Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 10. september 1977 Wímtm Arni Bjarnason: ALDARAFMÆLI FYRSTA ÍSLENZKA BLAÐSINS í VESTURHEIMI Eitt af mörgu markverbu í sögu islenzkra útflytjenda til Ameriku á s.l. öld var áhugi þeirra á þvi aö varöveita þóöleg menningarverö- mæti, sem þeir höföu flutt meö séraö heiman og halda þjóöernis- legu sjálfstæöi eins og aubiö væri. Þetta kom þegar fram i stofnun hinnar islenzku nýlendu, Nýja Is- lands, viö Winnipegvatn, meö sérstakri löggjöf og sjálfstjórn. En brátt varð forystumönnum nýlendunnar ljóst, aö tU þéss aö halda fólkinu saman, ekki aöeins þar, heldur einnig annars staðar i Ameriku, og jafnframt aö gera almenningi kleift aö fylgjast með þvi, sem geröist jafnt heima á Is- landi og i hinum enskumælandi heimi, var lifsnauðsyn aö halda úti íslenzku blaði eöa timariti. Og þeir taka þegar á fyrsta ári ný- lendunnar aö undirbúa útgáfu sliks blaös. betta menningar- framtak er þvi aödáunarverðara sem landnemana skorti flest þeirra hluta, sem nauösyn- legastir voru i lifsbarattunni. Þeirvoru flestirsárfátækir og fá- kunnandi um margt, sem þeim var nauðsynlegast I daglegum störfum i' nýju og ókunnu landi. Drepsótt hafði herjað á þá, og þeir hlutu aö berjast hörðum höndum langan vinnudag, til aö framfleyta sér og sinum. En allt um að fara þeir að brjótast I aö gefa út blað, enda þótt þeir vafa- laust hafi þekkt hiö fornkveðna ,,aö bókvitiö yrði ekki látiö i ask- ana”. Avöxtur þessara umbrota var hið nýja blaö, hiö fyrsta, sem prentaö var á Islenzku vestan hafs og hlaut nafniö Framfari. Nafnið sjálftsegir ótrúlega mikiö um hver hugur stóö þar aö baki. Fyrsta tölublaö Framfara kom út 10. september 1877.1 tilefni aldar- afmælis þessa merkilega menn- ingarframtaks Vestur-Islendinga hafa nú hinir tveir árgangar þess, sem sáu dagsins ljós, veriö gefnir út ljósprentaöir. Af afmælisútgáf- unni eru 200 eintök prentuö á handritapappir, tölusett og bundin i alskinn. Er þaö gert 1 sérstöku virðingarskyni viö hiö merkilega framtak og þá menn, sem meö þvi hófu islenzka menn- ingarbaráttu I Vesturheimi. Viö hljótum þvi aö spyrja: Hefir nokkurt jafn fámennt og fátækt þjóöarbrot unnið slikt afrek i upp- hafi landnáms sins i Ameriku? Ég hygg ekki. Og er þaö ekki enn eitt dæmi þess áhuga, sem Islend- ingar hafa alið á bókmenntum og bókagerö, allt frá þvi þeir fyrir nær 9 öldum tóku aö skrá orö á bókfell? Fyrsta hugmyndin um útgáfu blaðs meöal Islendinga i Vestur- heimi kom fram á þjóöhátlðar- fundi íslendingafélagsins svo- nefnda i Vesturheimi I borginni Milwaukee i Bandarikjunum 2. ágúst 1874. Ekki varö þá úr fram- kvæmdum enda þótt „andinn frá Milwaukee” lifði áfram og heföi sýnilega veruleg áhrif á þaö, sem siöar geröist i þjóðræknis- og menningarmálum Vestur-lslend- inga. Og þegar nýlendan Nýja-ts- lar.d er stcfnuð er blaðaútgáfu- þráöurinn aftur upp tekinn á fyrsta ári nýlendunnar, og þa' var gefið þar út handritaö blaö, sem hét Nýi Þjóðólfur. Ritstjóri var Jón Guðmundsson frá Hjalt- húsum I Þingeyjarsýslu. Komu út af honum þrjú blöö, sem vafa- laust eru löngu glötuð. baö var af ýmsum ástæöum aö útgáfumálunum seinkaöi. Menn áttuannrikt viö aö koma sér fyrir I hinum nýju bústööum, og vafa- laust hefir hinn ægilegi bólufar- aldur, sem geisaöi I nýlendunni veturinn 1876-77 átt sinn þátt, en veikin varö. 102 mönnum, ungum og gömlum, aö aldurtila. En naumast var þeim hörmungum aflétt, er menn taka aö ræöa blaöaútgáfu á ný af fullri alvöru. Máli var fyrst rætt á fundi aö Gimli 22. janúar 1877, og þar var samþykkt aö stofna hlutafélag til kaupa á jx-entsmiöju og nauösyn- legum tækjum. Tóku nokkrir menn aö sér aö safna hlutafé, en sjálfsagt má telja, aö máliö hafi þá þegar veriö nokkuö undirbúiö manna á meöal. Tveimur vikum siöar, eða 5. febrúar, var fundur haldinn á sama staö. Haföi málið hiotiö góöar undirtektir, og var helmingur hlutafjárins, sem var ákveðið 1.000 dalir, goldinn þegar i stað. Var nú þegar hafizt handa um útvegun prentsmiöju, og annaöist séra Jón Bjarnason, sem þá var i Minneapolis pöntun á prentvél, letri og ööru þvi, sem til þurfti.Nokkrar tafiruröu þá á, aö prentsmiöjan gætitekiö tilstarfa, en meö haustinu hófst útgáfa blaösins. Ýmislegt skorti þó enn, t.d. var letur af vanefnum, sem sjá má á fyrstu blööum Fram- fara. Enginn vafi leikur á þvi, aö áhugi a blaðaútgáfu hafi veriö al- mennur, og aö flestir forystu- menn I Nýja Islandi hafi staöiö samhuga að stofnun prentsmiöj- unnar og blaösins, en félagiö hlaut nafniö Prentfélag Nýja-Is- lands. En jafnvist er þaö, aö þrjá menn ber þó miklu hæst I þessum framkvæmdum. Fyrstan má þar nefna Sigtrygg Jónasson frá Möðruvöllum i Hörgárdal, hinn mikla athafna- og hugsjónamann, sem svo mjög kemur við sögu Vestur-tslendinga fyrstu áratug- ina. Hinir voru Jóhann Briem frá Grund i Eyjafirði, mágur Sig- tryggs og Friöjón Friöriksson frá Haröbak á Melrakkasléttu, en þeir voru lengstum I fararbroddi meöal Ný-tslendinga, meöan kraftar entust. Voru þeir allir i stjóm Prentfélagsins meöan þaö starfaöi. Eins og fyrr getur kom fyrsta blaö Framfara út 10. september 1977. Hófst þaö á ávarpi til kaup- enda og lesenda þar sem gerö er grein fyrir verkefni blaösins og stefnu. Segir þar svo meöal annars: „Strax og Islendingar fóru aö flytja til heimsálfu þessarar aö mun, fór aö hreyfa sjer meðal þeirra ótti fyrir þvi, aö þeír mundu týna tungu sinni og þjóö- erni hjer, nema þeir gjöröu eitt- hvaö sjerstakt til aö viöhalda þvi. Hefir þeim ætið komiö saman um aö tvennt væri nauðsynlegt, til aö viöhalda þessu dyrmæta erföafje. Annaö var aö Islendingar mynd- uöu nýlendu útaf fyrirsig, en hitt, aö hjer i Ameriku væri gefið út timarit á islenzku. Þetta tvennt stendur isvonánu sambandi hvað við annaö að varla var hugsandi að annaö gæti án hins þrifizt”. Auk ávarpsins voru lög Prent- félagsins birt i fyrsta blaöinu. Prentsmiöjan var sett aö Lundi viö íslendingafljót, þar sem siöar heitir Riverton. Liggur sú byggð nyrzt i nýlendunni, og munu ýmsir hafa kosið aö stöðvar prentsmiöju og blaös heföu veriö aö Gimli nær syöst i nýlendunni, TIMAMYND GE. þar sem þá var þegar eins konar miöstöö aö risa upp. En vafalitiö hefir hér mestu ráöiö, aö bæöi Sigtryggurog Jóhann Briem voru búsettir viö Islendingafljót. Enginn ritstjóri er tilnefndur aö 8 fyrstu blöðum Framfara, en fullvist er, aö Sigtryggur var rit- stjóri þeirra, enda ritaöi hann löngum mikið i blaöiö. Meö 9. tölublaöi tekur Halldór Briem, frændi Jóhanns, viö ritstjórninni og haföi hana á hendi eftir þaö. Halldór var guöfræöingur aö mennt, og haföi haft á hendi prestþjónustu um skeið meöal Vestur-lslendinga. Hann var seinna kennari viö Mööruvalla- skóla og fyrstu ár hans á Akur- eyri, en siðar lengi bókavöröur i Landsbókasafni. Frágangur blaösins má góður kallast, eftir þvi sem þá gerðist og stendur fyllilega jafnfætis blööunum heima á tslandi, enda þótt leturskortur hindraöi nokkuö, en pappfr var lélegur, og hefir það ef til vill átt þátt i þvi, hve fágætt blaöiö er nú, varla meiraen4-5heileintök. Upplagið var lítið, og kaupendatala var um 600, þar af mestur hlutinn i Ameriku. Af Framfara komu út tveir ár- gangar. Fyrri árgangurinn, 10. september 1977 til 7. september 1878, var 37 blöð ásamt tiltilblaöi og efnisyfirliti, hvert blað 4 siöur nemaeittsem var2siöur,eöa alls 146 blaösiöur. Siöasta blaö ár- gangsins kallast aukablað við nr. 36. Annar frágangur hófst 5. október 1878, og kom siðasta blaö hans út 30. janúar 1880. Hann varö alls 38 blöö einnig meö efnisskrá og titilblaöi eöa 152 siöur. Þannig eru báöirárgangarnir samtals 298 blaösiöur. Framfari kom að jafn- aöi út þrisvar I mánuöi. Verö hvers árgangs var 7 krónur heima á Islandi, I Nýja-tslandi 1,50 dollarar en annarsstaðar i Kanada, Bandarikjunum og Noröurálfu 1,75 dollarar. Prent- arar voru tveir, Jónas Jónasson, bróöir Sigtryggs, og Bergvin Jónsson. Auk hinna 75 tölublaöa Fram- fara gaf svo Sigtryggur Jónasson út eitt blaö 10. april 1880. Bar þaö sama nafn og var prentaö á sama staö. Ekkitaldi Sigtryggur þaö þó heyra til hinum eiginlega Fram- fara, þvi aöhann segir svo I bréfi til Eggerts Jóhannssonar i Winni- peg 20. des. 1889, sem svar viö fyrirspurn. „Framfarihætti þegar 2. árg. var áenda, og ekkert kom út af hinum þriðja. Jeg gaf sjálfur út á minn kostnað eitt blaö eptir aö Fram- fari var hættur að koma út, og kallaöi þetta blað, sem var jafn- gildi af 1 númeri af „Frf” sama nafni en setti enga töíu á blaðið. Þettablað telst þvi i rauninni alls ekki með „Frf” proper” En hvert var nú efni þessara sjötiu og fimm tölublaða Fram- fara? Það leikur ekki á tveim tungum, aö þaö er býsna fjöl- breytt, þegar hinar fátæklegu að- stæöur, sem þaö bjó viö eru hafðar i huga, en ljóst er, að sífellt var keppt aö þvi að koma sem mestu efni fyrir i hverju blaði. Fyrst ber aö nefna margar mjög merkilegar greinar, flestar eftirritstjórana, um framfara- og menningarmál nýlendunnar viö Winnipegvatn. Þar má geta t.d.: Þegar Nýja-Island geröist sjálf- stætt riki. — Búnaðarskýrslur Nýja-Islands. — Hvaö næst liggur. — Vatnaleiöin kringum Is- lendingabyggö. — Islenzkt þjóö- erni og Nýja-ísland. — Agrip af sögu Norðvesturlandsins en svo hét sá hluti Kanada, sem nýlendan heyröi til. — Leiöbein- ingar fyrir vestúrfara. — Eru Is- lendingar bornir til ævarandi hungurs og harmkvæla? — Ýmislegt um Prentfélag Nýja-Is- lands. — Neyðin meöal tslend- inga i Kanada, og svona mætti lengi telja. Þá er annáll eöa tið- indi frá nýlendunni i flestum blööum. Er þar rekin saga land- námsmanna frá degi til dags aö kalla má. Einnig eru fréttabréf úr öörum nýlendum íslendinga hvarvetna i Vesturheimi, allar götur suöur til Braziliu. Þá gleymir blaöiö ekki aö geta um hitt og annað, sem geröist heima á gamla Fróni, almennar fréttir eru frá Kanada, Bandarikjunum og Norðurálfu. Viöa er aö finna leiöbeiningar og holl ráö til land- nemanna um hitt og annaö, er gætti komið þeim aö liöi I lifebar- áttunni. Fjallað er um ýmis mál- efni íslendinga austan hafs, greinar um bókmenntir, kvæöi, sögur, marglittsmælki og auglýs- ingar, sumar hinar skemmtileg- ustu. Mest af þessu er á fslenzku, en þó er i flestum tölublöðum efniságrip þess á ensku og land- nemar hvattir til aö læra tungu- mál þarlendra manna og semja sig aö siöum þeirra og háttum. Ótalinn er þó háttur, sem fyllir mikiö rúm, en þaö eru deilumál, sem upp komu meöal Vestur-ís- lendinga og sérstaklega snerta trú- og kirkjumál, en haröar deilur um þau efni komu snemma upp og voru háöar af ofurkappi á báöa bóga. Ollu þær miklum flokkadráttum og klofningi meöal manna, og greri þar seint um heilt. Deilugreinar þessar fylla Sikið rúm i blaöinu, svo aö undum voru þær meira en helmingur af lesmáli þess, þótt meö smáu letri væru settar. Telja sumir, aö greiöur aögangur deilu- aöila aö prentuöu blaði, hafi jafn- vel aukiö á biturleikann og flokkadrættina. Þegar öllu er á botninn hvolft er efni blaðsins hiðmerkasta, bæöi i sérsjálfu og sem heimild um sögu og hugsunarhátt, manna þar vestra. Viö lestur þess veröur hver og einn drjúgum fróöari um, hvað gerðist i fyrstu nýlendu ís- lendinga i Vesturheimi, baráttu fólksins fyrir lifi sinu og tilveru, þrautseigju þess og dugnaði. Væri skarð fyrr skildi um þekk- ingu .okkar á frumsögu land- námsins, ef Framfara heföi ekki notiö viö. Þaö er á enga lund of- mælt er Þorsteinn Þ. Þorsteins- son segir svo i sögu Islendinga i Vesturheimi III. bindi: „Þótt Framfara sé i sumu áfátt, er hann þó aö ýmsu leyti með kjarnbeztu blööum, sem út hafa komið á íslenzku, og mun æ merkilegri þykja eftir þvi sem lengra liöur. Er hann eitt þarf- asta og merkasta happaverk Islenzkrar þjóörækni, er landar hafa unnið vestan hafs, sem aldrei veröur of vel metiö”. Þessum dómi veröur trauöla hnekkt. En Framfari varð skammlifur. Margt var til aö svo varö. Kaup- endatala var lág, og áskriftar- gjöld greiddust seint, sum aldrei, meira aö segja sjálf hlutafjárlof- oröin efndust illa, og sum voru aldrei goldin að fullu. Þeir sem lagt höföu f ram fé til stofnunar og reksturs blaösins töpuöu á þvi og mest þeir, sem höföinglegast höfðu af mörkum lagt, og voru þaö einkum stjórnarmenn Prent- félagsins. Þaö var þvi engin urða þóað þeir gæfust upp. Guölaugur Magnússon, vestur-islenzkur fræöimaður sem skráð hefur upp haf landnámssögu tslendinga i Nýja-Islandi, sem birtist I Al- manaki Ólafs S. Thorgeirssonar 1899, kemst svo að oröi um enda- lok Framfara: „Deilur og flokkadrættir i Nýja- íslandi út af nýlendumálum, trú- málum og nærri öllu mögulegu, steyptu blaöinu eins og byggöinni aö mestu leyti, en svo voru Is- lendingar lika of fámennir til aö halda uppi blaði. Þannig leið hið fyrsta Islenzka blaö, sem stofnaö var hjerna megin hafsins, undir lok”. Það erraunarekkii fyrsta sinn, sem flokkadrættir meöal Islend- inga hafa orðið nytsemdarmálum aö fjörtjóni. En þó aö saga Fram- fara yröi ekki löng, vann hann og útgefendur hans stórmerkilegt menningarstarf á mörgum svið- um. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson segir ,,aö blaöiö sésómi minningu þeirra manna, er þaö stofnuöu og máske óbrotgjarnasti bauta- steinn landnámsins”. Þau orö mega vel geymast. En mestan hróöur á Framfari fyrir þaö, aö hann bjargaöi frá glötun frum- þáttum úr sögu fslenzku landmen anna I Kanada, og I þau spormun seint fenna. Akureyri 10. sept. 1977 Arni Bjarnarson Ytumenn Viljum ráða vana ýtumenn strax. Upplýsingar i sima (97) 1263. Ráðskona óskast í sveit Upplýsingar i sima 4-48-92, eftir kl. 8. á kvöldin. Arni Bjarnarson flytur ræöu I hófi sem haldiö var í Winnipeg fyrir tveim árum. Aðrir á myndinni eru Heimir Hannesson, séra ólafur Skúlason og Viihjálmur Hjálmarsson, menntamálaráöherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.