Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. september 1977. 3 909 metra langt haf yfir Botnsvog áþ-Reykjavik—Fyrsta desember er gert ráb fyrir ab hleypt verbi rafmagni á linuna, sem veita mun verksmiöjunni á Grundartanga orku. A einum stað verður linan lögð yfir Hvalfjörðinn, nánar til- tekiö yfir Botnsvog, úr MUlahorni yfir i Þyrilsnes. Hafiö sem mun vera eitt hið lengsta sinnar gerð- arhér á landi er 909 metrar. Sitt hvoru megin eru 60 metrar há möstur. Til að byrja með verður linan' rekin á 132 kilóvatta spennu, og á hún að geta flutt með því allt að 50 megavött. Þegar starfræksla málmblendiverksmiðjunnar á Grundartanga hefst, verður spennan aukin i 220 kilóvött, og mun hún þá geta flutt 250 til 300 megavött. Framkvæmd þessier á vegum Landsvirkjunar, en hún er einnig aö byggja, l samvinnu við RARIK tengivirki á Brennimel l Hvalfiröi. Þar greinist linan, og fer þaðan strengur til málm- blendiverksmiðjunnar og f tengi- virkið kemur byggöalinan marg- umtalaða. Aætlaður kostnaður við byggingu linunnar frá Geit- hálsi að málmblendiverksmiðj- unni er um það bil einn miUjarð- ur. — Þegar byggðallnan kemur fæst rafmagn um hana frá Anda- kilsárvirkjun, sagði Agnar Ólsen hjá Landsvirkjun i samtali við Timann. — Þá verður hægt að dreifa rafmagninu til Akraness og inn ströndina. Það verður á- reiðanlega gert I framtiðinni verbi orkuskortur á svæðinu. Kolmunnaveiðar gefa góöa raun — rannsaka þarf betur áhrif hitabreytinga sjávar KEJ — ReykjavJk. 1 gærdag kom skuttogarinn Runólfur með 70-80 lestir af kolmunna til N jarðvikur, og fer aflinn til vinnslu I Garöin- um. Togarinn hefur verið viö Kol- munnaleit á hafsvæðinu vestur af iandinu á vegum Hafrannsókna- stofnunarinnar, og fékkst megnið af þessum afla á Dohrmbanka, tslandsmegin við miðlinuna. Þessi veiðiferö lofar mjög góðu um framhaldiö. Kolmunninn var mjög stór þarna, oft 40-42 cm að lengd, en kolmunninn, sem veiðzt hefur fyrir austan land, er kynþroska yfirleitt ekki nema 29-31 cm að lengd. Þá koma fram við rann- sóknirnar, að hita stig sjávar hefur mikið að segja og auövelt að ná kolmunnanum þegar botnhiti er þetta 3 1/2 — 4 1/2 stig, en þegar kaldara er hækkar fiskurinn sig I sjónum og erfiðara er um vik aö ná honum. Ljóst er, að rannsaka þarf betur áhrif hitabreytinganna og kanna hvenær á árinu bezt er að veiða kolmunnann, en rann- sóknir nú vestur af landinu gefa strax betri raun en sambærilegar rannsóknir út af Austurlandi. Þó er hér aðeins um byrjunarrann- sóknir að ræða, og þvi ekki hægt enn sem komið er að slá neinu föstu. Alþýðusamband Norðurlands: Fleiri orlofshús að Illugastöðum 'AÞ Reykjavík. Að Iilugastöðum i Suður-Þingeyjarsýslu hefur um árabil verið rekið orlofsheimili á vegum verkalýðsfélaga. Alþýöu- samband Norðurlands á jörðina Illugastaöi, en orlofshúsin, sem nú eru 19 að tölu eru I eigu ýmissa verkalýðsfélaga. Húsin hafa að jafnaöi verið fullnýtt yfir sumar- timann.ognotkun þeirra haust og vor hefur farið vaxandi. Alþýðusamband Norðurlands hefur nú ákveöið að gangast fyrir byggingu fleiri húsa, sem reist verða i námunda við hin sem fyrir eru. Útboð varðandi byggingu þeirra hefir þegar farið fram og munu framkvæmdir hefjast nú i haust, og stefnt að þvi að nokkur húsanna verði tilbúin til afhend- ingar fyrst næsta sumar. Ný]u húsin eru smfðuð eftir sömu teikningu og þau sem fyrir eru, en reynslan af þeim eru mjög góð. 1 kjallara eins hússins er starf- rækt verzlun þar sem fást öll helztu matvæli og aörar nauð- synjar. HLUTAFE SAMVINNU- BANKANS AUKIÐ UM 300 MILLJÓNIR KR. áþ-Reykjavik Þegar hafa hlut- hafar Samvinnubankans notað sér forkaupsrétt sinn á hiutabréf- um og keypt hlutabréf fyrir rúm- lega 200 milljónir en samþykkt var á siðasta aðalfundi bankans að auka hlutafé bankans um 300 milljónir. Enn fremur var sam- þykkt að gefa út jöfnunarhluta- bréf að upphæð 100 milljónir, og tvöfalda þar með hlutafjáreign hiuthatanna. Hiutafjáreign bank- ans nam 100 ntiiljónum. Eftir fyrsta september voru hlutabréf- in sem eftir voru selt á almennan markað. — Þegar þessu takmarki er náð, verður hlutafé bankans 500 milljónir, sagði Snæþór Aðal- steinsson, skipulagsstjóri Sam- vinnubankans I samtaJi við Tím- ann i gær. — Fyrir árlð 1976 var greiddur 13% aröur til hluthafa. en þetta hefur fylgt aimennum sparisjóðsvöxtum. Hærri arður en þetta hefur ekki veriö greiddur hjá öðrum bönkum. Astæðan fyrir þessari hluta- fjáraukningu er sú að bankinn hefur staðið I byggingarfram- kvæmdum og talið hefur verið heppilegra að nota eigið fé til þeirra, Mörg útibúa bankans búa við mjög slæman húsakost, en nýtt hús hefur verið reist fyrir aöalbankann. Enn fremur hafa ný bankahús verið byggð i Hafn- arfirði og á Stöðvarfiröi, en hús hafa verið keypt fyrir útibúin I Reykjavik, Keflavik, á Akranesi, Egilsátöðum Patreksfirði, Húsa- vik og i Grundarfiröi. Vöxtur bankans hefur verið ör og viðskiptamönnum hans fjölgaö jafnt og þétt. Viöskiptareikningar við bankann voru 48.487 að tölu viösíðustu áramót. Heildarinnlán i bankanum námu i lok júli 1977 5,5 milljörðum króna. Innláns- aukning varö 1.052 milljónir árið 1976og rúmar900milljónirá fyrri helmingi ársins 1977. Eigið fé bankans nemur um 302 milljón- um króna. Við bankann staria rúmlega eitt hundraö manns. Samvinnubanklnn er nú fjórði stærsti banki landsmanna, næst- ur á eftir rikisbönkunum. Þá má geta þess aö hverjum þúsund króna hlut fylgir eitt atkvæði. Sigurður RE með 1362 tonn — mesti loönuafli af einum bát KEJ-Reykjavik — Bræla hefur nú verið á loðnumiðunum slðan á mánudagsmorgun, en þá landaði Sigurður RE m.a. 1362 tonnum I Vestmannaeyjum, og er mesti afli sem einn bátur bef- ur boriöað landi af loönu hér viö land. Loðnuaflinn á vertíðinni er nú orðinn um 120 þús. tonn, sem er einum tiu þúsund tonnum meira en á allri loðnuvertiðinni I fyrra, en sumarveiöar voru þá iitlar sem engar. Að sögn Andrésar Finnboga- sonar litur þetta vissulega mjög vel út, en ekkert er hægt að segja um framhaldið. Þrir mán- uöir eru nú eftir, haustmánuð- irnir og mikið getur oltið á t.d. desember einum. Þá má vænta þessaðá næstunni verði löndun- arbiö lengri strax og eitthvað kemur að, fyiiast allar geymsluþrær og þá veröa bát- arnir að biða með að landa. 1 sumar hefur það sama raunar verið uppi á teningnum, en af nokkuð öðrum orsökum. Bræðslustöðvarnar hafa sem sé ekki viljað taka við of miklu til bræöslu I einu vegna sumarhit- anna. A sama tima hafa aðrir bræðslustaðir ekki haft neitt hráefni, en verið langt undan til þess að þaö borgaði sig fyrir bátana að sigla þangað með afla. Þessa dagana hefur loðna verið brædd víöast hvar á land- inu, en austanlands hefur syðst borizt afli til Neskaupstaðar. Norsku kosningunum lauk með jafntefli Vinstriflokkurinn með tvo þingmenn í úrslitaaðstöðu Norsku þingkosningarnar urðu haria sögulegar. Nokkru fyrir þær haföi borgaraflokkunum ver- iö spað sigri en þegar nær þeim dró, þóttu llkur vaxa á þvl aö Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á stórþinginu með til- styrk vinstri sósialista, þótt sýnt væri frá upphafi að hægriflokkur- inn myndi vinna stórlega á. A mánudagskvöldið, er fyrstu atkvæðatölur fóru að berast, höfðu Verkamannaflokkurinn og vinstrisósíalistar yfirburði, og hélt Verkamannaflokkurinn þeim, þótt á atkvæðatalninguna liöi. Aftur á móti drógust vinstri sósialístar aftur út, og var þó lengi liklegt að þeir fengju þrjá þingmenn. En þar kom, aö sýnt var að þeir myndu missa nær alla þingmenn slna, og tók þá að syrta i álinn fyrir Verkamannáflokkn- um. Langt fram eftir nóttu voru horfurá, að Verkamannaflokkur- inn fengi 77 þingsæti og hefði þannig meirihluta á stórþingi með stuðningi eins þingmanns, sem eftir stóð af fyrra þingliöi vinstri sósíalista. Við talningu utankjörstaðaat- kvæða raskaðist þetta, og lék þaö á eitt til tvö hundruö atkvæöum hvort Verkamannaflokkurinn missti einn þingmanna sinna til Kristilega þjóðarflokksins og missti þar með völd i Noregi. Sú varð lika raun á, að Kristilegi þjóðarflokkurinn vann þetta þingsæti með litlum atkvæöa- mun. Niðurstaða kosninganna varð þvi sú. að Verkamannaflokkurinn fékk 76 þingmenn kosna og vinstri sósialistar einn, hægriflokkurinn 42, Miðflokkurinn tólf og Kristi- legi þjóðarflokkurinn 22. Loks fékk Vinstriflokkurinn, sem einu sinni var einn öflugasti stjórn- málaflokkur Noregs, tvo þing- menn kjörna. Úrslit norsku kosninganna urðu þess vegna jafntefli og hafa hvor- ugur meginandstæðinganna, Verkamannaflokkurinn né borgaraflokkarnir þrir, mátt til þess að mynda rikisstjórn. Það veltur i rauninni á Vinstri- flokknum meðsina tvo þingmenn, hvaöa rikisstjórn verður mynduð i Noregi, nema þvi aðeins aö Verkamannaflokkurinn nái sam- komulagi við einhvern borgara- flokkanna þriggja og þá einna helzt miðflokkinn. En um afstöðu Vinstriflokksins er það að segja að formaður hans lýsti þvi yfir I fyrri nótt að hann myndi ekki taka þátt i stjórnarmyndun og gilti það jafnt um borgaraflokk- ana þrjá og Verkamannaflokk- inn. I þessum kosningum unnu bæöi Hægriflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn stórlega á, en vinstri sósialistar guldu afhroð og Miðflokkurinn stórtapaði. Tveir smáflokkar sem komu að mönn- um 1973, misstu nú þingmenn sina, annar þeirra hliðstæður flokki Glistrups I Danmörku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.