Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 13
Miövikudagur 14. september 1977. 13 leika Konsert i G-diir fyrir óbó og strengjasveit eftir Karl Ditters von Detters- dorf, Carlo Zecchi stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Úlf- hildur” eftir Hugrúnu höf- undur les (11). 15.00 Miðdegistónleikar Con- certgebouw hljómsveitin i Amsterdam leikur „Albor- ada del gracioso”, hljóm- sveitarverk eftir Maurice Ravel, Bernard Haitink stj. Sinfóniuhljómsveit Moskvu- útvarpsins, einsöngvararnir Ludmilla Legostaeva og Anatoly Orfenoff og kór flytja Sinfóniu nr. 1 i E-dúr op. 26 eftir Alexander Skrja- bin,-Nikolaj Golovanoff stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunn- arsson kynnir. 17.30 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving sér um tim- anna. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. - 19.00 Frcttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðsjá Umsjónarmenn: Silja Aðalsteinsdóttir og Ólafur Jónsson. 20.00 Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur islenzk lög Valborg Einarsson leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Úr bréf- um Torfa i ólafsdal Asgeir Ásgeirsson les bréf rituð i Kanadaferö fyrir rúmri öld, n — siðari lestur.b. óskin min Valdimar Lárusson les ljóð og visnamál eftir Gunnlaug F. Gunnlaugsson. c. Braut- ryöjandi f sauðfjárrækt Torfi Þorsteinsson bóndi i Haga i Hornafirði segir frd Bjarna Guðmundssyni fyrr- um kaupfélagsst jóra á Höfn. Guðjón Ingi Sigurðs- son les. 21.30 Útvarpssagan: „Vikur- samfélagið” eftir Guðlaug Arason Sverrir Hólmarsson les (5). 22.00 Fréttir 22.15. Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Dægurdvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi Ólafsson leikari les (5). 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Miðvikudagur 14. september 20.00 Frettir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og visindi. Umhverfisvernd i Ameriku, Heilaaðgeröir, Mengunar- varnir i pappirsiðnaði, Raf- gas (plasma) Umsjónar- maður örnólfur Thorlacius. 20.55 Skóladagar (L) Leikinn, sænskur sjónvarpsmynda- flokkur i sex þáttum um nemendur i niunda bekk grunnskólans, foreldra þeirra og kennara. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: 1 skóla i Gautaborg er ein bekkjar- deild sérlega óstýrilát, og eru sumir kennararnir i stökustu vandræöum meö að halda uppi aga. Einkum er þaö trúarbragðakennar- inn. Marianna, sem lögð er i einelti, svo aö hún er hvaö eftir annað komin aö þvi að gefast upp. Ungur forfalla- kennari ræöst við skólann, og virðist hann hafa ýmsar nýjar hugmyndir, sem Katrinu yfirkennara gest vel aö. Þýöandi Óskar Ingi- marsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.55 Gitartónlist (L) Julian Bream og John Williams ' leika einkum gömul lög. 22.00 Dagskrárlok SÚSANNA LENOX heillandi staðfestingu á ævintýradraumum sínum og barnsórum. Það var áreiðanlega þetta óvenjulega í fari hennar, sem hafði laðað Sam að henni, og sá eiginleiki skyldi einnig gera ást þeirra gerólíka hversdagslegu biðli og bindingum í Sutherland. Já, líf hennar hafði ver- ið mjög leyndardómsf ullt til þessa, og þannig var líkleg- ast, að það yrði einnig í framtiðinni. Nóra, sem nú var orðin gömul kona, hafði oft rif jað það upp í áheyrn henn- ar, hvernig Stevens læknir hafði vakið hana fil lífs, þótt ekki hefði annað verið sýnilegt en hún væri dáin, þar sem hún lá á borðinu i setustof unni, eða með öðrum orðum: þar sem hún lá auðsýnilega dáin. Furðuleg fæðing á móti lögum guðsog manna, furðuleg lífgun á móti öllum lög- málum náttúrunnar — já, líf hennar hlaut einnig að verða gagnólíkt lifi flestra annarra. Og hversu mild og veglynd skyldi hún ekki verða við allt þetta kaldrif jaða fólk, þegar þau Sam væru gift! Hún skyldi kenna þvi að blygðast sín f yrir illar hugsanir sinar í garð móður henn- ar og hennar sjálfrar! Sú Súsanna Lenox, sem sat alein við litla borðið við borðstofugluggann og hámaði í sig brauð og smjör og hunang, var sama Súsanna og snætt hafði árum saman þrjá málsverði á dag i þessari stofu, því að geðhöfn manna skapast ekki á einni nóttu. En þó var hún furðu- lega breytt. Hún stóð i fyrsta sinn á vegamótum. Hún hafði gengið undir fyrstu þolraunina, og hún hafði ekki látið bugast, heldur stælt þrek sitt. Þegar hún haf ði matazt, f ór hún út. Hún lagði leið sína í kirkjugarðinn og leitaði þar uppi graf reit ættfólks síns í vestri hvamminum, skammt frá litlu lindinni. i einu horni grafreitsins uxu fáeinir sedrusviðir. Rétt hjá stærsta trénu voru þrjú lítil leiði. Þar hvildu þrjú börn Georgs og Fanneyjar. I skugganum frá sedrusviðunum, næst læknum, var f jórða leiðið — eitt sér spölkorn frá hinum og mjög leyndardómsf ullt í augum stúlkunnar. Á legsteininn var letrað: LÖRELLA LENOX FÆDD 9. MAÍ 1859 DÁIN 17. JÚLí 1879 Tuttugu ára! Augu Súsönnu fylltust tárum. Aðeins of urlitið eldri en Rut var nú— Rut, sem henni og mörg- um öðrum fannst oft vera yngri en hún sjálf. ,,Hún var góð stúlka. Ég veit, að hún var góð," sagði Súsanna við sjálfa siij. Hann var vondur, og fólkið, sem heldur hlifi- skildi yfir honum, en áfellist hana, er vont. En hún var góð!" Hún hrökk við, er hún heyrði þýða og glaðlega rödd Sams hljóma rétt fyrir aftan sig. „Hvað ert þú að gera hér í kirkjugarðinum," kallaði hann. ,, Hvernig vissir þú af mér hér?" spurði hún og roðnaði og fölnaði til skiptis. ,, Ég hef elt þig alla leið heiman f rá þér." Hann hefði getað bætt því við, að hann hefði ekki reynt að ná henni, f yrr en þau voru komin á þann stað, þar sem sizt var manna von. „Hvaða leiði eru þetta?" hélt hann áfram og özlaði þvert yf ir einn grafreitinn og traðkaði jafnvel á sumum leiðunum til þess að komast sem f yrst til hennar. Hún starði á íburðarlausan steininn á leiði móður sinn- ar. Hann fylgdi augnati11iti hennar og las það, sem á steininn var letrað. „Ó, ég bið afsökunar," sagði hann hálf-hundslega. „Mér datt þetta ekki i hug." Hún leitaf legsteininum og framan í hann, mjög háfíð- leg á svip. í barnslegri einfeldni sinni sýndist henni and- lit hans Ijóma af hrifningu. „Þú veizt, hver hún var?" sagði hún. „Ég — ég — ég hef heyrt talað um hana," svaraði hann. „En, Sanna: það breytir engu. Það er svo langt siðan það gerðist og allir eru búnir að gleyma því — og ... „Það var eins og orðin," sem hann var að reyna að stama út úr sér, þyldu ekki augnaráð hennar. „Hvernig hefur þú komizt að þessu?" „Það var verið að segja mér það," svaraði hún. „Og mér var líka sagt, að þú myndir ekki geta borið virðingu fyrir eða gengið að eiga stúlku, sem engan föður ætti. Nei, segðu ekki nei, vinur minn. Ég trúði þessu ekki — eftir allt það, sem við höf um sagt hvort við annað." Sam roðnaði upp í hársrætur og tvísté vandræðalega f rammi f yrir henni. Hann gat ekki einu sinni horft á leg- steininn. „Þetta fólk," hélt hún áfram, „veit ekki, hvað ást er. Heldurðu, að það viti, hvað ást er?" „Sjálfsagt ekki," svaraði hann alveg ráðalaus. Það var naumast, að stúlkan hafði tekið orð hans hátíðlega — og það aðeins meinlaust og hversdagslegt gambur. Nei, hugsaði hann svo, það hlaut að vera þessi koss. Hann hafði heyrt getið um svo einfalt kvenfólk, aó það hélt, að einn koss jafngilti hjúskaparheiti. Hann reyndi að herða upp hugann og líta framan í stúlkuna. ,, En heyrðu, Sanna," sagði hann. „Þú ert allt of ung til þess að bindast einhverjum ákveðnum — og ég er ekki einu sinni hálfnaður með háskólanámið." ,, Eg veit það," sagði hún.,, En þú þarft ekki að óttast, að ég snúi við þér bakinu". Hún var svo falleg og hrífandi, að hann gat ekki að sér gert að taka utan um hönd hennar, þrátt fyrir þá var- kárni, sem honum var i blóð borin. Og snertingin ein svipti hann allri sjálfstjórn. „Ég elska þig," hrópaði hann, og hann tók utan um hana og reyndi að kyssa hana. Hún varnaði honum þess, bliðlega en þó af fullri festu. „Hvers vegna ekki, ástin min?" hvíslaði hann. „Elsk- arðu mig ekki?" ,, Jú," svaraði hún, og augu hennar Ijómuðu, er hún leit f raman i hann.,, En við verðum að biða þangað til við er- um giít. Mér er reyndar sama, hvað fólkið segir, en ég vil ekki að Georg þurf i að blygðast sin f yrir mig." „En eru ekki nokkrir kossar alveg saklausf gaman?" sagði hann. „Að kyssa þig — það er dálítið annað", svaraði hún. „Það er eiginlega sama — sama og gifting." Hann skildi hana. Hún var svo saklaus, að hún gat tal- að um giftingu berum orðum, þótt aðrar stúlkur, sem lifsreyndari voru, hefðu roðnaðaf skömm yf ir svo mikið sem ympra á sliku. Hann sá glöggt, i hvilika hættu hann stofnaði sér. „Ég er bölvaður asni," sagði hann við sjálf an sig, „að vera að flangsa utan í henni. En einhvern veginn get ég ekki stillt mig um það." Og þetta var satt. Hann unni henni eins heitt og piltur á hans aldri getur elskað, og hann hefði gengið að eiga hana, ef smábæjar leg þröngsýni oddoorgaranna í Sutherland og litilmotleg ur hugsunarháttur háskólafélaganna hefðu ekki alið upp i honum þá fordild, sem raun var á. Hann hafði aldrei séð neina stúlku jafn fallega, og hún var svo saklaus og hrein, að hann blygðaðist sin i návist hennar. „Nei, hana get ég ekki haft að leiksoppi," hugsaði hann. ,,Sá óþokki er ég ekki. En það ætti ekki að vera neitt Ijótt, þó að ég elski hana og kyssi hana ofurlitið og geri hana sæla og haminqjusama."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.