Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. september 1977. 9 Útgefandi Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Augiýsingastjóri: Stein- grlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Verð I lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuöi. Blaðaprent h.f. Hverju hrakar mest? Um nokkurra ára bil hefur það verið ljóst að gróðri fer hrakandi á hálendi íslands og ástand afrétta er mjög alvarlegt orðið. Miklar rannsókn- ir hafa þegar átt sér stað á þessum málum, og hafa leitt i ljós iskyggilega gróðureyðingu viða á hálendinu. Það kemur engum á óvart að visu að gróðurriki íslands er mjög viðkvæmt og má vart út af bregða að ekki hljótist alvarleg spjöll af. Það er greinilegt að einn meginþátturinn i þessari alvar- legu öfugþróun er sauðfjárbeitin, en hitt liggur enn sem komið er ekki alveg ljóst fyrir hvort nægilegt mun reynast að stytta beitartima á há- lendi að vori og hausti, meðan gróður er við- kvæmastur, eða hvort beinlinis verður að minnka bústofninn svo að verulegu nemi. Það fer alls ekki á milli mála að hér er um stór- mál að ræða varðandi landvernd, landnýtingu og framtiðarþróun landbúnaðarins. Það er þvi ekki að undra að bændur hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga og hafa fylgzt vel með þeim rannsóknum sem fram hafa farið. Þannig flutti Björn Pálsson á Löngumýri um það tillögu á alþingi þegar 1972 að lög yrðu sett um itölu i alla afrétti, en það er grundvallaratriði i þessum efnum. Nú hafa bændur landsins fyrir skemmstu brotið blað i sögu hagsmunasamtaka á Islandi. Á aðal- fundi Stéttarsambands bænda hurfu þeir frá hinni landlægu kröfupólitik og horfðust i augu við vandamál landbúnaðarins. Þeir tóku ekki undir þann heimtufrekjujarm allra stétta sem hæst lætur venjulega hér á landi. Bændur ræddu um framleiðsluvanda stéttar- innar og ákváðu að bera byrðarnar sjálfir. í sam- þykktum aðalfundarins er kveðið á um verð- jöfnunargjald sem lagt verði á framleiðslu bús- afurða. Þar er og kveðið á um 8% gjald sem lagt verði á innfluttan fóðurbæti og bændum gert að greiða. Loks er i samþýkktum fundarins kveðið á um verðlækkun fyrir framleiðsluauka og um- framframleiðslu landbúnaðarafurða. Þessu hefur Dagblaðið i Reykjavik ekki tekið eftir, enda er þetta jákvæð frétt, gleðiefni. Dag- blaðið vill ekki sjá slikar fréttir eða heyra, að þvi er virðist. í forystugrein Dagblaðsins sl. mánudag er reynt að svivirða gervalla bændastétt landsins með að halda þvi fram að hún ástundi gereyðingu gróðurs á hálendi landsins. Dagblaðið kemst svo smekklega að orði: ,,Dagblaðið vill túlka niðurstöður Ingva Þor- steinssonar á þann hátt að þjóðargjöfin hafi verið notuð til að gera sauðfjáreigendum kleift að láta þjóðina borga meiri landbúnaðarstyrki, niður- greiðslur og útflutningsuppbætur en nokkru sinni fyrr.” Og siðar segir Dagblaðið jafnvel: ,,í reynd hefur hugsjónin verið notuð til hagsmunabralls, og landinu áfram látið blæða út”. Þetta eru óskaplegar ásakanir. Þær eru hróp- legar og standast engan veginn samanburð við staðreyndir málsins, þótt margt standi enn mjög til bóta á þessu sviði. Þessar ásakanir verða að engu þegar höfð eru i huga viðbrögð bænda við vandamálum landbúnaðarins. Málflutningur Dagblaðsins leysir engan vanda fremur en fyrri daginn. Sennilega vill Dagblaðið engan vanda leysa, heldur þyrla upp sifelldu moldviðri um alla hluti. ERLENT YFIRLIT Lýðr æðiss tj ór nir leita stuönings Fellst Efnahagsbandalagið á beiðnir þeirra? ÞRJÚ lönd i Evrópu sækja um aðild aö Efnahagsbanda- lagi Evrópu og fara fram um þessar mundir miklar bolla- íeggingar um það i Brússel, hvort fallizt skuli á beiðnir þeirra. Frá efnahagslegu sjónarmiði er óhagstætt fyrir Efnahagsbandalagið að fall- ast á aðild þeirra, þar sem þau eru öll mikil landbúnaðarlönd, en offramleiðsla á land- búnaðarvörum er eitt mesta vandamál bandalagsins. Bandalagið greiðir nú miklar útflutningsuppbætur til að reyna að draga úr birgðunum, en þrátt fyrir það hlaðast þær upp, en frægastar þeirra er smjörfjallið svonefnda. All- gott dæmi um þetta er það, að fyrir milligöngu fransks fjár- aflamanns, sem jafnframt er kommúnisti, fengu Rússar á siðastl. vetri mikið af smjöri frá löndum Efnahagsbanda- lagsins fyrir aðeins þriðjung þess verðs, sem neytendur þar verða að greiða fyrir það. Flest bendir til, að þetta ástand myndi enn versna ef umrædd lönd, sem eru Grikk- land, Spánn og Portúgal, fengju aðild að bandalaginu. Þrátt fyrir þessa meinbugi, sem eru á aðild þeirra að bandalaginu, hugleiða for- ustumenn þess eigi að siður að fallast á beiðni þeirra. Þvi valda fyrst og fremst pólitlsk- ar ástæður. I öllum þessum þremur löndum hefur ein- ræðisstjórnum veriö steypt af stóli fyrirskömmu, og komið á lýðræðislegu skipulagi i stað- inn, en það er enn veikt i þeim öllum. Yfirleitt er álitið að aðild að Efnahagsbandalaginu myndi styrkja lýðræðið i sessi i þessum löndum, m.a. vegna bættrar efnahagslegrar að- stöðu, sem fælist i aukinni að- stoð frá hinum rikari þjóðum Evrópu, sem nú mynda bandalagið. Valdamenn þeirra, sem nú glima flestir við verðbólgu og kreppu, eru vitanlega ekkert óðfúsir til að axla slikar byrðar. Aðild þeirra gæti hins vegar orðið þess virði, ef lýðræðið i Vest- ur-Evrópu styrktist þar með. GRIKKLAND hefur lengst þessara landa beðið við dyr Efnahagsbandalagsins. Það fékk i upphafi aukaaðild að þvi, og var þá ætlunin, að það fengi fulla aðild, þegar það væri undir það búið eða þegar iðnaður þess væri orðinn fær um að heyja fulla samkeppni við innflutning frá há- þróuðustu iðnaðarrikjum Evrópu. Eftir að herforingj- arnir brutust til valda i Grikk- landi fóru forustumenn Efna- hagsbandalagsins sér mjög hægt i öllum viöræðum við Grikki um þessi mál, enda Adolfo Suarez ekki ætlun þeirra að veita Grikkjum fulla aðild meðan einræðisstjórn færi þar með völd. Þetta breyttist haustið 1974, þegar herforingjastjórn- in varö að láta af völdum og Karamanlis tók við stjórnar- forustunni að nýju. t þing- kosningum, sem efnt var til nokkru siðar, fékk flokkur Karamanlis sterkan þing- meirihluta. Karamanlis hefur farið með stjórn siðan og tek- izt allveg á margan hátt, en hann er kominn um sjötugt og óvist hvað hann endist lengi. Sitthvað bendir til, að flokkur hans geti klofnað, þegar hans nýtur ekki lengur við, og þá myndist að nýju sú pólitiska ringulreið sem oft hefur orðið lýðræðisskipulagi að falli i Grikklandi. Minni hætta er talin á þessu ef Grikkland væri orðið aðili að Efnahagsbanda- laginu áður en Karamanlis sleppir st jórnartaum num. Orugg trygging er það samt ekki. ÞÓTT staða lýðræðisins sé þannig ótrygg i Grikklandi, er hún sizt tryggari i Portúgal eöa á Spárii. í þingkosningun- um, sem fóru fram i Portúgal i fyrra urðu sósialistar stærsti flokkurinn og fengu 35% at- kvæðanna, en frjálslyndi flokkurinn fékk 24%, ihalds- flokkurinn 16% og kommún- istar 15%. Að loknum kosning- unum myndaði Soares, leiðtogi sósialista, minnihluta- stjórn þeirra og hefur hún farið með völd síðan og aðal- lega notið stuönings frjáls- lynda flokksins. Stjórn Soares gekk sæmilega i fyrstu en siðar hafa vandamálin hrannazt upp og staða stjórnarinnar veikzt að sama skapi. Staða stjórnarinnar er þvi veikog næsta óvísl hvað tekur við. ef hún fellur. úti- lokað er ekki, að herinn sker- ist þá i leikinn að nýju. Soares gerir sér vel ljósa þessa veiku stöðu lýðræðisins i PortUgal. Fyrr i sumar heimsótti hann höfuðborgir allra Efnahags- bandalagsríkjanna og var er- indi hans að biðja þær að hraða inngöngu Portúgals i Efnahagsbandalagið, þvi að það myndi verða lýðræðislegu stjórnarfari i Portúgal mikill styrkur. Þótt sæmilega hafi þeim gengið Jóhanni Karli konungi og Adolfo Suarez forsætis- ráðherra að færa stjórnar- hættina á Spáni í lýðræðis- legra form, fer fjarri þvi að lýðræðið sé orðið traust i sessi þar. 1 þingkosningunum sem fóru fram 16. júni siðastl., fékk Miöf lokkabandalagið, sem Suarez veitir forustu mest fylgi eða 34% atkvæðanna og 165 þingsæti, en sósialistar komu næstir meö 28.5% at- kvæðanna og 118 þingsæti. Kommúnistar voru i þriðja sætimeð9.l% atkvæðanna og 20 þingsæti og i fjórða sæti ihaldsflokkurinn undir forustu Fraga með 8.2% og 17 þing- menn. Minni flokkar skiptu á milli sin um 30 þingsætum og var þar aðallega um flokka að ræða sem berjast fyrir sjálf- stjórn vissra héraða. Eftir kosningarnar myndaði Suarez minnihlutastjórn Miðflokka- bandalagsins með stuðningi sumra sm áflokkanna. Sú stjórn er mjög veik, þar sem Miðflokkabandalagið saman- stendur af ýmsum meiri og minna ólikum smáflokkum og getur klofnað hvenær sem er. Orðrómur gengur þvi um, að Suarez stefni að því að mynda samsteypustjórn Miðflokka- bandalagsins og sósíalista en þeir siðarnefndu eru taldir tregir til sliks, en verða þó sennilega að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að ella sé hætta á glundroöa sem geti orðiö lýðræðinu að faili. Suarez er um þessar mundir að fara i slóð Soares og heim- sækir höfuðborgir Efnahags- bandalagsrikjanna í þeim erindum að fá þær til að fallast á aðild Spánar að bandalag- inu. Hann telur aðildina væn- lega til þess að tryggja lýö- ræðislega stjórnarhætti á Spáni, en ella séu þeir í hættu. Þ.Þ. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.