Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. september 1977. 11 Myndir og texti Magnús Ólafsson Sameinaðir stöndum við — se^ir Jóhann Salberg Guðmundsson, formaður f j órðungssambands Norðurlands Samkvæmt lögum er höfuB- markmið Fjórðungssambands Norðurlands að sameina sýslu- og sveitarfélög i Norðlendinga- fjórðungi um hagsmunamál sin, og stuðla að þvi að þau komi fram sem ein heild út á við, hvort sem um er að ræða sam- eiginleg hagsmunamál fjórð- ungsins alls eða hagsmunamál einstakra byggðalaga, sagði Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaöur á Sauðárkróki og núverandi formaður Fjórö- ungssambandsins Jóhann hefur starfað lengi að málefnum fjóröungssambandsins, eða allt frá árinu 1958 þegar hann tók við sýslumannsembættinu á Sauðárkróki. Hann þekkir þvi vel til starfs sambandsins bæði áður fyrr, þegar Fjórðungssam- bandið var i raun samband sýslu- og bæjarfélaga á Noröur- landi og eins nú, þegar allar sveitarstj órnir á Noröurlandi hafa fengið beina aðild að fjóröungssambandinu. Þvi var Jóhann spurður hvort sam- bandiðværi öflugra nú.enáður. — Vissulega er það öflugra. Nú sækja fundi þess fulltrúar frá flestum sveitarstjórnum á Norðurlandi og taka virka n þátt i starfinu. Sveitarstjórnarmenn virðast kunna þvi vel að fá tæki- færi til áhrifa á þennan hátt, og þeir virðast vilja veg sam- bandsins sem mestan. Enda héld ég að flestum sveitar- stjórnarmönnum á Norðurlandi sé ljóst, að sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum við. Hvern telur þú mestan ávinn- ing að samtökum á borð við fjórðungssambandið? — Það er erfitt að meta hver er mestur ávinningurinn, eða taka eitt einstakt mál og benda á til að sýna hvar mestur ávinn- ingur hafi orðið af starfi sam- bandsins. En á fundum hittast menn af þessu stóra svæði og ræða þau vandamál, sem við er að eiga og reyna i sameiningu að finna lausn á þeim. Þá er hitt ekki siður mikilvægt i starfi sambandsins að halda ráð- stefnur um hin ýmsu mál, sem ofarlega eru á baugi. Þangað eru fengnir sérfræðingar til að flytja fræðandi erindi, og á slikum ráðstefnum er oft lagður grunnur að ályktunum eða áskorunum, sem siðan eru sam- þykktar á þingum fjórðungs- sambandsins. Með þeim hætti er málum þokaö áfram. Orð eru til alls fyrst og mikilvægt er aö leggja góðan grunn að þeim ályktunum, sem gerðar eru. Fyrir þessu þingi lágu fjöl- mörg mál, bæði frá fjórðungs- ráöiog milliþinganefndum. Auk þess voru sérfræðingar fengnir tilþess að flytja framsöguerindi um fjóra málaflokka. Er slikt málaflóð ekki allt of mikið fyrir þing sem þetta, og væri ekki betra að taka einungis fyrir tvö til þrjú mál og ræða þau betur á þinginu? — Vissulega er erfittað fjalla um svona mörg mál á einum og Johann Salberg Guðmundsson sýslumaður. sama fundinum. En fjórðungs- þingin hafa þróazt i þetta form og vel má vera að æskilegt væri að breyta einhverju. En hitter ástæða til að leggja áherzlu á, að hjá sambandinu eru starfandi fjölmargar milli- þinganefndir i hinum ýmsu málaflokkum. Þessar nefndir vinna mikið og gott starf og undirbúa mál mjög vel fyrir fjórðungsþing. Björn Guömundsson oddviti Gífurleg fólks- fækkun í Kelduhverfi — auka þarf fjölbreytni í atvinnuvali, segir Björn Guðmundsson oddviti Mesta gagnið er af kynningu milli manna, auk þess, sem svona samtök geta áorkað miklu til hagsbóta fyrir Norð- lendinga, sagði Björn Guð- mundsson, oddviti.Lóni i Keldu- hverfi. Hér erum við fyrst og fremst Norðlendingar og slepp- um héraðarig og pólitik, og berjumst sameiginlega. Annars teldi ég heppilegra aö svona þing tækju einungis tvö til þrjú mál fyrirog geröu þeim góð skil i stað þess að vera með sllkan fjölda mála fyrir þinginu og nú er. Þessi mikli málafjöldi verö- ur til þess, að fyrri dagur þings- ins fer allur i framsöguræður og hinir almennu þingfulltrúar veröa ekki virkir fyrr en að þeim loknum og rnálum hefur verið visaö til nefnda. Hvert er brýnasta málið hjá ykkur i Norður-Þingeyjarsýslu um þessar mundir? — Okkar stærsta mál er aö gerö veröi landbúnaöaráætlun fyrir sýsluna. Það er alveg til- gangslaust að gera byggða- þróunaráætlun án þess að taka landbúnaðarþáttinn með, jafn mikilvægur og hann er i sýsl- unni.Tveiraf þremur þéttbýlis- kjörnunum byggjast nær ein- göngu á vinnslu á landbúnaðar- afurðum og þjónustu við sveitirnar og þvf skiptir veru- legu máli fyrir þróun byggðar þar hvernig þróunin i' land- búnaðinum verður. Fækkar fólki stöðugt f sveitunum? — 1 Kelduhverfi hefur ibúum fækkaö um 60manns siðan 1958. Nú eru ibúarnir 190 og enn stefnir i þá átt aö fólkinu fækki. Astæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að atvinna er mjög einhæf i sveitinni. Þar lifa flest- ir á sauðfjárrækt. Aðeins einn bóndi er eingöngu með kúabú- skap, og á þremur eöa fjórum býlum er litilsháttar mjólkur- framleiðsla. Þá er einn bóndi með hænsnarækt en aðrir eru eingöngu i sauöfjárræktinni. Þessu verður að breyta og gera atvinnuvalið f jölbreyttara. An þess verður ekki unnt aö snúa þessari öfugþróun i ibúa- fjölda sveitarinnar við. Hvaða hugmyndir hafið þið helztar um aukna atvinnu? — Það er mjög nauðsynlegt að auka mjólkurframleiðsluna en einnig bindum við miklar vonir við fiskrækt. Það eru mjög álit- Framhald á bls. 19. Atvinnuval í sveitum þarf að auka verulega — því annars grisjast byggðin svo heilar sveitir fara í auðn — segir Aðalbjörn Benediktsson, ráðunautur Þótt erfitt sé að greina á milli hvern þátt landshlutasamtökin hafa átt i mótun byggðastefn- unnar og hvern þátt pólitiskir flokkar hafa haft þar forustu um, er ég sannfæröur um aö Fjórðungssamband Norður- lands hefur haft veruleg áhrif á mótun byggðastefnunnar og knúið á um f jölmörg hagsmuna- mál landsbyggðarinnar, sagði Aöalbjörn Benediktsson ráðu- nauturá Hvammstanga i viötali við Timann. Nú er verulegur árangur kominn i ljós og hlutur landsbyggðarinnar réttur mjög i samanburði við þéttbýliö við Faxaflóa. En hér má ekki láta staðar numið. Jafnframt verð- um við að vera vel á verði að ekki verði brotið niður það sem búið er að byggja upp. Auka landshlutasamtökin á samvinnu milli sveitar og bæjarfélaga i landshlutanum? Ótvirætt hafa samtök á borð við fjórðungssambandið skapað aðstöðu til samstarfs milli bæjar- og sveitarfélaga á Norðurlandi. Þessir aðilar kyr.nast hagsmunamálum og vandamálum hvers annars og minni hætta verður á missætti og misklið. Og iframhaldi af þvi tekst oft samvinna um ýmis verkefni, sem bezt eru leyst meö samvinnu nokkurra sveitarfélaga. Nú ert þú formaöur land- búnaðarnefndar Fjórðungs- sambandsins og mæltir fyrir itarlegum tillögum um land- búnaðarmál hér á þinginu. Hvert er aðalefni þessara til- lagna? — 1 tillögum okkar bentum við m.a. á nauðsyn þess að gera könnun á gildi landbúnaðarins i atvinnulifi þéttbýlisins, bæði á gildi landbúnaðarins i atvinnu- lifi þéttbýlisins, bæði í fram- leiðsluiðnaði úr hráefnum land- búnaðarins og i þjónustugrein- um við landbúnaðinn. Það er mikilsvert að geta bent á stað- reyndir um hve landbúnaðurinn er þýöingarmikill liöur i búsetu manna um allt land. Einnig bentum við á að þótt ekki sé lengur fólksfækkun á Norðurlandi er sifellt að fækka fólki i sveitum og byggðin i sveitarhreppum er sifellt að grisjast. Þar þurfum við að snúa vörn i sókn, þvi að með sama áframhaldi og nú er stefnir óðfluga aö þvi að ekki verður félagslegur grundvöllur fyrir búsetu i mörgum sveitum. Við bentum þvi á nauösyn þess aö gera viðtæka könnun á hvernig hægt sé að auka at- Aðalbjörn Benediktsson ráðunautur. vinnuval I sveitum til að tryggja þar búsetujafnvægi. Hingað til hafa margir veriö nokkuð fastheldnir á þá skoöun að atvinnuval i sveitum eigi að einskoröast viö búskap. En þeir, sem stunda iðnaö eða þjónustu- störf geta fallið mjög vel inn i félagsheildina og breytt aðstæð- um til félagslegra fram- kvæmda. Viða eru komin upp verkstæði i sveitum og á einstaka stað er kominn upp visir að léttum iðnaði. Þessi starfsemi er mjög eftirtektarverö. T.d. gæti léttur iðnaður stuðlað að þvi að eldra fólk, sem vildi láta af bústörf- um, gæti fengið atvinnu við sitt hæfi i sveitinni sinni i stað þess að þurfa að hrekjast i burtu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.