Tíminn - 27.09.1977, Side 12

Tíminn - 27.09.1977, Side 12
12 Þribjudagur 27. september 1977 Þriðjudagur 27. september 1977 13 Þórir hitaveitustjóri og Valdimar bæjarstjóri mæla hitann. A dögunum fékkst mikið af heitu vatni, er borinn Glaumur var kominn niöur 818 metra dýpi í landi Hamars i Svarfaðardal, aðeins þrjá kilómetra frá Dalvik. Þar fást 34 sekúndulitrar af 63 stiga heitu vatni. A myndinni sjást þeir Þórir Stefánsson, hitaveitustjóri á Dalvik, Kristján ólafsson útibússtjóri og Valdimar Bragason bæjarstjóri ræöa saman. ■4- Séðyfir Dalvikurhöfn. Þar er oft margt skipa og báta. er lífæð Dalvíkinga Rætt við Valdimar Bragason, bæjarstjóra KS-Akureyri — Fyrir skömmu urðu Dalvikingar fyrirþvihappi að fá mikið og heitt vatn úr bor- holu skammt frá bænum. Fréttamaður áttileiö um Dalvik daginn eftirog var þá svo hepp- inn að hitta bæjarstjórann, Valdimar Bragason, og eins og aðrir bæjarbúar var hann himinlifandi yfir þessari nýju búbót fyrir bæjarfélagiö. — Valdimar, hvaö geturöu sagt okkur um þetta aukna vatnsmagn og áhrif þess á bæjarlifið á Dalvik? — Hér hefur veriö borað að undanförnu eftir heitu vatni með bornum Glaum, og fór bor- un fram i landi Hamars i Svarf- aðardalshreppi, sem er aöeins i um 3ja ki'lómetra fjarlægð frá Dalvik. Heitt vatn fékkst svo á 818 metra dýpi og i ljós hefur komið að fá má allt að 34 sekúndulítrum af 63 gráðu heitu vatni við dælingu. Þetta er auö- vitað gifurlegt hagsmunamál fyrir bæinn, þviað nú er saman- lagt vatnsmagn úr þeim tveim holum, sem gefa vatn, orðið 65 sekúnduli'trar. Aætluð þörf fyrir bæinn nú eru 40 sekúndulitrar, þannig að þetta dugir okkur vel næstu árin og ætti jafnvel að duga allt að 2000 manna byggðarlagi. Þá erum við það heppnir að heita vatnið, sem nú fékkst.errétthjáþeim stað sem hitaveitan er, og þvi er hægt að nota sömu aöveituæðina til bæjarins, en flutningsgeta hennar er allt að 65 sekúndulitr- um. Þaömá gjarnan geta þess aö ekki viröist um samgang að ræða i þeim tveim holum sem gefa vatn, þviað I eldri holunni, sem gefur vatn, fæst það á 180- 220 metra dýpi, en i þessari nýju á rúmlega átta hundruð metra dýpi eins og fyrr sagöi. Þessi siðasta borhola er sú 10. sem hér hefur verið boruö, en af þessum tiu holum eru tvær tilraunahol- ur. Þaö liggur ljóst fyrir, aö næsta skref isambandi við heita vatniö er að afla fjármagns til þess aö leggja sem fyrst dreifi- kerfi um bæinn i þau hús sem enn hafa ekki fengið hitaveitu, en það eru nýjustu hverfin. — Hvaða framkvæmdir hafa verið efstar á baugi hjá Dalvik- urbæ i sumar? — Við höfum malbikað tölu- vert mikið isumar og fyrirhug- að er að ljúka 12 þúsund fer- metrum á þessu ári. Búið er að malbika um það bil 9 þúsund fermetra.og við stefnum aö þvi að malbika nálægt 3000 ferm. i viðbót ihaust. Astæðan fyrir þvi aðtelja þetta i fermetrum er sú, að auk þess sem við höfum mal- bikað götur i bænum, hefur tölu- vert verið malbikað af stórum svæðum, samanber planið hjá félagsheimilinu og á fleiri stöð- um. Þá er haldið áfram við bygg- ingu st jórnsýslum iðstöðvar i bænum, og áætlað er að full- steypa þá byggingu upp i haust. Eins og fyrr hefur komið fram, eru margir aðilar að þessari miðstöð, og má þar nefna Dal- vikurbæ, umboðsskrifstofu bæjarfdgeta, Sparisjóö Svarf- dæla, og auk þess munu ýmsir aðrir þjónustuaðilar fá inni i húsinu. Það má segja aö bygg- ing þessi hafi verið orðin knýj- andi, þar sem ýmsir fyrr- greindra aðila búa nú við mjög þröngan húsakost og óhentugan aö auki. Þá veröur þessi nýja stjórnsýslumiöstöð til þess aö spara bæjarbúum mörg sporin, þar sem hægt veröur aö sækja margvislega þjónustu á einn og sama stað. Um aðrar helztu framkvæmd- ir er það helzt að segja, að unnið er við byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða, og nú er fyrri hluti þess að veröa fokheldur og byrjað er á frágangi aö innan. Fullbúiö mun dvalarheimilið rúma 40 manns, en byggingin verður að nokkru leyti i smá- ibúðaformi, en þó einnig með sameiginlegri aðstöðu að nokkru leyti. Mikinn áhugi er fyrir Ibúöum þessum og trúlega verða þærfullnýttar frá byrjun. Þá eru I byggingu fjórar leigui'búðir á vegum bæjar- félagsins, og verða þær teknar i notkun á vetri komandi. Heilsugæzlustöð er orðin fok- held, en hún mun þjóna Dalvik- urlæknishéraði, sem auk Dal- vikur nær yfir Svarfaðardals-, Arskógs- og Hriseyjarhreppa. Heilsugæzlustöðin er 700 ferm. bygging á einni hæð. Geta má þess, að nú er i undirbúningi bygging nýs skóla- húsnæðis á Dalvik, en þar eru skólarnir nú viða mjög þröngt setnir og þvi brýn þörf fyrir aukið skólarými. Að lokum má geta þess I sam- bandi við framkvæmdir, að nú er verið að setja 30 metra langt stálþil á hafnargarðinn, og bæt- ir það hafnaraðstöðuna að mun. Trúlega verður þeirri fram- kvæmd lokið fyrri hluta vetrar. — Hvað segirðu um atvinnu- ástand i' bænum? — Þaö má segja, að atvinnu- ástand hér á Dalvik sé nú bæöi stöðugtog gott. Langveigamesti þátturinn i atvinnulifi Dalvik- inga er fiskveiöar og fiskverk- un. Nú eru gerðir hér út tveir skuttogarar, Björgvin og Björg- úlfur, en hinn siðarnefndi hóf veiöar siðla vetrar og tilkoma hans gjörbreytti atvinnuástand- inu til hins betra. Rækjuvinnsla er hér á staön- um og gerir hún út einn rækju- togara, Dalborgu, auk þess sem rækjuvinnslan gerir út Arnar- borgu, 105lestabát, sem einnig er á rækjuveiöum. Að undan- förnu hefur Langanes ÞH lagt upp hjá rækjuvinnslunni, og hefur þvi um töluverða vinnu verið að ræöa við vinnslu rækj- unnar. Þá er nótaskipið Loftur Bald- vinsson gerður út héðan og aflar hann ætiö vel. Smærri bátar og trillur eru fjölmargir eða á milli 35 og 40, sem stunda neta-, handfæra-, linu- og grásleppu- veiðar auk togveiða. Afli togaranna og bátanna fer til vinnslu i fiskverkunarstöðv- um kaupfélagsins, ýmisti fryst- ingu, salt eða skreið. Af framantöldu sést hversu útgerð og fiskvinnsla er gifurlega mikilvægur liður i atvinnulifi staðarins. Verzlunar- og þjónustustarf- semi við nágrannasveitir er veruleg og visir er að smáiðnaði i bænum, þó ekki hafi hann af- gerandi áhrif á atvinnulif hans. — Að lokum Valdimar, hvernig er að búa á Dalvik? — A Dalvik er gottað búa. Af- koma manna er yfirleitt góð, nú erhér jöfn og stöðug atvinna, og hér eru miklir möguleikar fyrir duglegt fólk. Fólk hefur sýnt áhuga á aö flytja til Dalvikur, en fram til þessa hefur hús- næðisskortur aðallega hamlað þvi, en vonandi verður bragar- bót á þvi hið fyrsta. Hér fjölgar fólki jafnt og þétt og það er trúa min og fólks hér i bænum, að Dalvik eigi mikla framtið fyrir sér. A Dalvik er veriö aö byggja dvalarheimili handa öldruðu fólki. Byggingin verður væntanlega tekin i Brúin yfir Svarfaðardalsá, rétt hjá Dalvik, er oröin gömul og jafnvel hættuleg. Þar ewumferö mikil, og Svarfdælir vænta úrbóta hiö fyrsta. notkun á næsta ári, og þar eiga fjörutiu manns aö komast fyrir. Snemma beygist krókurinn að þvf, sem verða vill: Strákahópur i fjörunni viö höfnina á Dalvík. Ekkert er lfklegra en þetta veröi duglegir og fengsælir sjómenn. Stjórnsýslustöð er aö rfsa á Dalvik. Byggingin veröur væntanlega fokheld f haust, og er ráögerö vinna við innréttingar f vetur. Þaö er mikiö byggt á Dalvfk, en þó vantar sffellt meira fbúöarhúsnæöi. Það er sama sagan f fjölda sjóþorpa og bæja, sem bera uppi þjóðarbúiö: Húsnæðisskortur stendur þeim fyrir þrifum. Myndin hér að ofan er af nýbyggöu ibúðarhverfi á Dalvík. Litazt um við Eyjaf jörð Myndir og texti: Karl Steingrímsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.