Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.09.1977, Blaðsíða 20
2 Sunnudagur 11. september 1977 Fórnarlömb í umferðinni Hnignun turnuglustofnsins Eftir E. Jane Ratcliffe 1 nokkur ár hef ég hjúkraö turnuglum, sem hfa fundizt særöar á hraöbrautum og sveitavegum. Annað hvurt hef ég fengið þessa fugla i hendur eða hinn framúrskarandi dýra- læknir, Brian Coles, sem hefur að jafnaði röntgen-myndað þá fyrir meðferðina. Brotin bein hafa annað hvort verið spelkuð eða negld, og siðan hefur fuglunum verið komið i mina umsjá. 1 kjölfarið fylgja frekari röntgen-myndanir og fylgzt er nákvæmlega með batanum þar til turnuglan er heil heilsu. Eftir að uglurnar hafa æft sig nægilega i stóru fuglabúri og eftir aðrar nauösynlegar undir- búningaðgerðir er þeim sleppt með góðum árangri. Ef þaö reynist ómögulegt að skila þeim aftur til sinna upprunalegu svæöa, eru þær i staðinn settar i velvalda hlööu i landi sam- vinnubænda. Ein mjög athyglisverö niöur- 1975 var fyrsta ár þeirra sam- an. Þau pöruöu sig og hún verpti þrem eggjum og ól ungana þrjá upp með góöum árangri. Er ungarnir þrir höföu náð nægi- legum aldri voru þeir paraðir. Eftir að þeir höfðu verið merkt- ir var þessum hjónum valinn góður staöur fyrir turnuglur, eins langt i burtu frá vegum og mögulegt var. Árið 1976 gerðu foreldrar þeirra enn betur og ólu upp fjóra unga. Einu af pörunum frá 1975 var komið fyr- ir i hlöðu, sem er komin i eyði i norðaustur Kúmbriu, og þar ólu þau upp fjóra unga þrátt fyrir mjög þurrt sumar. Við athugun á fæðu unganna kom i ljós, að þeir höfðu aðallega verið næröir á snjáldurmúsum, en sjaldnar á hagamúsum með stuttan hala. Undanfarin ár hafði svæðiö kringum hlööúna verið krökkt af hagamúsum, en þeim fækk- aði til muna i þurrkunum. Það varð til þess aö foreldrarnir fóru Unginn æfir flug og veiðar f fuglabúrinu. Röntgenmynd af kvenugiunni særðu. Þar sést að hún er brotin á hægra axlarbeini. Hér sjást foreldrarnir, sem særðust illa á hraðbrautum Englands, ásamt uiigunum fjðrum frá þvi I fyrra. staöa, sem ég hef komizt að við athuganirá slysunum er sú, að I meira en tvisvar sinnum fleiri tilfellum vængbrota eða vængja sem hafa gengið úr liði, hefur verið um hægri vænginn að ræða. Það er min skoöun aö þaö sé vegna hins lága, og hæga flugs er þær fara frá einni vega- brúninni yfir á aðra i leit aö hagamúsum. Er þær fara yfir yztu akreinina, eru þær aðeins þrjú til fimm fet frá jöröu og veröa þvi fyrir bilum og brjóta á sér hægri vænginn. En þegar þær eru komnar yfir innstu ak- reinina, hafa þær náö það mik- illi hæö, aö þær eru yfir öllum bilum, þó að þær geti orðið fyrir mjög háum bilum. Þær setjast á lágu varnargirðingarnar á um- ferðaeyjunum og leita sér fæöis grasinu. Þegar bifreiðar aka nærri þeim eru þær oftast of seinar aö hefja sig til flugs. Fyrir þrem árum var komið með mjög særða kvenuglu til Hr. Coles i meöferð. Röntgen- myndin sýndi brest i neðri brún hægri axlarbeins. Brotið var neglt og sex vikum siðar var naglinn fjarlægður úr uglunni, en hún var þá komin i hjúkrunarbúr mitt. Þessi væng- ur varð albata, en sprunga i vinstri vængnum varð aldrei góð. En af þvi að hún var að öðru leyti viö beztu heilsu og fal- legasta turnugla, var henni haldið, til aö hún yki kyn sitt. Henni til samlætis átti að vera særður karlfugl. að leita lengra til að afla sér og ungum sinum fæðu. Þessu var ekki veitt nein sérstök athygli á þessum tima, þar eð þetta telst eðlilegt i enda eldisins. En 4. nóvember i fyrra, þrem mánuðum eftir aö kvenfuglinn hafði sézt á eldisstöðvum sín- um, fannst hún i tiu milna fjar- lægö nálægt Killington kross- götunum. Það kom i ljós, aö hún var ein af minum fuglum og við skoðun og röntgenmyndatöku sást mikiö brot neöarlega á axlarbeininu, nálægt olnboga- liðnum sem farið hafði úr liöi. Nákvæmlega 12 mánuðum eftir að ég hafði sleppt henni var hún komin aftur i mina umsjá, en á þeim tima hafði hún ungað Árið 1976 reyndist turn- uglum erfitt á Bretlandi. i tíu ár þar á undan hafði f jöldi þeirra staðið í stað, en þar áður hafði þeim fækkað vegna DDT og annarrar óhollustu. Aðalorsökin var þó skortur á hentugum steinhlöðum til hreiður- gerðar. En síðastliðið ár, skrælnaði grasið í löngu og heitusumrinu. Þaðhafði þá afleiðingu að hagamúsum sem eru aðalfæða turnugl- anna fækkaði til muna. Uglurnar neyddust til að afla sér fæðu á fjarlægum stöðum þar á meðal með- fram hraðbrautum og veg- um Af því leiddi að uglurn- ar lentu í hörmulega mörg- um umferðaslysum út og alið upp fjóra unga, haldið við fjölskyldu sinni, og lent svo i árekstri við eitt af drápstækjum mannsins, bilinn. En með sér- fræðilegri meöferð og hjúkrun vonum við aö hún muni geta flogið á ný. Hún hlýtur aö hafa flogið langar vegalengdir frá hlöð- unni, yfir f jöll og dali, þangað til hún komst að hraöbrautinni, sem hún var að fljúga meöfram til aö leita fæðu. Nokkurn spöl frá staðnum þar sem hún fannst var önnur turnugla, en sú var dauð. Nokkrum vikum fyrir þennan fund fundust fimm dauðar turn- uglur á þessu sama svæði. Það er enginn vafi á þvi að þær hafa Kvenuglan, sem lent hafði I slysinu, ungaði þessum þrem ungum út árið 1975. Sföar voru þeir paraöir og skömmu seinna var þeim sleppt. Einni kvenuglunni var siöan komiö fyrir, ásamt maka sinum, I afskekktri steinhlööu. Þar ól hún þrjá unga ifyrra. komið að þessari hraðbraut til aðleita hagamúsa, þar sem þær hafa ekki fundið þessar haga- mýs nærri hreiðrunum, og þvi leitað á aðrar slóöir, þrjár til fjórar mllur i burtu. Þessi si- endurteknu slys hefðu getað orðið til þess að útrýma turn- uglunum á þessu svæöi. Tveim árum áöur voru taldar 8 auðar turnuglur á 12 vikum á litlu svæði meðfram M6 hraðbraut- inni norður af Pernith. Fjöldi dauðsfalla meðal turn- ugla á svo stuttum vegarkafla er vægast sagt hörmuleg. Sama má einnig segja um þær tölur af tnóvember fannst ungamamman á M6 hraöbrautinni. Hún var illa brotin eftir aö hafa lent fyrir bll. dauöum fuglum sem fundizt hafa á sveitavegum i Kúmbrlu þar sem umferð er fremur litil. Ef fjöldi dauöra turnugla er eitthvað svipaöur á öörum veg- um landsins, þá er það voðinn einn sem biður turnuglustofns- ins. Þó svo uglurnar byggi sér hreiður viðs vegar um landið, er fjöldi þeirra mjög takmarkaður og þurfa þær þvi alla þá umönn- un og athygli sem möguleg er. Að siðustu hvetur höfundur greinarinnar bændur til að hafa aflögu óræktaö land og aöstöðu til hreiðurgerðar i hlöðunum. Eins og segir I kafla bókarinnar „Uglur heimsins” eftir Ian Prestt og Reginald Wagstaffe, hafa bændur i Evrópu álitið turnuglur mikiivæga banda- menn, vegna þess að þær lifa á músum og rottum. Þeir hafa margir búið til sérstakar huröir á hlöður sinar til að hvetja þessa fugla til að byggja hreiður i hlöðum sinum. Siðast en ekki sizt ættum við að huga vandlega að þvi hve hrat.t sveitin er að hverfa undir vegi eða aðrar byggingar, Við ættum áð hvetja umhverfisráð tilaðbera meiri umhyggju fyrir náttúrulegu umhverfi og s'ýna verndun þess meiri áhuga. Á þessu náttúrulega umhverfi byggir maðurinn og allt dýralif tilveru sina. GV (þýtt)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.