Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.09.1977, Blaðsíða 10
10 Miövikudagur 14. september 1977. Rætt við fulltrúa á Fjórðungsþingi Norðlendinga FERJA ER OKKUR JAFN MIKILVÆG OG VEGUR ER ÖÐRUM — segir Björgvin Jónsson oddviti í Hrísey Þaö er mjög gott aö gefa sveitarst jórnarmönnum af Noröurlandi kost á að koma saman árlega, sagöi Björgvin Jónsson oddviti i Hrisey. Þannig gefst mönnum kostur á að bera saman bækur sinar og læra hver af öörum. Jafnframt er á slikum þingum samþykktar fjölmargar ályktanir, sem siöan er unnið að að koma áfram i gegnum stjórnkerfiö. Þá má ekki gleyma þvi aö á Fjóröungsþingum eru flutt fjöl- mörg fræösluerindi sem geta oröiö sveitarstjórnarmönnum aö góöu gagni. Hvaö er stærsta málið hjá vkkur i Hrisey um þessar mundir? — Viö erum að ber jast í þvi aö fá nýja ferju. Gamla ferjan er oröin yfir 20 ára gömul og þjón- arengan veginn þörfum okkar i dag. Viö teljum aö þessa ferju eigi rikissjóöur aö skaffa okkur, þvi ferjan er okkur jafn mikilvæg og vegur er öörum byggöalög- um. Rætt hefur veriö um aö kaupa skip af skipasmiöastöö- inni Bátalóni i Hafnarfiröi og var kaupverö þess áætlaö um 69 millj. kr. sl. vor. Siöan fer þaö eftir fyrirgreiöslu rikissjóös hvort af þessum kaupum verö- ur. Er hugmyndin aö geta flutt bila meö þessari ferju? — Þaö mál er ekki beint á döf- inni, þóttýmsirtelji aö æskilegt væri að koma eins og einum fólksbil meö i ferö. Þaö er ekki brýn þörf á að hafa fólksbila i eynni. Vegalengdir eru stuttar og fólk fer gangandi i vinnu sina. En fjölmargir Hriseyingar eiga bila upp á Arskógsströnd og nota þá þegar þeir ferðast á landi. Er mikil atvinna f Hrísey? — Hjá okkur er næg atvinna árið um kring. Aöalvinnan er I kringum frystihúsið, en einnig vinna allmargir ýmiss konar þjónustustörf og 6-8 menn vinna i byggingariönaöinum áriö um kring. Hjá okkur eru miklar byggingarframkvæmdir á okk- ar mælikvarða. Smiöi á þremur leiguibúöum er aö hefjast nú og mikiö er um aö einstaklingar byggi sér hús. Þá er von okkar að á næsta ári geti hafizt bygging á iþrótta- og félagsheimili. Viö fengum byrjunarfjárveitingu til þessa verks i fyrra og eru teikningar nú að verða tilbúnar. Hvaö eru margir ibúar I eynni? I Hrisey eru nú um 300 ibúar og hefur ibúafjöldinn staðiö i staö um fjölda ára. Þó nokkur hreyfing er þó á og er mjög al- gengt aö 10til20manns flytji frá eynni ár hvert, en álika margir koma þá til okkar i staðinn. Að endingu má geta þess aö mannlif er gott i Hrisey. Þar er mikiö félagslif og kemur til meö aö aukast ef viö komum upp iþrótta- og félagsheimilinu. Þá erum við meö hugmyndir aö koma upp golfvelli og nauösyn- legteraö gera iþróttavöll, sagöi Björgvin Jónsson, oddviti i Hrisey aö lokum. Björgvin Jónsson oddviti i Hrisey llalldór Benediktsson oddviti Fjalli Ég tel samtök á borö við Fjóröungssambandiö vera til rr.ikilla bóta, sagöi Halldór Benediktsson, Fjalli i Seylu- hreppi i Skagafiröi. A fundum þess gefst sveitarstjórnar- mönnum kosturá aö kynnast og bera saman bækur sinar og benda á leiöir til lausnar á ýmsum vandamálum. A sama hátt er Samband islenzkra sveitarfélaga mjög nauösyn- legur tengi- og kynningarliöur milli sveitarstjórna i landinu. Getur þú nefnt eitt mál ööru fremur, sem brennur á sveitar- stjórnarmönnum um þessar mundir? — Viö sveitarstjórnarmenn erum almennt mjög óánægöir meö lagabreytinguna sem gerð var i fyrravetur og fjallaði um breytingu á kostnaöarskiptingu milli rikis og sveitarfélaga. Þar voru álögur lagöar á sveitar- félögin, en þau fengu of litlar tekjur á móti. Þá er ekki siöur mjög slæmt hve þessi lög komu misjafnt viö hin ýmsu sveitar- félög. Semdæmi getég nefnt, aö nú eiga sveitarfélög aö sjá al- fariö um viöhald skólamann- virkja. Þeir hreppar, sem aö skólanum hér i Varmahlíö standa, sleppa þvi mjög vel, þar sem viö erum með nýjan skóla, sem vart veröur mikiö viöhald á. önnur sveitarfélög sem hafa gamia og lélega skóla fara hins vegar mjög illa út úr þessu, þvi þar er viöhaldið mikið. Eru margir hreppar, sem Barnmargt er í Seyluhreppi — vaxandi byggð í Varmahlíð Rætt við Halldór Benediktsson, oddvita standa aö skólanum hér I Varmahliö? — Þaö eru 11 hreppar, sem eiga þennan skóla. Nú er búiö aö byggja upp fyrsta áfanga skól- ans, og þessa dagana er verið aö ganga frá þessari byggingu. Siöastliöinn vetur var kennt i húsinu og voru þá 170 nemendur hér i skóla. Siöastliðinn vetur var auk skyldunáms, kennt i 10. bekk en þaö var eingöngu vegna þess aö nægjanlega margir sóttu um skólavist i þeim bekk. 1 vetur veröa nemendur, sem ætla i 10. bekk hins vegar aö fara i burtu til náms. Hvernig lizt þér á kröfu fræösluyfirvalda i Reykjavfk þessefnis.aö sveitarfélög út um iand greiði skólakostnaö ungl- inga, sem þangaö vilja sækja nám? — Af þessari kröfu hef ég al- varlegar áhyggjur. Verði gengizt inn á þessa kröfu nú er vist aö kröfugerö Reykvikinga mun aukast. En sveitarstjórnir út um land eru I klemmu. Ekki vill neinn standa i vegi fyrir aö unglinar af landsbyggöinni auki viö menntun sina, en þar eru skólar ekki nægjanlega margir né fjölbreyttir. Búa margir i Seyluhreppi? — Ibúar i hreppnum eru nú 268. Þar af eru 78búsettiri þétt- býliskjarnanum Varmahliö. Við erum rikir af börnum hér i Seyluhreppi og eru þau nú 98. Gjaldendur til sveitarsjóðs eru hins vegar fáir, eða um hundraö. Hvernig ganga samskiptin milli þéttbýliskjarnans i Varmahliö og sveitarinnar I kring? — Samskiptin eru mjög góö, þótt vissulega séu sjónarmiö á ýmsum málum nokkuö misjöfn. Okkar aöalvandamál i sam- bandi viö hverfiö er að byggöin hefur ekki veriö nægjanlega vel skipulögð frá upphafi. Einnig háir það okkur aö hreppurinn á ekki landið, sem þéttbýliskjarn- inn stendur á. Eru uppi áform um aö auka atvinnulifiö i Varmahllö? — Viö höfum mikinn áhuga a' að svo veröi. Hreppurinn hefur keypt þriggja hektara lóö úr Viöimelslandi og eru þar hafnar framkvæmdir viö byggingu iön- aöarhúsa. Þar er veriö að byggja bifreiðaverkstæöi en auk venjulegra viðgeröa veröur þar unniö að bifreiðayfirbyggingum og sprautun. Von okkar er sú aö fleiri iðnaöarmenn hafi hug á að koma til okkar og byggja yfir starfsemi sina. Lóöirnar höfum við til reiöu, og að okkar mati eru iönfyrirtæki sérlega vel sett hér i Varmahlið. Nýi skólinn í Varmahliö er glæsileg bygging. Þar nema börn úr ellefu hreppum Skagafjaröar. Tfmamynd MÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.