum þykkt, hrokkið hár hennar. Það vitnaðist ekki fyrr en við kvöldverðarborðið, að Sam ætlaði að koma. Þá sagði Warham við Súsönnu: „Þú lætur Rut eina um það að hafa ofan fyrir Adda í kvöld og teflir við mig eina eða tvær skákir". Súsanna stokkroðnaði. „Hvaðer þetta?" sagði Warham hlæjandi. „Átt þú líka von á heimsókn?" Súsanna fanna, að f jandsamleg augu tveggja kvenna hvíldu á henni. Hún fölnaði af skelf ingu og gat ekki stun- ið upp einu orði. Hræðileg þögn sló á alla. Svo spurði frænka hennar, sem ekki virtist lengur vera sama elskulega frænkan og hún hafði verið til þessa, og það var óheillavænlegur hreimur í röddinni: „Kemur einhver að heimsækja þig, Súsanna?" „Sam Wright", stamaði Súsanna", — ég hitti hann i morgun — hann stóð við garðshliðið — og hann sagði — ég held, að hann ætli að koma". Dauðaþögn. Warham hélt áf ram að matast. Hin þögðu af öðrum ástæðum. Súsönnu var likt innanbrjóst og hún hefði gert sig seka um einhvern glæp, þótt það væri ástæðulaust. „Ég ætlaði að segja ykkur frá þessu fyrr", sagði hún, „en mér f annst ég aldrei geta komið því að". Hún var viðkvæm og dul að eðlisfari, svo að henni veittist erfitt að tala um það, sem henni var jafn heillagt og fyrsta ást hennar, eða það, sem stóð í sambandi við hana. „Ég getekki leyftþetta, Sanna", sagði frænka hennar og herpti varirnar saman. „Þú ert allt of ung". „Æ-æ, vertu ekki svona byrst, kona", gall Warham við. Hann var í bezta skapi. „Þetta eru bara barnabrek. Lof- aðu krökkunum að leika sér. Ekki hefur þér fundizt þú vera of ung, þegar þú varst á aldrinum hennar Sús- önnu". „Þú skilur ekki, hvað hér er á seyði. Georg", sagði Fanney, þegar hún hafði hvesst augun á hann drykk- langa stund. Súsanna starði án af láts á borðdúkinn. „Ég get ekki leyft, að Sam komi hingað til þess að heimsækja Sönnu". Rut horfði líka niður fyrir sig. Varir hennar kipruðust saman, eins og hún væri að reyna að dylja ánægjubros. „Ég er ekkert andvíg því, að piltar á hennar aldri heimsæki hana", hélt frú Warham áfram með engu minni valdsmannabrag en áður. „ En Sam er of gamall". „Heyrðu nú, Fanney-------" Frú Warham mætti róleg augnatilliti manns sins. „Mér ber skylda til að halda verndarhendi yfir barni systur minnar, Georg", sagði hún. Loks hafði henni hug- kvæmztþaðsem gaf henni óvefengjanlega átyllu til þess að stía þeim Sam og Súsönnu sundur. Nú get hún talað i ströngum umvöndunartón. Warham leit niður á fæturna á sér. Nú skildi hann, hvernig í öllu lá. „Jæja — ef þú álítur það rétt, Fanney. Ég ætlaði aldrei að skipta mér af þessu", sagði hann vandræðalega. Svo sneri hann sér að Súsönnu og brosti ástúðlega. „Ja, Sanna. Það er eins og fóstri gamli hafi orðið gleiðarmát". Brjóst Súsönnu hófst og hneig, varir hennar skulfu. „Ég — ég-----" byrjaði hún. Hún kæfði grátinn og stam- aði svo út úr sér: „ Ég held — ég get ekki — tef It við þig — núna". Svo hljóp hún á dyr. Það varð óþægileg þögn. Loks mælti Warham: „Ég verð nú að segja það, Fanna, að mér finnst — ef þessi afskipti voru þá nauðsynleg —, að þú hefðir getað farið vægilegar í sakirnar". Frú Warham var órótt innan brjósts. „Þetta kom svo f latt upp á mig", sagði hún af sakandi. En samt bætti hún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.