Tíminn - 27.09.1977, Síða 23

Tíminn - 27.09.1977, Síða 23
Þriðjudagur 27. september 1977 23 flokksstarfið Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi verður til viðtals á skrif- stofu Framsóknarflokksins laugardaginn 1. okt. kl. 10-12. „Opið hús" Flateyri Framsóknarfélag önundarfjarðar verður með opið hús i sam- komuhúsinu Flateyri á þriðjudagskvöldum kl. 20.30-23.30. Leikið verður af plötum, spilað, teflt, myndasýningar. Allir velkomnir. LONDON Fyrirhuguð er 5 daga ferð til Lundúna á vegum SUF i sfðari hluta nóvember ef næg þátttaka fæst. Nánar auglýst siðar. SUF Kópavogur Fulltrúaráðsfundur framsóknarfélaganna i Kópavogi verður haldinn að Neðstutröð 4 þriðjudaginn 27. sept. næstk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Framboðsmált Kosning framboðsnefndar. 2. Vetrarstarfið. 3. önnur mál. Stjórnin Keflavík Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Keflavik heldur fund i Framsóknarhúsinu fimmtudaginn 29. sept. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Vetrarstarfið. 2. Umræður um prófkjör vegna bæjarstjórnarkosninga á kom- andi vori. Stjórnin. Vaxandi skilningur á nauðsyn brunavarna Hætt við framleiðendur innlendra slökkvitækja, sem jafnframt annast þjónustu og viðgerðir á flestum gerðum slikra tækja Meðal þess fjölmarga sem getur að lita á Iðnkynningunni I Laugardaishöllþessa dagana og allur almenningur hefur ekki hugmynd um að framleitt er hér á landi eru duftslökkvitæki af ýmsum gerðum og stærðum, sem framleidd eru hjá Kolsýru- hleðslunni, Seljavegi 12 i Reykjavik. Fyrirtækiö flytur einnig inn erlend slökkvitæki og fleiri vörur, og það gera raunar aðrir aðilar hér á landi, en Kolsýruhleðslan er eina fyrir- tækið, sem framleiðir innlend slökkvitæki. Kolsýruhleðsluna stofnuöu feðgarnir Steinar Gislason, Ein- ar og Hallgrimur Steinarssynir 1948. Fljótlega hófu þeir fram- leiðslu sódasýru-, kolsýru- og siðar kvoðuslökkvitækja (en þau siðastnefndu eru nú að hverfa af markaðinum). Þess- ari framleiðslu var haldiö áfram þangað til Island gekk I Efta, en þá lagðist hún að mestu niður. Framleiðsla duftslökkvitækj- anna er ný af nálinni, en slik tæki eru nú algengust slökkvi- tækja bæði i heimahúsum og vinnustöðum. M.a. eru fram- leidd eins kg. slökkvitæki fyrir bila. Að sögn Einars Steinars- sonar framkvæmdastjóra Kol- sýruhleðslunnar, er nú vaxandi áhugi á þvi meðal fólks að hafa slökkvitæki I bilum sinum. — Það er ekki gaman að horfa á 2- 3 milljón króna tæki brenna fyrir augunum á manni og geta ekkert að gert. Skyldugt er að hafa slökkvitæki i stórum fólks- flutningsbifreiðum. Fyrir nokkru kviknaði f kjötflutninga- bil, og þá voru allir flutningar hjá hlutaöeigandi fyrirtæki stöðvaðir, unz komin voru slökkvitæki I alla bíla þess, þótt þar kæmi ekki neitt lagaboð til. Þeir feðgar i Kolsýruhleðsl- unni sögðu fslenzku slökkvitæk- in fyllilega samkeppnisfær við innflutt slökkvitæki hvað verð og gæði snertir. Eitt aðalverkefni Kolsýru- hleðslunnar er þjónusta, en þar er fyllt á og gert við flestar teg- undir kolsýruslökkvitækja og - kerfa. Þá flytur fyrirtadcið inn Halon 13-OX-lslökkvikerfi og veitir þjdnustu I sambandi viö þau. Einnig eru flutt inn eldvarna- teppi. Kolsýruhleðslan framleiðir einnig þurris og hefur gert I mörg ár. Hann er mikið notaður á rannsóknastofum og við flutn- inga.en hitastig hans er 70 stiga frost. Framleiðslu á kolsýrunni annast Efnaverksmiðjan Eim- ur, sem einnig er til húsa að Seljavegi 12. Hallgrimur Steinarsson veitir henni for- stöðu. Kolsýruhleðslan sér einnig um að fylla kolsýru á t.d. oliu- tanka á skipum,sem eruislipp, og þurfa þeir þá ekki að vera tómir, þegar verið er aö log- sjóða þá eða þ.h. Kolsýran (kol- tvisýringurinn) kemur I veg fyrir brunahættu. SJ Úr sýningarbás Kolsýruhleðslunnar sf. I Laugardalshöll. Einar Steinarsson, Steinar Glslason og Hallgrimur Steinarsson — Tímamyndir Róbert Q För Einars 1 fréttatilkynningu utanrikis- ráðuneytisins segir enn fremur: „Heimsókn utanrikisráðherra til Bandarikjanna og viðræður hans við ráðamenn þar efldu frekari samskipti Bandarikj- anna og Islands, sem einkenn- ast af náinni samvinnu. Fund- irnir gáfu tækifæri til að ræða vandamál, sem snerta bæði löndin á sviði stjórnmála, öryggismála og efnahagsmála. Báðir aðilar ræddu hin ýmsu svið samvinnunnar eins og hún nú er, og leiðir til þess að styrkja hana frekar, og sam- þykktu að haida viðræðum áfram með milligöngu sendi- ráða sinna.” PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAAAANN að loftskeytastöðinni á Neskaupstað. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóra á Nes- kaupstað. GMC TRUCKS Höfum til sölu: Árg. Tegund: Verðíþús.: '69 Volvo 142 S 1.050 '73 Chevrolet Laguna 2 dyra 2.200 (Skuldabr.) '71 Ford Maverick 1.100 '76 Opel Kadett L 1.720 '76 Dodge Dart Swinger 2.400 '73 Saab99L4dyra 1.700 '74 CH. Blazer Cheyenne 4.200 '77 Opel Manta SR 1900 2.900 '74 Scout 11 V-8 sjálfsk. 2.500 '70 Opel Rekord 725 '72 Saab99 1.650 '76 AudilOOLS 2.700 '75 VauxhallViva 1.050 '74 Willys jeppi m/blæju 1.750 '73 Chevrolet Nova 1.550 '72 Scoutll 1.800 '72 Opel Rekord4dyra 1.200 '77 Vauxhall Chevette 1.850' '76 Ch. Nova Concours4 dyra 2.800 '71 Chevrolet Malibu 1.250 '74 Chevrolet Vega station 1.450 '75 Dodge Dart Swinger 2.200 '76 Opel Manta Coupé 2.350 '74 Ch. Blazer Cheyenne 2.800 74 Scout II V-8sjálfsk. 2.600 '67 Scout800árg. 700 '76 Chevrolet Concords4 dyra 3.050 '76 Cortina XL 1.850

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.