Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 14. september 1977. 17 „Marka- taflan vakti mikla kátínu hjá strákunum — segir Anton Bjarnason, þjálfari Framliðsins, sem mætir Start í UEFA- bikarkeppninni í kvöld SOS — Reykjavik. — Norðmenn eru mjög bjartsýnir á leikinn gegn okkur. Forráðamenn Start komu fram hér i- þróttaþætti i sjónvarp- inu, og i þættinum sögðu þeir, að Fram yrði litil hindrun og róðurinn yrði því auðveldur fyrir leik- menn Start, sagði Anton Bjarnason, þjálfari Fram-liðsins, þegar við ræddum við hann i Kristianssand i gær, en þar mæta Framarar •Start i UEFA-bikar- keppni Evrópu i dag. Anton sagði að æfingaaðstaða væri hlægileg i Kristianssand, sem væri 60 þús. Ibúa borg. — 011 aðstaða á Islandi er miklu betri, sagði Anton. Anton sagði að Framarar hefðu ekki fengið aö æfa á leikvelinum.sem kepptyröi á, þar sem hann væri blautur eftir rigningar, sem hafa veriö i Nor- egi að undanförnu. — Við notuð- um þó búningsklefana á vellinum, en siðan þurftum við að keyra i hálftima, til að komast á æfinga- völl, sem var mjög lélegur. — Völlurinn hér i Kristians- sand tekur um 5 þús. manns og eru trépallar fyrir áhorfendur. Markataflan hefur vakiö mikla kátinu hjá leikmönnum, þvi að hún er litiltafla, þar sem tölustaf- irnir erukritaðirá með krit, sagði Anton. Anton vonaðist þö eftir að völlurinn yrði orðinn góður fyrir leikinn, —Hann verður örugglega orðinn þurr, þar sem nú er sól hér, sagði Anton. — Veröur Framliðið skipað sömu leikmönnum og léku gegn Val i bikarúrsiitaleiknum ? — Já, sömu leikmennirnir munu byrja hér gegn Start. And- inn er mjög góður, og strákarnir eru ákveðnir að leggja hart að sér. Við munum byrja fyrstu 15 min. rólega og leika þá frekar i vörn. Þetta gerum við til að átta okkur á uppstillingunni hjá Start-liðinu, en það er alltaf erfitt að leika gegn liði, sem maður hef- ur ekki séð leika áður. Ég hef trú á þvi að Norðmennirnir leiki 4-3-3 en sú leikaðferð ræður rikjum hjá nórskum liðum, sagði Anton. Fram-liöið, sem leikur i dag, er skipaöþessumleikmönnum: Ami Stefánsson, A^úst Guðmundsson, Simon Kristjánsson, Þórarinn Jó- hannsson.'Sigurbergur Sigsteins- son, Asgeir Eliásson, Gunnar Guðmundsson, Rúnar Gislason, Pétur Ormslev, Kristinn Jör- undsson og Sumarliði Guðbjarts. Leikurinn verður háður snemma i dag, þar sem fljööljós eru ekki á vellinum I Kristians- sand. íþróttiri leikur ekki GEORGE Best mun ekki leika með N-írum gegn íslending- um i HM-keppninni i knatt- spyrnu, þegar þjóðirnar mæt- ast i Belfast 21. september. Danny Blanchflower, einvald- ur n-irska liðsins, var búinn að velja Best i 22 manna hóp sinn, en eftir að Best fór m jög óvænt frá London til Bandarikjanna s.l. fimmtudag, ákvað Blanch- flower aö taka Best úr lands- liðshópi sínum. Þjálfarar komnir til KR og ÍS... Bandarisku körf uknattleiks- leikmennirnirog þjálfarar KR og tS eru komnir tii landsins. Andrew Piazza mun þjálfa og leika með KR-liðinu, en Dirk Dunbar mun leika með tS-lið- inu, sem hefur fengið góðan liðsstyrk, þar sem Kolbeinn Kristinsson tir tR er. JÓHANNES ATLASON. Jóhannes stóð við orð sín JÓHANNES ATLASON, þjálf- ari KA-liðsins á Akureyri, hef- ur staðið viö orð sin — þ.e.a.s. að koma KA-liðinuupp i 1. deild. Jóhannes sagði i viðtali við SPORT-blaöið fyrir knatt- spyrnukeppnistimabiliö: — „Ég hef trú á þvi að við kom- umst upp. Ég hefði ekki komiö til Akureyrar, ef ég hefði ekki haft von um það”. Jóhannes hefur unnið það frækilega afrek að koma Akureyringum tvisvar sinnum upp i 1. deild, á aðeins fimm árum. Hann var þjálfari Akureyrarliðsins (t.B.A.) sem varð sigurvegari i 2. deild 1972, og nú hefur hann visað KA-liðinu veginn upp i 1. deild. Til hamingju Jóhannes! Þegar | ■jP Wm Jgjgj&rv Bftag Valsmenn | rTWrBI ii ' dalsvell inum Þaö verða tveir markakóngar sem mætast á Laugardalsvellin- um á fimmtudagskvöldið, þegar Valur leikur gegn Glentoran i Evrópukeppni meistaraliða. Ingi Björn Albertsson, sem hefur skorað 21 mark fyrir Val I 1. deildar- og bikarkeppninni i sum- ar, og Warren Feeney, sem skor- aði 47 mörk fyrir Glens s.l. keppn- istimabil i N-trlandi. Feeney þessi, sem er 27 ára, er fyrrum leikmaður með Stoke, en hann gerðist leikmaður með GLENTORAN.... mótherjar Vals i Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum á morgun. Glens 1973. Það verður gaman að sjá, hvort Ingi Björn eða Feeney verða á skotskónum. Glens-liðið, sem er i öldudal um þessar mundir, hefur náð mjög athyglisverðum árangri i Evrópukeppni, og nú leikur liðið i fjórtánda skipti á sextán árum i Evrópukeppni. Undanfarin ár hefur árangur liðsins orðið þessi: 1974 náði Glens þeim árangri að komast i 8-liða úrslit Evrópu- keppni bikarhafa. Félagið sló út Vilcea frá Rúmeniu og siðan Brann frá Bergen, en i 8-liða úr- slitunum tapaði liðið fyrir Borussia Monchengladbach frá V-Þýzkalandi — 0:2 og iBelfast og siðan 0:5 i V-Þýzkalandi. Framhald á bls. 19. Fjórir fara til London SOS-Reykjavik — Viö höfum ákveðiö að senda fjóra tug- þrautarmenn tii keppni gegn Bretum og Frökkum sem fer fram á Crystal Palace-leik- vellinum f London um helgina, sagði örn Eiðsson, formaður FRt i stuttu spjalii >við Tim- ann. öm sagöi að þeir Elias Sveinsson, Jón Sævar Þóröar- son, Þráinn Hafsteinsson og Hafsteinn Jóhannesson hafi verið valdir til fararinnar og ÓlafurUnnsteinsson mun vera þjálfari og fararstjóri. — Frakkar og Bretar senda B-lið sin til keppninnar, þar sem beztu tugþrautarmenn þeirra taka þátt i Evrópukeppninni i tugþraut um helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.