Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. september 1977 7 Kvikmyndin um Liz og Tomasis Jacqueline Kennedy Onassis er mikil blessuð kona. Hún er rik, og hún er duttlungafull og eyðslusöm og þar af leiðandi er hún lika stórfræg. Kringum hana gerast hálfgildis hneykslismál, og undir- strikun þess, hversu merki- leg manneskja hún er. Nú er lika á döfinni kvik- mynd á eynni Korfú, og hún fjallar um griskan stórút- gerðarmann, sem giftist ekkju bandarisks forseta. Kvikmyndagerðarmennirn- ir neita þvi að visu harð- lega, að þessi mynd fjalli um ónassis og kvinnu hans, enda þótt það sé siglt harla nærri lifi þeirra og leik- konan, sem fer með hlut- verk ekkjunnar, sé næsta snoðlik Jacqueline og klæðist þar á ofan nokkurn veginn eins og hún. Aftur á móti eru nöfnin önnur, þvi að útgerðar- maðurinn heitir Theo Tómasis og kvenpersónan Liz Cassidy. Myndin hefst á þvi að stórútgerðarmaður- inn hittir konu bandarisks þingmanns og duflar við hana lukkulega, unz þing- maðurinn gerist forseti og frúin stigur fram á sviðið sem fremsta kona Banda- rikjanna, og verður fyrir þá upphefð að þoka Grikkjan- um til hliðar. En siðan ber það svo til (óvænt atriði?), að forsetinn er myrtur, og forsetafrúin verður vitaskuld afarrauna- mædd andspænis svo geig- vænlegum atriðum. En það er lán i óláni að Grikkinn lifir og er óskaplega rikur, og hann kemur og huggar hana blessunarlega, og hún leitar innan tiðar athvafs á eynni hans, þar sem allt er af gulli gert og filabeini. Snekkjan góða kemur við sögu, en þess þó ekki getið, að áklæðið á skinnstólunum sé af limum hvala úr stöð- inni undir Þyrilsklifi. En öll dýrðin hjaðnar, þegar sonur útgerðarmannsins ferst i flugslysi, og honum finnst allt autt og tómt og dautt i kringum sig, þrátt fyrir konuna ágætu og öll auð- æfin. Skjaldbakan aftur! s; Siggi, þvi Hvers vegna ætli'' lengursem: hún hafi sigli hér um _bjargaö 4'þvi furöulegri hluti | Lstráknum? ’ )rek é8 m‘S é Slepptu þessu Biddu rétt, ein,... tvær, . þrjár,; fjórar... 5 Gleymdu { spurningunni Tíma- spurningin — Er komin ofþensl a i skólakerfið? Kristján Krist jánsson, af- greiöslumaður: Mér finnst þaö vera svo. Stendur ekki einhvers staöar, ekki veröur bókvitiö i askana látiö —. Bókiega kennslan er oröin of viöamikil. Þaö mætti vera meira um verklega kennslu. Bjarni Bjarnason, rafvirki: Nei, þaö finnst mér ekki. Þetta er rétt þróun. Páll Hannesson verkfræöingur: Já, mikil ósköp. Þetta er oröiö forkastanlegt. Námsefniö er of litiö miöaö viö námstimann. Ég vil taka upp kinverskt skólakerfi. Óskar Halldórsson, forstjóri: Já, mér finnst vera oröin of mikil breidd i þvi. Þaö þarf aö marka skólakerfiö i ákveönari rásir. Þaö er oröiö of laust i reipunum. Emil Hjartarson, forstjóri: Þaö ber meira á þvi aö þaö er vanskapaö heldur en aö þaö sé of- vaxiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.