Tíminn - 17.09.1977, Síða 2

Tíminn - 17.09.1977, Síða 2
2 Laugardagur 17. september 1977 Norræna fimleika- meistaramótið Eins og kunnugt er, sendi Island sinn fyrsta þátttakanda á Noröur- Berglind Pétursdóttir. landameistaramtít í nútimafim- leikum fyrir skömmu. Berglind Pétursdóttir keppti þar, og gekk henni framar öllum vonum. t fyrsta sæti varð Anna Jansson, Sviþjóð, i öðru varð Lena Smith, Sviþjóð og i þriðja Leila Jaaskelainen, Finnlandi. Með þátttöku i þessu móti hefur verið rudd braut fyrir niitimafim- leika á íslandi. Dagana 24. og25.sept. n.k. mun F.S.I. halda námskeið fyrir þjálf- ara, kennara og áhugafólk f nú- timafimleikum f íþrtíttahúsi Kennaraháskólans. Kennd verða 1. stigin i öllum áhöldum fsænsku stigakerfi, sem notað er annars staðar á Norður- lmdurn. Kennári verður Dana Jtínsson, ogmun húneinnig undirbúa dtím- ara eftir sama kerfi. Þátttaka óskas t tilkynnt til skrifstofu F.S .1. fyrir 21. sept. Ferðir strætisvagna á Ártúnshöfða tillaga Kristjáns Benediktssonar Kás-Reykjavik A síðasta fundi i borgarstjórn sem haldinn var sl. fimmtudag, flutti Kristján Bene- diktsson borgarfulltrúi tillögu um strætisvagnaferðir I Artúnshöfða, en i henni segir m.a., að borgar- stjórn feli stjórn og forstjóra S.V.R. að koma þvi strax í fram- kvæmd,að iðnaðarsvæðinu á Ar- túnshöfða verði komið I samband við strætisvagnakerfi borgarinn- ar og teknar verði upp fastar á- ætlunarferðir strætisvagna i og til þessa hverfis. I greinargerð sem fylgir tillög- unni segir: „Eins og kunnugt er, þá er stærsta samfellda iðnaðar- svæði i borginni á Ártúnshöfða. Þetta hverfi hefur verið að byggjast siðasta áratuginn og verður senn fullbyggt. A þessu svæði munu nú vera á annað hundrað fyrirtæki með um 30000 starfsmenn. Augljóst er að um- ferð til og frá þessu hverfi hlýtur Blaðið íslenzk réttarvernd segir: FJÖLDIISLENDINGA NÝTUR EKKI MANN- að vera mikil, þegar viðskiptaað- ilar bætast við þann fjölda, sem þar starfar. Fyrir ári voru stofnuð samtök þeirra aðila, sem eiga og reka fyrirtæki á Artúnshöfpa. For- maður þessara samtaka hefur kvatt sér hljóðs i Morgunblaðinu. Telur hann, að þetta hverfi hafi orðið hornreka hjá borginni að þvi er ýmsar framkvæmdir varð- ar. Nefnir hann i þvi sambandi fjögur atriði: Malbikun gatna hafi setið á hakanum, götulýsing sé alls ófullnægjandi, akstursleið- ir inn og út úr hverfinu nánast lifshættulegar, engar strætis- vagnaferðir séu til þessa hverfis. Allt eru þetta atriði, sem yfir- völd borgarinnar geta ekki skotið sér undan að taka afstöðu til og bera ábyrgð á. Tillaga þessi fjall- ar einungis um einn þátt þessa máls.” Á fyrrnefndum borgarstjórnar- fundi flutti Magnús L. Sveinsson breytingartillögu við tillögu Kristjáns Benediktssinar og var Kristján Benediktsson hún á þá leið, að forstjóra S.V.R. yrði falið að bæta samgöngur við Artúnshöfpa i samráði við sam- tök iðnrekenda þar. Meirihluti borgarstjórnar sam- þykkti breytingartiilögu Magnús- ar. 1 viðtali við blaðið i gær, sagði Kristján Benediktsson, að nokkuð hefði áunnizt þótt tillaga sin hefði ekki náð fram að ganga. Að visu væri breytingartillagan ekki eins afgerandi en þó skref i rétta átt. KREPPT AÐ FLU GLEIÐUM RÉTTINDA í REYND Samtökin tslenzk réttarvernd gefa annað veifiö út samnefnt blað, og er i siðasta tölublaði fjallað um það misrétti, sem við- gengst I Islenzku þjóðfélagi, lang- oftast án þess að það komi nokk- urn tíma upp á yfirboröið, þar eð þaö er ekki „spennandi viöfangs- efni blaðamanna eða litrikt og æsandi lesefni fyrir atburöa- þyrsta almenning”. Meðal annars segir um þetta: „Og hverjir eru það svo, sem verða fyrir þessu misrétti? Það eru fátæklingarnir, og þeir skipta þúsundum meðal okkar og allt i kring, hvar sem litið er. Þetta er fólkið sem á i sifelldu striði með peninga, fólkið, sem getur ekki borgað simareikninginn sinn á réttum tima, fólkið, sem ekki hefurefni á að fara tiltannlæknis, og fólkið, sem aldrei getur leyft sérneittsérstakt, án þess að leiða yfir sig viðbótarvandræði ofan á allthitt. Þetta eru nútima-fátækl- ingar þjóðfélagsins, og þessi nú- tima-fátækt er gróðrarstia flestra þeirra félagslegu meinsemda, sem hrjá þjóðfélag okkar og ógn- ar þvi félagslega og stjórnarfars- lega öryggi, sem þjóöinni er nauðsynlegt. Það er úr þessari gróðrarstiu núti'ma-fátæktar, sem flest alvar- legustu vandamálin spretta i samskiptum manna á milli. Þaðan koma taugasjúklingarnir, kverúlantarnir, alkóhtílistarnip, rónarnir og allir hinir, sem dag- lega þjást af llfsleiða og hatri til alls og allra. Þaðan kemur fólkiö, sem daglega er að gefast upp á lifsbaráttunni, og sér ekkert fram undan nema svartnætti og von- leysi. Þaðan kemur fólkið, sem stanzlaust verður fyrir aðkasti annarra og aldrei getur staðið á rétti sinum i samskiptum við „góðborgarana”. Þetta er lán- lausa fólkið i þjóðfélaginu, sem allir lita niður á, fólkið sem ekki nýtur almennra mannréttinda i reynd”. Minnis- pening- ur Iðn- kynn- ingar Kás-Reykavik. I tilefni Iðnkynn- ingar i Reykjavik, sem hefst n.k. mánudag og stendur til 2. októ- ber, hefur Is-spor h.f. ákveðið að gefa út minnispening. Peningurinn er úr bronsi, 4 sm i þvermál. Aðeins verður um tak- markað upplag a) ræða, þannig að enginn peningur verður fáan- legur hjá framleiðanda að Iðn- kynningu i Reykjavik lokinni. Minnispeningurinn verður til sölu á Iðnkynningu I Laugardals- höll og i happdrættishúsi Iön- kynningar i Lækjargötu. Minnispeningarnir kosta 1,200 krónur og veröa númeraðir frá 101. Sýnishorn af minnispen- ingi Iðnkynningar I Reykjavik. áþ-Reykjavik — Eins og komið hefur fram I fjölmiðlum var stofnað I Bandarikjunum flugfé- lag sem býður uppá mjög ódýr flugfargjöld milii Bandarikjanna og Englands. Samkvæmt auglýs- ingu sem birtist i brezka dagblað- inu Daily Newsi i gær hefur flug- félagið reglulegar áætlunarferðir þann 26. september. Flugfar frá Londin og til baka kostar einungis 103 dollara en fargjald frá Kefla- vik til New York og til baka aftur með Flugleiðum er 306 dollarar. Þá er fargjaldið frá Keflavik til London og til baka aftur 233 doll- arar. Þetta fyrirtæki hlýtur aö koma til með að taka eitthvað af okkar viðskiptum sagði Alfreð Eliasson, einn af forstjórum Loftleiða. — Hins vegar keppa mörg af amer- isku félögunum við þetta félag. En við verðum bara að sjá til með þróunina eftir að félagið byrjar. Samkvæmt ofangreindu getur farþegi, sem ætlar til Bandarikj- anna farið með Flugleiðum til London og með bandariska flug- félaginu til New York. Hins vegar mun viðkomandi ekki græða neitt á fyrirtækinu, en viðbótarkostn- aður gæti numið um það bil sex þúsund krónum. Starts Sept. 26 Non~stop DC-lOs. 345 seats ovailable every day. For more informotion call: (212)995-211^ 8*rvlc» M»rk ol Uk«r Alrwiyi LlmlWd. llCiÍÍS'í *|" rjojm up r»v(c • tókér Airways Limrtat* KO. Box I, JFKAirporl, Jámafca,V.V.fI4áO DAGUR DÝR- ANNA 1977 SKJ-Reykjavlk. — 18. september er dagur dýranna. Að þessu sinni er hann helgaður villtum dýrum. tslendingum hættir til að van- meta það gildisem villidýrin hafa og þann rétt sem þau eiga til landsins. . Hér eiga fleiri rétt til landsetu en hinir tvifættu herrar sköpun- arverksins og þau dýr, sem þeir nýta sér beint til lifsviðurværis. Þar sem hagsmunir dýra og manna rekast á, er það undan- tekningarlitið maðuónn. sem hefur betur i viðureigninni. Friðunarlög eru að þvi er virð- ist sett af nokkru handahófi. Ýmsar tegundir eru alfriðaðar eins og æðarfugl, en hann drukkn- ar þó I hundraðatali af manna- völdum I grásleppunetum. Is- lendingar fóðra svartbakinn gengdarlaust á sorpi og fiskúr- gangi, en siðan er varið miklum tima og fé til að fækka honum. Stjóm Sambands dýravernd- unarfélaga á Islandi skorar á yfirvöld að láta fara fram ná- kvæmar rannsóknir á mýrum og votlendi, áður en slik svæöi eru þurrkuð. Einnig er þeim tilmæl- um beint til forráðamanna, að fundin verði lausn á vandamáli þvi, er lélegur frágangur á sorpi og fiskúrgangi veldur. Stjórn Sambands dýravernd- unarfélaga Islands hvetur lands- menn til að virða rétt villtu dýr- anna i landinu og gera þeim land- ið ekki óbyggilegt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.