Tíminn - 17.09.1977, Síða 17

Tíminn - 17.09.1977, Síða 17
Laugardagur 17. september 1977 17 |íþróttir| Tony Knapp velur 16 leikmenn til N-írlandsferðar Jóhannes, Ólafur, Viðar og Einar bætast í HM-hópinn frá leikjunum i Hollandi og Belgiu SOS-Reykjavik. Tony Knapp, landsliðsþjálfari I knattspyrnu, og félagar hans f landsliðsnefnd- inni, hafa nú útnefnt 16 leikmenn, sem fara til Belfast og leika þar gegn N-lrum i HM-keppninni á miðvikudaginn kemur. Jóhannes Eðvaldsson hefur verið valinn I hópinn, þar eð miklar likur eru á þvi að hann fái fri hjá Celtic til að skjótast frá Glasgow yfir til Bel- fast til að leika með landsliðinu. Þrir aðrir nýjir leikmenn bæt- ast við HM-hópinn, frá landsleikj- unum gegn Hollandi og Belgiu — það eru FH-ingarnir Viöar Hall- dórsson og Ölafur Danivalsson, ásamt Einari Þórhallssyni úr Breiðabliki. Landsliðshópurinn mun ekkert æfa fyrr en á mánudagskvöldiö — þá i Belfast, vegna þess að nú eru aðeins 6 af landsliðsmönnum okk- ar hér heima, þeir Sigurður Dagsson, Atli Eðvaldsson, Einar Þórhallsson og FH-ingarnir Jan- us Guðlaugsson, Viðar og ólafur. Aðrir leikmenn eru erlendis — EINAR ÞÓRHALLSSON leikmenn Fram og Akranes eru nú i London. 16 manna landsliðshópurinn er skipaður þessum leikmönnum: Markverðir: Sigurður Dagsson, Val Arni Stefánsson, Fram. Varnarmenn: Ólafur Sigurvinsson, Vestm.ey. Marteinn Geirsson, Royale Union ÓLAFUR DANIVALSSON Janus Guölaugsson, FH Viðar Halldórsson, FH Jóhannes Eövaldsson, Celtic Jón Gunnlaugsson, Akranesi Einar Þórhallsson, Breiöabliki. Miðvallarspilarar: Guðgeir Leifsson, Tý Atli Eðvaldsson Val Arni Sveinsson, Akranesi Asgeir Eliasson, Fram. Mörkin sex, sem Framarar vilja gleyma l:0...sjálfsmark Framara. Þórarinn Jóhannsson og Sigurbergur Sigsteinsson sjást hér reyna að bjarga á marklinu. 4:0...og aftur er það Helgi Haugen sem skorar, af stuttu færi. 2:0...Helge Skuseth sést hér senda knöttinn framhjá Sigurbergi og i netið. 5:0...Svein Mathiesen skorar úr vftaspyrnu, sem dæmd var á Sigurberg, fyrir að bjarga á linu með hendi. , _ -“i VIÐAR HALLDÓRSSON Sóknarmenn: Matthias Hallgrimsson, Halmiu Kristinn Björnsson, Akranesi Ólafur Danivalsson, FH ólafur Sigurvinsson er nú i Belgiu, þar sem hann er i sumar- frii — hann æfir þó með Standard Liege. Guögeir Leifsson er i Bel giu, við æfingar hjá umboðs- manni sinum, sem er Umgverji Guðgeir biður eftir þvi að komast á samning hjá einhverju erlendu liöi. Það er greinilegt að róðurinn verður þungur hjá landsliðinu i Belfast — litil samæfing verður hjá þvi fyrir þennan þýðingar- mikla leik, þar eð t.d. leikmenn Fram og Akraness spóka sig á götum Lundúna þessa dagana. JÓHANNES EÐVALDSSON.... mun að öll- um Hkindum fá fri hjá Celtic til að leika i Belfast. Þróttarar mæta KA í Laugardal — berjast um sigursætiö í 2. deild Mikið um feröalög í 2. deildar keppninni næsta sumar Þróttur frá Reykjavik og KA frá Akureyri leika á Laugardalsvell- inum I dag ki. 2, og er ieikurinn mjög þýðingamikili fyrir liðin, því að það lið sem ber sigur úr býtum, tryggir sér sigur i 2. deildar keppninni i ár. Það má búast viö fjörugum leik, þegar þessir nýju 1. deildar kándidatar leiða saman hesta sina, en eins og menn vita, munu Þróttur og KA leika i 1. deild næsta sumar. Þór frá Akureyri og KA féllu niður I 2. deild, en úr 2. deild féllu Selfoss og Reynir frá Arskógs- strönd. Austri frá Eskifirði hefur tryggt sér sæti í 2. deildar keppn- inni, og i dag leika Fylkir frá Reykjavik og Selfoss um hitt sæt- ið I 2. deild, sem er laust. Fylkir getur ekki leikið með sitt sterk- asta liö, þar eð 8 af leikmönnum liðsins eru farnir til Spánar. Það verður mikið um feröalög i 2. deildar keppninni á næsta keppnistimabili þvf að liðin sem leika þar eru frá Isafirði, Nes- kaupstað, Eskifirði, Húsavik Hafnarfirði, Reykjavik.Sandgerði og Akureyri, og fastlegá má búast við að Siglufjarðarliðið bætist i þennan hóp. 3:0...Helge Haugen skorar hér örugglega með föstu skoti. 6:0...Svein Mathiesen kórónar stórsigur Start, með þvi að senda knöttinn framhjá Arna Stef- ánssyni. Handknattleiksvertíðin að hefjast: FH FÆR VAL í HEIMSÓKN islandsmeistarar Vals og Bik- armeistarar FH i handknatt- leik, sem keppa fyrir hönd ts- lands I Evrópukeppninni I vet- ur, leiða saman hesta sina i iþróttahúsinu I Hafnarfirði á sunnudagskvöldið, en þá leika liðin fyrri leik sinn I Meistara- keppni H.S.l. Bæði liðin hafa æft mjög vel að undanförnu — u.þ.b. 4-5 sinnum i viku enda eru þau byrjuð að undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina af fullum krafti. órn Hallsteinsson þjálfar FH-liðiö, sem leikur nú með marga unga nýliöa. Gunnsteinn Skúlason þjálfar Vals liðið, sem hefur margar stórstjörnur I sinum herbúð- um. Leikurinn hefst kl. 20 annað kvöld i Iþróttahúsinu I Hafnar- firði og verðurgaman að fylgj ast með þessum fyrsta stór- leik ársins I handknattleik.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.