Tíminn - 27.09.1977, Síða 20

Tíminn - 27.09.1977, Síða 20
20 Þriðjudagur 27. september 1977 Forest bauð Gemmill velkom- inn með sigri — yfir Leicester. Nottingham Forest, Liverpóol og Manchester City eru hlið við hlið á toppnum Nýlíðar Nottingham Forest/ undir stjórn hins snjalla framkvæmdastjóra Brian Glough, — „Spútnikarnir"/ eins og leikmenn liðsins eru kallaðir á Bretlandseyjum um þessar mundir, — héldu áfram sigurgöngu sinni á laugardaginn— unnu stórsigur (3:0) á Filbert Street í Leicester. Þeir áttu ekki i vandræðum með strákana hans Franks McLintock, sem hefur nú mikinn hug á því að taka fram skóna að nýju og leika með Leicester-lið- inu. Martin O'Neill, Woodcock og Robertson skoruðu mörk Forest. Forest hefur fengið góðan liðs- styrk þar sem er Archie Gemmill, fyrirliði Derby og skozka lands- liðsins. Gemill, sem heimtaði að vera settur á sölulista i s.l. viku var keyptur til Forest fyrir 30. þús. pund en þar að auki fékk Derby John Middleton, markvörð Forest. Þarna gerði Clough mjög góð kaup, þvi að Gemmill er einn allra skemmtilegasti miðvallar- spilari Bretlandseyja um þessar mundir. Manchester City og Liverpool héldu einnig áfram sigurgöngu sinni. Manchester City vann góð- 1. deild Man. City 7 5 2 0 15:3 13 Liverpool 7 5 2 0 11:2 12 Notth. For 7 6 0 1 15:6 12 WBA 7 4 2 1 15:9 11 Coventry 7 4 1 2 12:10 9 Everton 7 3 2 2 12:7 8 Man. Utd. 7 3 2 2 9:7 8 Leeds 7 2 4 1 12:11 8 Ipswich 7 2 4 1 5:4 8 Norwich 7 3 2 2 7:10 8 Arsenal 7 3 1 3 7:5 7 Wolves 7 2 3 2 9:10 7 A. Villa 7 3 1 3 8:10 7 QPR 7 1 4 2 9:8 6 Chelsea 7 2 2 3 6:8 6 Middlesb. 7 1 3 3 8:9 5 West Ham 7 1 2 4 9:13 4 BristolC 7 1 2 4 6:10 4 Birmingh. 7 2 0 5 7:12 4 Leicester 7 1 3 4 3:13 4 Derby 7 0 3 4 4:11 3 Newcastle 7 1 0 6 6:17 2 an sigur (2:0) gegn Bristol City. Peter Barnet og Gerry Owen skoruðu mörk City. Liverpool vann ekki eins auðveldan sigur — það var ekki fyrr en 10 min. voru til leiksloka að Terry McDermott náði að færa Mersey-liðinu sigur (1:0) gegn Derby. Áður en við bregðum okkur á Elland Road i Leeds, skulum við lita á úrslitin i 1. deildarkeppn- inni: AstonVilla—Wolves...........2:0 Leeds — Man. Utd............1:1 Leicester — Nott. For.......0:3 Liverpool — Derby...........1:0 Man. City — Bristol C.......2:0 Middlesb. — Ipswich ........1:1 Newcastle — Coventry........1:2 Norwich — Arsenal...........1:0 Q.P.R. — Chelsea ...........1:1 W.B.A. — Birmingham.........3:1 West Ham — Everton..........1:1 Það þurfti að kalla til 500 lög- reglumenn þegar Manchester United kom i heimsókn til Leeds á Elland Road. Það kom þó ekki til átaka og liðin deildu bróðurlega á milli sin stigunum — i jafnteflis- leik — 1:1. Gordon Hill skoraði mark United, en Ray Hankin fyrrum leikmaður með Burnley, skoraði mark Leeds — hans 6. mark á keppnistimabilinu. Þó að rólegt hafi verið á Elland Road, var það sama ekki upp á teningnum á Loftus Road i Lond- on, þar sem Q.P.R. og Chelsea leiddu saman hesta sina. Áhang- endum liðanna lenti saman, og þurfti lögreglulið að skerast i leikinn. Af sjálfum leiknum er það að segja, að Peter Swain náði forystu fyrir Chelsea, en Skotinn Don Massin náði að jafna fyrir Q.P.R. Arsenal tapaði fyrir Norwich — John Ryan skoraði sigurmark Angeliu-liðsins. West Ham og Everton skildu jöfn á Upton Park i London, og sáu leikmenn Evert- on um að skora bæði mörkin. Martin Dobson skoraði sjálfs- mark en Duncan McKenzie náði siðan að jafna — 1:1 hans 6. mark i 1. deildarkeppninni. Markhæstur er nú Ian Wallace, skozki leikmaðurinn hjá Coventry. Hann skoraði bæði mörk liðs sins gegn Newcastle, en Alan Gowling skoraði mark New- castle, sem er nú á botninum. W.B.A. hefur sterku liði á að skipa. Tony Brown var hetja W.B.A. gegn Birmingham — hann skoraði 2 mörk en Regis bætti þvi þriðja við. John Conolly skoraði mark Birmingham. Aston Villa sigraði (2:0) Úlfana — Colin Brazier, sjálfsmark, og John Deehan, skoruðu mörk Villa-liðsins. Úrslit i 2. deildar keppninni urðu þessi: Blackburn — Orient.........1:0 Bristol — Sheff. Utd.......2:1 Bristol R. — Oidham........0:0 Cardiff — Fulham...........3:1 C.Palace — Boiton..........2:1 Mansfieid — Burnley........4:1 Millwall—Chariton..........1:1 NottsC.—Biackpooi..........1:1 Southampton — Hull.........1:0 Stoke — Sunderland.........0:0 Tottenham—Luton ...........2:0 ARCHIE GEMMILL....mun klæðast búningi Nottingham Forest um næstu helgi. TOTTENHAM Á TOPPNUM — í 2. deildar keppninni Tottenham skauzt upp á toppinn f ensku 2. deildarkeppninni á laugardaginn, þegar liðið sigr- aði (2:0) Lutou á White Harl Lane. Keith Osgood og Chris Jones skoruðu mörk Lundúna- liðsins. A sama tíma var Bolton að tapa á öðrum stað i London — l:2gegn Crystal Palace,sem er nú í þriðja sæti i 2. deild. Southampton færðistnær toppn- um, þegar liðið lagði Hull að velli (1:0) á The Dell I South- ampton. Ted MacDougall, hinn mikli markaskorari, skoraði mark Dýrlinganna — hans fyrsta á keppnistfmabilinu. Brighton-liðið, sem hefur komið mjög á óvart undir stjórn Alan Mullery, fyrrum fyrirliða Tottenham og enska landsliðs- ins, vann góðan sigur — 2:1 gegn Sheffield United. Peter Ward skoraði bæði mörk liðsins. 2. deild Tottenham 7 5 2 0 11:3 12 Bolton 7 5 11 9:3 11 C. Palace 7 4 2 1 13:6 10 Brighton 6 3 2 0 10:6 10 Stoke 7 3 3 1 8:3 9 Southampt. 7 4 12 9:7 9 Blackpool 7 3 2 2 12:10 8 Blackburn 7 2 4 1 6:3 8 Luton 6 3 12 10:5 7 Oldham 7 2 3 2 8:8 7 Charlton 6 2 3 1 9:12 7 Hull 7 2 2 3 5:5 6 Sunderland 7 14 2 7:9 6 Mansfield 7 2 2 3 7:9 6 Cardiff 6 14 1 6:7 6 Fulham 7 13 3 7:8 5 Orient 7 2 14 10:13 5 Millwall 7 13 3 7:9 5 Bristol R. 7 0 4 3 6:10 4 Notts.C. 7 0 4 3 9:15 4 Sheff. Utd. 7 115 7:15 3 Burnley 7 0 2 5 3:12 2 Manchester United heldur áfram í Evrópukeppninni, en má ekki leika á Old Trefford Wembley heima völlur United? — „Við myndum fylla Wembley”, sagði þjálfari United, Cavanagh MARTIN United. BUCHAN... fyrirliöi — Ég er mjög glaður — þetta eru gleðifréttir fyrir strákana sagði Sir Matt Busby, fyrrum framkvæmdastjóri Manchester United og núverandi stjórnar- maður félagsins, þegar þriggja manna nefnd UEFA ákvað I gær, aö Manchester United, sem dæmt var úr Evrópukeppni bikarhafa i siðustu viku, vegna óláta áhangenda féiagsins i Paris, fengi aö vera áfram I keppninni. Eins og menn muna, þá var United-liðið dæmt úr keppninni vegna óláta áhangenda liðsins, þegar það lék gegn St. Etienne i Paris, en leik liðanna lauk með jafntefli. United þarf að borga 30. þús. svissneska franka (7.500 pund) í sekt, og þar að auki má United ekkileika heimaleik sinn á Old Trafford, þegar félagið mætir St. Etienne i Englandi. ManchesterUnited þarfað leika sinnheimaleikí 200 km fjarlægð frá Manchester Þegar Busby var spurður að þvi, hvort Manchester United myndi sækja eftir þvi, að fá að leika heimalejk sinná Wembley i London, sem er 294 km frá Manchester,sagðihann: — „Ég get ekkert sagt um það, en viö sjáum til”. — Það er mjög bagalegl að geta ekki leikið heima á Old Trafford, sagði Martin Buchan, fyrirliði Manchester United. — Ég er í sjöunda himni yfir þess- um gleðifréttum, sagöi Tommy Cavanagh, þjálfari United-liðs- ins. — Leikmenn Manchester United og áhangendur liðsins eru ávallt velkomnir hingað á Wembley. Þeim er velkomið að leika hér I Evröpukeppninni”, sagði einn af yfirmönnum Wembley-leikvangsins. Wembley-leikvangurinn er stærsti leikvöllurinn I Englandi. —Við myndumfylla hann, sagði Cavanagh, þjálfari United-liðs- ins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.