Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 8
8
Miövikudagur 14. september 1977.
Faðir og
sonur
tengdust
íslandi
sterkum
böndum á
æskuárum
„Sé ég eftir saubunum
sem aö koma af fjöllunum
og etnir eru i útlöndum”.
Af mikilli innlifun og meö-
fæddri tónnæmi syngur gamall
brúneygur Amerikani þetta fyr-
ir okkur á Hótel Loftleiöum.
Ilann er handhafi fálkaorðunn-
ar islenzku, riddari Mark
Twains, heiðursstriösmaður Vai
ky nflokksins i Liberiu og
heiöursborgari i San Juan á
Puerto Rico.
Og hann syngur áfram
fyrir mig Ólafur reið með
björgum fram, Ó min flask-
an friða, Riðum og riðum,
rekum yfir sandinn og bestu
drykkjuvisuna, sem hann hefur
nokkru sinni lært, Heim er ég
kominn og halla undir flatt,
hausinn er veikur og maginn.
Hann syngur þetta á furðulega
góðri islenzku með tiltölulega
litlum hreim og þó talar hann
varla orð i málinu. Ljóðin lærði
hann fyrir löngu, eða nánar til-
tekið 1920 þegar hann var hér á
ferðmeð Birni Björnssyni, syni
Guömwidar Björnssonar land-
læknis
Hín gömlu kynni gleym-
ast ei
Maðurinn, sem syngur, er
Earl ParkerHanson,sem hérer
á ferð af tilfinningaástæðum
(„sentimental journey”) ásamt
konu sinni Charlotte Leeper fé-
lagsráðgjafa. Hann er land-
fræðingur og var áður verk-
fræðingur. Hanson var náinn
vinur Vilhjálms Stefánssonar
og ritaði ævisögu hans,
Stefansson, Profet of the North,
Harpers, 1941 (Stefansson, Spá-
maður norðursins).
— Faðir minn, Albert Parker
Hanson, var mikill Islandsvin-
ur,segirEarlog tekurhendi um
annað eyrað, þvi heyrnin er far-
ið aö bregðast honum.
— Arið 1885 þegar hann var 21
árs, strauk hann að heiman frá
sér i Wisconsin. Upp úr þvi
komst hann til tslands og liföi
hér mikla dýðardaga. Hann
var i miklu dálæti hjá kvenþjóð-
inni og var kallaður „fallegi
Hanson”. Hann var i vinfengi
við unnustu Guömundar Björns-
sonar sem siðar varð landlækn-
ir, en hann var þá við nám i
Kaupmannahöfn. Hann dvaldist
hér i átta mánuði.
Árið 1895 bjó faðir minn i
Berlin i býzkalandi og starfaði
sem verkfræðingur og uppfinn-
ingamaður. Hann þráði alltaf aö
komast til Islands aftur og
skrifaði ráðamönnum um hvort
þeir hefðu ekki áhuga á að fá
sima i landiö. beir höfðu þaö en
svöruðu og sögöu að þeir ættu
enga peninga. Pabbi fór þá til
lslands og mældi tyrir simanum
á eigin kostnaö. Um þetta leyti
birtist viðtal viö hann i einu
Reykjavikurblaðanna og er mér
sagt, að það hafi verið i fyrsta
sinn að blaðaviðtal birtist á
prenti hér á landi.
Arið 1898 kom Albert Parker
Hanson hingað aftur og gerði þá
lokamælingar fyrir simann.
Hann var siðar beðinn að
byggja upp simakerfið hér, en
gat það ekki þvi hann var svo
önnum kafinn i Berlin og danskt
féiag lagði simann eftir hans
uppdrætti.
Sonur landlæknis þjáð-
ist af heimþrá.
— Ariö 1911 fluttist fjölskyld-
an aftur frá Berlin til Banda-
rikjanna, sagöi Earl Parker
Hanson. — Ég stundaði nám i
Wisconsin og i háskólanum þar
kynntist ég árið 1917 Birni
Björnssyni, sem var sonur Guö-
mundar Björnssonar landlæknis
ogkonu hans.sem eittsinn hafði
verið vinkona föður mins.
Ariö 1920 þjáðist Björn mjög
af heimþrá en átti enga peninga
fyrir farinu til tslands. Okkur
talaöistsvo til að hann bauð mér
heim með sér, ef ég gæti sýnt
honum hvernig hann ætti að
fara að þvi að komast þangaö
peningalaus. Við komumst siö-
an meö flutningalestum til aust-
urstrandarinnar og unnum sið-
an fyrir farinu yfir Atlantshafiö
sem kolamokarar. Frá Evrópu
gátum við siðan keypt okkur far
til Islands með Botniu.
— Ég átti mjög ánægjulegan
mánuð með Birni á Islandi. Við
ferðuðumst mikið gangandi.
Komum m.a. til bingvalla og
þar hittum viö Guðmund Jens-
son eiganda og stofnanda Nýja
biós og mann með honum. beir
gerðu ekkert annaö en að syng ja
og drekka og af þeim lærði ég
mörg skemmtileg islenzk lög,
sem ég kann enn þann dag i dag.
begar ég kom heim skrifaði ég
grein um Island i timaritið
National Geographic Magazine.
Svaf i baðstofu.
Égvarð þegar mjög hrifinn af
lslandi og 1927 kom ég hingað
aftur og i þetta sinn einn mi'ns
liðs. Ég ferðaðist einnig gang-
andi i þetta sinn. Ég kom m.a.
til Krisuvikur, en þá var þar
ekki skoðunarstaöur fyrir
ferðamenn eins og nú er, heldur
gamall bóndabær með einni
baðstofu. bar fékk ég að gista
innan um heimilisfólkið, en það
var orðið ótitt þá, þvi að á flest-
um bæjum voru gestastofur auk
baðstofunnar. Húsfreyjan á
bænum spurði mig að nafni og
sagði mér að þegar islenzkar
konur ættu erfitt með að feðra
börnin sin kölluðu þær þau
Hanssyni og Hansdætur, og
spurði hvort þetta væri svona
með mig.
Að þessari ferö lokinni skrif-
aði ég einnig um Island i
Geographical Review og fleiri
rit.
Munirnir frá „fallega
Hanson”
— Arið 1950 gaf faðir minn
mér þrjá gamla merkilega
hluti, sem hann taldi að ættu
heima á Islandi. Mér fannsl
einnig að þessir hlutir ættu ekki
að vera i eigu einstaklings, svo
ég hafði þá aðeins undir höndum
i hálfan annan klukkutíma.
betta voru elzta islenzka skjalið
með dagsetningu, sem fundizt
hefur, ritað á kýrhúö, .útskorin
stór f jöl með norrænum svip og
útskorin rúmfjöl, hvort tveggja
mjög gamalt. Einnig átti hann
Heimskringlu Snorra Sturluson-
ar i fallegu handriti, og þótt
fleiri slik væru til, taldi ég rétt
að það færi til Islands.
— Leiðir minar lágu viða og
okkar hjónanna, segir Earl
Parker Hanson. Ég var m.a.
ráðgjafi um uppbyggingu
Purerto Rico 1955-69 og leiðtogi
fyrstu f jármálasendinefndar
Bandarikjastjórnar til Afriku
eða nánar tiltekið Lfberiu.
Einnig hef ég flutt fyrirlestra
um landfræðileg og þjóðfélags-
leg efni viða i háskólum og ann-
ars staðar.
Alltaf i tengslum við
isiand.
1 gegnum allt þetta hafa
tengslin við Island haldizt. Meö-
al nánustu vina okkar voru Vil-
hjálmur Hermannsson bóka-
vörður i Cornell háskóla og
Björn Björnsson, sem ég minnt-
ist á áður, en hann var velmet-
inn verkfræðingur hjá Bell
simafélaginu. A Puerto Rico
hittiég einnig marga íslendinga
og það hefði verið gaman að
hitta þá aftur, en af þvi verður
varla úr þessu þvi við förum á
morgun eftir viku dvöl hér á
landi. — Ég var búinn að lofa
konunni minni að sýna henni Is-
land og það átti upphaflega að
verða úr þvi i tilefni 75 ára al'-
mælis mins 1974, en þá veiktist
ég. En nú erum við sem sagt
hingað komin og viljum að lok-
um senda öllum Islendingum,
sem við höfum kynnst fyrr og
siðar, bestu kveðjur og þakkir.
SJ
LJÓÐASÖNGUR í
NORRÆNA HÚSINU
A fimmtudaginn hélt finnska
óperu- og ljóöasöngkonan Ritva
Auvinen söngskemmtun i Nor-
ræna húsinu, við undirleik
AgnesarLöve. Aöalstarf hennar
mun vera i óperusöng, enda
sóttihún sig i ljóðasöngnum eft-
ir þvi sem á leið tónleikana.
Minnir það á Birgit Nilsson,
sem ekki getur sungið Mózart
með fullkomnun nema hún hafi
beljaö Wagner i a.m.k. 6 klst.
áöur (til aö liðka röddina).
Efnisskráin var þannig upp
byggð, að norrænum tönskáld-
um, YrjöKilpinen (1892-1959) og
Edvard Grieg (1843-1907), var
helgaöur fyrri hlutinn, en hinn
siðari „alþjóölegum mönnum”,
Rachmaninov (1873-1943), Hugo
Wolf (1860-1903) og Richard
Strauss (1864-1949). Að lokum
söng hún tvö aukalög, Svartar
rósir eftir landa sinn Síbelíus,
og ariu úr La Bohéme eftir
Puccini, þvi áheyrendur fögn-
uðu ákaft, þótti færra lagi væru.
Kilpinen er greinilega hiö at-
hyglisverðasta tónskáld, en mér
er sagt að Islendingar hafi
kynnzt honum fyrst að marki
fyrir allmörgum áratugum,
þegar finnsk söngkona hélt sex
tónleika i Gamla biói. bar voru
söngvar Kilpinens ofarlega á
baugi, og söngunnendur i bæn-
um létu sig ekki muna um að
sækja alla tónleikana. Nú voru
fluttir eftir hann tveir flokkar,
annar á finnsku en hinn á
sænsku. Finnski flokkurinn,
Fjallasöngvar viö kvæði eftir
Törmánen, er með hressilegum
náttúruástarblæ eins og tiðkað-
ist hér á landi fyrri part aldar-
innar. þótt liklega sé Kilpinen
betra tónskáld en við gátum
státað af. En seinni flokkurinn,
við kvæöi (á sænsku) eftir Erik
Blomberg, er með allt öðrum
stil, enda eru stórar og hor-
móna-kyntar tilfinningar
þungamiðjan. Sérlega krass-
andi fannst mér siöasta lagiö,
Vem er du? Ritva Auvinen náöi
vel að skapa mismunandi hug-
hrif með söng sinum, i samræmi
við efni og anda söngvanna,
enda hlýtur hún að vera ágæt
leikkona að auki. 1 kynningu
aftan á tónleikaskránni segir:
„Ritva Auvinen hefur óvenju-
mikla hæfileika, hún gæti meö
söng sínum og innlifun fært
Finnlandi nýja vini um heim
allan”.
Nú tóku við söngvar þekktari
skálda, og orðlengi ég það ekki
frekar,að kunnáttumönnum um
ljóðasöng þótti vel takast. Hins
vegar er þvi ekki að neita, aö
salur Norræna hússins er of litill
fyrirsvoraddsterkar konur sem
Auvinen er, jafnvel i ljóðasöng,
enda er henni það vafalaust
daglegt brauð að drekkja heilli
sinfóniuhljómsveit með tóna-
flóði i óperusal.
Agnes Löve hefur veriö af-
kastamikill og öruggur undir-
leikari siðan hún kom heim frá
námi fyrir fáum árum. M.a.
hefur hún leikiö undir æfingum
söngsvéitarinnar Filharmóniu,
og þótt skila þvi vel. Hins vegar
hefur hún ekki alltaf verið hepp-
in með samverkafólk — sumir
þeir sem hún hefur leikið með
hafa varla verið henni sam-
boönir, stundum vegna æsku og
reynsluleysis, en stundum af
alvarlegri ástæðum. En Ritva
Auvinen átti skilinn hinn bezta
tónlist
undirleik, og Agnes Löve lét sitt
ekki eftir liggja.
Stjórn Norræna hússins á
heiður skilinn fyrir framtak sitt
i listum. Ég hygg, að á sinum
tima hafiirauninnienginn vitað
hvað gera ætti við þetta lista-
verk úti i mýri þegar það væri
fullbyggt. En Ivar Eskeland,
fyrsti stjórnandi þess, lagði þá
linu sem eftirmenn hans hafa
fylgt síðan með ágætum
árangri,og nú erNorræna húsið
menningarkjarni i Reykjavik,
þar sem alltaf er eitthvað að
gerast, og menn geta lesið
dönsku blöðin yfir kaffibolla og
með þvi, „likt og úti’i Danmörk
forðum”.
11,9.Sigurður Steinþórsson