Tíminn - 27.09.1977, Blaðsíða 8
8
Þriðjudagur 27. september 1977
Forsendur menningar á Vesturlöndum:
Festa - Vizka - Fegurð
Góðir áheyrendur,
nemendur, kennarar og annað
starfsfólk Fjölbrautaskólans i
Breiðholti.
I
Ég vil i upphafi bjóða ykkur öll
velkomin til þessarar skölasetn-
ingarathafnar hér i BUstaða-
kirkju mánudaginn 12. september
1977. Þaö er nú i þriðja sinn aö
Fjölbrautaskólinn i Breiðholti er
settur og i fyrsta sinn að skóla-
setningin fer fram utan veggja
skólans, i helgidóminum hér i
Bústaðakirkju. Tvær ástæöur eru
fyrir þessu fráviki frá fyrri fram-
kvæmd. Hin fyrri er sú að fjöldi
nemenda, kennara og annars
starfsliðs Fjölbrautaskólans i
Breiöholti er nú slikur að engin
salarkynni f skólanum sjálfum
rúma eöa gera mögulegt að kalla
á einn stað svo að ná megi eyrum
allra. Hin ástæðan lýtur aö vali
þessa staöar þar sem viö nú kom-
um saman til skólasetningarinn-
ar, Bústaðakirkju, en hún er svo
sem kunnugirvita ennþá eiginleg
sóknarkirkja ibúa Breiðholts-
hverfanna meðan helgidómur er
ekki risinn af grunni i þeirri fjöl-
mennu byggð. Skóli og kirkja eru
i vitund þess sem hér talar tveir
hornsteinar menningar og sam-
félags islenzku þjóöarinnar, tvær
stofnanir sem varða eiga veg
hennar til framfara, lifstrúar og
mannbóta. Þvi spurningin sem
borinerfram i skólasálminum al-
þekkta á fullan rétt á sér.
Ef sáðland þarfnast sólar
að signist geislum stráð,
hve mega menntaskólar
þá missa guðdóms náð?
Megi náð þeirrar forsjónar er
við vitum æðsta og háleitasta
hvila yfir skólastarfi Fjölbrauta-
skólans i Breiðholti á skólaárinu
sem framundan er, skólaárinu
1977-1978. Megi þessi helgidómur
sem við komum saman i á fyrsta
starfsdegi skólans leiða huga
okkarað festu, vizkuog feguröen
á þeim grundvallarforsendum
hafa allirhelgidómar verið reistir
i þessu landi hvort sem þeir hafa
verið eöa eru kenndir við kristna
trú eða ekki. Megum við héðan
fara með hugsun þeirra i vitund
er letruðu yfir dyr foms helgi-
dóms hin sérstæðu orð: „Gakk
inn góður — farðu betri út”
II
A þvi skólaári sem fram undan
er, skólaárinu 1977-1978, eru
skráðir nemendur Fjölbrauta-
skólans i Breiðholti i skólabyr jum
730 talsins eða þar um bil. Til
samanburðar má geta þess að
skráöir nemendur i upphafi sið-
asta skölaárs, hins annars f röð-
inni, voru 440, en á fyrsta skölaári
voru skráðir nemendur I skóla-
byrjun 220. Heildarfjöldi nem-
enda hefur þannig aukizt frá sið-
asta skólaári um nær 300
nemendur. Nýnemar veröa hins
vegar nær 400 aö tölu, en af fyrri
nemendum halda um 330 áfram
námi.
Fjölbrautaskólinn i Breiðholti
var fyrstur allra skóla i landinu
til að taka upp ákveðna sviða-
skiptingu i námi eins og gert er
ráð fyrir að verði samkvæmt
frumvarpi þvi til laga um sam-
ræmdan framhaldsskóla er lagt
var fram i lok siðasta alþingis
varðandi skipun framhaldsskóla-
menntunar i landinu. I Fjöl-
brautaskólanum i Breiðholti hafa
sviðin verið talin fjögur:
1. Menntaskólasviö
kallað i nefndu frumvarpi al-
mennt bóknámssvið.
2. Iönfræðslusvið
kallað i frumvarpinu tæknisvið.
3. Viðskiptasviö
4. Samfélags og uppeldissviö
Þaö heiti er ekki að finna i
frumvarpinu til laga um sam-
ræmdan framhaldsskóla, held-
ur er brautum þessa fjórða
sviðs I Fjölbrautaskólanum i
Breiðholti skipaö i fjögur sjálf-
stæð svið, þessi:
a) Heilbrigðissvið
b) Uppeldissvið
c) Hússtjórnarsvið
d) Listasvið
Má þvi með sanni svo að orði
komast að Fjölbrautaskólinn i
Breiðholti hafi þegar búið nem-
endum sinum möguleika til náms
á 7 af þeim 8 sviðum sem marg-
nefnt frumvarp gerir ráð fyrir að
verði i hinum samræmda fram-
haldsskóla, en það eina sviö sem
skólinn hefur ekki gert nein skil
er búnaöarsviö Aö sjálfsögðu
vantar mikiö á að Fjölbrauta-
skólinn í Breiðholti bjóði fram all-
ar þær mörgu brautir sem frum-
varpið gerirráð fyrirá hinum sjö
sviðum er finna má þróaðar
nokkuð eða visi aö i núverandi
skipan skólans. En vikið skal lítil-
lega að brautum skólans.
Menntaskólabrautir Fjölbrauta
skólans I Breiöholti eða almennar
bóknámsbrautir verða i vetur
fjórar talsins, af þeim eru þrjár
aöalbrautir: þ.e.a.s. tungumála-
braut, náttúrufræöibrautog eölis-
fræöibraut, en ein svokölluð
blönduð braut: tónlistarbraut.
Nemendafjöldi á menntaskóla-
brautum veröur 140 nemendur, en
af þeim eru 80 nýnemar.
Iðnf ræðslubrautir Fjölbrauta-
skólans i Breiðholti eða tækni-
brautir verða sem hér segir:
Þrjár grunnnámsbrautir i þrem
iðngreina-hópum: Tréiðnum,
málmiðnum og rafiðnum. A þess-
um þrem grunnnámsbrautum eru
skráðir 70 nemendur. Þá verða
þrjár framhaldsbrautir I eftirfar-
andi iðngreinum: Húsasmiði, vél-
smiðiog rafvirkjun. Eru nemend-
ur á framhaldsbrautunum mis-
jafnlega langt komnir, eru 36 á 3.
önn eða fyrstu önn framhalds-
náms,en23á4.önneða siöari önn
fyrsta árs framhaldsnámsins. A
iðnfræöslusviöinu eru þannig alls
129 nemendur.
A viðskiptasviði Fjölbrauta-
skólans i Breiðholti eru þrjár
brautir og er fjölbreytni við-
skiptanáms hvergi meiri á ís-
landi. Brautirnar þrjár eru:
Verzlunar- og sölufræðabraut,
skrifstofu- og stjórnunarbraut og
loks samskipta- og málabraut
(nefndist áður einkaritarabraut).
A viðskiptasviði eru alls 175 nem-
endur en þar af 80 nemendur á
fyrsta ári. Á viðskiptasviði luku
12nemendur almennu vcrzlunar-
prófisiðastliðið vor og munu lik-
lega milli 20-30 nemendur ljúka
þvi til viðbótar i lok haustannar.
Þeir nemendur á viðskiptasviði
sem lokið hafa almennu
verzlunarprófi stefna að sérhæföu
verzlunarprófi eða verzlunarprófi
hinu meira sem næsta áfanga.
Báðir eru þessir áfangar sem og
áfangar allra sviða skólans þrep
á leið til stúdentsprófs.
Einsogáðurer að vikiö er sam-
félags- og uppeldissviö Fjöl-
brautarskólans i Breiðholti sér-
stæðasta og fjölbreytilegasta sviö
skölans enda rúmar það raun-
verulega visi að fjórum sjálfstæð-
um sviðum samkvæmt fyrir-
hugaðri framtiðarskipan hins
samræmda framhaldsskóla. Er
þvi óhjákvæm ilegt að gera
nokkru ýtarlegri grein fyrir nú-
verandi stöðu og skipan þessa
sviðs en þeirra sem áður hefur
verið greint frá. A samfélags- og
uppeldissviði skólans eru nú 5
brautir, þessar: Heilsugæzlu-
braut, snyrti- og heilbrigöisbraut,
uppeldis- og fósturbraut, hús-
stjórnar- og handmenntabraut og
loks myndlistar- og handiöa-
braut. Samkvæmt frumvarpinu
um samræmdan framhaldsskóla
yröi tveim fyrstu brautunum
skipað á svokallað heilbrigöis-
sviö. Nemendafjöldi á heilsu-
gæzlubraut verður i vetur alls 130
nemendur, það af 70 á fyrsta ári.
A snyrti- og heilbrigðisbraut
verða nemendur 10 talsins, allir á
2. námsári, en ákveöið var að
taka ekki nýja nemendur inn á
þessa braut fyrr en fyrsti nem-
endahópurinn heföi endanlega
verið brautskráður úr skólanum.
Samkvæmt þessu verður heildar-
nemendafjöldi á heilbrigðissviði,
svo notað sé hugtak framhalds-
skólafrumvarpsins, alls 140 nem-
endur. Þess má geta að fyrstu
sjúkraliðarmeð fullum réttindum
verða brautskráðir frá Fjöl-
brautaskólanum i Breiðholti ekki
siðar en i lok haustannar.
A uppeldis- og fdsturbraut skól-
ans verða f vetur 60 nemendur.
Hér er að vissu leyti um nýja
braut að ræða eða réttara sagt
nýtt námssvið i Fjölbrauta- .
skólanum i Breiðholti. Að vísu ber
að hafa þaö jafnframt i huga að
hússtjórnar- og handmennta-
brautsem starfrækt hefur verið
frá upphafi skólastarfsins haustið
1975 var öörum þræði skipulögð
sem fósturbraut tii undirbúnings
námi i Fósturskóla íslands. Má
þvi ætla að af þeim nær 30 nem-
endum sem nú eru skráðir á 2.
Ræða við
skóla-
setningu
Fjölbrauta
skólans í
Breiðholti
Guömundur Sveinsson
námsári hússtjórnar og hand-
menntabrautar kunni allt að
helmingur að lita á nám sitt
fremur sem uppeldis- og fóstur-
nám. Væri svo gert yrðu nemar á
sjálfstæðu „uppeldiss viði” i
skólanum samtals 75. Hússtjórn-
ar- og handmenntabraut skólans
er eina námsbrautin er veitir
heils vetrar nám i hússtjórnar-
fræðum á öllu höfuöborgarsvæð-
inu. Nýirnemendur á þeirri braut
verða alls 16 talsins. Framhalds-
braut hússtjórnarfræða er lika
starfrækt við skólann og e/ eina
framhaldsbrautin á þessu náms
sviði á öllu iandinu. Erhér um til-
raun að ræöa með framtíðarskip-
an þessarar menntunar til færni
og réttinda og því mikið kapps-
mál, enda mikið i húfi að þessi til-
raun takist vel. Láta mun nærri
að alls verði milli 30-40 nemendur
á hússtjórnarsviði eins og það er
hugsað I framtiðinni sem nám
stundai veturi Fjölbrautaskólan-
um i Breiðholti. Fimmta brautin
á núverandi samfélags- og upp-
eldissviði skólans, er myndlistar-
og handiðabraut en sú braut ætti
að vera á sérstöku listasviði i
framtiðarskipan skólans. Sam-
kvæmt núverandi skipan er
myndlistar- og handiðabrautin
byggð upp sem tveggja ára for-
skólabraut hliðstæð forskóla
Myndlistar- og handiðaskóla ís-
lands. I slikum forskóla verða i
vetur 26 nemendur, en 10 nem-
endum er lokið hafa forskólanum
hafa verið gefin fyrirheit um
framhald i nytjalist og verður
fyrst um sinn bundin að mestu
eða öllu leyti við auglýsingateikn-
un, enda mun sú séraðstaða sem
brautinni verður sköpuð nýtast
um leið viðskiptabrautum skól-
ans.Afþvisem nú hefursagt ver-
ið má augljóst verða að nemend-
ur á sérstöku „listasviði” i Fjöl-
brautaskólanum i Breiðholti
verða 36 talsins. Heildaryfirlit
samfélags- og uppeldissviðsins
verður þvi sem hér segir:
Heilbrigðissvið 140nemendur
Uppeldissvið 75nemendur
Hússtjórnarsvið 35nemendur
Listasvið 36nemendur
Samtals verður nemendafjöldinn
þannig 286 nemendur.
Verður þá prósenttala nemenda
sem hér segir:
Amenntaskólasviði 20%
Aiðnfræðslusviði 20% -
A viðskiptasviði 22%
Aheilbrigðissviði 20%
A uppeldissviði 9%
A hússtjómarsviði 4.5%
Alistasviði 4.5%
Eða alls á hinum gömlu hefð-
bundnu námssviðum 62% en á ný-
myndunum framhaldsskólastigs-
ins alls 38%.
Sé sviöum skipt i bóknámssvið
annars vegar og verknámssvið
hins vegar eru skráðir nemendur
á bóknámssviðum alls 315 en á
verknámssviðum alls 415.
Brautir skólans verða i vetur 15
talsins og hefur þeim f jölgað um 3
frá siðasta skólaári. Réttara væri
aðtelja námsbrautirnar alls 18, 6
brautir á iðnfræðslusviði.
A starfsliði Fjölbrautaskólans i
Breiðholti hafa orðið verulegar
breytingar frá siðasta kennsluári.
Mestar eru aö sjálfsögðu þær
breytingar á kennaraliði skólans,
að fastráðnum kennurum hefur
fjölgað verulega en enginn þeirra
kennara er fastráðnir voru við
skólann á siðasta ári sögðu starfi
sinu lausu. Voru áður ráðnir við
skólann 32 kennarar i fullu starfi
og 4 i hálfu starfi. Til viðbótar
voru ráðnir i sumar og haust 14
kennarar i fullt starf og 2 i hálf.
starf auk þess sem stöðugildi
kennara er ráönir voru á siðasta
ári var breytt þannig að um
nokkra viðbót varð að ræða. Tveir
af skipuðum kennurum við skól-
ann verða i launalausu orlofi
næsta vetur, annar skipaður i
fullt starf en hinn i hálft. Hafa
verið tryggð skólanum samtals 49
stöðugildi, en tala fastráðinna
kennara en nokkru hærri. Auk
þess hafa stundakennarar verið
ráðnir að skólanum svo að láta
mun nærri að milli 60 og 70
kennarar annist kennslu við skól-
ann veturinn 1977-1978 i alls 14
kennsludeildum skólastofnunar-
innar. Mun kennsludeildanna
gæta i vaxandi mæli á skólaárinu
sem framundan er. Þess má geta
að ráðnir hafa verið 11 deildar-
stjórar að kennsludeildunum, en
deildarstjórum mun fjölga og
verksvið þeirra aukast eftir þvi
sem kennslumagn hinna ýmsu
deilda vex.
Þá var auglýst laus til umsókn-
ar isumarstaða námsráðgjafa og
var dr. Bragi Jósepsson ráðinn i
stöðuna.
Húsvörður skólans, Jóhann
Helgason, sagði starfi sinu lausu
frá 1. september og var Benedikt
Jónasson ráðinn húsvörður frá
sama tima.
Ég býð alla, nemendur og
starfslið skólans velkomið til
verka og dáða, þakka þeim störf
erhéðan hafa horfið og óska þeim
velfarnaöará nýjum vegum. Ver-
ið öll er til starfa gangið hjartan-
lega velkomin.
Ekki verður hjá þvi komizt á
upphafsdegi skólastarfs Fjöl-
brautaskólans i' Breiðholti haustið
1977 að fara nokkrum orðum um
skipulagsmál stofnunarinnar.
Þar biða mikil verkefni úrlausn-
ar, en margt hefur þó gerzt er
vekur okkur er að stofnuninni
vinnum bjartsýni og sókndirfð.
Lagt var i mikinn kostnað á sið-
asta vori að vinna námlýsingar i
nýjan nápisvisi skólans sem ný-
lega hefur komið út. Er þar á
mörgum sviðum um algera frum-
vinnu aö ræða og þvi eðlilegt að
ýmislegt þurfi endurskoðunar við
og úrbóta. En mikið starf hefur
verið unnið og ber að þakka öllum
er lagt hafa fram krafta sina að
treysta þannig og tryggja starf-
semi og framgang skólans. Er
það allra von að áfram verði
haldiö á sömu braut aö skapa
megi aukna festu og gera nám og
starf við skólann i Breiðholti
markvissara, svo að skólinn fái
áfram rækt forystuhlutverk sitt i
þróun og framkvæmd samræmds
framhaldsskóla á Islandi.
Afangakerfi Fjölbrautaskólans
i Breiðholtier i senn viðamesta og
vandasamasta kerfi þeirrar gerð-
ar sem ráðizt hefur verið I að
framkvæma á íslandi. Það er þvi
næsta eðlilegt að sú frumsmíð
sem áfangakerfi okkar er, valdi
öllum er við skólann vinna ýms-
um erfiðleikum er gera kröfur til
þolinmæði okkar, viljastyrks og
ekki sizt tilhliðrunarsemi og góð-
vildar. Þaö er nánast sagt afrek
að takast skuli að handvinna
áfangakerfi i eins fjölmennum
skóla og Fjölbrautaskólinn i
Breiðholti er nú orðinn með allri
þeirri breidd i námi sem þar er
boðin fram.
Framboð kennsluefnis til náms
á sviöunum sjö er Fjölbrauta-
skólinn i Breiðholti spannar og
brautunum átján, sem nemend-
um er gefinn kostur á að velja á
milli, er af næsta skornum
skammti ef miða ætti eingöngu
við islenzkt námsefni. Er þar
fljótt frá að segja að mikill skort-
ur er aðgengilegra og nothæfra
kennslubóka. Verður þetta næst
eftir skipulagningu og námslýs-
ingar sá vandi sem ekki verður
undan vikizt að leysa. Hér búa
allir framhaldsskólar landsins
við sömu afarkosti. Til þriggja
ráða hefur einkum verið gripið:
1) Að nota erlendar kennslu-
bækur.
2) Að þýða og staðfæra að nokkru
erlendar bækur.
3) Að einstakirkennararsemji og
fái gefnar út bækur.
Enginn þessara kosta er góður,
þótt sá siðasti sé beztur. Hafa
skólar og skólasamtök upp á ein-
dæmi hafið útgáfu kennslubóka,
þýddar bækur, frumsamdar bæk-
urog útdráttur erlendra bóka eða
jafnvel glósur að auðvelda lestur
erlendra bóka. Má i þessu sam-
bandi sérstaklega benda á bóka-
útgáfu MH, bókaútgáfu LIM,
bókaútgáfu iðnskóla á íslandi
o.s.frv. Nú er hins vegar hafin á
vegum menntamálaráðuneyt.is-
ins skipulögð vinna að samningu
kennslubóka, þar sem kvaddur er
til vinnuhópur að gera tillögur um
kennslubækur á námssviðum og
sjá um að slikar bækur séu samd-
ar sem hópvinna þótt einstakir
aðilar taki að sér ákveðin verk-
efni. Þessu framtaki ber að fagna
og óska þess að framhald verði á.
Er nauðsynlegt að nemendur
jafnt sem kennarar gefi þessu
stórmáli gaum og veiti þvi
brautargengi.
Ég sé að tognað hefur verulega
úr ræðu minni og hlýt ég senn að
ljúka henni. Ég hefði óskað að
ræða fleiri þætti skólastarfsins
sem framundan er i Fjölbrauta-
skólanum i Breiðholti. Þrennt
hefði ég talið mikilvægast.
1) Ræða hin vaxandi tengsl milli
Fjölbrautaskólans i Breiðholti
og atvinnulifsins, vinnu-
markaðarins i höfuðborginni.
2) Ræða sérstöðu skólans sem
hverfisskóla fjölmennasta