Tíminn - 27.09.1977, Qupperneq 15
Þriðjudagur 27. september 1977
15
Kvintetti A-dúr fyrir klari-
nettu ogstrengi op. 146 eftir
Max Reger.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Sagan: „Patrick og
Rut” eftir K.M. PeytonSilja
Aðalsteinsdóttir les þýöingu
_sina (6).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Um franska heimspek-
inginn Auguste Comte
Gunnar Dal rithöfundur
flytur erindi.
20.00 Lög unga fólksins Asta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
21.00 IþróttirHermann Gunn-
arsson sér um þáttinn.
21.15 Evelyn Crochet leikur á
pianó tónlist eftir Gabriel
Fauré.
21.45 „útlönd” Hjörtur Páls-
son les úr ljóöabók Þórodds
Guðmundssonar frá Sandi,
„Leikið á langspil”.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an: „Dægradvöl” eftir
Benedikt Gröndal Flosi
Olafsson leikari les (12).
22.40 Harmonikulög Morgens
Ellegaard leikur.
23.00 A hljóðbergi ,,A Clock-
work Orange” Höfundurinn,
Anthony Burgess, les.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Þriðjudagur
27. september
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augiýsingar og dagskrá.
20.30 A vogarskálum. Fjallað
verður um ýmsar leiðir og
hjálpargögn til megrunar.
Eyrún Birgisdóttir nær-
ingarfræðingur svarar
spurningum sem þættinum
hafa borist frá almenningi
og einnig svarar hún spurn-
ingum fjórmenninganna i
sjónvarpssal. Bein útsend-
ing. Umsjónarmenn Sigrún
Stefánsdóttir og dr. Jón ótt-
ar Ragnarsson.
20.55 Melissa (L) Breskur
sakamálamyndaflokkur I
þremur þáttum, byggður á
sögu eftir Francis Dur-
bridge.2.þáttur.Efni f yrs ta
þáttar: Melissa Foster
hringir i eiginmann sinn og
biöur hann að koma I sam-
kvæmi, sem hún er i. A leið-
inni þangað sér hann að ver-
ið er að bera konulik I
sjúkrabil. Þetta er Melissa,
og hefur hún verið myrt.
Carterlögregluforingja sem
rannsakar málið þykir Guy
Foster ærið grunsamlegur.
Hann ræðir m.a. við lækni,
sem kveðst hafa Foster til
meöferðar, en hann neitar
aö hafa nokkru sinni séð
lækninn. Máliö verður enn
f lóknara þegar i ljós kemur,
að Melissa hafði umtals-
verða fjármuni milli handa.
Kappaksturshetjan Don
Page færir Foster peninga-
kassa, sem hann geymdi
fyrir Melissu. Auk verö-
mæta hefur hann að geyma
bréf til Fosters, þar sem
hún segist vona að hann
komist aldrei að tengslum
hennar við Peter Antrobus.
Honum tekst að hafa uppi á
Antrobus, sem reynist vera
tólf ára drengur. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
21.45 Frá Listahátið 1976 John
Dankworth og félagar á
hljómleikum i Laugardals-
höll. Stjórn upptöku Andrés
Indriðason.
22.10 Sjónhending. Erlendar
myndir og iRálefni. Uia-
sjónarmaður Sonja Diego.
22.30 Dagskrárlok.
SÚSANNA LENOX
götuna í skrautlegum kerrum og kvenfólkið minnti hana
á myndirnar í tímaritunum tóku verzlunarhverf in við.
Þar blöstu við búðir og veitingahús hvert sem litið var,
og það var allt svo skrautlegt að Súsönnu hafði aldrei
f logið í hug, aðannað eins væri til. Og fólkið — því að alls
staðar moraði af fólki — var flest mjög heimsborgara-
legt í fasi, glaðlegt og prúðbúið. Hún furðaði sig á því,
hve mörgum karlmannanna varð starsýnt á hana. Hún
þóttist vita að það hlyti að vera eitthvað afkáralegt við
f ramkomu sína — þótt það hefði raunar ekki síður átt að
vekja athygli kvenfólksins. En hún skeytti þessu engu.
öll athygli hennar beindist að því nýstárlega sem fyrir
augu hennar bar. Það var annars undarlegt hve örugg
henni fannst hún vera meðal alls þessa ókunna fólks,
Hér grunaði engan smán hennar. Hér þjakaði hana ekki
lengur sú tilfinning að hún væri útskúfuð úr mannlegu
samfélagi, brennimerkt úrhrak.
Loks fór hana að gruna, að hún myndi vera komin
framhjá lyfjabúðinni. Hún hafði svipazt vandlega um
við hvert einasta götuhorn. En þetta gat varla verið ein-
leikið. Hún afréð að stöðva einhvern vegfaranda og
spyrja hann til vegar. En áður en hún hefði hleypt i sig
kjarki til þess að stöðva einhvern, rak hún augun í skilt.ið
yfir búðardyrunum. Hún hraðaði sér yfir götuna, glöð i
bragði. Þau Róbert heilsuðu hvort öðru eins og gamlir
vinir. Hann varð mjög glaður, þegar hún sagði honum,
að hún væri búin að tryggja sér herbergið.
„Þérvenjizt Katrínu frænku, þegar fram í sækir",
sagði hann. „Hún getur verið önug og viðskotaill, en hún
er heiðarleg og virðingarverð kona — og það skiptir
mestu máli f yrir yður. Og ég vona, að yður takist lika að
fá eitthvað að gera. Katrín frænka þekkir konu, sem er
deildarstjóri hjá Shillitos. Hún gæti kannski greitt fyrir
yður".
Róbert Wylie var svo alúðlegur og vongóður, að Sú-
sönnu fannst brátt, að allt hlyti að ganga að óskum fyrir
sér. Svo kom inn maður, sem ætlaði að kaupa eitthvað,
og þá tók hún axlapokann sinn og kvaddi. „Ég skrepp til
Katrinar frænku í kvöld og lít inn til þín um leið", var
það síðasta, sem Róbert sagði.
Súsanna fór heim með strætisvagninum, er gekk eftir
Sjöttastræti. Henni fannst hún nú vera orðin all-
veraldarvön og var ekki lengur jafnhrifin og áður af
Sjötta-stræti. Það vöknuðu iíka hjá henni ýmsar grun-
semdir um sumt af kvenf ólkinu, sem hún haf ði dáðst svo
mjög að fyrir aðeins tveim klukkustundum. Henni var
líka hætt að vaxa í augupi anddyri matsöluhússins og
steinriðið fyrir framan það. Hún var farin að byrja að
venjaststórborgarlíf inu — þaðfann hún greinilega. Þeg-
ar Sam kæmi — og þess var áreiðanlega ekki langt að
bíða — yrði hún orðin gerbreytt.
Hún trítiaði upp steinriðið og ætlaði að fara að hringja
dyrabjöllunni, er f rú Wylie sjálf hratt upp hurðinni. Hún
var þung á brúnina, og eldur brann úr augum hennar.
„ Inn í setustof una með yður", skipaði hún og nísti saman
blökkum tönnunum.
Súsanna hlýddi skipun hennar, hrædd og undrandi.
Hún náfölnaði og missti pinkilinn á gólfið, er hún opn-
aði stofudyrnar. Inni voru Georg fóstri hennar, Sam
Wright og faðir hans. Gömlu mennirnir störðu báðir á
hana heiftaraugum. Sam var náfölur, niðurlútur og
sneypulegur.
„Ja-há, ungfrú góð! Þér eruð að koma heim, ha?"
hrópaði fóstri hennar. Hún kannaðist alls ekki við þenn-
an tón.
Hún hafði orðið mjög skelkuð, en nú náði hún á svip-
stundu fullkomnu valdi á skapsmunum sínum. „Já,
fóstri", sagði hún ofur-rólega og leit beint framan í
hann. Það var kominn á hana þessi sérkennilegi festu-
svipur — þrjózkusvip köllum við það venjulega, ef sá,
sem hlut á að máli, er þvi til trafala, að við fáum okkar
vilja framgengt.
„ Hvað hefði orðið um þig", spurði fóstri hennar, ef ég
hefði ekki uppgötvað strokið snemma í morgun og tekið
hann Sam hérna í karpúsið og neytt hann til þess að seg ja
sannleikann?"
Súsanna starði á Sam. En hann var svo briostum-
kennanlegur í niðurlægingu sinni, svo eymdarlegur og
hræddur, að hún sneri sér brátt aftur að fóstra sínum.
„En hann vissi ekki, hvar ég var niðurkomin", mælti
hún.
„Ljúgðu ekki að mér", hrópaði Warham. „Það stoðar
þig ekki fremur en lygin í honum gat komið í veg fyrir
það, að við fyndum þig. Við komum hingað með járn-
brautarlestinni og rákumst á Waterbury-hjónin á götu,
og þau sáu þig fara inn í lyf javerzlunina. Þar hefðum við
náð þér, ef við hefðum komið fáum mínutum fyrr, en við
náðum í vagn og urðum á undan þér.Segðu okkur nú, Sú-
sanna", sagði hann, og röddin varð grimmdarlega hörð,
— „hvað hefur ykkur Sam farið á milli?"
Hún horfði óskelfd á fóstra sinn og þagði.
„Talaðu!" skipaði faðir Sams.
„Já — og enga lygi", sagði fóstri hennar.
„ Ég veit ekki, hvað þið eigið við", sagði Súsanna loks.
Það var satt, og auk þess þurfti hún að átta sig betur á
því, sem gerzt hafði.
„Þú skaltekki vera lengur með neinn loddaraskap",
öskraði Warham. „Þú hafðir mig að f íf li, en nú er ég bú-
inn að átta mig á þér. Það var satt, sem frænka þin
sagði".
„Ó, fóstri!" sagði stúlkan með grátstafinn i kverkun-
um.
En það var engrar miskunnar að vænta af honum.
Hann starði á hana, þessa ungu stúlku, sem hann var nú
farinn aðfyrirlíta — hina undirförulu, hrösuðu, siðlausu
dóttur Lórellu, lauslætisdrósarinnar. Talaðu! Það er
gagnslaust fyrir þig aðgrenja. Hvað hefurðu haft saman
við þennan náunga að sælda? Smánin þín!"
Súsanna kipptisttil og nötraði öll. En röddin var geig-
laus. „Það er einkamál okkar, fóstri", sagði hún.
Warham hrein af reiði og vatt sér að Wright eldra.
„Heyrirðu það, Wright?" hvæsti hann. „Það er eins og
við sögðum, konan min og ég: Strákurinn lýgur! Við
sendum matseljuna hérna eftir presti, og svo gef ur hann
þau saman".
,, Hægan, hægan, Georg", sagði Wright sefandi. „Það
get ég því aðeins fallizt á, að eitthvað óviðurkvæmilegt
haf i átt sér stað. Það hef ur ekki komið f ram ennþá". Og
svo sneri hann sér að Súsönnu og spurði hispurslaust:
„Hafið þið sonur minn gert ykkur sek um lauslæti?"
„Lauslæti?" endurtók Súsanna undrandi.
Sam leit upp. „Segðu þeim, að það sé ekki satt, Sú-
sanna", sagði hann í bænarrómi. „Fóstri þinn myndi
drepa mig og faðir minn reka mig á dyr".
Það var eins og rýtingur hefði verið rekinn í hjarta Sú-
sönnu, er hún leit á hann — og hún aðeins leit áhann, því
að hana tók það sárt, hve óburðugur hann var. „Ef þér
eruð að spyrja um það, hvort ég hafi lofað honum að
kyssa mig", sagði hún, „ ja, þá — þá er það satt. Við höf-
um kysstst nokkrum sinnum. En okkur var það leyf ilegt.
Við erumtrúlofuð".